Þjóðviljinn - 24.12.1955, Síða 8

Þjóðviljinn - 24.12.1955, Síða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 24. desember 1955 Noregur kommn með annan fótinn úfúr A-bandalaginu w------------------------ IMÖOVIUINN títgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — k—----------------------/ Tákn jólanna / kvöld hljóðnar hinn langstœði glaumur um sinn og hefst sú stund sem við íslendingar höfum einkum helgað börnunum, sú hátíð sem við viljum gefa þeim. Tákn jólahátíðarinnar er í hugum okkar barn með kerti í hendi og Ijóma í aug- um, hamingjusamt, vel bú- ið,' í góðu húsi, vafið um- hyggju og kærleik; — getur fegri sýn? Hljóðlát gleði barns verður vítt um ísland sönn umbun fullorðnum eft- ir mikla önn við undirbún- ing jólanna. Sú gleði er nokkurt endurgjald hins hávaðasama fyrirgangs sem haldið er uppi margar vikur fyrir jól. Þegar markaðsbar- áttu sölumanna lýkur, koma þó gleðileg jól. Gleöileg jól — eru þá öll börn með Ijóma í augum, búa þau öll í góðu húsi, eiga þau öll þeirri umhyggju að fagna sem góður hagur vandamanna einn má veita? Er hið fagra tákn jólahátíð- arinnar ekki einhverstaðar nafnið tómt? Menn vilja gjarnan leggja sig fram um góðleik á jólunum; þess- vegna ,eru þau einnig vel til þess fallin að minnzt sé þeirra sem bera skarðan hlut frá borði á þessu landi. Huga manns verður reikað í kjall- araibúðir höfu&borgarinnar, þar sem ekki er hœgt að vera hamingjusamur fyrir kulda sakir; hann leggur leið sína í braagana, sem eru ekki hið góða húsuxzði sem um var rœtt í upnhafi; hann gistir ótal heimili, þar sem þröngvr liagur, jafnvel sár fátœkt, marka um- hyggjunni þröngan bás. Helgislepjan er hið opinbera og löghelgaða vörumerki jólahátíðarinnar; en er jól- unum nokkurt viðhorf verð- ugra en samlíðan með lítil- magnanum, samlíðan sem örvar til baráttu fyrir betra lífi hvern virkan dag sem við lifum? Hugurinn fer ennþá víðar. Óvíða í svonefndum kristn- um heimi er tákn jólanna jafnsannverulegt og á fs- landi. þrátt fyrir allt. Nær öll. börn á íslandi eiga þó eitthvert heimili, þó fátœkt kunni að vera; en úti í lönd- unum eiga þúsundir ekkert athvarf nema þjóðveginn — foreldrar þeirra eru dán- ir. vandamenn tvndir. Það eiga þau upp á þá styrjöld sem villimenn háðu um vöid oo nrmrkaði, sumir „í nafni drottins vors JesúKrists“. Þá fyrst verða jól gleðileg í raun og sannleika begar sið- ferði samfélagsháttanna er þar komið að ekki einunais verði stvrjaldir óhugsavdi, heldur einnig vont húsnæði oa sú óhamingja sem af fá- tækt stafar. Það er draum- urmn um skuggalausan ljórrta í bornsauqum. GLEÐILEG JÓL. r^ERÐALAG Einars Gerhard- A sens, forsætisráðherra Nor- egs, til Moskva í vetur olli sem vonlegt var miklum blaðaskrif- um ó Norðurlöndum og reynd- ar víðar. Menn fylgdust af mik- illi athygli með því sem norska forsætisráðherranum og for- ustumönnum Sovétríkjanna fór á milli. Gerhardsen er fyrsti forsætisráðherra frá ríkjum þeim sem stofnuðu A-banda- lagið sem heimsótt hefur Moskva. Þar að auki er Nor- egur eina A-bandalagsríkið í Vestur-Evrópu sem liggur að Sovétríkjunum. Ekki má heldur gleyma því að það var fyrir frumkvæði norskra stjórnmála- manna að A-bandalagið náði til Norðurlanda. Viðræður stjómar Danmerkur, Noregs og Svíþjóð- ar um stofnun hlutleysisbanda- lags Norðurlanda strönduðu á Halvard Lange, þá og nú utan- rikisráðherra Noregs í A-banda- lagið. Hedtdft Hansen, forsætis- ráðherra Danmerkur, fór síðan að dæmi flokksbræðra sinna í Noregi, enda þótt hann hefði heldur kosið að af stofnun Norð- urlandabandalags yrði. AÐ SEM mesta athygli vakti á heimsókn Gerhardsens til Moskva var yfirlýsing hans um að Norðmenn myndu ekki leyfa erlenda hersetu í landi sínu nema á það væri ráðizt. Sænska blaðið Afton-Tidningen, mál- gagn sænska Alþýðusambands- ins og annað aðalblað sósíal- Einar Gerhardsen — ræddi við Búlganín. demókrata, gerði þessa heit- strengingu Gerhardsens frammi fyrir Búlganín að umtalsefni í ritstjórnargrein. Ritstjórinn taldi engan vafa á því lengur eftir ummæli Gerhardsens í Moskva, að norska sósíaldemó- kratastjórnin væri að fjarlægj- ast A-bandalagið smátt og smátt. Hann benti á að samkvæmt sátt- mála A-bandalagsins eru banda- ríkin skuldbundin til að koma til aðstoðar ef eitthvert annað úr þeirra hópi lendir í styrjöld. Ómögulegt er að skilja orð Ger- hardsens öðru vísi, segir Afton- Tidningen, en að norska ríkis- stjórnin hafði ákveðið að Nor- egur skuli því aðeins taka þátt í styrjöld að árás hafi verið gerð á landið. „Ef svo er hefur utan- ríkisstefnu Rússa orðið mikið ágengt, því að það þýðir að Nor- egur er kominn með annan fót- inn útúr A-bandalaginu“, segir hið sænska blað að lokum. CJÍÐASTLIÐINN þi'iðjudag ^ flutti blaðið Verdens Gang í Osló frétt, sem styrkir mjög þá skoðun að afstaðan til A-banda- lagsins sé á ný orðið deiluefni í innsta hring norska Verka- mannaflokksins. Eins og kunn- ugt er lá við að flokkurinn klofnaði þegar inngangan í bandalagið var a döfinni og þó nokkrir af þingmönnum hans greiddu atkvæði gegn ríkis- stjórn síns eigin flokks þegar til atkvæðagreiðslu kom í Stór- þinginu. Um nokkurt skeið hafa blöð í Osló skýrt frá því, að djúpstæður ágreiningur sé inn- an ríkisstjómarinnar. Verdens Gang hefur orðið fyrst til að flytja nákvæmar fregnir af deiluefninu og gangi málsins. Frásögn þess hefur ekki verið mótmælt í málgagni rkisstjórn- arinnar enn sem komið er. TfcULIN stjórnarkreppa hefur ** í raun og veru ríkt í Noregi, segir Verdens Gang. Hún hefur nú verið leyst í bili, án þess að til breytinga á ríkisstjórninni hafi komið, en allt bendir að dómi blaðsins til þess að aftur sæki í sama horfið þegar frá líður. Það sem veldur deilunum innan ríkisstjórnarinnar eru út- gjöldin til landvarna og þar með afstaðan til A-bandalagsins. Þegar uppkast að nýju fjárlaga- frumvarpi var lagt fyrir ríkis- stjórnina gerði Mons Lid fjár- málaráðhelrra það að tillögu sinni, að dregið skyldi verulega úr ríkisútgjöldunum með því að lækka fjárveitinguna til her- mála svo um munaði. Meisdals- hagen landbúnaðarráðherra, sem lengi hefur barizt fyrir lækkun á hernaðarútgjöldum, fylgdi Lid að málum. Þá risu upp þeir ráðherrar, sem taka beinan þátt í fundum og ráð- stefnum A-bandalagsins, og mótmæltu skerðingu á hernað- arútgjöldunum. Voru þar fremst- ir í flokki Lange utanríkis- ráðherra og Handal landvama- ráðherra. Þeir lýstu yfir, að þeir hefðu gefið A-bandalaginu og öðrum stofnunum þess ákveðin loforð um framlag Noregs til • hermála. Ef »nú ætti að gera ■ ■ þá ómerka orða sinna gætu þeir [ ekki setið lengur í ríkisstjórn- • ■ inni. ■ • - ■ ■ ■ ■ ■ T ENGI VEL lagði Gerhardsen ■ forsætisráðherra ekkert til [ málanha, en þegar sýnt var að ■ ■ stjórnin myndi springa ef fjár- [ málaráðherrann hefði sitt mál j fram kvað Gerhardsen upp úr ■ með að haxm teldi ekki tíma- * bært að skera niður hernaðar- útgjöldin sem stendur. Verdens Gang segir að deilan innan rík- isstjórnarinnar hafi verið svo hörð að lengi muni eima eftir af henni. Ljóst sé að nýjum ágreiningsefnum geti skotið upp á hverri stundu. Það er altalað meðal Verkamannaflokksþing- manna, segir blaðið, að Ger- hardsen muni bráðlega skipta um menn í ýmsum ráðherraem- bættum. Nokkrum ráðherrum verður gefin lausn í náð, og ný- ir menn látnir taka við störfum þeirra, aðrir ráðherrar verða látnir skipta um störf. yFIRLÝSING Gerhardsens í Moskva og deilan innan norsku ríkisstjórnarinnar eru aðeins tvö af mörgum merkjum þess, að víða í A-bandalagsríkj- unum eru valdamenn teknir að endurskoða afstöðu sína til hernaðarbandalagsins. Þegar það var stofnað hafði tekizt að telja fjölda manna trú um að sovétstjórnin biði eftir tæki- færi til að láta her sinn leggja undir sig Vestur-Evrópu. Ekkert nema samstaða undir forustu Bandarikjanna gæti forðað slíku. Nú hafa A-bandalagsríkin rembzt við í sex ár eins og rjúp- an við staurinn að hervæðast. Á síðasta fundi A-bandalagsráðs- ins koma svo hershöfðingjar bandalagsins og lýsa yfir að öll þessi hervæðing hafi verið unn- in fyrir gýg, hernaðaryfirburðir Sovétríkjanna yfir A-bandalag- ið séu meiri en nokkru sinni fyrr. Jafnframt leggja hershöfð- ingjarnir fram áætlun, þar sem gerð er grein fyrir að A-banda- lagsríkin þurfi að minnsta kosti að tvöfalda hernaðarútgjöld sín ef þau eigi að geta gert sér von um að standast Sovétríkj- unum snúning ef í odda skerst. Þegar ráðherrarnir í A-banda- lagsráðinu höfðu virt fyrir sér tölurnar sem hershöfðingjarnir lögðu fyrir þá hristu þeir höf- uðin mæðulega og sögðu, að því miður væri ekkert við þessu a'ð gera, ef þeir ættu að hækka hernaðarútgjöldin eins og hers- höfðingjarnir vildu myndi þafí kosta ríkisgjaldþrot. Hershöfð- ingjarnir tóku þessum svörum eins og sjálfsögðum hlut og kváðust myndu reyna að basl- ast áfram með svipuð fjárráð og hingað til, þegar allt kæmi til alls væri ekki víst að sovét- stjórnin væri eins landvinninga- sinnuð og sumir vildu halda. Eftir önnur eins málalok er ekki nema von að ýmsir telji tímabært að endurskoða afstöðu sína til A-bandalagsins. M.T.O. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Nýju og gömlu dansarnir Á ANNAN í JÓLUM KL. 9 Jóladansleikur Hljómsveit Carls Billich leikur. Söngvarar: Valgerður Bára og Skafti Ólafsson. Aögöngumið'ar seldir frá kl. 5—6 og eftir kl. 8. Sími 3355. MIÐGARÐUR Þórsgöttt 1 Lokað í dag klukkan 2 e.h. Lokað allan jóladag Opnað kl. 9 í. h. á annan í jólum GLEÐILEG JÓL! '•■■■••'■•••••■■■■••■••■■•■■••■■■■■■■■■■■■■■•■■•■•■■■■■••■■■•■■■■■■■■•■••■■■■••■■••■^■■•■■■B

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.