Þjóðviljinn - 13.01.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.01.1956, Blaðsíða 1
Föstudagur 13. janúar 1956 — 21. árgangur — 10. tölublað Bandaríkin hafa þrívegís verið að því komin að hefja kjarnorkustríð Dulles ufanrikisráSherra segir að Kina hafi á árunum 1953-1954 þrisvar veriS hófaS kjarnorkuárásum John Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, heíur ljóstrað því upp, að Bandaríkjastjórn haíi þrisvar sinnum á síðustu árum verið komin á fremsta hlunn með að steypa heiminum út í kjarn- orkustyrjöld, þrívegis hafi hún hótað að heíja að fyrra bragði kjarnorkuárásir á Kína og muni beita slíkum hótunum, þegar henni þyki henta. Dulles Ijóstrar þessu upp í. þegar lokaátökin stóðu milli al- viðtali sem hann hefur átt við bandaríska vikublaðið LIFE. Kjarnorkuárásir á Kína ráðgerðar Hann segir að Bandaríkja- stjórn hafi þrívegis á árunum 1953—1954 beitt hótunum um kjamorkuárásir til að „forða stríði“(!). I fyrsta sinn var það árið 1953, þegar vopnahlésumræður stóðu yfir í Kóreu. Syngman Rhee rauf þá samkomulag sem þegar hafði náðst í Panmunjom og „sleppti úr haldi“ kínversk- um og norður-kóreskum stríðs- föngum og var ekki hægt að þýðuhers Vietnams og Frakka vorið 1954. Kínverska stjómin var þá látin vita, segir Dulles, að kjarnorkusprengjum yrði varpað á Kína, ef kínverskar liersveitir kæmu alþýðuhernum til stuðnings. Það hefur áður verið vitað, að Bandaríkjastjórn vildi sker- ast í leikinn þegar úrslitaorusta indókínverska stríðsins, orustan um Dienbienphu, stóð yfir og fall virkisbæjaríns var fyrirsjá- anlegt. Dulles viðurkennir nú, að þá liafi Bandaríkin ætlað að hefja heimsstyrjöld með kjarn- orkusprengjum, því engum blandást hugur um, að hefðu verið gerðar kjarnorkuárásir á Kína, eða. bandarískt herlið ver- ið sent á vígvellina í Indókína hefði lítil von verið til þess að hægt væri að afstýra heims- styrjöld. Dulles skýrir nú einnig frá því, að brezka stjómin hafi í fyrstu verið fylgjandi þessari ráðagerð, en hafi síðan snúizt hugur og lagzt gegn henni. Kemur þetta illa heim við frá- sagnir og yfirlýsingar brezku stjómarinnar um þetta mál, eins og siðar sést. Kjarnorkuárás frá Taivan í þriðja sinn hótaði Banda- ríkjastjóm kjarnorkuárás á Kína, Það var að sögn Dullesar í aprílmánuði 1954, þegar Bandaríkjastjóm „gaf stjórn Kína til kynna“ að kjarnorku- sprengjum mynði varpað á kín- j verskar borgir ef hún reyndi að beita valdi til að ná yfirráðum yfir Taivan (Formósu) eða kín- versku strandeyjunum þar sem á væru stöðvar „nauðsynlegar fyrir vamir Taivan“. Þessi ráðagerð fór einnig vit um þúfur. Þrátt fyrir ótvíræð- an í'étt kínversku alþýðustjórn- arinnar til þessara kínversku Framhald á 5. síðu. Haustmóti Tafl- félagsins íoSdð Keppni í meistaraflokki á Haustmóti Taflfélags Reykjavík- ur lauk í fyrrakvöld og urðu Úr- slit þau að efstir og jafnir urða Freysteinn Þorbergsson og Sveinn Kristjánsson með 10 vinninga hvor af 13 möguleg- um. Munu þeir síðar heyja ein- vígi um titilinn skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Sigurvegarinn í haustmótinu i fyrra, Gunnar Gunnarsson, varð þriðji í röðinni með 9% vinc- ing, Ágúst Ingimundarson varð fjórði með 3 vinninga, í 5.—7, sæti voru Eggert Gilfer, Gunn- ar Ólafsson og Kári Sóhnundar- son með 73/2 v., 8.—9. Jón Sig- urðsson og Kristján Theódórs- son með ö v., 10.—11. Gísli Mar- inósson og Jón Víglundsson með 5.V2 v„ 12. Ingimundur Guð- mundsson með 4 v., 13. Eiríkur Marelsson 3%v. og 14. Reimar Sigurðsson V2 vinning. Guðmundur Ársælsson sigraði í 1. ílokki. Bretcsr sendá mikinn liðsauka til Kýpur Bretar hafa flutt hátt á annað þúsund fallhlífahermenn til Kýpur og ætla að beita þeim í baráttu sinni gegn þjóð- frelsishreyfingu Kýpurbúa. John Foster Dulles ætla annað en hann hefði gert það með fullri vitund og vilja handarísku herstjórnarinnar í Kóreu. Lá þá við að upp úr samn- ingum slitnaði, en Dulles seg- ir að Eisenhower hafi þá fall- izt á að ef samningar rofnuðu myudu Bandaríkin grípa til vopna að nýju, beita „taktísk- um“ kjarnorkuvopnum á víg- stöðvunum, en varpa kjarn- orlcusprengjum á Kína. Þessi ráðagerð bandarísku stjómarinnar og herstjómar hennar í Kóreu, strandaði á því, að fulltrúar Norður-Kóreu og Kína létu ekki ögra sér til að slíta samningum og um síðir neyddi almenningsálit heimsins og afstaða bandamanna Banda- ríkjanna þau til að semja vopna- hlé í Kóreu. 1 annað sinn ákvað Banda- ríkjastjóm, að sögn Dullesar, að beita kjamorkusprengjum, Brezka hermálaráðuneytið til- kynnti fyrr í vikunni að ákveð- ið hefði verið að efla mjög her- lið Breta á Kýpur vegna „hins ófriðsamlega ástands í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs" og myndi hinum nýju hersveit- um þar falið að „vernda brezka borgara á þessu svæði“. í gær hófust flutningar með flugvélum’ á liðsaukanum frá Bretlandi til Kýpur og var ætl- unin að ljúka fyrstu lotu flutn- inganna fyrir dögun í dag. Keflavík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Aðfaranótt mánucLagsins réðust Bandaríkjamenn á afgreiðslustúlku í bifreiðastöð í Keflavík. Voru þ/eir 4 saman og drukknir. Stiílkan gat hringt til íslenzku lögreglunnar. Stúlkan var ein í bílaafgreiðslunni þegar Banda- ríkjamennirnir fjórir réðust á hana. Stúlkan varð- ist af öllum mœtti og tökst að hringja til íslenzku lögreglunnar. Bandaríkjamennirnir sáu þá sitt ó- vœnna og œtluðu að flýja burt í bíl. Stúlkan var alls elcki á því að láta þá sleppa og varð fyrri til að ná í „sviss“lykilinn, og kom íslenzka lögreglan í tœka tíð. Þjóðviljinn hafði í gærkvöld tal af lögreglustjór- anum í Keflavík, og staðfesti hann að þessi atburð- ur myndi hafa átt sér stað; hins vegar vísaði hann frá sér til flugvallarlögreglunnar. Magnús Guð- jónsson, fulltrúi lögreglustjóra á vellinum, stað- festi einnig að drukknir Bandaríkjamenn hefðu ráðizt inn í Aðalstöðina aðfaranótt mánudags, en kvað Björn Ingvarsson lögreglustjóra hafa rann- sóknina með höndum. Tókst Þjóðviljanum ekki að 1 ná tali af Birni í gœrkvöld. •» [■■■■■■■■■■■■IIBKBB KHHIia ■■■■■■■■ ■■■■■■■KIIlKKKBKBaKB ItlHIIII ■■■■■■■■■■■■■■■■■■KKIEfcB'KMM? Mollet neifar ú vínna má Faure Guy Mollet, leiðtogi franskra sósíaldemókrata, birti í gær grein í L’Express, málgagni Mendes-France, og segir þar, að ekkert samstarf komi til greina milli Lýðveldisfylkingar þeirra og hægriflokkanna sem eru undir forystu Faure, núverandi forsætisráðherra. Engu að síð- ur krefst hann að Lýðveldis- fylkingunni verði falið að mynda stjórn og er þá ekki hægt að búast við öðru en að þeir Mollet og Mendes-France ætli sér að þiggja atkvæði kommúnista til að koma slíkri stjórn að völdum. „Versta vandamálíð að bátagjaldeyrisfyrkomu- lagið nær ekki til nógu margra vörategunda“ Furðukg ummæli Ións Axels Péturssonar á iundi Aiþýðuiiokksfél. Reykjavikur Alþýðublaðið skýrir frá því í gær undir aðalfyrirsögn á forsíðu að Jón Axel Pétursson útgerðarforstjóri hafi haldið ræðu um vandamál sjávarút- vegsins á fundi Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur sl. þriðju- dagskvöld. Ræddi Jón aðal- lega vandamál togaraflotans, en þó bjargaði hann einnig bátaútveginum í framhjá- hlaupi. Alþýðublaðið hefur þetta eftir honum: „Um bátaútveginn sagði hann að þar væri eitt versta vandamálið, að bátagjaldeyr- isfyrirkomulagið væri ekki nógu vítt, þ.e. næði ekki til nógu margra vörutegunda”. Svona einfalt er þetta! Að- eins að magna bátagjaldeyris- kerfið, láta það ná til sem flestra vörutegunda, lækka gengið ennþá meira, magna dýrtíðina á sém flestum svið- um — og þá er eitt „versta vandamálið" leyst. Ekki fann Jón svona ein- falda lausn á vandamálum togaranna. Hins vegar taldi hann það mestu firru að milli- liðir högnuðust nokkuð á við- skiptum við útgerðina. „Jón kvað f jölda togara eiga stóra hluti í olíufélögunum, t. d. í Olíufélaginu h.f., og hefðu þeir því tök á að fylgj- ast með því, hvort olían væri seld þeim of dýru verði eða ekki . . . Jón kvað togarana hafa með sér samtryggingu og væru engar líkur til að lægri iðgjöld væru fáanleg en þar fengjust“. Einnig taldi Jón vexti bank- anna mjög hagkvæma og benti sérstaklega á það að mest af útgjöldum togaranna færi til sjómanna og verkamanna, ef- laust til að sýna að þar ætti að spara fyrst. Afturhaldssjónarmið Jóns eru svo svæsin að jafnvel Morgunblaðið kynokar sér við að flytja slíkan boðskap. Enda er ólíkt þægilegra að láta einn af forystumönnum Alþýðu- flokksins og meðlim sjómanna félagsins koma honum á fram- færi í Alþýðuflokksfélaginu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.