Þjóðviljinn - 16.12.1955, Page 12

Þjóðviljinn - 16.12.1955, Page 12
20. þmg Sveinasambaitds byggingaimanna Lýsir eindregnum stuðningi við viðleitni Á.S.Í. til myndunar vinstri ríkisstjómar Niðrr-vidi meinsemd að starfa fyrir erlent setulið 20. þing Sveinasambands byggingamanna samþykkti einróma tillögu þar sem lýst er eindregnum stuöningi við viðleitni Alþýöusambands íslands til að mynda vinstri stjórn í landinu, sem tryggi að íslendingar hafi alltaf nóg að starfa við uppbyggingu íslenzkra atvinnuvega og skeri burt þá niðrandi meinsemd að þvinga menn til starfa fyr- ir erlent setuliö. 20. þing Sveinasambands byggingamanna stendur nú yfir og hafa þar verið rædd hin ýmsu hagsmunamál samtakanna. Meðal þeirra mál sem þingið hefur afgreitt er eftirfarndi: . 20. þing Sveinasambands byggingamanna, 1955, lýsir yfir eindregnum stuðningi við við- .leitni stjómar Alþýðusambands íslands til myndunar vinstri stjórnar i landinu, enda þegar vitað að værkalýður og milli- stéttir um land allt myndu fagna heiðarlegri ríkisstjóm, sem virti og efldi hið skapandi starf verkmannsins til sjávar og sveita. Alþýðan mun fagna hverri þeirri ríkisstjóm, sem vinnur af alefli að þvi að íslend- ingar hafi ávallt nóg að starfa við uppbyggingu íslenzkra at- Frá Lúcíu-hátíð Norræna félag-s- ins, sem haldin var í Leikhúskjall- aranum sl. þriðjudagskvöld. Ætto dagar eftir par til dregið verður 1 dag er almennur skiladagur. Tekiö er á móti skilum fyrir selda happdrættismiða í skrifstofu Sósá- alistafélags Keykjavíkur, Tjarnar- götu 20, sími 7511; og afgreiðslu l'.jóðviljans, Skólavörðustíg 19, sími 7500. Opið verður frá kl. 10-Í2 f.h., 1-7 og 8:80-10 e.h. í Tjarnargötu 20, en á venjulegum afgreiðslutíma í afgreiðslu Þjóðviljans. Takmarkið er að allar deildir s.kili í dag. — Spurningin er hvaða deild verður efst á blaði á morg- un. — Röð deildanna er nú þessi: vinnuvega og skeri í burtu þá niðrandi meinsemd að þvinga menn til starfa fyrir erlent setu- lið. Ennfremur beinir þingið þeim tilmælum til félaganna innan Sveinasambandsins, að þau taki afstöðu til þessa máls á næsta fundi hvers félags. Húsnæðismál 20. þing Sveinasambands byggingamanna mótmælir harð- iega þeim árásum, sem gerðar hafa verið á byggingariðnaðar- menn að undanfömu og þó sér- sfaklega í síðasta allsherjar- verkfalli, af hálfu þeirra aðila sem ábyrgð bera á því ófremd- arástandi, sem nú ríkir í hús- næðismálum þjóðarinnar og þá fyrst og fremst hér í Reykjavík, en eins og kunnugt er hafa þess- ar árásir verið byggðar á þvi, að kaupkröfur sveinafélaga i byggingariðnaði eyðilegðu mögu- leika fátækra einstaklinga til þess að koma sér upp þaki yfir Upp skal faldÍBii draga Ljóð eftir fóhann J E. Kúld Upp skal faldinn Araga heit- ir ný ljóðabók eftir Jóhann J. E. Kúld. Er það sjötta bók Jó- hanns. 1 Hlíðadei:d . . 71,8 % 2 Þingholtsdeild .. 67 — 3 Skerjafjarðardeild . . . . 66,2 — 4 Sunnuhvolsdeild .... . . 63,4 — 5 Boiladeild . . 63,2 — 5 Laugarnesdeild . . 63,2 — 6 Skuggahverfisdeild . . . 62,5 — 7 Njarðardeild . . 62,3 — 7 K'eppsholtsdeiJd .... . . 62 3 — 7 Múladeild . . 62,3 — 8 Túnadeild . . 62,1 — 9 Hjafnardeild .. 62 — 10 Vesturdcild . . 61,2 — 10 Háteigsdeild — 11 Meiadeild . . 611 — 12 Via'ladeild . . 60,8 — 12 Langholtsdeild ..60 8 — 13 Nesdei'd .. 60,3 — 14 Skóiadeild .. 60 — 14 Barónsdeild .. 60 — 14 Vogadeild . . 60 — 14 Sogadeild .. 60 — 14 Bústaðadeitd .. 60 — í bókinni eru nær sextíu ijóð. Jóhann velur sér einkum yrk- isefni í lífi og baráttu alþýð- unnar, kveður um dagleg störf hennar og vandamál, þjóð- félagsmál. Nokkur kvæðaheiti nægja: Róður; Á Halamiðum; Barningur; Dorgað á miðum; í skipalest; Arnarfjarðarsölvi; Eyjólfur Eyjajarl; Á afmæli verkamanns; FJakkarinn; Saga okrarans; Verkfall; Á miðin; Síldin. En Jóhann horfir held- Framhald á 3. síðu. höfuðið. I því sambandi þykir þinginu rétt að taka fram eftir- farandi: Það er ekki forsvaranlegt, heldur fullkomið ábyrgðarieysi af hálfu hins opinbera að ætlast til þess að einstaklingar með venjulegar tekjur byggi sér hús, sem eiga að geta staðið í marga Frh á 10 síðn Búlganín kominn til Afganistans Þeir Búlganín og Krústjoff komu í gær til Kabúl, höfuð- borgar Afganistans, en þar munu þeir dveljast í tvo daga. Komu þeir degi seinna þangað en ætlað var, vegna slæms veð- urs gat flugvél þeirra ekki lent í Kabúl í fyrradag og lenti í staðinn í Stalinabad í sovézka lýðveldinu Tasjikistan. En hvað þa<1 var skrýtið Komin er út ofurlítil bók, sem yngstu börnin munu hafa gaman af: hið kunna kvæði Páls J. Árdals: En hvað það var skrýtið, með myndum eftir Halldór Pétursson. Bókaútgáf- an Gimbill gefur bókina. út, en „Litbrá offsetprentaði.“ ,,Nú ætla ég að segja sögu þér“ — þannig hefst kvæðið; og þar er lítil telpa á 1. blað- síðu að nudda stírur úr aug- unum, en önnur er komin hálfa leið í kjólinn sinn. Svo kemur nú amma gamla til sögunnar, sólin á himninum, fleiri krakk- ar, allt eftir efni kvæðisins — haninn, hundurinn, kötturinn, lambið, spóinn. Það er allt sam- an mjög skrýtið og skemmti- legt, og gaman fyrir yngstu börnin að fá bók sem sérstak- lega er ætluð þeim. Frá steinaldar- mönnum í Garpa- gerði Út er komin barnabók eft- ir Loft Guðmundsson og nefn- ist Frá steinaldannönnum í Garpagerði. Hefur Loftur flutt sögu þessa sem framhaldssögu í útvarpið í haust, en hún seg- ir frá tveimur drengjum úr Reykjavík er liggja úti i tjaldi uppi í sveit að sumariagi og lenda í ýmsum ævintýrum. Loft- ur hefur áður skrifað nokkrar barnabækur sem hiotið hafa vin- sældir. Þessi nýja barnabók er skreytt. teikningum eftir Halldór Pét- ursson, hún er 222 síður, prent- uð i Féiagsprentsmiöjunni og gefin út af Bókaverziun Sig- íúsar Eymundssonar. Föstudagur 16. desember 1955 — 20. árgangur — 286. tölúblað Ríkisstarfsmenn fái samnings- og verkf aílsrétt i Einar Olgeirsson flutti í gær eftirfarandi breyt- ingartillögu við' launalagafrumvarpió'. í lögin verði sett svofellt ákvæöi: „Ríkisstjórninni er heiviilt að undirrita launa- samning við Bandálag starfsmanna ríkis og bœja um laun samkvæmt lögum pessum og komi samn- ingur sá til framkvæmda frá og með 1. janúar 1956 og gildi í eitt ár, en framlengist óbreyttur í eitt ár í senn, sé honurn ekki sagt upp með mán- aðarfyrirvara. Jafnframt öðlist Bandalag starfsmanna ríkis og bæja svo og einstök félög innan pess rétt til vinnu- stöðvunar samkvæmt lögum nr. 80/1938 um stétt- arfélög og vinnudeilur.“ Sagöi Einar aö í frmnvarpinu eins og líklegt væri aö þaö yrði bariö fram af stjórnarliöinu fæl- ist óréttlæti gagnvart ýmsum lágt launuöum starfshópum. Frumvarpið markaöist af því aö há- tekjumennimir hefðu haft aöstööu til aö ota sín- um tota. Nú væri kominn tími til aö Alþingi gæfi opinberum starfsmönnum fullan rétt til samninga mn sín kjör. Meginhluti þeirra á samstööu með öörum launastéttmn og þeim ber réttur og skylda til aö taka fullan þátt í baráttunni fyrir hinum sameiginlegu hagsmunum. Það er höfuönauðsyn aö veita þessum starfsmömium fullan rétt til vinnustöövana og samninga. Iá Kýpur í gærdag 100 skólapiltar og stúlkur og 15 kennarai þeirra handtekin í Famagusta Róstusamt var á Kýpur í gær og uröu víð'a blóðug á- tök milli Kýpurbúa og brezkra hermanna og lögreglu. Brezkir hermenn hleyptu upp fundi sem haldinn var í Famagusta til að mótmæla banni landstjórans við starf- semi verkalýðsflokksins og handtöku leiðtoga. hans. Beittu þeir táragasi og kyifum. Um 100 skólapiltar og stúlkur og 15 kennarar þeirra sem. tóku þátt í fundinum voru hand- tekin. I Nicosia var ráðizt á brezk- an lierbíl og féll einn árásar- mannanna í viðureigninni en Annast raflýsingu í kirkjugarðinum Undanfarin ár hefur það tíðk- azt mjög að fólk lrefur lýst upp leiði ástvina sinna í Kirkju- garðinum um hátíðarnar og not- að til þess rafgeyma sem bæði hafa verið dýrir og reynzt mis- jafnlega vel. Nú hefur raftækja- vinnustofa Jóns Guðjónssonar í Kópavogi (sími 82871) tekið upp það nýmæli að ’eggja rafkerfi um hluta af garðinum og mun taka að sér að annast lýsingu íyrir fólk fyrir mun vægara gjaid en unnt hefur verið að undanförnu. tveir voru handteknir, og brezk- ur hermaður særðist til ólífis. Siðar kom í ljós að sá sem Bretarnir felldu var ungur prentari, frændi Makarios bisk- ups, sem Bretar segja að hafi verið einn helzti leiðtogi skæru- liða á Kýpur. Höfðu þeir heitið 250.000 kr. hverjum þeim sem færði þeim hann, lifandi eða dauðan. Árás var gerð á sprengiéfna- geymslu við námu eina nálægt Nicosia, árásin misheppnaðist, en eftir hana gerðu Bretar leit að árásarmönnum í nálæg- um þorpum og handtóku fimm menn. Kekkonen fagnar samþykkt SÞ Kekkonen, forsætisráðherra Finnlands, lýsti í gær fögn- uði sínum og þjóðar sinnar yf- ir því að Finnlandi hefur nú verið veitt innganga í SÞ, 8 ántm eftir að það sendi sam- tökunum inntökubeiðni. Þetta væri síðasti hlekkurinn í keðju gleðilegra ávinninga finnskrar utanríkisstefnu á síðustu mán- uðum. ASmennur skiladagur er í dag. Skilastaðir Skólavörðustígur 19 og Tjarnargata 20.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.