Þjóðviljinn - 13.01.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.01.1956, Blaðsíða 9
Föstudagur 13. janúar 1956 — ÞJÖÐVILJINN — (9 ■ ■ Mi XB ctð heiiast ÍR-ingarnir, sem sigruðu í 40. Víðavangshlaupi ÍR. Eins og kunnugt er hefur öll starfsemi íþróttafélaganna leg- ið niðri frá því í haust þar til um áramótin vegna mænuveiki- faraldursins. Nú hefur verið gef- ið leyfi til að iðka íþróttir og mun ÍR haga æfingum í stórum dráttum sem hér segir: Fimleikar: Undanfarin ár hefur verið dauft yfir fimleikum hjá félag- inu en s.l. vetur kom mikill fjör- kippur í þessa skemmtilegu í- þróttagrein. Félagið var svo heppið að fá frú Sigríði Val- geirsdóttur til að kenna konum og hefur sú kennsla borið mikinn árangur. í vetur hefur verið á- kveðið að hafa tvo flokka, fyrir byrjendur og lengra komna. Ungur og efnilegur íþrótta- kennari, Gunnlaugur Sigurðsson hefur tekið við kennslu í karla- flokkunum og bindur félagið miklar vonir við hann. Er æft þrisvar í viku í ÍR-húsinu. Frjálsar íþróttir: Mikið fjör hefur verið í frjáls- íþróttum hjá félaginu s.l. ár, m. a. utanför sem tókst með af- brigðum vel; einnig unnu frjáls- íþróttamenn félagsins titilinn „Bezta frjálsíþróttafélag Reykja- víkur 1955“, ÍR-ingar hlutu 8 JReykjavíkurmeistara og 5 ís- landsmeistara, einnig sigruðu sveitir ÍR allar sveitakeppnir Víðavangshlaupsins og Drengja- hlaupsins. Frjálsíþróttir eru æfð- ar 4 sinhum í viku innanhúss og fara æfingarnar fram í ÍR-hús- inu. Þjálfari er Guðmundur Þórarinsson. Sund: Sundæfingar fara fram í Sund höllinni og er æft þrisvar í viku. 1R á mörgum ungum og efnilegum sundmönnum á að skipa og er hinn kunni sund- kappi Jónas Halldórsson þjálf- ari. | ' ^BlffflHaaaar i Körfuknattleikur: Þessi iþróttagrein er mikið iðkuð hjá ÍR enda afburða skemmtileg. Fara æfingarnar fram að Hálogalandi og í ÍR- Tsakodse vonn skíðastökk í Bnnsbruck Um þessar mundir er ekki lialdið kyrm fyrir í skíðastökk- brautum landa þeirra sem eru að undirbúa stökkvara sína undir O.L. Eitt slíkt mót var haldið í Innsbruck og vakti það nokkra atliygli að Rússinn Tsakadse skyldi sigra svó snjalla menn eins og Harry Glass frá Aust- ur-Þýzkalandi og Max Bolkart frá Vestur-Þýzkalandi sem urðu nr. 2 og 3. Tsakadse stökk 79,50 m sem er jafnt brautarmetinu, en Toni Brutscher setti það í fyrra. I æfingastökki rétt áður stökk hann 82 m. Því má bæta hér við að Harry Gloss hefur vakið mikla athygli fyrir jöfn og örugg stökk, og á móti í Olympíubrautinni -í Cortina stökk liann 76,5 og 79 m og fékk 224 stig, en Bolkart fékk 211,5.Þriðji maður í þessu móti varð Svíinn Sven Pettersson. húsinu. ÍR-ingar eru íslands- j meistarar í körfuknattleik. Leið- beinand! er Helgi Jóhannsson, Haiidknattleikur: Margir ungir og efnilegir handknattleiksmenn eru innan vébanda ÍR, enda eru ÍR-ingar Reykjavíkurmeistarar í IV. flokki : (A) og íslandsmeistarar í IV. i flokki (B). Æfingarnar fara fram að Hálogalandi og í ÍR-húsinu. Leiðbeinendur eru beztu hand- knattleiksmenn félagsins. Skíðaiþrótt: Þessi virisæla íþróttagrein er aðaliega æfð undir berum himni. ÍR-ingar hafa undanfarið verið á hrakhólum með skíðaskála, en það mál er að leysast. ÍR-ingar eiga mörgum afburða skíða- mönnúm á að skipa. Auk þeirra íþróttagreina, sem upp hafa verið "talöar er æft badminton og siindknattleikur, en allar nánari upplýsingar um tíma o. fl. er liægt að fá í ÍR- húsinu við Túngötu sími 4387. Moens keppir ekki i Melbourné Það kom eins og þruma úr lieiðskíru lofti er Roger Moens frá Belgíu og methafi á 800 m lýsti því yfir nýlega að hann myndi ekki keppa í Melbourne. Aloens liefur verið boðið að 'teppa í USA og hefur ákveðið ið ferðast þangað og fer fyrsta 'teppnin fram 8. júni. Þó telur Moens að hann verði í fullri bjálxun og bætir við að leik- tmir séu of seint fyrir íþrótta- menn í Evrópu. Moens sem er lögregluþjónn og eina von Belgíu í Melbourne fullyrðir að það komi ekki til að hann skipti um skoðun. Cortina olympíufréttir ; Löndin á meg- inlandi Evrópu eru nii sem óð- ast að velja endanlega þá keppendur sem eiga að fara til Cor-; tina. Norð- menn hafa j hverjir keppa fyrir þá á skautum, en þeir eru: — 500 m: Hroar Elv- enes, Alv Gjestvang, Finn Holt, Sigmund Söfteland. 1500 m: Roald Aas, Hroar Elvenes, Knut Johannesen. 5000 m: Ro- ald Aas, Hjalmar Andersen, Knut Johannesen, Thorsten Seiersten. 10 000: Hjalmar Andersen, Knut Johannesen, Thorsten Seiersþen og Sverre; Haugli. Meistaramót Noregs fer j fram á laugardag og sunnudag og er það góð eldvígsla fyrir skautamennina áður en þeir leggja af stað suður til Davos, fyrst til „Litlu OL“ sem þar fara frarn í skautahlaupi 19.- 21. þ. m. sem verður lokaþátt-! ur í undirbúningi flestra „stór-! meistaranna" sem keppa á OL. ★ Svíar hafa líka valið skauta- lið sitt í hraðhlaupum, en þeir ; eru: Sigvard Eriksson, Olle Dahlberg og Gunnar Ström sem allir keppa í öllum fjór- urn hlaupum keppninnar. Bertil Eng og Bengt Malm- sten keppa aðeins í 500 m og 1500 m., Sven Andersen og Gunnar Sjölin keppa í 10 000 SJILKOFF keppendur, sem munu þeir yngstu sem tekið lxafa þátt í þessari grein á OL. Er stúlkan aðeins 12 ára, en „herrann“ 14 SERGEÉFF „HJALLIS“ m. Aðalfararstjóri vei’ður Sven Láftman. ára. Heitir hún Carolyn Kran en hann Ronney Ward. Þetta unga par er Bretlandsmeist- arar í unglingaflokki. Rússar hafa valið lið það sem keppa á í Cortina en end- anlega verður ákveðið í hvaða hlaupum þeir keppa eftir stór- mótið í Davos. Þeir sem valdir hafa verið eru: Boris Sjilkoff, Evgenij Grisjin, Jurij Sergeéff, Aleg Gontsjarenko, Dimitri Sakun- enko, Jurij Mikliailoff, Robert Merkuloff, Boris Jokimoff, Vladimir Sjilykovskij, Boris Tsjybin, Viktor Kopytin og Raf- ael Grach. Mörg þessara nafna hafa komið við sögu undanfarin ár. Þarna eru líka noklcrir ný- liðar sem náð hafa góðum á- rangri undanfarið. Bretar senda að þessu sinni í paralisthlaupið á skautum Sigge Ericssen setii tvö sænsk met á ústökuméti Það virtist sem heimsmeist- arinn frá fyrra ári Svíinn Sigge Ericssen sé ekki d neinni afturför, því á úrtökumótinu fyrir OL setti liann tvö sænsk met. Annað þeirra var í 10 000 m lilaupi og varð árangur hans 17.22.2. Eldra metið átt'i lxann líka og var það 17,25,1. Hann náði líka beztum árangri sam- anlagt sem Svíi hefur náð, en það var: 194.626 stig. Eldra metið átti Ake Seyfarth og var: 195.657 stig, og setti hann það 1948. SÉÐog lifSIRYNSU-MANKR>U.K)R'-gÚhTjRt| : Janúarheftið er komið \ 44 síður — Verð j 10 krénur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.