Þjóðviljinn - 04.01.1956, Page 11

Þjóðviljinn - 04.01.1956, Page 11
Miðvikudagur 4. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Hans Kirk: Klitgaard og Synxr 81. dagur Og meöan hinn* heiðarlegi Þjóöverji, von Drieberg, naut lífsins meö Fríöu feitu, gekk nýútnefndur dónxs- málaráöherra fram og aftur í skrifstofu sinni í þungum þönkum. Hann fann til einstæöingsskapar í þessu stóra hxisi með öllum þess vitru og útsmognu embættismönn- um. Því aö hvaö vissu þeir, þegar allt kom til alls, og hvernig gátu þeir hjálpaö honum? Þeir þurftu að sinna embættisstörfum sínum, en stjórnmálin .... æ, stjórn- máiin, hugsaöi Sölleröd dómsmálaráöherra og leit á gull- vasaúrið sitt. Hér er um það aö rœða, hvort pú vilt vera dómsmála- ráöherra eða ekki. Hann hafði boðað Rasmussen þingmann á sinn fund, og nú beið hann eftir honurn. Og meöan hann gekk fram og aftur um gólfiö í ráðherraskrifstofunni fannst honum hann finna þefinn af fyrin-ennurum sínurn. Þarna var þefur af Alberti, Zahle, Steincke, Tune Jacob- sen og ýmsum öörum sem hann rnundi ekki lengur nöfn- in á. í þessari skrifstofu var ódaunn af meöalmennsku og stjómmálaspillingu, refjum cg hrossakaupum og þótt glugganum væri lokiö upp varö ódaunninn eftir. Hér höföu þeir setiö. þessir háu herrar laga og réttar og þjónaö vinnuveitendum sínum eins og smálagasnápar. Þeir höföu bralla ö með réttvísina og um alla landsbyggð- ina höfðu vikaliprir dómarar farið aö þeima dæmi. Yfir- mennirnir hafa alltaf á réttu aö standa. Þaö á aö vernda þjóöfélagið. ÞaÖ var bariö að dynim og Rasmussen var vísað hin. Sölleröd varö hughægra þegar hann sá hann stika imi í herbergiö, hrokkinhærðan, sprækan cg til alls búinn. Þingmaöurinn gekk til hans, greip imx báðar hendur hans og þrýsti þær ákaft. — Hvað er á seyöi, dómsmálaráöheiTa? — Stundin er komin. Ég verö aö tala viö þig. Ég er í afleitri klípu. Og ég hef ekki marga til aö ráöfæra mig viö. Kæri Rasmussen, þótt ég sé félagi í stórum stjóm- málaflokki, þá er ég mjög einmana maöm’. — Þaö emm viö sjálfsagt allir, sagöi Rasmussen meö samúö. ViÖ lifum á erfiöum tímum. Hvaö hefur komið fyrir? — Aksel Larsen er búinn að koma. — Nú, hver skollinn, þar kom aö því. Hvað sagöi hann? — Hann sagöi aö nú væri nóg komiö og hann treysti mér ekki lengur. Þú veizt aö ég hef eftir beztu getu reynt aö friöa hann meö kjaftæöi. Eins og'þú veizt var ég búinn aö lofa honum aö ég skyldi gangast fyrir því, aö máliö gegn Klitgaard & Sonum yrði tekið upp. — Já. x — Og hann viröist hafa tréyst mér. — Auöyitaö hefur hann gert það. — Já, en nú gerir hann það ekki lengm’. Nú ætlar hann aö taka málið upp í þinginu. Hann sagöi upp í opiö geðiö á mér aö hann treysti varlega 'heiðafleik mín- um. — Hvaö gerir .þaö til? Þú veizt hvaö gerzt hefur í Tékkóslóvakíu: KommÚTiistamir hafa beðiö kosningaó- sigur hér hjá okkur, og viö fengum þetta með Tékkó- slóvakíu upp í hendumar. Nú horfa málin allt ööru vísi viö, Sölleröd. Nú hefst baráttan gegn kommúnism- anum fyrir alvöm. Leikurinn er þegar hafhm. Þeir em verstu óvinir frelsis og lýði’æðis, en viö treystum Banda- ríkj'amöimum. — Já, ég skil þetta svo sem, sagöi dómsmálaráðherr- ann mæddur. En þú veröur að afsaka mig, ég er ekki ungur lengur, og mér ekki alveg Ijóst hvernig þið snúiö snældunni. Eruö þið þá ekki verkamannaflokkur .... ég á viö okkur sósíaldemókrata .... Og hvers vegna veröum við ailt í einu fylgjandi amerísku kapítalist- unum, þótt alþýðan taki völdin í Tékkóslóvakíu. — Heyröu mig nú. sagöi Rasmussen og barnslegt and- lit hans varö allt i einu mjög reiðilegt. Hér er um þaö aö ræöa, hvort þú vilt vera dómsmálaráöherra eöa ekki. Héöan af eru Bandarikin heimkynni frelsis og lýðræðis og viö vei'Öum aö gieyma okkar fyrri skoöunum. Þær vom rangar. Bandaríkjamenn eru framtíöin, allt annað er svartasta afturhald. Ertu meö í þessu eða ekki? Nú veröur þú aö taka ákvöröun, kæri vinur. Þetta er eins og í andspyrnuhreyfingunni. — En þá börðumst viö gegn allt öðru. — ÞaÖ er alveg sama. Nú þarf aö láta hart mæta hörðu. Jæja, Aksel Larsen ætlar aö taka málið fyrir í þinginu. Já, þá veröur þú að gefa honum svar. — En hvemig á ég að svara? — Meö rósemi og viröuleik og í krafti þíns lagalega embættis. Þú veröur aö mæta áfallinu þegar það kemur. Nú getur þú ekki vikiö þér undan lengrir. — Og þú álítur áð viö getum ekkert gert í þessu bölv- aða hermangsmáli. Þaö er annai’s deginum ljósái’a .... ég á viö .... fyrirtækið hefur grætt milljónir króna .... þaö hefm’ selt of dýrt .... í sannleika sagt, Rasmussen, er þetta reglulegt óþverramál. — Gættu tungu þinnar, kæri Sölleröd, og mundu aö þú ert dómsmálaráðherra landsins, en ekki handbendi kommúnista, sagöi þingmáöurinn meö virðuleik. Þú hefur rætt þetta mál við gamla manninn og þú veizt aö það er ekki hægt að taka það fyrir. Nú er bara aö halda vel á vopnunum. Látum Aksel Larsen gera uppi- stand og Börge Houmann halda áfram í blaði sinu. Nú ermn þaö viö sem ákveðum, hvaö eru lög og réttur í þessu landi .... — En þá .... í frelsisbaráttunni .... — Herra minn trúr, þá gegndi allt ööru máli, sagöi Rasmussen þingmaður gramur. Þá var okkur alls ekki ljóst hvílík hætta stafaöi af kommúnismanum. En nú emm viö búnir aö átta okkur. Nú veröa aliir rnenn meö ábyrgðartilfinningu áö vera samhentir, og þáö útheimtir vissar fórnir. Þetta bannsetta fyrirtæki verðm* aö sleppa. ÞaÖ er ekkert viö því að gera. Auðvitaö er Aksel fjandi kjaftfor, en þú hefur embættið sem bakhjari. Og blöðin standa meö þér. — En samningarnir, *maður .... — Þú veizt ekkert um þá samninga. Jú, auövitaö Bókmenntir Framhaia af 7. síðu. verið á íslenzkar bækur, en þó er það undur blæbrigða- ríkt, ylhýrt og spaugsamt. Það er barna- og spekimál, girnilegt til fróðleiks, en við- sjárvert til eftirbreytni, því að einungis höfuðsnillingum er fært að bjarga einfaldleik- anum frá því að verða flatur og hversdagslegur. Eg hef hejrt því fleygt, að Þórbergur sé gengiim í barn- dóm. Eitt er víst, að hann er enn svo ungur, kominn undir sjötugt, að með Sálminum um blómið hefur hann markað svipað spor í íslenzkum bók- menntum og hann steig hálf- fertugur með Bréfi til Láru. Nýársdag 1956. Björn Þorsteinsson. Auglýsið j I*féðrU§mt if m Síðar n æ r b ux u Verð kr. 24,50. T0LED0 Flschersundl Slœmt fyrir bóða Þeir eru bræður og báðir tveir indælis börn, en þeir eiga dálítið erfitt. Sá yngri, Benni, er hálfs fjórða árs, hinn eldri, Helgi, er röskra fimm ára. Hinn yngri er óvanur að sjá um sig sjálfur, og hinn eldri hefur fengið ströng fyrir- mæli um að fara aldrei neitt nema litli bróðir sé með hon- um. Ef einhver kunningi bið- ur Helga að koma' í heimsókn. verður hann að hafa litla bróð- ur með og hann segir alitaf: Eg má það ef Benni má koma lika, segir mamma. Báðir drengirnir eru hlýðnir og gera eins og mamma segir, en árangurinn er sá að þeir þurfa að mestu leyti að leika sér sam. an tveir einir. Þær mæður sem, i sætta sig ef til vill við að fá. einn snáða í heimsókn, verða gramar þegar tveir koma í staðinn, og fyrir bragðið er ekki sérlega oft kallað á þá. Móðir drengjanna kvartar yf- ir því að stóri bróðir sé far- iim að stríða litla bróður og' þeim komi ekki eins vel sam- an og áður, en hún gerir sér ekki ljóst að stóri bróðirinn er óaívitandi að hefna sín á litla bróður. Hann finnur að hann á ekki aðgang að jafnöldrum sinum og með nokkrum rétti kennir hann litla bróður sín- um um það. Það er ofur eðlilegt að móð- ir sem á tvo drengi á svo lík- um aldri, hvetji þá til að leika sér saman, en það má - ekki fara út í öfgar, þannig að hvor- ugur bróðirinn komist í sam- band við jafnaldra sína. Það þarf að leyfa stóra drengnum að fara einum í heimsóknir til ánnarra fimm ára drengja og ef sá minni hefur ekkert fyrir stafni á meðan er hægt að kalla á einhvern inn ti! hans á meðan. Systkin, sem neydd eru til að vera of mikið saman lénda iðulega i illdeilum og ef syst- kinum kemur sérlega illa sam- an er oft skynsamlegt að spyrja sjálfa sig hvort þau séu. ekki beinlínis þreytt hvert á öðru. Það þarf að gefa þeim tæki- færi til að leika hverju fyrir sig og venjulega bætir bað samkomulagið milli bamann'a. ^éfViumN Ótgefandi: Samelningarfloltkur alt>£5u — Sóslalisfcaflokkurtnn. — HitstJórar: M&traiia Kjartansson (áb.), Sigurður Quðraundsson. - Fréttaritstjórl: Jón BJarnason. — BiaBa- meun: Asmundur Sigurjónsson. Bjarni Benedikfcsson, Guðmundur Vigíúsaon. frar 'E~ Jónsson. Magús Torfi Óiafsson. - AuKlýsingaBtJóri: Jónsteinn Haraldsson. - Rltstjóm. ai,preiðsla. auglýsingar. prentsmiðitu: SkólavörðuBtíg 10. - Sfmi: 7500 (3 línur). — ÁakriítÞ- arverð kr. 20 á mánuði í ReykJavLfc osr öágrenni: kr. 17 antxarsstaðar. - kr. 1. —' VrentsmiðJa S>JóðviUiwts hJ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.