Þjóðviljinn - 03.01.1956, Síða 3
Þriðjudagur 3. ja.núar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Slysavarnafélag íslands reisir
radiómiðunarstöð á Garðskaga
Standa vonir til aS hœgt verSi að taka
stÖSina i notkun snemma á vertiSinni
Veðrið í nóvember
Úr útvarpserindi Páls Bergþórssonar
Meðal helztu verkefna Slysavarnafélags íslands á s.l. ári
var aö koma upp fullkominni radio-miðunarstöð á Garös-
skaga, bygg’Öa á U-Addcock kerfinu.
Stöðin er reist á túninu sunn-
an við vitann og hefur verið
grafið þar í túnið fyrir undir-
stöðum að húsi og loftnetsmöstr-
um, einnig hafa verið grafnir
skurðir fyrir leiðslur heim að
vitavarðarbústaðnum, en ráðgert
er að stöðin verði fjarstýrð og
stjórnað þaðan.
Fimni möstur
'í'ýíir nokk'rú’var lokið við að
steypa allár undirstöður og reisa
stöðvarhúsið og þessa dagana er
verið að ljúka við að reisa sjálf
ioftnetsmöstrin, en þau eru fjög-
ur 14 rhetra há stálmöstur á
steyplum stöplum með stórum
postulíns einöngrunum, en
fimmta mastrið, sem er minnst,
gengur í gegnum sjálft stöðvar-
húsið, sem stendur í miðjum
ferhyrning, er stóru möstrin
mynda.
Slysavarnafélagið stendur
fyrir framkvæmdum
Það er Slysavarnafélagið sjálft
sem stendur fyrir þessum fram-
kvæmdum og hefur pantað allt,
sem til stöðvarinnar þarf frá
Þýzkalandi og verður þessi radíó
miðunarstöð sömu tegundar og
strandstöðvamar þýzku nota til
að miða skip og sem íslenzkir
sjómenn, sem þangað sigla kann-
ast vel við. En það hefur verið
mikið áhugamál íslenzkra sjó-
manna að fá slíka radíó-miðun-
arstöð hér á Garðskaga eða
Reykjanesi.
A síðustu fjárlögum voru veitt-
ar 120 þús. krónur árlega næstu
3 árin til að'standast straum af
byggingarkostnaði stöðvarinnar,
en þegar Slysavarnaíelagið
bauðst til að leggja þegar fram
það fé, sem þyrfti til að koma
radíó-miðunarstöðinni upp fyrir
næstu vertíð, fól ráðherra félag-
inu að sjá um framkvæmdirnar
gegn Væntanlegu framlagi rikis-
sjóðs. Margir aðilar hafa stutt að
Fundir Alþingis
hefjastaðnýjuá
fimmtudag
Forseti íslands hefur að til-
lögtt forsætisráðherra kvatt Al-
þingi til framhaldsfunda
fimmtudagimi 5. janúar n.k., en
fundum þingsins var, eins og
kunnugt er, frestað 17. desem-
ber. (Frá forsætisráðuneytinu).
því að flýta fyrir framkvæmdum
og jafnvel veitt fjárhagslega að-
stoð. Þannig hafa Sameinaðir
verktakar lagt til steypuna og
ekið á staðinn endurgjaldslaust
og nemur sú gjöf rúmum átta
þúsund krónum.
Væntaiilega tekin i notkun
snemma á vertíðinni
Allar mælingar og verkfræði-
lega umsjón með verkinu hafa
þeir haft Sigurður Þorkefsspn
símáverkffæðingur og Magnús
Magnússon verkstjóri. á radíó-
verkstæði Landsímans og Berg-
þór Teitsson skipstjóri, sem
reisti möstrin, en allan undir-
búning og framkvæmdir á sjálf-
um staðnum heíur Sigurbergur
Þorleifsson vitavörður annazt og
mun hann taka að sér starf-
rækslu stöðvarinnar. Eftir er nú
Leik- og föndur-
skóli í Kópavogi
Fyrirhugað er að koma á fót
leik- og föndurskóla í Kópavogi
vestan Hafnarfjarðarvegar.
Skólinn mun væntanlega taka
til starfa 1. febr. n.k. ef næg
þátttaka fæst, og er einkum
ætlaður börnum á aldrinum 5-6
ára. Þeir foreldrar, sem liug
haía á að koma bömum sínum í
skólann, eru beðnir að gefa sig
fram í síma. 2834, 6117 eða
82652 fyrir n.k. fimmtudags-
kvöld.
aðeins að fá upp sjálf radíó-
miðunartækin, en staðið hefur. á
yfirfærslu á gjaldeyri fyrir þeim
að undanförnu. — Vonandi er að
leyfi fóist hið fyrsta og mun þá
þýzkur sérfræðingur koma hing-
að til að ganga endanlega frá
tækjunum.
Vonir standa því til að tækin
verði tekin í notkun snemma á
vertíðinni þannig að hægt verð-
ur að miða frá sjálfu stöðvar-
húsinu, en fjarstýristækin eru
ekki sögð tiibúin fyrr en með
vorinu.
I hálfan mánuð var fyrst
þrálát austan átt og norð-
austan. í mánaðarbyrjun gekk
hvassviðri mikið um landið,
einkum þó á Vestfjörðum, og
fylgdi þar snjókoma, einnig á
Norðurlandi. Slysfarir urðu þá
af hvassviðrum og snjóflóði.
Þennan fyrri hluta mánaðar-
ins var annars yfirleitt milt,
en miklar vætur á Norðaustur-
landi. Þann 11. gekk hann í
norðrið með snöggu en stuttu
kuldakasti, 7-10 stiga frosti og
nokkurri fannkomu. En fljótt
varð um þennan snjó. Hófst
nú hinn mesti blíðviðriskafli
með suðlægum vindum og
þurrviðrum norðan lands, en
nokkrum rigningum og dimm-
viðri sunnan lands. Hitinn
Ástandið í símamálum
Austfirðinga óþolandi
„Alþingi ályktar aö skora á ríkisstjórnina, aö hiutast til
um, að eins fljótt og viö veröur komiö fari fram ýtarleg
athugun á því, hvernig bæta megi símasambandiö milli
Reykjavíkur og Austurlands, og aö hún beiti sér fyrir
úrbótum þegar er niöurstööur þeirrar athugunar liggja
fyrir“.
Þetta er þingsályktunartil-
laga, sem Lúðvík Jósepsson
flytur á Alþingi.
í greinargerð tillögunnar
bendir hann á þá staðreynd, að
símasambandið milli Reykjavík-
ur og Austurlands er með al-
gjörlega óviðunandi hætti. —
Símalínan til Austurlandsins
liggur um Suðurland, en þar er
bilanahætta víða mjög mikil.
En bilanahættan er samt ekki
það versta. Hitt er miklu alvar-
legra, að landssíminn er alls
ekki fær um að fullnægja eftir-
spurninni. Vegna hinna. miklu
erfíðleika á að ná sambandi
28,2 millj. kr. úthlutað til at-
vinnuaukningar s.l. fimm ár
Þjóðviljanum hefur borist eft-
irfarandi frá rikisstjórninni:
Á árunum 1951-1955 hefur
samtals verið úthlutað um 28,2
millj. króna. til atvinnuaukning-
ar á landinu. Fé þessu hefur
nær eingöngu verið úthlutað til
staða utan. Faxaflóasvæðisins og
Vestmannaeyja.
Hér fer á eftir sundurliðun,
er sýnir t.il hvers fénu hefur
verið varið:
1. Til bátaútvegsins, aðallega
til bátakaupa, fáein lán til véla-
kaupa í báta og vegna rekst-
urserfiðleika á örfáum stöðum.
Samtals hafa uim 160 notið þess
arar fyrirgreiðslu, er samtals
nemur um 11,5 millj. kr.
! ÞjóSviijann vantar unglsnga
■
■
| . til að bera blaðið til fastra kaupenda við-
■
Nökkvavog og í
Laugaráshverfi og
jj Blesugróf.
■
I Talið við afgreiðsluna. — Sími 7500.
2. Til iðjuvera, aðallega til
hraðfi-ystihúsa, til nokkurra
fiskverkunarstöðva, verbúða,
fiskhjalla o.fl. Aðnjótandi þess-
arar fyrirgreiðslu liafa orðið um
30 kaupstaðir og kauptún 10
millj. kr.
3. Til hafnargerða. og lend-
ingarhóta á 10-12 stöðum 2
millj. kr.
4. Til atvinnubóta í kaupstöð-
um og kauptúnum og til við-
halds byggðar í sveitum 1,6
millj. kr.
5. Vegna. útgerðar togaranná
á Siglufirði 2 millj. og vegna
útgerðar og kaupa á togurum á
3 stöðum samtals 2,5 millj. kr.
6. Til kartöflugeymslu í
Þykkvabæ 0,4 millj. kr. og til
kartöfluræktunar og kartöflu-
geymslu í Vík og til ræktunar í
nokkrum fleiri kauptúnum,
samtals 0,6 millj. kr. — Samtals
um 28,2 millj. kr.
Fé þessu hefur verið úthlutað
að fengnum tillögum hlutaðeig-
andi sveitastjórna og nær ein-
göngu samkvæmt tillögum
þeirra.. (Félagsmálaráðuneytið,
30. desember 1955).
er mikið af símtölunum hrað-
samtöl. En þegar svo er komið,
eru þau farin að jafngilda al-
mennum samtölum og verður
því útkoman sú sama og ef
símtalagjöld væru þrefölduð.
Landssíminn hagnast því bein-
línis á þessu ófremdarástandi,
en almenningur á Austfjörð-
um verður fyrir stórfelldum ó-
þægindum og fjárútlátum.
Þá er á það bent í greinar-
gerðinni, að eftir að hernáms-
liðið kom upp stöðvum sínum
á Langanesi og Stokksnesi, hafi
það notað símann mjög mikið
og hafi því ástandið stórversn-
að.
Á fjórðungsþingum Austfirð-
inga hefur ár eftir ár verið
krafizt úrbóta í þessum efnum,
en án árangurs. Fleiri sam-
þykktir hafa einnig verið gerð-
ar. Bent hefur verið á að at-
hugað yrði hvort heppilegasta
lausnin væri ekki að koma á
þi’áðlausu sambandi.
Mál þetta er mjög mikið
hagsmuna- og menningannál
fyrir alla Austfirðinga og það er
því mjög aðkallandi, að nú
þegar verði liafizt handa um að
bæta úr þessu. Austfirðingar
eiga sama rétt og aðrir lands-
menn til að njóta þjónustu
landssímans með eðlilegum
hætti.
komst } 15 stig á Akureyri
þami 20. Grös og blóm lifn-
uðu. I dimmviðrakafla þessum
varð það slys, að flugvél frá.
setuliðinu rakst á Akrafjall og
fórust fjórir menn.
Hinn 26. gekk hann í norðr-
ið með nokkru snjófjúki norð-
an lands, og frostið herti síð-
an, komst í 10-15 stig. Lagði
þá vötn og læki. Sennilega hef-
ur ísinn ekki verið traustur,
og varð nú enn eitt slys. Rétt
fyrir mánaðamótin gerði dá-
lítinn snjó um Norðurland, og’
lauk svo þessuim mánuði.
Hafáttin, sem lengi ríkti við
Suðvesturland og Faxaflóa,
olli því, að gæftir voru stirð-
ar til síldveiða, en afli var
góður, þegar á sjó gaf og fór
vaxandi.
Hitinn var mun hærri en í
meðallagi um allt land. Um.
Suðvesturland og vestan til á
Norðurlandi var allt að því 3
stigum hlýrra en í meðalári,
því nær jafn milt og í venju-
legum október, 5 stig í Vík í
Mýrdal, 4,3 í Reykjavík og 2,4
á Akureyri. Um Vestfirði var
um 2 stigum hlýrra en í með-
allagi, en einu til tveim stig-
um á Austurlandi. Frá því að
hitamælingar hófust í Reykja-
vík árið 1889, hefur nóvember
aðeins einu sinni verið hlýrri
en nú. Það var 1945.
Úrkoman var venju fremur
mikil um norðaustanvert land-
ið, 71 mm á Húsavík og Egils-
stöðum á Völlum. Norðan til
á Vestfjörðum. var úrkoman
um meðallag eða vel það, en á
öllu Suður- og Vesturlandi
voru lítil úrfelli. Einkum var
það áberandi í Reykjavík, þar
sem aðeins mældust 37 mm,
en í meðalári mælast þar nærri
100 mm. Annars mun úrkoman
hafa verið um 60-70% af með-
allagi frá Mýrdal að Snæfells-
nesi, en tiltölulega meiri í öðr-
um héruðum. Á Akureyri
mældust þó aðeins 33 mm, og
er það mun minna en meðal-
lag. í Vík í Mýrdal mældust
168 mm, það eru þó ekki nema.
80% meðallags.
Sólskinið í Reykjavík var 12
klst. og kortér, en er í meðal-
ári 14 st. og 36 mínútur. Með-
alrakastig loftsins í Reykja-
vík var 86%.
(Or útvarpserindi Páia
Bergþórssonar).
m
inning.arópfoi
„Til sjjós og lands"
Ölafur Þorkelsson
bílstjóri hjá Eimskipafélagi íslands
til margra ára, kaus í Sjómannafélagi Reykjavíkur ný-
lega. Sjómenu, liðið er nú alhnjög á stjórnarkjörið í fé-
laginu, farið ekki út án þess að kjósa. Kosið er daglega
í skrifstofu félagsins Hverfisgötn 8-10 opið 3-6 e.h.
Fellið stjórn forstjóra, skifulagningameistara, bílstjóra,
verkstjóra o. fl. Kjósið ykkar eigin félaga í stjórn fé-
lagsins fyrir þetta ár, með því að' setja
X viS B-iist&nn.