Þjóðviljinn - 06.01.1956, Page 10
10) - ÞJÓÐVILJINN —■ Föstudagru' 6. janúar 1956
Bókmenntir o» olíusala
Framhald af 10. síðu
• „. . . . hér er rétt og vel af
- stað farið“, segir E. S. í Tím-
• anum.
i Síðara dæmið er um Dider-
- ot, aðalritstjóra alfræðibókar-
innar frönsku.
■ Francis Bull:
( „Denis Diderot (1713-84)
■ var sönn av en hándverker
- som ville at han skulle bli
prest. Da Diderot likevel be-
gynte á studere jus, nektet
faren á hjelpe ham, og han
mátte íorsörge seg selv -— som
lærer, oversetter og skribent.
Han gjorde omfattende og
spredte studier. I 1743 giftet
han seg med en fattig pike,
„skjönn som en engel“, men
uten ándelige interesser. Han
mátte slite hardt for á for-
sörge familien og skrev en
mengde artikler om de for-
skjelligste emner, dessuten
skuespill og romaner og
kunstkritikker. Som hoved-
redaktör for encyklopedien
nedla han et kolossalt arbeid“.
„Originalmanuskriptet til hans
kunstnerisk beste arbeide,
„Rameaus nevö“, ble funnet
1891 í en bokkasse pá kai-
erne i Paris, og boken var
förste gang blitt trykt pá
tysk í 1805, oversatt af selv-
este Goethe, som hadde fátt
se et manuskript...
Kristmann Guðmundsson:
„Diderot var sonur iðnað-
armanns eins, sem átti þá ósk
heitasta, að sonur hans yrði
prestur. En pilturinn var því
mótfallinn og hóf þess í stað
laganám. Neitaði þá gamli
maðurinn að styrkja hann
fjárhagslega, og Diderot varð
að afla sér viðurværis með
kennslu og ritstörfum. Urðu
þá lögin út undan, en forn-
bókmenntir og lieimspeki las
hann aftur á móti allrækilega.
Fátækur var hann jafnan og
ekki bætti það úr skák, að
hann giftist blásnauðri stúlku,
sem var yndisfögur, en lítið
andlega sinnuð. Skyldur hans
sem eiginmanns og föður ráku
á eftir honum við ritstörfin.
Harin skrifaði mikinn fjölda
ritgerða, leikrit og skáldsög-
ur, og í alfræðibókina lagði
hann afarmikla vinna. —
Bezta rit hans frá listrænu
sjónarmiði er „Frændi Rame-
aus“ („Le neveu de Rame-
au“). Það á sér einkennilega
sögu. Hafði handritið lent í
rusli hjá höf. og týnzt, en
fannst í kassa einhvers bók-
salans á Signubökkum og
barst í hendur sjálfum Goethe
(sbr. selveste Goethe), sem
þýddi það á þýzku“.
Er sízt að furða þótt Þor-
steini Ó. skáldi Thorarensen
finnist mikið til um fróðleiks-
og þekkingarhafsjó Krist-
manns Guðmundssonar, og er
sömuleiðis tímabært að minna
á hve Helga Sæmundssyni
þótti bóltin skemmtileg. Eitt
hið skemmtilegasta er þó
,,leiðrétting“ Kristmanns á
Bull. Hyggur Kristmann sýni-
lega að ártalið 1891 hjá Bull
sé misprentun fyrir 1791, og
skáldar út af því „einkenni-
lega sögu“ sem ekki er öll
rakin hér. Hann gerir sem
sé ekki mun á „orginalmanu-
skript" sem Bull kveður hafa
fundizt 1891 og „et manu-
skript“ sem Göthe barst í
hendur — enda er þetta „ekki
vísindarit". Fróðleikur bókar-
innar er óvefengjanlegur, seg-
ir ritstjóri Alþýðublaðsins.
Þannig fellur allt í ljúfa
löð að síðustu, eins og vera
ber með frjálsri þjóð. Bók
Kristmanns Guðmundssonar
er merkilegt brautryðjanda-
verk, skemmtilegt, óvefengj-
anlegt, og mun auka hróður
víðlesnasta höfundi þjóðar-
innar. Hinni kommúnistísku
árás er hrundið, hið úrilla
hljóð ofstækismannsins týnt í
veður og vind. Samfylking ís-
lenzkra menningarfrömuða
hefur unnið verðskuldaðan
sigur. En þeir munu ekki
leggjast til hvíldar í lárberja-
lyngið, heldur herða enn bar-
áttuna fyrir grundvöllun olíu-
siðgæðisins í bókmenntum og
menningarlífi íslendinga. Það
verður mikil eining um starf
og stefnu. Þeir munu þó
varðveita það einkenni frjálsra
manna að vera ekki á eitt
sáttir í öllum efnum. Þá mun
t.d. enn um sinn greina á um
andlega hæfileika Bernards
Shaws, og þeir kunna að deila
um þá af þeim mun ríkari
sannfæringarkrafti sem olíu-
siðgæðið þeirra verður einfær-
ara í þjóðlífinu. Var Bernard
Shaw vitur maður eða ekki?
— það er spurnin. B. B.
Urrœðalaus ríkisstjórn
Framhald af 1. siCu.
lögur þeirra væru eins og sagt
hefði verið frá í blöðunum, þá
væri ekki furða þótt stjórnin
viidi ekki flíka þeint. En allt um
það ættu þingmenn heimtingu á
því að fá að sjá þessar niður-
stöður til þess að geta gert sér
grein fyrir vinnubrögðum hag-
fræðinganna og áttað sig á hvers
virði þær væru. Hagfræðiskýrsl-
ur eiga ekki að vera neitt leynd-
armál stjórnarflokkanna.
Það er Alþingi sem á að
ræða. vandamálin
Það á að gefa þinginu tækifæri
til að ræða þann grundvöll, sem
ríkisstjórnin ætlar að byggja til-
lögur sínar á. Mótmælti Einar
harðlega þeirri afstöðu Ólafs
Thors að stjórnin eigi fyrst á
bak við þingið að útbúa sína
„lausn“ og svo sé þingið knúið
til að hespa málið af á einurn
degi. Slík vinnubrögð hafa áður
verið viðhöfð og jafnan sýnt sig
að slíkar „lausnir" hafa aðeins
boðið nýjum vandamálum heim.
Kannski von. á lausn
fyrir mánaðamöt
Ólafur Thórs tók aftur til máls
og var litlu brattari en fyrr.
Sagðist hann ekki treysta sér til
að segja neitt um hve sam-
komulagi um málið væri langt
undan. Lét þó í Ijós von um að
kannski yrði búið að finna lausn
fyrir mánaðamót. Var harin mjög
hneykslaður yfir því, að menn
væru að tala um að stjórnin
ætti að segja af sér, þótt hún
væri ekki búin að finna lausn
á þessu máli — þ. e. þó að hún
vissi ekki hvernig hún ætti að
stjórna landinu. Minntist hann
ekkert á neinn. þjóðarvoða r>é
tilræði við atvinnulífið þótt yf-
ir 300 bátar væru bundnir við
bryggju og þjóðarbúið missti
milljónatugi vegna framleiðslu-
stöðvunar, það væri sóun á dýr-
mætum tíma þingsins að ræða
slík mál.
Lausn sem þjóðin sættir
sig við
Einar Olgeirsson benti á hve
fáránlegt það væri að tala um
að ekki mætti eyða tíma þings-
ins til að ræða um þessi vanda-
mál. Til hvers er þing, til hvers
er það kallað saman ef ekki til
að ræða um mikilvægustu þætti
þjóðarbúsins? Það sem mestu
máli skiptir nú, er að finna
lausn sem þjóðiri sættir sig við,
en verður ekki aðeins til að
knýja fram nýjar mótaðgerðir,
nýtt kapphlaup. Og það er verk
Alþingis að vinna að því að
finna slíkar lausnir á hinum
mikla vanda, sem þjóðarbúið á
nú við að etja.
IIIIIIIIIHIIIflllltllBIIIIIIIIIHkllVmBlllllllllHVI
Síðar
n æ i b u x u i
Verð kr. 24,50.
T0LED0
Fischersundl
i'i
Tilkynning
irá Rafveitu Kaínarfiarðar
Samkvæmt ákvæðum í gjaldskrá frá janúar
1955, kafla D 1, er verð á raforku til húsahitunar
þetta:
D 1 d (næturhitun) 10,5 aurar á kwst., D 1 c
(daghitun m. rofi 3 klst.) 21 eyi’i á kwst., D 1 b
(daghitun m. rofi 1 klst.) 26 aurar á kwst., D 1 a
(daghiti án rofs) 45 aura á kwst.
Verö þetta kemur fyrst til framkvæmda fvrir
notkun í janúar 1956, þ.e. álestur í febrúar.
RAFVEITUSTJÓRI.
Odýrt
Varanlegt
Öruggt gegn eldi
Veggplötur, þilplöfur, báruplötur, þakhellur,
þrýstivatnspípur, frárennslispípur og tengistykki
EINKAUMB0Ð:
MARS TRADING C0MPANY
Klapparstíg 20 — Sími 7373
\3
CZECH0SL0VAK CEBAMICS. PBA6. TÉKKÖSLÖVAKÍU
II
■iiiiuiiitniiiiiHmiHi
FRA MJÓLKURSAMSÖLUNNI
Tímabilið 1. janúar til 30. septem-
ber verður mjólkurbúðum Mjólkur-
samsölunnar lokað kl. 2 á laugardög-
um.
Mj'ólkursamsalan.