Þjóðviljinn - 31.01.1956, Side 4
4) — ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur 31. janúar 1956
íslendiztgeir nota nteiri steinsteypu en
aðrir en kunna verr með hana að fara
Verkfræðingafélag íslands Jeggiir til að settar verði strangar regiwr
um steinstcypugerð og fylgzt með framkvæmd þeirra
1 Eins og' kunnugt er hafa komið í ljós alvarlegir gallar
' á steinsteypu hér á landi. Verkfræöingafélag íslands
1 ræddi þaö vandamál á fundi s.l. haust, og hefur nú sent
iönaöarmálaráöuneytinu, félagsmálaráöuneytinu og öll-
um sýslu- og bæjarfélögum á landmu niöm’stööur sínai’.
Fer hér á eftir ályktun verkfræðinganna og greinargerö
þeirra:
•$>-
Fundur í Bygrgingaverk-
fræðideild Verkfræðingafélags
íslands, þ. 25. okt. 1955, telur,
að ekki sé nógu vel vandað
til steinsteypugerðar hér á
landi og íninnir í því sambandi
á þau mistök, sem áttu sér
stað í Reykjavík síðastliðið
sumar. Telur fundurinn þetta
mál svo alvariegt, að við svo
búið megi ekki sitja og skor-
ar á stjórnarvöld ríkis og sveit-
arfélaga að láta málið nú þeg-
ar til sín taka með því:
1) að setja lög og reglur um
steinsteypugerð, er fullnægi
kröfum nútímans,
2) að koma á stöðugu eftirliti
með steinsteypugerð,
3) að auka þekkingu fagmanna
á steinsteypugerð.
GREINARGERÐ.
Steinsteypan er það bygg-
ingarefni, sem mest er notað
nú hér á landi. Árið 1954 mun
kostnaðarverð þeirrar stein-
steypu (án móta og járns),
sem framleidd var hér, hafa
verið náiægt 95 millj. króna.
Sú steinsteypa var þýðingarmik-
ill hluti af mannvirkjagerð sem
orsakaði yfir 400 millj. kr.
fjármunarnyndun. Innflutning-
ur á sementi (cif)nam þá um
20 millj. króna og var sements-
notkun vor á hvern íbúa hin
hæsta í Evrópu. Af þessu má
sjá, að það er mikilvægt fyr-
ár þjóðarbúskap íslendinga, að
steinsteypa sé gerð með hag-
sýnum hætti.
Mannvirki þau, sem nú eru
gerð hér úr steinsteypu, eru
til fjölbreyttra nota. Má þar
nefna hafnarmannvirki, brýr,
orkuver, geyma fyrir ýmis efni,
leiðslur og hús. Steinsteypan
þjónar því margvíslegum til-
gangi og leiðir af því að mikil
fjölbreytni er í því, hverjar
kröfur eru gerðar til hennar
hverju sinni sem efnis.
Nútimatækni í steinsteypu-
gerð stefnir einmitt að fram-
leiðslu á steinsteypu með fyr-
irfram ákveðnum eiginleikum,
til þess að fuilnægja tilteknum
en mismunandi þörfum. Eigin-
leikarnir kunna að vera vatns-
heldni, frostþol, brotþol, slit-
þol, lítil tilhneiging til sam-
dráttar eða sprungumyndunar
o. fl..
Alla þessa eiginleika má yfir-
leitt bæta með kunnáttu og
vetrkhyggni eingöngu, en einnig
með því að nota betri hráefni
en ella, eða dýrari hráefni, t.d.
meira af sementi og járni. Af
þessu leiðir að oft má spara
efniskostnað með kunnáttu og
verkhyggni við framleiðslu
steinsteypunnar. Þetta er sér-
lega þýðingarmikið, þegar þess
er gætt, að sement og járn
Æru innflutt efni. Hitt er jafn
víst, að ef kunnáttu skortir
eða hráefni eru léleg eða göll-
uð, verður hið steypta mann-
virki gallað, endingarlítið eða
jafnvel ónýtt.
í þessu sambandi er rétt að
geta þess, að áður héldu menn,
að steinsteypa væri mjög var-
anlegt byggingarefni. Reynsla
og rannsóknir á síðari árum
hafa sýnt að hún er ekki eins
endingargóð og haldið var og
að hún er því aðeins endingar-
góð, að til hennar sé vandað. .
Erlendis hefur steinsteypu-
tækni fleygt áfram á síðari ár-
um. Þar eru nú til víðtækar
reglur um gerð steinsteypu.
Henni er þar skipt í flokka
ef tir gæðum og verður hún
að fullnægja vissum lágmarks-
kröfum um styrkleika í hverj-
um flokki, en strangt eftirlit
er með framkvæmdinni. Þar
eru gerðar kröfur um þekkingu
og hæfpi þeirra manna, er sjá
um steinsteypugerð. Sá sem
gerir áætlun um mannvirki,
getur því valið til hvers hluta
mannvirkisins þann steypu-
flokk sem hagkvæmastur er,
miðað við þörf, gæði og kostn-
að og treyst því að verkið sé
rétt framkvæmt.
Því aðeins að vandað sé til
steinsteypunnar og treysta
megi því, að hún sé jöfn að
gæðum, er hægt að nota sér
að fullu burðarþol hennar.
Leyfilega áreynslu má þá
hækka og sparast þá efni. Ný-
ir byggingarhættir hafa komið
fram á síðustu árum, þar sem
efnið, steypan og stálið, er
notað til hins ýtrasta.
Hvernig er þessu nú háttað
hér á landi? Því verður að
svara þannig, að vér erum eft-
irbátar annarra í steinsteypu-
gerð, þrátt fyrir hina miklu
notkun steinsteypunnar. Þetta
veldur því að:
1. Mörg mannvirki eru gölluð
og hafa ekki það gildi, sem
ætlast er til. Aðeins í fæst-
um tilfellum koma gallarnir
fljótt í ljós.
2. Ýmsir byggingarhlutar eru
gerðir efnismeiri og þarmeð
dýrari en vera þyrfti, ef
treysta mætti vandvirkni í
framkvæmd.
3. Ýmsar nýungar, sem miða
að sparnaði í efnisnotkun,
með þvi að notfæra til hins
ýtrasta styrkleika efnisins,
eru nú sem stendur útilok-
aðar hér.
í þessu sambandi skal bent
á eftirfarandi atriði:
1. Hér eru ekki til aðrar regl-
ur um steinsteypugerð en ó-
fullkomin ákvæði í nokkr-
um byggingarsamþykktum
nokkurra _ sveitarfélaga.
Nauðsynlegt er að settir séu
staðlar (normur) um stein-
' steypu, í líkingu við það
sem annarsstaðar tíðkast.
2. Eftirlit með steinsteypugerð
er mjög lítið hér á landi.
Það er þó helzt þegar opin-
berar stofnanir standa fyrir
mannvirkjagerð. í Reykjavík
eru járnlagnir „teknar út“
áður en steypt er, en með
sjálfri steinsteypugerðinni er
eftirlitið lítið eða ekkert.
Þar sem bezt lætur annars-
staðar á landinu er þetta
Svipað, en víðast hvar er
þó eftirlitið minna eða ekk-
ert. Þetta er þeim mun var-
hugaverðara, þegar það er
íhugað, að steinsteypan er
eina byggingarefnið, sem er
búið til á Sjálfum byggingar-
staðnum og við misjafnar
aðstæður.
3. Samkvæmt þeim ákvæðum,
sem nú gilda, er það hlut-
verk 'múrara að standa fyr-
ir steinsteypugerð við hús-
byggingar. Múrarar líta
samt fyrsf og fremst á múr-
húðun húsa sem sLna fag-
vinnu og þeir þurfa ekki að
sýna fram á sérstaka þekk-
ingu í steinsteypugerð tS
þess að öðlast meistararétt-
indi. Steinsteypan er tiltölu-
lega nýtt byggingarefni og
fylgir henni lítið af reynslu,
sem gengur frá manni til
manns, svo sem í ýmsum
öðrum iðngreinum. Mjög lít-
ið er til ritað um stein-
steypu á íslenzku. í iðn-
skólanum er mjög lítið kennt
um gerð hennar.
4. Hér á landi er sandur, möl
og grjót miklu misjafnara
að gæðum fyrir steinsteypu
en í öðrum löndum, sem vér
þekkjum til. Þegar af þeirri
ástæðu einni er nauðsyn-
legt að viðhafa sérstaka að-
gát við fr.amleiðslu á stein-
steypu.
Áður en steinsteypan kom til
sögunnar var lítið sem ekkert
byggt úr varanlegu efni hér ,
á landi. Skortur varanlegs
byggingarefnis var eitt af
mestu vandamálum liðinna
alda. Hver kynslóð varð að
byggja allt upp að nýju. Óþarft
er að rekja hver áhrif þetta
hafði á efnahagsþróun þjóðar-
innar. Nauðsyn þess að byggja
til frambúðar getur engum dul-
izt.
Steinsteypan er endingargott
byggingarefni, en þó því að-
eins, að til hennar sé vandað.
Það er í senn menningaratriði
og hagsmunamál fyrir þjóðfé-
lag vort, að hér þróist hin
bezta tækni á þessu sviði, sem
völ er á.
Aumlegur „Áhorfandi44
í grein sem ég ritaði í Þjóð-
viljann hinn 10. janúar sið-
astliðinn gaf ég Helga Sæ-
mundssyni kost á að birta
greinina Holtsnúp í Alþýðu-
blaðinu, svo að lesendur blaðs-
-$>
Afmælisdagskrá í útvarpinu — Viðtal við Sigurð
Guðnason — Orðsending til hagyrðinganna —
— Fyrripartur
HINN 26. janúar átti Verka-
mannafélagið Dagsbrún hálfr-
ar aldar afmæli. Þessa afmæl-
is var minnzt á ýmsan hátt.
Hátíðarfundur var haldinn í
Austurbæjarbíói, og á föstu-
dagskvöldið var samfelld dag-
skrá í útvarpinu, heiguð af-
mælisbaminu. Ég hef heyrt á
mörgum, að þeim líkaði þessi
dagskrá mjög vel, og hér er
stutt bréf um það efni:
★ ★
ÚTVTRPSHLUSTANDI skrif-
ar: Ég hlustaði mér til mikill-
ar ánægju á afmælisdagskrá
Dagsbrúnar í útvarpinu á
föstudagskvöldið. Dagskráin
var að mínu viti prýðilega
tekin saman og vel flutt. Mað-
ur fékk nokkuð greinargott
yfirlit yfir sögu og starf þessa
stærsta verklýðsfélags hérlend
is og var fróðari um baráttu
þess í fimmtíu ár eftir en áð-
ur. Mig minnir að Bæjarpóst-
urinn hafi einhvern tíma bor-
ið fram þá tillögu, að verk-
lýðsfélögin sæju öðru hvoru
um dagskrár í útvarpinu, og
það finnst mér ágæt tillaga.
Verklýðsfélögunum hefur á
síðustu árum vaxið svo mjög
fiskur um hrygg, að þau eru
orðin langsterkas.ti aðilinn í
baráttunni við afturhaldsöfl-
in, og starf þeirra' og saga
þyrfti að vera sem flestum
kunnug. tJtvarpsdagskráin á
föstudagskvöldið og önnur há-
tíðahöld í sambandi við þetta
fimmtugsafmæli, sýndi Ijós-
Iega, að það er rétt, sem einn
verklýðsforingi sagði í ávarpi
til Dagsbrúnar, að íslenzki
verkamaðurinn hefur öðlazt
trúna á mátt sinn og virð-
ingu fyrir störfum sínum. Sér-
staklega kom þetta greinilega
í ljós í viðtalinu við Sigurð
Guðnason, sem var með af-
brigðum gott. Heilbrigður
hugsunarháttur og mannleg
sjónarmið óspilltrar alþýðu,
kom svo greinilega fram í
öllum svörum þessa ástsæla
vérklýðsforingja, að unun var
að heyra. Það vottaði ekki
fyrir hátíðlegri hræsni eða
tilgerð í neinu svari. Og þeg-
ar Sigurður var spurður eitt-
hvað á þá leið, hvoii; hann
teldi störf verkamannanna
vera þjóðinni til heil.la, svar-
aði hann aðeins: Líttu í kring
um þig, maður; sjáðu göt-
urnar, sjáðu húsin....... Á
svona einfaldan og sannfær-
andi hátt vakti fyrrverandi
formaður Dagsbrúnar athygli
alþjóðar' á því, að það eru
fyrst og fremst verkamenn-
irnir í Dagsbrún, sem hafa
reist okkar ágætu höfuðborg.
—■ Að lokum þakka ég svo
öllum sem að þessari ágætu
dagskrá unnu fyrir góða
skemmtun og hollan fróðleik.
— Útvarpshlustandi.
★ ★
EN NÚ langar mig til að
segja fáein orð við þá, sem
reyndust vera ágætir hagyrð-
ingar fyrir áramótin. Ég
vænti þess fastlega, að hag-
mælska ykkar hafi ekki horf-
ið „í aldanna skaut“ með ár-
inu 1955. Það var nefnilega
alltaf meiningin að þið hélduð
áfram að yrkja á árinu 1956,
og þótt það hafi ekki verið
hér í Póstinum neinn vísu-
helmingur núna langa lengi,
þá megið þið ekki skilja það
svo að hann sé búinn að fá
ofnæmi fyrir rímuðu máli. Og
hér kemur þá fyrripartur,
sem ég bið ykkur vinsam-
legast að botna, helzt sem
fyrst. Það skal tekið fram,
að frá minni hendi miðast
Framhald á 11. síðu.
ins mættu sjá svart á hvítu,
að hann hafði gert mér upp
orð, sem hvergi er þar að
finna, hamazt síðan gegn hin-
um uppdiktuðu skoðunum eins
og þær væru runnar undan
rifjúm minum. Kempan þekkt-
ist ekki boðið, en birti í þess
stað á dögunum langa rollu
í blaði sínu, þar sem forðazt
er að víkja einu orði að sjálfu
tilefni greinar minnar í Þjóð-
viljanum (í von um að les-
endur séu búnir að gleyma
því?), en reynt af veikum
mætti að berja í áþekka eldri
bresti í keri ritstjórans, sera
hafa aðeins þýðingu samheng-
isins vegna. Greinin er undir-
rituð ,,Áhorfandi“. — Þegar
menn reka upp ramakvein og
hlaupa í felur, hef ég ekki
geð til að elta. þá í skúraa-
skot: með feluleik sínum dæm-
ir greinarhöfundur sig fyrir-
fram óverðugan að vera virt-
ur svars (hvort sem það er
Helgi isjálfur, eða einliver
hefur hlaupið í skrápana fyr-
ir hann), endá má segja að
hann leiki Helga. Sæmundsson
svo grátt með kátlegum mann-
jöfnuði við Einar Benedikts*
son, Halldór Kiljan Laxness
og fleiri að ómannúðlegt væri
að höggva öðru sinni í sama
hnérörið, eins og pípulagn-
ingameistarinn orðaði það á
fagmáli.
Mishermt er í grein Áhorf-
anda, að ég sé ritstjóri Birt-
ings. Við erum fimm í rit-
stjórn Birtings með jöfnura
réttindum og skyldum. Hins
vegar hef ég verið ábyrgðar-
maður ritsins gagnvart prent-
frelsislögunum, og virðist
nauðsynlegt að benda höfund-
inum á að það er annar hand*
legaur. — EinarBragi.