Þjóðviljinn - 20.12.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.12.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 20. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 París í desember. Akvörðun franskra sósíal- demókrata um að neita sam- vinnu við kommúnista í kosn- ingunum sem fram eiga að fara annan janúar gerir að engu, i bili, von vinstri manna um nýja Alþýðufylkingu. Hún gæti jafnframt verið fyrirboði þess að kosningar þessar muni valda fáum og smáum breyt- ingum á franska þjóðþinginu. Stjómmálabaráttan í nóvem- bermánuði tók á sig all kyn- legan blæ á þinginu. f stuttu máli má segja að flestir flokk- arnir virtust ekki stefna að því að vinna sér hylli sem mests kjósendafjölda, heldur að því að fá, með nýjum laga- setningum, sem flesta þing- menn fyrir sem fæsta kjós- endur. Svo sem kunnugt er var kosningalögunum breytt í Frakklandi fyrir kosningarnar 1951, í þeim tilgangi að svipta Kommúnistaflokkinn nokkru af þingmönnum sínum. Árið 1946 hafði verið kosið hlutfallskosn- ingum í landinu, en nú var komið á svonefndu apparente- mentskipulagi, sem mætti kannski kalla klíningsskipulag á íslenzku. Höfuðeinkenni þessa skipulags er það að tveir eða fleiri flokkar geta lýst yfir samstöðu sinni í hverju kjördæmi út af fyrir sig, án þess þó að bjóða fram sameig- inlegan lista. Ef klíningslist- amir fá 50% eða meira af greiddum atkvæðum hljóta þeir allá þingmenn kjördæmis- ins. Þessi skipun kom að sjálf- sögðu hart niður á Kommún- istaflokknum, einmitt í þeim kjördæmum þar sem hann var fjölmennastur, án þess þó að hafa hreinan meirihluta, og fékk hann ekki nema rúmlega 100 þingmenn móti um það bil 160 sem honum hefði borið eftir hlutfallskosningum. — Hins vegar gildir hlutfallsregl- an eftir sem áður í þeim kjör- dæmum þar sem klíningslistar koma engir fram, svo og þar sem þeir ná ekki hreinum meirihluta. Enda þótt hægriöflin ásamt sósíaldemókrötum (sem höfðu oftast nær samvinnu við M. R. P.-menn í kosningunum 1951) mættu þannig hrósa sigri yfir kommúnistum, var svo komið undir lok núverandi kjörtímabils að flestir voru ó- ánægðir með þessa skipun. Sósíalistar og gaullistar voru í tölu þeirra óánægðu: gaull- istar höfðu alltaf verið and- stæðir þessum kosningalögum, en sósíalistar töldu sig nú ekki lengur geta haft samvinnu við Pirre Mendes-France M.R.P.-menn sem gerzt hafa æ afturhaldssamari og kirkju- sinnaðri siðustu árin. og allt útlit var fyrir að kommún- istar, sem lögunum var upp- haflega stefnt gegn, mundu nú vinna að minnsta kosti nokkur þeirra sæta sem þeir voru rændir 1951. Mendes-France og sá hluti radíkala sem honum fylgir voru þó áhugasamastir um að fá kosningalögunum breytt — og að vísu í það horf sem þau voru fyrir 1939 — með einmenniskjördæmum. Það áhugamál mendesista verður skiljanlegt þegar þess er gætt að með svipuðum kjós- endafjölda og 1951 mundu kommúnistar fá aðeins 55 þing- menn ef kosið væri í einmenn- ingskjördæmum, 150—160 eftir hlutfallskosningum. (Þessar tölur eru miðaðar við Frakk- land sjálft, án hjálendna; mis- munurinn er ekki mikill. Kommúnistaflokkurinn hlaut 5 milljón atkvæði í kosningun- um 1951.) Radíkalar og sam- starfsflokkar þeirra („Sam- band vinstrisinnaðra lýðveldis- manna“, sem nú hefur klofn- þágu hlutfallskosningaskipunar né í þágu einmenningskjör- dæma. Hins vegar mundi meirihluti þingmanna í hjarta sínu hafa verið mótfallinn því að flýta kosningum, og það er ástæðan fyrir því að um það bil helmingur þingmanna greiddi atkvæði með því að taka á dagskrá tillögu mend- esista um einmenningskjör- dæmi, í þeirri von að umræð- ur málsins mundu tefja kosn- ingar svo mjög að þær færu Guy Mollet Kosningar í Frakklandi að milli Mendes-France og 1 Edgars Faures) hefðu, með svipuðu atkvæðamagni og 1951 (2,400,000), hlotið 115 þing- menn í einmenningskjördæmum, en aðeins 55 eftir hlutfalls- kosningum. Fyrir sósíalista skipti ekki miklu máli hvor skipunin yrði ofan á, svo fram- arlega sem dagar klínings- skipulagsins væru taldir, en hins vegar hefðu einmennings- kjördæmi orðið mjög óhag- 1 stæð M.R.P.-mönnum, sem hefðu aðeins fengið 55 þing- menn gegn 85 sem þeir hafa nú. Þegar Edgar Faure bar fram tillögu sína um að flýta kosn- ingum um hálft ár, var það ef til vill að miklu leyti þátt- ur í persónulegri valdabaráttu hans við Mendes-France inn- an Radíkalaflokksins. Með því vildi hann koma í veg fyrir að Mendes-France ynnist tími til að auka enn völd sin í flokknum, en það var lýðum Ijóst að hann reri að því öll- um árum að ná öllum stjórnar- taumunum í sínar hendur. Til þess hafði hann hins vegar reiknað sér meiri tíma, og kosningaáróður hans var varla hafinn; dagblaðið L’Express, sem skyldi verða málgagn á- róðurs hans, var ekki stofn- að fyrr en um miðjan októ- ber. Barátta hans á þingi fyr- ir breytingu kosningalaganna hafði því tvennan tilgang, í fyrsta lagi að auka þingmanna- fjölda flokks hans, í öðru lagi að seinka kosningum með mál- þófi. í rauninni var hvorki til meirihlutl ó þesu þingi i að lokum ekki fram fyrr en á venjulegum tima. En Edgar Faure lét hér krók koma á móti bragði: rauf þingið, þó að sú ráðstöfun væri talin á takmörkum þess að vera lögleg, og ákvað kosningar 2. janúar. í tvö til þrjú ár liefur hug- myndin um nýja alþýðufylk- ingu í Frakklandi sem tæki upp aftur þráðinn frá árun- um 1934—38 valdið auðvaldi, ihaldi og verjendum amerísks frelsis þungum áhyggjum. Hún hefur jafnframt verið hin stóra von ekki aðeins kommúnista og annarra róttækra vinstri- manna heldur einnig margra óbreyttra liðsmanna sósíal- demókrata og' vinstriarms radikala. Enda hlyti alþýðu- fylking að saman standa af þess- um þrem flokkum: kommún- istar og sósíalistar einir hefðu varla nægilegt afl til að koma henni á. í kosningunum 1951 höfðu kommúnistar og sósíal- istar til samans tæplega átta milljónir atkvæða af um það bil tuttugu milljón greidd um atkvæðum í landinu. Radí- kalar höfðu hins vegar 2,400, 000 atkvæði. Enda þótt nokk- ur hluti þeirra kjósenda radí- kala mundi aldrei greiða at- kvæði sitt alþýðufylkingu, þá er ekki óvarlegt að áætla að sú alda sem ný alþýðufylking kæmi af stað i landinu mundi gera meira en bæta upp það tap, og þessir þrír flokkar, kommúnistar, sósíaldemókratar og vinstrisinnaður Radíkala- flokkur næðu þannig meiri- hluta á þingi. Þegar sýnt var að kosning- ar yrðu i byrjun næsta árs bauð Kommúnistaflokkurinn sósíaldemókrötum að gera við þá kosningabandalag. Með þvi móti skyldi afturhaldið verða fellt á sjálfs sín bragði, klíningsskipulaginu yrði nú stefnt gegn því sjálfu, komm- únistar fengju 150 þingmenn i stað 100 og sósialistar 130 í stað 104. Guy Mollet, foringi sósíalista var þó ekki á þeirri skoðun að taka bæri þessu til- boði. Hann var á sama máli og Pineau, annar foringi í flokki sósíalista, sem lýsti yf- ir því án þess að blikna að hann kysi heldur að sósíalist- ar töpuðu 25—30 þingmönnum í kosningunum en þeim bætt- ust nokkrir þingmenn í sam- vinnu við kommúnista. Á flokksþingi 6. desember tókst Guy Mollet að láta fordæma alla kosningasamvinnu við kommúnista, þó eftir að tillaga um að láta flokksfélögin í hverju kjördæmi fyrir sig sjálfráð um hvar þau leituðu samvinnu hafði'verið felld með tiltölulega litlum meirihluta. Guy Mollet og þeir sem hon- um standa næstir í Sósíalista- flokknum hefðu sjálfsagt ekk- ert á móti því að endurnýja samvinnuna við M.R.P.-menn. En bæði er að talið er víst að fylgi þess flokks hafi minnkað að mun í landinu, og hitt líka að foringjum sósíal- ista yrði erfitt að verja fyrir almenningi slíka samvinnu við flokk sem er nú orðinn hin tryggasta skjaldborg hverskon- ar afturhalds. Óbreyttir sósíal- demókratar tækju slika sam- vinnu ekki góða og gilda, og ekki bætir úr skák að Sósíal- istaflokkurinn var mjög klof- inn í Evrópuhersmálinu, bæði utan þings og innan. Fyrir sós- íalista var því, eins og málum var komið, varla kostur á að taka upp samvinnu við annan flokk en radíkala. Enda varð sú raunin á að sósíalistar og radíkalar undir forustu Mend- es-France mynduðu með sér samlag sem þeir kalla Lýð- veldisfylkinguna, en hitt geng- ur mörgum illa að skilja að þeir bundu um leið trúss sitt við gaullista undir forustu Chaban-Delmas hershöfðingja. Sá flokkur er þó ekki nema miðlungi hlynntur lýðveldinu og að sjálfsögðu með öllu and- stæður þjóðfélagsumbótum þeim sem standa á stefnuskrá sósíalista. Enda hafa gaullist- ar ekki aðeins kosningasam- vinnu við radikala og sósíal- ista heldur á hinn bóginn einn- ig við hina gamalgrónu í- haldsflokka (modérés, indép- endants). Mendes-France, sem stutt hafði stjóm flokksmanns síns Faures allt þar til hinn síðar- nefndi gerði að tillögu sinni að flýta kosningunum, heldur nú uppi hinni harðvítugustu baráttu gegn honum og' þeim hluta Radíkalaflokksins sem honum fylgir að málum. Mið- stjórn flokksins, á valdi Mend- es-France, hefur nú eins og kunnugt er gert Faure rækan úr flokknum, svo og nokkra aðra af afturhaldssömustu f lokksf oring j unum: f asistann Jean-Paul David og René May- er sem bar að miklu leyti á- byrgð á falli stjórnar Mendes- France. Hins vegar hefur Mendes-France lagt blessun sína yfir framboð sumra ann- Maurice Thorez arra af hinum afturhaldssöm- ustu radíkölum, svo sem André Morice, sem áreiðanlega mun aldrei ljá atkvæði sitt neinskon- ar vinstripólitík. Það er ekki laust við að offors Mendes- France gegn Faure geti virzt nokkuð kátlegt þegar þess er gætt að stjóm Faures hélt í flestum atriðum sömu stefnu og stjórn Mendes-France hafði haft, bæði i utanríkismálum og fjármálum, enda var Faure að vísu fjármálaráðherra í stjórn Mendes. Þess má líka geta að kosningastefnuskrá Mendes- France er mjög ófröm og loð- in um allt það er iýtur að þjóðfélagsmálum. Þegar Mendes-France og blað hans hamrar á því sí og æ að barátta hans gegn Faure sé barátta vinstri afla gegn hægri- öflum þá fer ekki hjá þvi að þær yfirlýsingar veki tor- tryggni. Hitt mun sönnu nær að Mendes-France hefur alltaf þann metnað að verða ein- hverskonar nýr De Gaulle. Til þess þurfti hann í fyrsta lagi flokk. í stað þess að stofna nýj- an flokk valdi hann þann kost- inn að ná undir sig Radikala- flokknum. Aðalkeppinautur hans innan flokksins var vin- ur hans Faure, og kann það að vera nokkur (skýrihg á hinum nýtilkomna fjandskap þeirra, sem nú síðast hefur valdið klofningu flokksins. Ótti þeirra manna er því ekki ástæðulaus sem álíta að eftir kosningar muni vinstri- stefna þeirra Mollet og Mendes þokast allnokkuð til hægri, og þeir muni taka saman höndum við M.RP.-menn og gaullista um „vinstri-mið“-stefnu. Hætt er við að slik stefna reikaði nokkuð langt til hægri, og yrði þá Frakklandi stjórnað með svipuðu móti á' árunum 1956 —1960 og því var stjórnað 1951—1955. Tvö atriði einkum gera að Edgax Faure V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.