Þjóðviljinn - 11.01.1956, Side 4

Þjóðviljinn - 11.01.1956, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 11. janúar 1956 Dætur hestasalansy Babro Larsson og Margareta Löwler, fá sér hressandi bað. Margir líta á baðmynd- irnar sem eins konar vörumerki sænskra kvikmynda* en hinn kunni leikstjóri Ingmar Bergman segir að bær eígi aS* sÝría'd'raum Norðurlandaþúans um bægilegt líf í landi hins eilífa sumars. Frakkar um sænska tryggð Franska kvikmyndatíma- ritið Cinemonde birti fyrir skömmu alllanga grein um sænskar kvik- Saga eftir Dosto- jeiskí kvikmyiiduð Aþessu ári, nánar til- tekið 11. nóvember n.k., eru liðin 75 ár síðan hinn heimsfrægi rúss- neski rithöfundur Fjodor Mihailovitsj Dostojefskí andaðist. Verður þess minnzt á margan hátt í Sovétríkjunum. Meðal annars verður bráðlega hafin kvikmyndun á einni af skáldsögum hans, Fá- vitanum, í myndatökusöl- um Mosfilm. myndir. I grein þessari er meðal annars komizt svo að orði að sænskir kvikmyndagerðarmenn hafi framar öllum öðrum verið sjálfum sér trúir, myndir 'þeirra endur- spegli stöðugt bernskuár sænsks kvikmyndaiðnað- ar um 1920, þegar segja megi að hann hafi verið sá fremsti í heimi. Síð- ast liðinn áratug hafi myndir, sem gerðar hafa verið í Svíþjóð, nær ein- göngu snúizt um þrjú eða fjögur efni — björgún stúlkna af villigötum, al- menn vandamál æsku- lýðsins, meira og minna umvöndunarsöm lýsing á kynferðislífinu — en Frakkarnir telja að Sví- unum hafi þó jafnan tek- izt að gera eitt snilldar- verk árlega úr þessum efniviði. Með grein þess- ari fylgja allmargar myndir og löng skrá yfir nýjustu sænsku kvik- myndirnar, sem fæstar hafa enn verið sýndar hér á landi. Þama eru meðal ann- ars myndir úr Sölku Völku og einni eða tveim öðrum kvikmyndum, sem hér hafa verið sýndar. Einnig er skýrt frá efni nokkurra nýrra mynda. Stúlka í í'iguingu er sögð fjalla um stúlknaskóla, þar sem telpurnar verða ástfangnar af kennaran- um (hann er ' leikinn af Alf Kjellin). Dætur liesta- salans segir frá tveim Frönsk kvlkmyitd tekin í jSovétrlkjun- um í sumar? Franski leikstjórinn Je- an Dréville væntir þess. að hann fái leyfi til að taka nokkur atriði nýjustu myndar sinnar í Sovétríkjunum á næsta sumri. Mynd þessi heit- ir Herlúðrar við Beresina og vill Dréville taka þau atriði hennar, sem lýsa .einni af frægustu orust- um Napóleons í Rúss- landi, í réttu umhverfi. Aðalhetja myndarinnar er hermaður, sem verður viðskila við herdeildina á leiðinni austur á bóginn og lendir í ýmsu mis- jöfnu áður en hann skilar sér aftur. Leit ekkl undir borðið Bandaríski leikstjórinn A. Hitchcock á fyrir nokkru að hafa tekið þátt í veizlu í Róm og setið við langborð beint á móti þeirri frægu Soffíu Lor- en Síðar, þegar hann var að segja frá borðhaldinu og lýsa m. a. fegurð leik- konunnar, spurði einhver viðstaddur: — Hvemig var hún klædd? — Þú ættir að geta skilið, svaraði Hitchcock, að það hvarflaði aldrei að mér að líta undir borðið. ungum stúlkum, tilfinn- jngum þeirra og um,- hverfi. Loks má geta myndarinnar Stúlkan mín, sem leikarinn Arne Ragneborn á að hafa sett á svið. Salt jarðar Hér í Þjóðviljanum hef- ur áður verið sagt nokkuð frá efni kvik- myndarinnar Salt jarðar og hvernig hún varð til. Verður sú frásögn ekki endurtekin nú, væntan- lega gefst síðar tækifæri til að víkja nánar að þessari einstæðu mynd, ef hún verður einhvern- tíma sýnd hér á landi. í síðast liðnum mánuði var slitið eintak myndarinnar sýnt í Kaupmannahöfn, ekki þó í einu hinna al- mennu kvikmyndahúsa heldur í fundarsölum. Myndin er nefnilega ekki allsstaðar sami aufúsu- gesturinn og sumstaðar hafa sýningar á henni beinlínis verið bannaðar eða gerðar óframkvæm- anlegar, eins og til dæm- is víða í Bandaríkjunum. Myndin sem fylgir þessum línum, er af mexíkönsku leikkonunni Rosaura Revueltas, en' ' X hun leikur aðalkvenhlut-^ verkið í Salti jarðar. Hún - var meðal gesta á kvik-| myndahátíðinni í Karlovyl' Vary í Tékkóslóvakíu ál s.l. ári og var þessi mjmd tekin þá. Konu ofaukið Innan skamms verður byrjað á töku kvik- myndar, sem byggð er á leikritinu Konu ofaukið eftir Knud Sönderby, en leikrit þetta sýndi Þjóð- leikhúsið fyrir nokkrum árum. Myndin verður gerð í Danmörku. í GÆR mætti Bæjarpósturinn þremur smástrákum á Hverf- isgötunni, og þar eð einn þeirra reyndist að vera hann frændi hans, þá nam hann stað ar og spjallaði dálítið við þá. Strákarnir voru með lítinn sleða, hlaðinn snjó og Póstur- inn spurði heimskulega, hvert þeir væru að fara með þennan snjó. — Heim, sögðu strák- arnir, og frændinn bætti því við til frekari útskýringar, að þeir væru að byggja snjóhús. — Er ekki nógur snjór heima hjá ykkur?, spurði Pósturinn. Strákarnir töldu að það væri jú nógur snjór heima hjá þeim, en það var bara svo vondur snjór, sem ómögulegt var að byggja úr. — Hvert sækið þið snjóinn?, spurði þá Pósturinn. Þeir kváðust sælcja hann í stóra skaflinn þarna og bentu niður eftir Hverfis- götunni. Svo fóru þeir að tví- stíga óþolinmóðlega og nenntu sýnilega ekki lengur að halda uppi ómerkilegu hjali við for- vitinn Bæjarpóst. Þó tókst Póstinum að fá þær upplýs- < ingar að þeir styngju upp snjóhnausa með skóflunum sínum, og þeir þyrftu að fá gríðarlega marga hnausa, því að húsið átti að vera talsvert stórt. Og þeir voru ákaflega • vinnuglaðir á svipinn og Póst- urinn hafði ekki brjóst í sér að tefja þá frekar, heldur Snjóflutningar á sleða — Vinnuglaðir strákar — Sleðaferðir á Arnarhóli — Ráðningar verða birtar á næstunni kvaddi þá með beztu óskum um að húsbyggingin mætti vel takast. en á eftir hló Póst- urinn með sjálfum sér, að þessu uppátæki strákanna, að flytja snjó heim til sín á sleða. Á ARNARHÓLNUM er daglega fjöldi barna að renna sér á sleðum, fjölum eða bara á rassinum. Stundum, þegar ég hef farið ,þar um, hefur mig furðað á því, að krakkarnir skuli ekki oft meiða hvert annað iililega, þegar þau renna sér á fleygiferð niður hólmn og lenda á þeim sem komin voru niður. Oft verða líka harðir árekstrar í brekk- unni, því að krakkarnir sjást lítt fyrir, en renna sér bara beint af augum. Stundum renna börnin sér beint á ein- hvern vegfarandann og fá þá heldur betur skömm í hattinn. Ekki finnst mér þó liægt að amast við því, að þau leiki sér þarna með sleðana sína; það er lítið gaman að eiga sleða og mega livergi renna sér á honum. En börnin verða að hlýða öllum umferðarreglum, og ekki renna sér á vegfar- endur né leikfélaga sína. ÞAÐ HAFA margir verið að spyrja Bæjarpóstinn hvenær birtar verði ráðningar á myndagátu og krossgátu liappdrættisins. Það verður sennilega gert um næstu helgi, en ráðningar eru eim að berast utan af landi, og hefur þeim vafalaust semkað eitthvað vegna erfiðra póst- samgangna upp á siðkastið. Auglýsið í Þjóðviljanum Frá Sundhöllinni Sund skólanemenda eru hafin í Sundhöll Reykjavíkur og verða eins og undanfarna vetur 5 daga í viku, mánudag til föstudags frá kl. 10 árd. til kl. 4 siðd. Fullorðnir fá þó aðgang, en frá kl. 1—4 síðdegis geta þeir aðeins komizt í bað. Börn fá ekki aðgang frá kl. 9.30 árd. til kl. 4 siðd. Sund íþróttafélaga verður sömu daga frá kl. 7—8.30 siðdegis, en fullorðnir geta þó komizt í bað þami tíma. Sértímar kvenna verða tvö kvöld í viku, þriðjudaga og fimmtudaga og hefjast kl. 8.30 síðdegis. Sundhöll Reykjavíkur Skrifstofur og afgreiðsla okhar eru fluttar I Garðastrœti 17 Kosaitgas umboðið umboðs- og heildverzhm 3BBsscsssnssss=s5BESsss:5s=assssE.5aassss3sasiiS5áS5556BBsasssasaaaaaai

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.