Þjóðviljinn - 04.01.1956, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 04.01.1956, Qupperneq 7
Miðvikudagur 4. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — i 7 Sálmurinn um blómið Fyrir síðastliðin jól komu hér í heiminn hátt á annað hundrað bækur, hjá mörgum var um einhvers konar endur- fæðingu að ræða, en allmarg- ar sáu Ijós dagsins í fyrsta sinn foreldri sínu til gleði og armæðu. Alls konar vitmenn hafa verið kallaðir fram til þess að lýsa eiginleikum ung- viðisins fyrir fólki og spá um örlög þess, og hér bætist einn í hópinn, að vísu nokkuð seint, en hann hefur verið svo önn- um kafinn við það að kyxm- ast nýgræðingnum, að hann hefur ekki fundið fyrr köllun hjá sér til þess að leggja orð í belg. En nú hefur hann fengið köllun, og hún býður honum að segja fólki, að á þessu hausti kom a.m.k. út ein bók, sem á eftir að verða unaðslegur förunautur ís- lenzkra kynslóða. Það er ekk' „bezta saga í heimi, sagan af því, þegar amma hans Sobbegg afa dó og afi háns var full ur og sálmurinn var sunginn um blómið“, en það er sagau af lífsstríði Sobbeggi afa o; Liillu Heggu, og hún á örugg lega eftir að endurfæðasl jafnvel oftar en höfundur gerir ráð fyrir að hoppa sjálf ur milli tilverustiga. Þessi ör lög Sálmsins um blómið em að vísu þeim duttlungum háð að íslendingar feti dyggða veginn í framtíðinni, en Þór- bergur Þórðarson hefur gerl mest núlifandi manna að því að beina þeim þá braut, og þeir hafa ávallt hlítt að nokkru leiðsögn hans og breyta varla þeim vana sínum. Ættum við að kenna skeið íslenzkra bókmennta frá 1924 við einhvern einstakling, þá er ekki um nema einn mann að ræða, Þórberg Þórðarson. Hann hefur kennt okkur tungutak, boðað fagnaðarer- indi siðgæðis og siðlegs sam- félags, flett ofan af lygum og lýðskrumi, dregið upp sí- gildar svipmyndir úr íslenzku samfélagi, og sumar þeirra eru þess eðlis, að þær hafa enzt skáldum í margra binda rómana, en þó hefur í engu verið bætt um frásogn Þór- bergs. Menn hafa t.d. ritað þdndar- laust um kotungsbasl, en í öllum þeim bókmenntum stendur upp úr hálf önnur síða í Islenzkum aðli, lok kaflans um Stefán frá Steins- stöðum. Og Þórbergur hefur brugðið upp svo dárslegum spémyndum af íslenzkri anda- gift í bundnu máli, að menn bregðast enn í dag ókvæða við og telja hann nú elliær- an, áður var hann hreinlega vitlaus, og eftir inspírasjónina í, síðasta tímariti M. og m. skella ýmsir Kristni ritstjóra í sama gáfnaflokk, en skop- stælingin öðlast sess meðal ís- lenzkra úrvalsljóða, svo ung- ur er Þórbergur Þórðarson enn í dag, þótt hann hafi gef- ið út bækur í heilan manns- aldur, Þegar Þórbergur varð 65 ára varð ég til þess að skúta hann fyrir það að hafa lagt frá sér hirtingarvopnin. Ég var svo hógvær að misvirða það ekki við hann að valda aðeins einni byltingu í íslenzkum rithætti, en hitt var ófyrir- gefanlegt, að eftir 1940 hverf- ur hann frá sjálfum sér og samtíðinni og leggst í flakk með Indriða miðli og Áma Þórarinssyni. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram, að Þórbergur þurfi að biðjast afsökunar á snilldarverkinu um séra Áma, en ég og aðrir óttuðumst, að hann væri horf- inn frá því að kynna okkur samtíðina, sýna okkur falsið og hræsnina, sem við lifðum og hrærðumst í. En ótti okk- ar var óþarfur, því að Þór- bergur hefur ráðizt að nýjú fram á ritvöllinn að miklu leyti jafnferskur og í Bréfi til Lára. En hvað olli stund- arhléinu ? Einu sinni fyrir mörgum árum var íslenzkur rithöfund- ur staddur i framandi landi. Það hafði verið heimsstyrjöld, öll siðferðileg grundvallarat- riði um mannleg samskipti lögð á hilluna, en Svarti dauði nútímans, kapítalisminn, ríkti í almætti sínu á jarðríki. Höfundurinn hafði verið - að semja bók, en hann gafst upp, veröldin hafði umturnazt und- ir fótum hans, og hann vissi um skeið ekki sitt rjúkandi ráð. Eftir miklar þrengingar fann hann sál sinni frið við bernskuminningar sínar og mannlífið fyrir syndafallið, og hann samdi „eitt unaðslegasta skáldverk, sem ritað hefur verið af íslenzkum höfundi“. En veröldin hélt áfram braut sinni og myrkraverk auðvalds leiddu að nýju til morðaldar. Mannlegu siðgæði var burt kastað og boðorðinu: þú skalt ekki morð fremja — breytt í: þú öðlast eilífa sælu, ef þú myrðir, drepur og eyðileggur og gerir jörðina glóandi víti. Þeir djöflar og- púkar, sem okkur var kennt um í æsku, voru ekki framar þjóðsögu- skrípi og ævintýra, heldur holdi klæddar verur, sem börðust fyrir að þrælka mann- kynið, myrða það og gera veröldina að kvalastað. Djöfladansinum mikla lauk, en smærri púkaböll hófust, og ýmsir íslendingar hættu striti við orf og ár, en réðust til vígvallargerðar, og yfinnenn þeirra settust á ráðstefnur til þess að vernda hag og heilsu djöflaþjóðarinnar á jörðinni. Á þessum gjörningaárum urðu margir andlegir forustu- menn mannfólksins mát, ekki síður en aðrir; þeirra hlut- skipti var að skrifa bækur, lýsa lífi fólks og vonum; en hvernig á að lýsa vonum þess fólks, sem býðst viljugt til þess að reisa sjálfu sér gálga, smíðar helsprengju til þess að eyðileggja Edensgarð allsnægta, sem guð gaf mann- inum í vöggugjöf? Við Hringbraut 45 sat Þór- bergur Þórðarson „við skrif- borðið sitt og farinn að pára eitthvað á pappírinn sinn. Það átti reyndar að verða bók, og hann var búinn að hrein- skrifa í fyrsta sinn 300 blað- síður af henni. Stundum fannst honum, að það yrði kannski svolítið skemmtileg bók, en stundum fannst hon- um, að hún mundi kannski verða leiðinleg“. Allt í einu virðist honurn sagt: „Hættu við þessa bók, og skrifaðu bók um hana Lillu Heggu.“ Þar með greindust leiðir hjá Gunnari Gunnarssyni og Þórbergi Þórðarsyni, þótt þeir stæðu báðir á svipuðum kross- götum og leituðu á líkar slóð- ir. Gunnar flúði af hólmi á náðir horfinnar sakleysisald- ar, en Þórbergur spam við fótum, og tók að skrifa um litlu stúlkuna, sem „var svo umkomulaus í þessum nýja heimi, að hún gat bara ekk- ert, nema spriklað svolítið höndum og fótum, svo kjána- lega, að gamli maðurinn, sem var dálítið illa innrættur, ætl- aði að fara að hlæja“. Gamli maðurinn vissi, að manngildi er að miklu leyti háð því, hve lengi og vel mönnum tekst að varðveita barnið eða guðs- neistann í sjálium sér; en hvað yrði um þetta barn í rangsnúinni veröld ? Hann fylgist með því, frá því það liggur í reifum og fram til átta ára aldurs, en það skeið era helztu þroskaár hverrar manneskju. Lilla Hegga reyn- ist ekkert undrabarn, hún verður fremur greind, en stundum dálítið illa innrætt og veitir lífsspekingnum jafnt sorg og gleði. En breyskleiki söguhetjunnar gefur henni aukið og almennara gildi á síðum bókarinnar. Þórbergur leikur við hana, litur heim- inn hennar augum, les fyrir hana og segir henni sögur og ævintýr, eftir því sem hún þroskast; sum þeirra era perlur eins og ævintýrið um heimaalninginn og kálfinn á Hala í Suðursveit. Einu sinni í gamla daga var Þórbergur kennari, en nem- endur hans hef ég heyrt róma hann mjög sem fræðara; kennslustundir hjá honum eru þeim helgar minningai*, en þessum störfum hans lauk með ósköpum, því að yfirvöld- in ráku hann úr vistinni fyrir guðleysi, og þó er Þórbergur einhver einlægasti trúmaður hér á landi. I Sálminum um blómið birtist okkur óþreyt- andi fi-æðarinn hennar Helgu Jónu Ásbjörnsdóttur, fjölvísi lífsspekingurinn, skopfuglinn og skemmtanamaðurinn. Hann rekur alla okkar pedagóga á stampinn í uppeldisf ræðum; hann sáir ekki einungis þekk- ingu, heldur dyggð, vísdómi og sann'eiksþrá í barnshjart- að. Honum yrði enn þá alls ekki trúað fyrir því að fræða unglinga, sökum þess að ís- lenzkt þjóðfélag keppir ekki að því að ala upp göfugt fólk. Sálmurinn um blómið ætti að vera skyldulesning allra ís- lenzkra foreldra og kennara- efna. En bókin er annað og meira. I ritdómum er venjulega kom- izt svo að orði, að skáldverk meistaranna hafi þungan und- irstraum eða djúpan undirtón, og spekingar fagurfræðinnar tala um það, að gildi skáld- verks felist í því, hvernig höfundi takist að gera það tvívitult, láta söguna, sem sögð er, öðlazt almennt eða dýpra gildi fyrir lesandann. Hafi þetta við rök að styðj- ast, hefur ekki verið ritað öllu meira listaverk á íslenzka tungu en Sálmurinn um blóm- ið. Þar eru dýpstu vandamál nútímans rædd og krufin d ævintýrum, dæmisögum og frásögum af lítilli stúlku, og' viðbrögð hennar fella þungan áfellisdóm á framferði „stóm krakkanna" með manndrep- araheri sína og Atlantshafs- bandalag og alla þá bölvuðu vi^leysu. Ég hef orðið þess var, að skoðanir fólks eru mjög skipt- ar um Sálminn um blómið, sanntrúuðum rauðliðum finnst sér lítill greiði gerður í þessu ritverki, því að þar sé dregið dár að rótfront-svip og -yfjr- bragði og kommúnismi sé oft nefndur en aldrei skýrður. Einn fræddi mig á því, að „áróður“ bókarinnar virkaði öfugt á sig. Mér skildist að hann hefði talið sig komma, en væri nú orðinn auðvalds- seggur eftir lesturinn. Mikið geta menn ■ verið forhertir. Boðskapur eða áróður bókar- innar verður tæplega markað- ur flokksstimpli, hann er of mannlegur til þess. Þórberg- ur ræðst gegn hleypidómum og hindurvitnum sem áður, en beitir nýrri baráttuaðferð. Hann veður ekki fram af eld- móði vandlætarans eins og í Bréfi til Lára og Pistlinum. en dregur þó ekki af sér. Slík. undur hafa gerzt, að menn verða að stilla skap sitt og gæta þess, að börn era það veraldardjásn,. sem ekki má spilla, í þeim býr guð og hann má ekki gera útlæg- an úr tilveranni. Með Bréfi til Láru olli Þór- bergur tímahvörfum í íslenzk- um rithætti, eins og frægt er orðið, en síðan hafa engar meiri háttar nýjungar komið fram í íslenzkri frásagnarlist. Nokkrir rithö'undar hafa þó tekið lystileg heljarstökk út í bláinn í einstökum bókum. en engin era þau til eftir- breytni og fæst munu orka teljandi á rithátt manna. En í Sálminum um blómið mark- ar Þórbergur enn á ný skýrt spor í íslenzkri stílsögu. Hann. segir sjálfur, að fyrir sér hafi vakað að skrifa „samna bók um líf lítillar manneskju í þessum háskalega heimi, dá- lítið öðravísi bók en allir aðr- ir eru að skrifa á Islandi og i heiminum, svolítið framlega bók“ eins og þegar guð „bjó til í gamla daga skrýtna snjó- tittlinga úr leiðinlegum orm- um, sem fullt var orðið af a jörðinni. Já, skrifaðu SANNA bókl Hugsaðu eins og litla mann- eskjan! Talaðu eins og húní Gerðu eins og hún! Þaö er sannleikurinn. Sannleikurinn er öllum starfsmálum æðri. Og sannleikurinn er öllum listum æðri“. Þetta er forskriftin að bók- inni, stíl hennar og stefnu. Hún er rituð á einhverju ein- faldasta máli, sem sett hefui Framhald á 11. siðu. .1 Þórbergur Þórðarson og Margrét kona hans með Helgu Jónu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.