Þjóðviljinn - 18.01.1956, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 18. janúar 1956
J " ' ' ' “i' • 1 . ‘ : n .
r-----------------------------
gllÓOVIUINN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaílokkurinn —
L__--------------------------'
Hlekkur, sem þarf
að treysta
Væri allt með felldu ætti Sjó-
mannafélag Reykjavíkur að
vera ásamt Dagsbrún í fylk-
ingarbrjósti íslenzkrar verka-
lýðshreyfingar. Félagið er lang-
fjölmennasta sjómannafélag
landsins og starfssvið þess hið
þýðingarmesta. Það hefur öll
ytri skilyrði til að láta að sér
íkveða í kjarasókn og hags-
munabaráttu íslenzkrar verka-
lýðsstéttar á svipaðan hátt og
Dagsbrún og við hlið þessara
framsæknu og þróttmiklu sam-
taka landverkamanna. Svefn-
söm forusta og afturhaldssöm
verkalýðsmálastefna hefur hins
vegar lamað samtök sjómanna
hér í Reykjavík og forustan í
kjarabaráttunni og varðstaðan
um hagsmuni sjómannastéttar-
innar færzt í hendur fámennari
sjómannasamtaka úti á landi.
Áhugi forustu sjómannafé-
Lagsins beinist hins vegar að
öðrum viðfangsefnum. Á síðasta
Alþýðusambandsþingi reyndust
þeir þægustu þjónar þeirra út-
sendara atvinnurekenda sem
reyndu til síðustu stundar að
hindra einingu vinstri manna
og koma í veg fyrir að heildar-
eamtök alþýðunnar yrðu óháð
auðstéttinni og ríkisvaldi henn-
ar. Sundrungaröflin biðu ósig-
ur vegna framsýni og samheldni
einingarmanna úr hinum ólík-
ustu flokkum. En þjónar aftur-
haldsins £ Sjómannafélagi
Reykjavíkur eru enn við sama
heygarðshomið. Þeir hafa engu
glejTTit og ekkert lært þrátt fyr-
ir ófarimar á sambandsþinginu.
Enn standa þeir í daglegu sam-
bandi við höfuðstöðvar atvinnu-
rekenda, og hafa i yfirstand-
andi stjómarkjöri í félaginu
skorað bréflega á félagsmenn
að veita sér brautargengi, og
fært þau rök fyrir, að slík
traustsyfirlýsing sé öraggasta
leiðin til að koma í veg fyrir
vinsti’a samstarf, nýja stjórnar-
stefnu og ríkisstjórn sem ynni
a.ð hagsmunamálum verkalýðs
og launastétta og hefði nána
samvinnu við alþýðusamtökin.
Með slíkum málflutningi liafa
forustumenn sjómannafélagsins
lýst því yfir að þeir séu ráðnir
í að halda þjónustustarfinu við
afturhaldið áfram. Sjómenn
hafa hins vegar önnur áhuga-
mál. Þeir vilja efla alþýðusam-
tökin og auka mátt þeirra og
vald. Sjómönnum er ljóst að
meðan þeirra f jölmenna stéttar-
félagi er haldið í viðjum sundr-
ungar og afturhaldsþjónustu er
það veikur hlekkur í keðju sam-
taka alþýðunnar. Þess vegna
stefna þeir nú markvisst að því
í yfirstandandi stjómarkjöri að
taka forustuna í eigin hendur
til þess að sjá um að félagið
gegni stéttarlegu hlutverki sínu
með sæmd og skipi um leið
verðugan sess í þeirri fylkingu
alþýðusamtakanna sem vinnur
að því að trj'ggja áhrif vinnandi
stéttanna á þróun íslenzkra
efnahagsmála.
Þrátt fyrir ‘allt
m unni Utrillo nióð-
ur sinni mjög heitt. Hann dáði
fegurð hennar og glæsileik
og gáfur. Ekki fara sögur af
því að honum hafi verið nein-
ar aðrar konur sérlega kærar,
það er ekki til nein af þess-
um venjulegu rómantísku ást-
arsögum um liann sem tíðkast
að bródera inn í ævisögur
manna svo að þær verði selj-
anlegri almúganum. Hin róm-
antísku tilefni innblásturs eru
sótt í drykkjuskaparólán hans,
það er svo tilkomumikið að
listamenn drekki frá sér vitið
í hæfilegum fjarska.
Áður en Suzanne Valadon dó
afhenti hún son sinn fram-
takssamri konu sem hélt Ut-
rillo í varðhaldi, þar var hann
geymdur eins og lifandi lík.
Tímunum saman lá hann á
knjám í einkakapellu og bað
til ýmissa guðlegra persóna,
en málaði stöðugt fyrir mark-
aðinn á hægri bakkanum.
Og svona liðu árin.
Þangað til þessum þreytta písl-
arvotti lilotnaðist hinn varan-
legi svefp, og hafði þá enzt
dapurleg ævi í 72 ár.
Allt í einu mundu menn að
það var einu sinni maður sem
lifði með því nafni endur fyrir
löngu. Það var svo afar langt
síðan. Og nú var farið að
fiska upp gamía karla sem
líklegt þótti að hefðu ein-
hneykslaður. Sumir vora jafn-
vel svo blygðunarlausir að
níðast á hinum dána með
þeirri góðlátlegu fyrirlitiningu
sem orðaðist svo: mon pauvre
ami Maurice, veslings vinur
minn Mauriee.
Til hvers er þá að drekka frá
Thor yilhjálmsson:
Vinur minn
furstinn/
Hugleiðing um Maurice Utrillo V.
II. grein
hvem tíma mætt manninum
á götu á Montmartre upp úr
aldamótunum áður en lista-
mennimir fluttu sig til Mont-
pamasse. Eða hefðu haft
tækifæri til að hneykslast á
veitingastofu yfir illræmdri
fyllibyttu sem var ekki fyrr
komin innan um annað fólk
en hann flýtti sér að drekka
frá sér allan grun um að með
honum bærðust vitsmunir. Og
gömlu mennirnir sem nú voru
leiddir til vitnis höfðu farið
svo varlega í sakirnar að þeir
héldu ennþá nægilegri rænu
til að vera vitnispontufærir
og nú komu þeir fjálgir með
vota hvarmana og sögðu:
mon ami Maurice, vinur minn
Maurice.
Nú var þessi vinfái drykkju-
maður sem kunni ekki að
tala nema með því að mála
hús og þá helzt þegar hann
var lokaður inni svo að hann
gæti ekki truflað aðra með
drykkjulátum, nú var hann
allt í einu orðinn: vinur minn
Maurice. Og undir þeirri fyr-
irsögn voru pteljandi greinar
skrifaðar. Mikil ósköp. Allir
höfðu þekkt Utrillo allir hÖfðu
verið vinir Utrillo, enginn
sér vit og æra ef yfir moldum
mannsins standa hinir farsælu
skynleysingjar og ausa sjálf-
umglaðri fyririitningu sem
kallast meðaumkun yfir þann
náinn sem aldrei rís franiar
að storka neinum, þann sem
þeir munu aldrei framar þurfa
að flýja skandalíserandi í öl-
æði. Aldrei.
Aðrir munu verða rómantísk-
ir og sækja í ólánssögu þesea
einmana snillings dæmilygi til
að réttlæta dáðleysi sitt og
tómleika og segja yfir eitur-
bikari í háværam félagsskap
og glaðhlakkalegu samsukki:
skál fyrir Utrillo, lemjandi
saman drykkjarkeram og sú
skál mun rétttlæta hvert það
full sem flytur þá andvara-
lausa og innantóma frá einni
veizlu til annarrar. Djöful-
móðslausir letingjar í upp-
gerðarhlutverki þeirrar lista-
mennsku hverrar vettvangur
er kaffihúsið og knæpan munu
sækja í ævi Utrillo sína lognu
afsökun og meðan enginn
eldur brennir þá nema kann-
ski koníak í tóman maga eða
brennivín £ magasár segja þeir
skál fyrir Utrillo. Og þjóð-
sagan lifir óháð þeim snilld-
arverkum sem voru sköpuð
þrátt fyrir eitrið en ekki
vegna þess.
Montmartre. 1 því
• hverfi fæddist Ut-
rillo og ólst upp og málaði
sínar beztu myndir. Nafn
þessarar hæðar hafa ýmsir
misskilið og í landafræði sem
mér var ætlað að læra í skóla
minnir mig hún hafi verið
kölluð Marðarhæð sem er al-
rangt. öllu réttara er að hún
sé kennd við píslarvotta sem
þarna voru teknir af ein-
hverju sinni á dögum frum-
kristni og var hin kristilega
tóra svo þaulsætin í líkama
blessaðs sánkti Denis að hann
gekk með höfuð sitt afsniðið
i höndunum góðan spöl áður
en hann féll niður og var
örendur, svo var hann fróm-
ur sá góði mann. Og hæðin
tók nafn af því pislarvætti:
Mont des Martyres.
Impressionistamir leiddu þetta
hverfi í tízku sem hafði ver-
ið eins og lítið sérstætt þorp
og það varð aðalaðsetur þeirra
og listamannahverfi Parísar.
Það hélzt nokkuð fram á
þessa öld unz allskonar að-
skotalýður var farinn að
þrengja listamönnunum kosti
og æ sótti meira í það horf
að þarna yrði skemmtistöð
fyrir ferðamenn og allskyns
lausingjalýð sem átti lítið
skylt við listir. Það varð of
dýrt að vera þama og lista-
mennirnir hrökkluðust smám
saman burt yfir á aðra hæð
á vinstri bakka Signu Mont-
parnasse sem nú varð lista-
mannahverfið. Og píslarvott-
ur skemmtanalífsins varð hinn
ítalski starfsbróðir Utrillo:
Modigliani.
En Utrillo hélt tryggð við
Montmartre. Svo er sagt að
hann hafi æfinlega saknað
Montmartre. En hann fékk
sjaldan leyfi til að koma
þangað hin síðari ár og var
ævinlega vandlega gætt þau
fáu skipti sem svo bar
undir.
Margir miklir málarar bjuggu
á Montmartre, einkum £ tíð
impressionistanna. En enginn
hefur ort svo ódauðlega um
það hverfi sem Utrillo’ gerði
i myndum sínum þaðan. Þær
beztu rísa hátt í sögu franskr-
ar málaralistar.
Þar lifir ekki einungis hvert
hús sérstæðu lífi heldur eru
sprungur og skellur á göml-
um húsveggjum gæddar svo
raunverulegu og riku lifi að
hrópar til okkar úr þessum
myndum djúpum og fullum
af þjáningu, sál. 1
Hið gamla torg þorþsins sem
eitt sinn var þarna Pláce du
Tertre er nú orðið samkomu-
staður reisuflakkara áem eru
leiddir þangað misjafnlega á-
hugasamir og vakahdi og
skilja kannski ekki allir hvað
við er átt þegar umbjóðendur
ferðaskrifstofanna flytja þeim
hefðbundnar tölur um im-
pressionista og Utrillo, þó
flestir rumski ‘þegar bent
er á gamalt hesthús og sagt:
þarna málaði Picasso, og sjá
þá kannski gjarnan eftir svo
sem tvö glös af pernod vængj-
að hrossastóð stíga upp af
sköllóttum hvirflinum á Pi-
casso.
Gömlu húsin standa þar enn
og á veggjum veitingahús-
anna era letraðar aldagamlar
dagsetningar og þar er andi
iöngu liðinna tíma seldur á
flöskum. Og þegar þessi hús
hrynja þá munu þau standa
áfram — í málverkum Maur-
ice Utrillo V.
I skugganum frá hinni hvítu
kirkju Heilags Hjarta, Sacré
Cæur, sem horfir yfir gráa
húsabreiðu Parísar renná út
í óendanleikann, þar á marg-
ur eftir að minnast Utrillo
sem fann meiri næringu sál
sinni í svip gamalla húsa en
fólkinu í kringum sig.
Maurice Utrillo V.
Q sem aldrei fékk
málið, tignaði þá móður sem
hirti lítt um hann barn en
enga konu aðra, málaðí ódauð-
legar myndir vitfirrtur af
hrópinu um eitur til að tor-
tíma sér þegar hann var
læstur inni af þeim sem þótt-
ust vera að bjarga honum en
mútuðu honum stundmn með
víni til að mála myndir, seldu
myndirnar og urðu rik og
fræg; var afhentur konu til
eignar og varðveizlu af móð-
Framhald á 11. slðu.