Þjóðviljinn - 13.01.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.01.1956, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Æfíngastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaéra hefur starfseml sfna I VerSur á Sjafnargöfu 14 þar ti! lokiS er nýju viShyggingu Landspitalans í gær var tekið á móti fyrsta lömunarsjúklingnum í æfingastöð þeirri, sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur komið' á fót á Sjafnargötu 14. Æfingastöð þessa hyggst félagið nota þar til samskonar stöð tekur til starfa í viðbótarbyggingu Landspítalans. Svavar Pálsson endurskoðandi, formaður Styrktarfélags fatlaðra og lamaðra, og Friðfinnur Ól- afsson forstjóri, varaformaður félagsins, skýrðu fréttamönnum frá þessu í gær. Þeir kváðu tvær efri hæðir hússins nú til- búnar til notkunar og yrði starf- semin hafin þar í dag. SUNDLAUG OG BAÐ- TÆKI í KJALLARA í kjallara hússins er verið að byggja litla sundlaug og verður hún væntanlega tilbúin til notk- unar í lok þessa mánaðar. Þá hafa verið fest kaup á „Hubb- ard-tank“, sem er eins konar baðker með sérstökum lyftiút- búnaði og verður það einnig sett upp í kjallaranum. Þar sem af- greiðslufrestur á tækjum þessum er nokkuð langur verða þau ekki komin til landsins fyrr en í marzmánuði n. k. Loks er ætlun- in að setja lyftu í húsið en því verki mun varla lokið fyrr en í vor. HÁLF MILLJÓN TIL LANDSPÍTALANS Svavar Pálsson skýrði nokkuð frá forsögu æfingastöðvamáls- ins, en eins og kunnugt er hefur það verið eitt af aðalstefnuskrár- málum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að koma á stofn og Starfrækja stöð sem þessa fyrir lömunarsjúklinga. Þegar félagið hafði nokkur fjárráð var ákveð- ið að leggja fram 500 þús. krón- ur — hálfa milljón — til við- bótarbyggingar Landspítalans, enda yrði í þessari byggingu sér- stök deild fyrir bæklunarsjúk- dóma, þ. á. m. æfingastöð fyrir lömunarsjúklinga. Stjórn félags- ins og .framkvæmdaráð töldu þá og telja enn að þetta sé bezta framtíðarlausn þessa vandamáls. BREYTT VIÐHORF VEGNA MÆNU VEIKIFAR. ALDURSINS Nú var hinsvegar Ijóst að enn mundu líða nokkur ár þangað til Viðbótarbyggingu Landspítalans yrði lokið, en félagið hafði þó ekki til þessa gert neiriar sér- Stakar ráðstafanir til þess að koma á stofn og starfrækja æf- ingastöð til bráðabirgða. Nefna má þó, að félagið veitti Elliheim- ilinu Grund 200 þús. króna vaxtalaust lán til þess að efla æfingadeild þá, sem stofnunin rekur m.a. fyrir ýmsa lömun- unarsjúklinga. Nú þegar mænuveikifaraldur hefur geisað hér í Reykjavík og nágrenni koma fram nokk- uð ný viðhorf. Mjög margir löm- unarsjúklingar, er lamazt hafa í þessum faraldri, þurfa nú á langvarandi eftirmeðferð að halda. Næstu mánuðir og ja.f”- vel ár er sá tími, serr þeir m _-g > helzt vænta bata. ÞiCS vegnal er brýn nauðsyn að nú þegar sé allt gert, sem unnt er til þess að þessi tími notist sem bezt og eftirmeðferðin sé rins fullkomin og mögulegt er. : ÓMETANLEG AÐSTOÐ DANA Styrktarfélag fatlaðra og lam- aðra hefur notið einstakrar og ómetanlegrar aðstoðar danska félagsins „Landsforeningen mod börnelammelse“ frá fyrstu tíð, og ekki hvað sízt að því er snert- ir stofnun æfingastöðvarinnar. Framkværridastjóri danska fé- lagsins, dir. A. Fredsted, og yfir- læknir æfingastöðvar þess á Tuborgvej 5 í Kaupmannahöfn, Dr. E. Arnsö, komu hingað- til lands í nóvember s. 1. til þess að skoða húseign félagsins og leggja stjórnendum Styrktarfé- lagsins ráð um tilhögun alla og rekstur. Töldu þau húsið henta mjög vel til hinna ráðgerðu af- nota. Fredsted hefur síðan séð um innkaup á öllum lækninga- tækjum, áhöldum og húsbún- aði og eru þessir munir nú komnir til landsins. Á fram- kvæmdastjórinn skildar sérstak- ar þakkir fyrir þann áhuga, sem hann hefur sýnt í verki á mál- efnum Styrktarfélags fatlaðra og lamaðra. DANSKUK SÉR. FRÆÐINGUR Haukur Kristjánsson læknir, sem er sérfræðingur í bæklunar- sjúkdómum, hefur yerið ráðinn yfirlæknir æfingastöðvarinnar á Sjafnargötu 14, en þar sem hann veiktist af mænusóttinni og hefur lamazt nokkuð, verður hann óvinnúfær næstu mánuði. Þann tíma mun Snorri Hall- grímsson prófessor gegna yfir- læknisstörfum. Félagið ’nefur með aðstoð Undirbúningur hafinn að stutt- bylgjusambandi við Austfirði Þingsályktunartillaga Lúóvíks Jósepssonar um úrbætur í símamálum Austfirð'inga kom til umræðu nú á dögun- um. Gerði Luðvík í framsögú leitt og las því til stuðnings sinni grein fyrir því ófremdará- standi sem þessi landshluti á við að búa. Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, varð fyrir svör- um. Hélt hann því fram, að á- standið væri alls ekki svo af- Sjafnargata 14 danska félagsins, sem áður er getið, ráðið hingað til lands danskan lækni, dr. Eskesen, en hún er sérfræðingur í eftirmeð- ferð lömunarsjúklinga. Mun hún vinna hér í næstu 3—4 mán- uði, en hverfa þá aftur heim til Danmerkur. Dr. Ekesen er nudd- læknir (fysiurg). Hún hefur ein- göngu stundað lömunarsjúklinga síðan 1952, er hinn mikli mænu- sóttarfaraldur geisaði í Kaup- niannahöfn, Send var hún til Grænlands, er faraldur hafði geisað þar 1953, og þar vann hún i 6 mánuði. Nú er hún starf- andi við Hornbæk Kurbad, en það er stór eftirmeðferðarmið- Framhald á 11. síðu. skýrslu frá póst- og símamála- stjóra þar sem reynt er að bera í bætifláka. Þó kemur það þar fram að í sumum mánuð- um hafa hraðsamtöl verið að meðaltali 9. hvert símtal, en það þýðir að mikinn hluta dagsins eru þau yfirgnæiandi. Þá var borið á móti því að kanarnir í radarstöðvunum notuðu símann. Ennfremur var frá því skýrt, að nú hafi loks verið hafizt handa um að afla tilboða í vélar til að koma á stuttbylgjusambandi við Aust- urland með millistöð í Horna- firði. Lúðvík tók aftur til máls og sagðist furða sig mjög á þess- ari skýrslu póst- og símamála- stjóra. Virtist eftir henni að dæma mikið vanta á að hann gerði sér grein fyrir verkefn- um sínum. Það væri staðreynd, að í 13 ár hefðu engar endur- bætur verið framkvæmdar, ein- mitt á þeim árum þegar mest hafði aukizt þörfin fyrir bætta þjónustu. Það væri einnig stað- reynd, að á þessari línu væru langmestu þrengslin af öllum langlínum. Þá kæmi það sér Framh á 10. síðu' Fjérða þing Norðurlandaráðs hefst í Kaupmannahöfn 27. þessa mánaðar Fjórða þing NorÖurlandaráðs veröur háð í Kaupmanna- höfn dagana 27. janúar til 3. febrúar n.k. Fimm alþingis- menn munu sækja þingið. Sœmileg fœrS Selfossi. M fréttaritaila Þjóðviljans. Vegir hér í grenndinni eru sæmilega færir. Þó hefur skafið mikið á veginn umhverfis Al- viðru og undir íngólfsf jalli, eins er færðin þung á Selvogsheiði. Mraðsháhmót á Seifossi Selfossi. Frá fréttaritam Þjóðviljans. 1 fyrradag lauk hraðskákmóti j Taflfélags Selfoss og urðu þar efstir og jafnir Sveinn Sveinsson Og Þórarinn Sigmundsson með 0 vinninga hvor af 11 mögu- legum. a Ríkastí kreppur Usins í myrkrinn | Njarðvík. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Rafmagn var tekið af urum og þvi kalt í húsunum þegar rafmagnið er tekið af. Meirihluti Njarðvíkinga hefur vitanlega staðið í skil- Njarðvikurhreppi i fyrradag um með greiðslur fyrir raf. og spennistöoin innsigluð. magn> þótt hreppurinn hafi Ástæðan til þessa er sú að ver,ð ; vanskilumi enda stóð Njarðvíkurhrepnur er í van- ekki lengi. skilum með greiðslu til Raf- Hinsvegar furðar menn á því magnsveitu ríkisins. að sf jðrn hreppsins skuli láta Samt sem áður munu þetta koma til slíkra hluta, þar þykja harkalegar aðfarir, sem oddvitinn, Karvel ög- einmitt nú þegar kaldast er mundsson, hefur lýst yfir því í veðri, en víða eru olíukynd- að Njarðvíkurhreppur sé rík- ingartæki nieð rafmagnsblás- asti hreppur á landinu. í ráðinu eiga sæti 16 þing- kjörnir fulltrúar úr hópi þing- manna frá hverri þessara þjóða: Dana, Finna, Norðmanna og Svía, og 5 alþingismenn af ís- lendinga hálfu. Finnar gerðust aðilar að ráð- inu í síðastliðnum mánuði, og er þetta fyrsta þing þess, er þeir sitja. Af íslands hálfu munu þess- ir þingmenn sækja þingið: Sig- urður Bjarnason, formaður ís- landsdeildar, Ásgeir Bjarnason, Bernharð Stefánsson, Emil Jóns- son og Lárus Jóhannesson, en hann er varamaður Gísla Jóns- sonar, sem ekki getur farið að þessu sinni. Á ráðsþinginu verða mörg mál til meðferðar. Af nýjum til'- lögum, sem þar verða fluttar, má nefna þessar: 1. Tillögu um blaðamanna- skipti milli norrænna blaða. Er þar lagt til, að ríkisstjórnirnar hafi frumkvæði um, að veitt sé í hverju landi um sig fjár- hagsaðstoð til slíkra blaðamanna- skipta í því skyni að auka gagn- kvæma þekkingu Norðurlanda- þjóðanna á högum hinna á sem flestum sviðum. Aðalflutnings- maður beirrar tillögu er Sigurð- ur Bjarnason. 2. Tillögu um aukna samvinnu þeirra stofnana á Norðurlöndum, er annast landkynningu erlendis. 3. Tillögu varðandj samvinnu um umönnun öryrkja og' um vandamál þeirra, er hafa skerta starfshæfni. 4. Tillögu um samræmingu lög- gjafar á Norðurlöndum um ölv- un við akstur. 5. Tillögu um greiðslur til norrænna rithöfunda vegna lána á bókum þeirra úr bókasöfnum á Norðurlöndum. 6. Tillögu varðandi aukna sam- vinnu um meðferð refsimála. 7. Tillögu um norræna stofn- un til vísindalegra áfengisrann- sókna. 8. Tillögu um greiðslu fyrir hjúkrunarkvennaskipti og sam- eiginlegum vinnumarkaði fyrir þær á Norðurlöndum. 9. Tillögu um aukna samvinnu Norðurlandanna um hagskýrsl- ur. Framhald á 10. síðu. Sveitarkeppni í Brídge hafin Sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur í meistaraflokki hófst sl. þriðjudagskvöld. Tólf sveitir taka þátt í lteppninni, sveitir Gunngeirs Péturssonar, Vilhjálms Sigurðssonar, Harðar Þórðarsonar, Einars B. Guð- mundssonar, Róberts Sigmunds- sonar, Brynjólfs Stefánssonar, Ingvars Helgasonar, Hilmars Guðmundssonar, Ingólfs Ise- barn, Sveins Helgasonar, Halls Símonarsonar og Vigdísar Guð- jónsdóttur. Önnur umferð verður spiluð kl. 1:30 síðdegis nk. sunnudag í Skátaheimilinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.