Þjóðviljinn - 13.01.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1956, Blaðsíða 4
2.) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagiir 13. janúar 1956 28. nóvember s.l. ár bauð her stjórnin á Keflavíkurflugvelli blaðamönnum tíl sín og skyldu þeir fræddir um „varnir lands-”' ins“ og framkvæmdir liernáms- jiðsins. Tók hernámsstjórinn John W. White .að sér fræðsl- una og flutti alllanga áróðurs- ræðu, en svaraði síðan fyrir- spumum. Skýrði hann m. a. frá því að verið væri að ganga frá samningum vestanhafs um bandaríska „uppskipunarhöfn" í Njarðvík, og höfðu íslending- ar ekki fyrr haft fréttir af þeirri samningsgerð, þótt lengi hafi verið vitað að hún stæði til. Einnig ræddi hernámsstjór- inn um mikilvægi radarstöðv- anna, eftir fyrirspurn frá Guðna Þórðarsyni blaðamanni Tímans, og lýsti m. a. yfir því að herstjórnin teldi nauðsynlegt að radarkerfið hérlendis yrði eflt og aukið, þannig að það 'ffiennti um landið 'allt. Var það einnig nýmæli að heyra um þær ráðagerðir. Ég skýrði frá þessum um- nælum í Þjóðviljanum næsta dag, 29. nóvember 1955, og vöktu þau að vonum allmikla athygli lesenda. Enginn ve- fengdi að ummælin væru rétt eftir höfð, hvorki málgögn rík- isstjórnarinnar, blaðamennirn- ír sem þarna voru með mér, utanríkisráðherra né John W. White hernámsstjóri. Voru þó hæg heimatökin fyrir þann síðastnefnda að leiðrétta mig, ef ég hefði farið rangt með, því allt viðtal okkar blaðamann- anna við hann var tekið upp á segulband á Keflavíkurflug- velli. Er ekki að efa að her- námsstjórinn hefði fúslega þeg- jð að geta sannað upp á mig falsanir, ef hann hefði getað, en hann lét frásögn mína standa óhaggaða. Skömmu síð- ar bar Einar Olgeirsson fram iyrirspurn á þingi, byggða á . frásögn Þjóðviljans, og enn sá .enginn aðili ástæðu til að ve- iengja að forsendurnar væru réttar. í gær, hálfum öðrum mánuði :eftir að viðtalið við hernáms- stjórann átti sér stað, birtast . svo allt í • einu miklar fyrir- sagði White hernáms- . nóvember 1955? sagnir og frásagnir í sjórnar-* blöðunum þess efnis að ég hafi falsað ummæli Whites hers- höfðingja, og er Kristinn utan- Þagði í hálfan annan mánuð en afneitaði svo ríkisráðherra borinn fyrir þeim vitnisburði. Ekki veit ég hvernig orð ráðherrans féllu á þingi og verð því að treysta fréttaflutningi stjómarblaðanna. Tíminn segir í fyrirsögn: „Rit- stjóri Þjóðviljans falsar um- mæli yfirmanns vamarliðsins“. og Jieldur síðan áfram: „Eng- ar óskir hafa komið fram um fleiri radarstöðvar hér á landi og kvaðst ráðherrann sann- færður um, að ekki myndi verða komið með neinar slíkar óskir. Ritstjóri Þjóðviljans hef- ur nýlega haft það eftir yfir- manni varnarliðsins á Kefla- víkörfhigvelli, að áætlað sé að byggja fleiri stöðvar hér á landi. Þetta er með öllu til- hæfulaust — yfirmaður varnar- liðsins hefur aldrei látið slikt frá sér fara, enda ekki sann- leikanum samkvæmt. Annað hvort keinur þarna til afburða léleg enskukumiátta ritstjórans eða bein fölsun á staðreyndum, sem að vísu er ekki svo óal- gengt úr þeiin herbúðum.“ (Leturbr. Tímans). Morgun- blaðið segir hins vegar í fyrir- sögn: „Ritstjórnar-tóki komm- únista falsaði blaðaviðtalið. Flett ofan af ósiðsamlegri blaðamennsku kommúnista í sambandi við vamarliðið.“ Síð- an er sagt að kommúnistar hafi að undanförnu þótzt vera „föð- urlandshjartagrátandi leyni- spæjarar“ með • „dularfullan Ieynikeglasvip“ — og þykjast menn þar þekkja hið smekkvísa og snjalla málfar Þorsteins skálds Thorarensens — og að lokum kemst blaðið svo að orði: „Dr. Kristinn Guðmundsson -svaraði leynispæjurunum á at- hyglisverðan hátt á Alþingi í gær. Hann sagði í fyrsta lagi, að fjölgun Radar-stöðva á land- inu hefði ekki komið til tals. Það hefði hvergi verið um það rætt nema í frásögn ritstjóra kommúnistablaðsins af samtali við John White hershögðingja á Kef lavíkurf lug velli. — En ég spurði liershöfð- ingjann, sagði dr. Kristinn, hvort hann hefði rætt uin það, en liann hafði aldrei beint einu orði í þá átt. Og aðrir blaðamenn sem voru á blaðamannafundinum. lieyrðu aldrei minnzt á það. Virðist Ijóst af þessuni upp- lýsingum, að ritstjómartæki (!) kommúnistablaðsins lief- ur hreinlega falsað samial við liershöfðiugjann. . . . Er nú sýnt að í þessum rangfærslum ganga kommún- istar jafnvel(!) svo langt í ósið- samlegum áróðri að þeir rang- færa og ljúga upp samtali við bandaríska liershöfðingjann á Keflavíkurflugvelli. Skrifa upp sem hans mál, orð sem hann hefur aldrei mælt.“ (Leturbr. Morgunblaðsins ). Þannig skýra stjórnarblöðin Kuldi í Þjóðleikhúsinu — Gestir ílýja aí efri svölum — Upplýsingar þjóðleikhússtjóra LEIKHÚSGESTUR skrifar: — „Við hjónin gerðum okkur dagamun á miðvikudaginn 4. i þ.m. og fórum í Þjóðleik- i húsið til að sjá leikritið: 1 i deiglunni, sem blöð og leik- / dómarar hafa einróma lokið á í lofsyrði, og skal undir það i tekið hér, því að enginn þarf i að sjá eftir þeim tíma né v fjármunum, sem varið er til ( að njóta þessa verks. < En érindi þessa bréfs er ekki / -að ræða leikritið néleikendur, / heldur annan hlut, sem varð < jíess valdandi, að spilla mjög < ánægju leikhúsgesta og í sum- < am tilfellum eyðileggja hana. < En það var semsagt það, að l slíkur kuldi var í húsinu / þetta kvöld, að mér og fleir- < um, sem þessa leiksýningu > sáum, var næst skapi að / hverfa burt í miðri sýningu. I Við höfðum sæti á efstu svöl- um og var slíkur súgur þar, að starfsfólk stofnunarinnar sá sér ekki annað fært en bjóða fólki, sem þar sat að sitja á miðsvölum allan seinni hluta leiksins, húsið var hvergi nærri fullskipað þetta kvöld. I hléinu kvartaði ég yfir þessu óþolandi ástandi og var reynt að koma þeim skila- boðum til viðkomandi manna, sem sjá eiga um loftræsti- tæki hússins og upphitun. En það bar á engan hátt þann árangur, að forsvaranlegt væri að bjóða fólki upp á að sitja á fjórða klukkutíma í þeim kulda, sem var í húsinu alla sýninguna. Það væri óskandi, að forráða- menn Þjóðleikhússins gæfu upplýsingar um það, hvers vegna slíkt og þvílíkt á sér stað, eða er upphitun hússins svo áfátt, að þegar sýningar- gestir eru fáir, þá vérði þeir að búa við slíkt ástand? En þetta mun því miður ekki vera í fyrsta skiptið, að fólk haldist varla við í húsinu vegna kulda.“ 1 VIÐTALI VIÐ Bæjarpóstinn kvað þjóðleikhússtjóri það rétt vera, að umrætt kvöld hefði verið mjög kalt í hús- inu, og hami persónulega hefði sannreynt, að húsið hefði verið hitað upp eins og möguleikar leyfðu. Hins vegar sagði þjóðleikhús- stjóri, að mjög slæmir gallar hefðu strax komið fram í hit- unar og loftræstikerfi húss- ins, sem lýstu sér þannig, að þegar hvasst og kalt væri í veðri væri naumast hægt að halda húsinu lieitu. Tveir verkfræðingar hafa unnið að viðgerðum á þessum galla, annar íslenzkur og hinn enskur, en ekki enn fengið viðunandi lausn á þessu á- standi. En áfram mun verða unnið að þvi að laga þennan galla og mun ekkert verða látið ósparað til að koma þessu máli í viðunandi lag. frá málflutningi Kristins -utan- ríkisráðherra, er liann svar- aði fyrirspurn Einars Olgeirs- sonar um fjölgun radarstöðva hérlendis. Er ég las þetta var það mitt fyrsta verk að ég hringdi í starfsfélaga mína sem voru í viotalinu með mér, þá séra Emil Björnsson fréttamann útvarpsins, Gísla J. Ástþórsson ritstjóra Vikunnar og Agnar Bogason ritstjóra Mánudags- blaðsins. Spurði ég þá livort Kristinu utamíkisráölierra hefði beðið þá að bera vitni um það hvað fram hefði farið í við- taliau við Wbite hershöfðingja, en þeir kváðu nei við: ráðherr- ann hefði ekki spurt þá neins. Ailir kváðust þeir niinnast þess að Wliite liersliöfðingi hefði rætt um nauðsyii þess að efia radarkerfið hér á landi, þótt þeir myndu ekki lengur — eft- ir hálfan aiinan mánuð - livern- ig orð hefðu fallið. Sé frá- Hvort var það enskii: kuimáttan sem brást eða aðrir eigin leikar? sögn stjórnarblaðanna rétt, er Kristinn utanrikisráðherra þannig staðinn að því að gera þessum blaðamönnum upp orð og vitnisburði sem þeir liafa aldrei látið frá sér fara, og mætti nú samkvæmt nærtækri fyrirmynd segja margt um ó- siðsemi og rangfærslur og fals- anir og lygar, en staðreyndir eru betri en stór orð. Hinsvegar var einn blaðamaður enn í hópnum, Guðni Þórðarson, sér- fræðhigur í brúamælxngum, og hef ég ekki rætt við hann, þar sem ég þekki sannleiksást hans og heiðarleika frá fornu fari. Er hann auðvitað heimildar- maður ráðherrans um það hvað blaðamenn lieyrðu í við- talinti við White liershöfðingja, og getur ráðherrann nú velt þýí fyrir sér hvort það sé heldur hin afburða sérstæða enskukunnátta Guðna sem brugðizt hefur eða aðrir eigin- leikar í fari hans. M. K. Eftir að þetta var skrifað barst mér frá skrifstofu Al- þingis staðfestur útdráttur úr tveimur ræðum Kristhis utan- ríkisráðlierra um þetía niál. Er rétt að bann fylgi, svo að ekki Bjó til vitnisburð biaðamanna rísi einnig um það ágreiningur eftir Iiáífan annan mánuð hvað ráðherrann kann að hafa sagt. Frásögn Alþingis er á þessa leið: „Útdráttur úr tveim ræðum utanríkisráðherra, Kristins Guð- mundssonar, út af fyrirspurn á fundi í sameinuðu Alþingi 11. jan. 1956 um fyrirætlanir bandaríska herliðsins á íslandi, á þskj. 146. Úr fyrri ræðunni. . . . Mér er ekki kunnugt um, að ósk hafi komið frá nokkrum aðila þess efnis, að reistar verði fleiri radar-stöðvar en þær fjórar, sem þegar hafa verið leyfðar. Ég get bætt því við, að ég lief livergi heyrt um það, að tilmæli hafi komiö um þetta, nema í blaðaviðtali, sem rit- stjóri Þjóðviljans birti og hafði eftir hershöfðingjanum á Kefla- víkurflugvelli. Ég hef spurt her- foringjann að því, og hann seg- ir, að þetta sé -algerlega byggt á. misskilningi, og að hv. rit- stj'óri muni hafa misskilið sig. Úr síðari ræðunni. . . . Um hitt atriðið skulum við ekkert deila, . hvort hers- höfðinginn hafi sagt, að Banda- ríkjamenn óskuðu eftir að fá fleiri radarstöðvar á íslandi. Ég hef spurt aðra blaðamenn, sem voru staddir samtímis í Keflavík, og það heyrði enginn þessa yfirlýsingu nema rit- stjóri Þjóðviljans. Þó að Banda- ríkjamenn hafi einhversstaðar í blöðum talað um net af rad- arstöðvum, þá hefur ekkert verið sagt um það, hvað það net á að vera þéttriðið. Það var þegar í upphafi farið' fram á fjórar radar-stöðvar hér á ís- landi, og þær voru leyfð'ar, og það hefur ekki komið nein ósk um frekari radar-stöðvar hér á landi, og ég er algerlega sannfærður um það, að það mun ekki koma fram nein slík ósk. Réttan útdrátt staðfestir Skrifstofu Alþingis. 12. jan. 1956 Jón Sigurðsson". M.. K. Sunnudaginn 15. janúar 1956 heldur Iðja aðalfund sinn í Alþýðuhúsinu viö Hverfisgötu kl. 1.30 e.h. Venjuleg aðalfundarstöirí Félagar sýni skírteini við innganglnn. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.