Þjóðviljinn - 31.01.1956, Síða 5

Þjóðviljinn - 31.01.1956, Síða 5
Þriðjudagur 31. janúar 1956 — ÞJÓÐVTLJINN (5 Nefndarálit Karls Gudjónss. Endurskoðun í málum Blöndals og Vatneyrarbræðra enn ólokið Framhald af 12. síðu. rök fáist fyrir hinum háu álög- um, sem jafnframt eru bornar fram. Skai þetta nú skýrt nánar. Með útgjöldum framleiðslu- sjóðs er talinn styrkur til síldar- saltenda í Faxaflóa, áætlaður 10 millj. kr. Þessi útgjöld eiga ekki heima í framleiðslusjóði af þeirri ástæðu, að þegar hefur verið lagður á sérstakur tóbaks- skattur til þess að mæta þess- um útgjöldum og ríkisstjórnin hefur samið við útvegsmenn um þennan styrk. Þessar 10 milljónir ber því að draga frá áætluðum útgjöldu'm framleiðslu- sjóðs. Þá er gert ráð fyrir því að greiða úr framleiðslusjóði 26 millj. kr. til kaupa á B-skírtein- um. Hér er einnig um óþarfa útgjöld að ræða og ekki í sam- ræmi við óskir útvegsmanna. Óskir útvegsmanna voru um það, að þeim yrði útvegað fé til bráðabirgða tii þess að flýta fyrir uppgjöri ó bátagjaldeyris- Fjárlögin Framhald af 3. síðu nesi og leikfimishús kr. 300 jbús., og að veitt verði til vega- lagningar á landi ríkisins í Kópavogi kr. 60 þús. Þá flytja þeir Finnbogi og Guðmundur í. tillögur um að íramlag til Sandgerðishafnar hækki úr 200 þús. í 300 þús. og að ríkissjóður greiði drengn- um Garðari Brynjólfssyni, Minna-Knarrarnesi, Vatns- leysuströnd, hæfilegar bætur vegna slyss, er hann varð fyrir 15. júlí 1946 af völdum sprengingar við bæinn Minna- Knarrarnes á Vatnsleysu- strönd. Akranes Framhald af 12. síðu. sunnudagsmorgun og þokaði þá nokkuð í átt til samkomulags, bótt samningar tækjust ekki. Á sunnudaginn hélt stjórn Sjómannafél. Reykjavíkur fund með bátamönnum til þess að ræða kjarasamningana svo og fiskverðssamninginn og eftir að hafa skýrt frá hvernig mál- in stæðu og nokkrar umræður farið fram var samþykkt. með atkvæðum allra fundarmanna ályktun sú er hér fer á eftir:, ,,Fundur haldinn 29. jan. 1956 með bátamönnum í Sjómanna- félagi Reykjavikur, telur, að þar sem fiskverðssamningur sá er gerður hefur verið, inniheld- ur hvergi nærii þá fiskverðs- hækkun er vænzt hafði verið, sé ekki unnt að samþykkja kjarasamning bátamanna með þeim breytingum er útgerðar- menn, á síðasta samningafundi töldu sig geta gengið að, og lýst hefur verið. Felur fundurinn stjórn fé- lagsins að halda áfram samn- ingaumleitunum og þá jafn- framt, að nota þá heimild er hún hefur til þess að lýsa yfir vinnustöðvun. Fundurinn lýsir sig óánægð- an með fiskverðssamninginn, en telur að ekki sé rétt að taka afstöðu til hans að öðru leyti, fyrr en séð verður hvaða kjarabætur nást með kjara- samningunum.“ réttindum. Bentu þeir á, að gjaldeyrisbankarnir gætu auð- veldlega lánað fé í þessu skyni með veði i bátaréttindunum. Við sósíalistar leggjum til, að farið verði í þessu eftir tillögum út- vegsmanna og er þá hægt að fella niður þessi útgjöld fram- leiðslusjóðs, og um leið þarf ekki að gera ráð fyrir sérstakri skattlagningu þeirra vegna. Með þessum tveimur breyting- um má lækka útgjöld sjóðsins um 36 milljónir án þess að skerða á nokkurn hátt stuðning við útgerðina, Þá eru eftir útgjöld, sem nema 116 milljónum. Upp í þau útgjöld eru fyrir í styrktarsjóði togar- anna lö miiljónir, og fullvíst má tglja, að aukaálagið á inn- fluttar bifreiðar muni gefa á þessu ári að minnsta kosti 16 milljónir. Þegar tiilit hefur verið tekið til þessa', eru eftir 85' milljónir, sem framieiðslusjóður þarf að greiða á árinu og afla þarf sérstakra tekna á móti. Ég tel tekjuöflun þá, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, frá- leita. Ef sú leið yrði farin til tekjuöflunar, mundi allt verðlag i landinu stórhækka og' þá um leið kaupgjald, og færi þá að draga úr ávinningi útflutnings- framleiðslunnar af þessum ráð- stöfunum. Ég legg til, að fram- leiðslusjóði verði afiað tekna með aukaskatti á þá aðila, sem 2 Rússar um sama heimsmet í gær var keppt í 1500 m skautahlaupi á ÓL í Cortina og urðu úrslitin þau að tveir keppendur frá Sovétríkjunum, Grisjin og Mikhailoff, urðu fyrstír og jafnir á nýjum heims- og ólympíumettíma, 2 mín 8,6 sek, Hlutu þeir báðir gullverðlaun. Bronsverðlaun lilaut Finninn Salonen, sem hljóp á 2:09,4. Norðmaðurinn Brenden vann 15 km skioagönguna á 49 mín 39 sek. Annar var Sviinn Jerneberg á 50,14 og þriðji Kolsjin frá Sovétríkjunum á 50,17. Svissneska stúlkan Colinar vann svig kvenna á 1 min 52,3 sek. Austurrisk stúlka varð önnur og sovézk þriðja. Bandaríkjamenn unnu Þjóð- verja í íshokkey með 7 gegn 2, sovézka liðið vann Svía með 4 gegn eirai. Eden í Washmgion Eden, forsætisráðherra Bret- lands, kom í gær til Washing- ton og hóf þegar í stað við- ræður við Eisenhower forseta og Dulles utanríkisráðherra. Lloyd utanríkisráðþerra er í för með Eden. Forsætisráðherr- ann sagði fréttamönnum við icomuna til New York, að sér væri einkum umhugað um að þeir Eisenhower yrðu sammála um samræmdar aðgerðir í mál- um landanna við botn Miðjarð- arhafs. sannanlega hafa grætt á við- skiptum við útgerðina og bezta aðstöðu hafa til þess að standa undir slíkum álögum. Ég legg til, að skattlagðir verði í þessu skyni bankarnir, sem grætt hafa um 50 milljónir á ári undanfarin ár, olíufélögin, sem nú selja bátaolíu 70% hærra verði hér en hliðstæð olía er seld í nálægum löndum. Þá legg ég til, að skattlögð verði flutn- ingaskipafélög, vátryggingarfélög og verktakar þeir, sem nú græða mest á jStórframkvæmdum á vegum hersins og soga til sín íslenzkt vinnuafl frá framleiðsl- unni. Skattlagning þessara aðila er réttlát, og hún mundi ekki kalla á neina verðhækkun í land- inu. Ég legg því til, að gerðar verði á frumvarpinu breytingar til samræmis við það, sem hér er sagt, óg"fhun‘'flytja þféyt'fligáf- tillögur þess efnis á sérstöku þingskjali. Alþingi, 30. jan. 1956 Karl Guðjónsson“ DauScidómur á Kýpur Brezkur herdómstóll á Kýp- ur dæmdi í gær tvítugan Grikkja, Andreas Dimitriu, til dauða fyrir að særa brezkan kaupmann með byssuskoti. Er dómurinn kveðinn upp sam- kvæmt því ákvæði herlaga Breta á Kýpur, sem leggur dauðarefsingu við því að ó- breyttir borgarar beri skot- vopn. Brezkt herlið réðst í gær með táragasi og bareflum á hóp skólabama í bæ á vestan- verðri Kýpur. Hlutu mörg barnanna áverka. Brezka útvarpið segir að lokaboð Breta til Makariosar erkibiskups, foringja hinna í- lialdssamari Grikkja á Kýpur, sé að Bretar séu ef til vill til- leiðanlegir til að ræða við full- trúa eyjarskeggja um sjálfs- ákvörðunarrétt þeim til handa einhverntíma síðar meir. Þjóðviljinn var í gær beðinn að birta eftirfarandi yfirlýsingu frá skrifstofu sakadómara: „Vegna endurtekinna blaða- skrifa nú undanfarið um seina- gang rannsókna í málum þeim, sem kennd eru við Ragnar Blön- dal h.f. og Vatneyrarbræður, þykir hlýða að taka þetta fram: 1. Rannsókn hins svonefnda Blöndaismáls hófst 19. marz s.l og héldu yfirheyrslur áfram fram á sumar. Með bréfi, dagsettu 30. marz s.l., Hinir skattglöðu ráðherrar Menn minnast þess ekki, að hafa séð þá Eystein Jónsson og Ólaf Thors glaðari í bragði né ánægðari með sjálfa sig og verk sín en s.l. laugardag, þeg- ar Alþingi var að ræða og af- greiða skattafrumvörp þeirra. Þeir iðuðu af kátínu og ham- ingjan ljómaði í svip þeirra eins og þeir sætu dýrlegan fagnað í minningu afreks, sem lifa myndi um aldir. I Ameríku er talað um menn, sem séu „trigger happy“ og aðra sem séu „atom happy“. Hér liöfum við menn, sem eru skatt-„happy“, toll-„happy“. En þetta getur allt saman verið dýrkeypt hamingja og áður en lýkur munu hinir skattglöðu ráðherrar finna það, að almenningur þessa lands er ekki jafn glaður yfir sköttunum og þeir. Súng Sjingllng í Pakistan Súng Sjingling, ekkja Sún Jat- sen, stofnanda kínverska lýð- Jatsen, stofnanda kínverka lýð- veldisins, er komin í opinbera heimsókn til Pakistan. Hún er einn af varaforsætisráðherrum Kína. var hrl. Ragnari Ólafssyni, löggiltum endurskoðanda, íal- ‘ in bókhaldsendurskoðun í sambandi við rannsóknina og er því verki eigi enn lokið. 2. Rannsókn í máli Vatneyrai'- bræðra hófst 29. nóvember 1954 og héldu yfirheyrslur á- fram fram í febrúar s.l. Með bréfi, dagsettu 23. febrúar s.l. var löggiltum endurskoðend- um, þeim Eyjólfi í. Eyjólfs- syni og Sigurði Stefánssyni, falin bókhaldsendurskoðun í sambandi við rannsóknina og er því verki ekki >enn lokið. Um bæði þesSi mál skal það tekið fram að bókhaldsendur- skoðun í þeim er mjög mikið verk og því eigi að undra þótt hún standi lengi yfir. Meðan henni er eigi lokið liggja yfir- heyrslur — eðli málanna sam- kvæmt — að mestu niðri.“ Men ntaskél a lei k- urinn í kvöld Menntaskólaleikurinn 1956 verður frumsýndm- í Iðnó í kvöld. Er það Uppskafningminn eftir Moliére; leikstjóri er Bene- dikt Árnason. Meðal leikenda eru Bernharð- ur Guðmundsson, Hólmfríður K. Gunnar.sdóttir, Auður Inga Óskarsdóttir, Ragnar Arnalds, Atli H. Sveinsson, Brynja Bene- diktsdóttir og Ragnheiður Torfa- dóttir. Atli Sveinsson hefur einn- ig æft söng og hljóðfæraleik, en Bryndís Schram æft dansana. Leiksviðsstjóri er Sibyl Urbancic. í leiknefnd eru þessir nem- endur: Magnús Sigurðsson, Styrmir Gunnarsson, Jakob Möiler, Ól- afur B. Thors og Sibyl Urbancic. Nemendur hafa gefið út mynd- arlega leikskrá, og birta þar nokkrar stuttar greinar. Ræða Brynjólfs Framhald af 1. síðn. villst, að hún þolir engum það að hann setji pólitíska brask- hagsmuni sína ofar heildarhags- munum alþýðunnar og þeirri einingu hennar, sem er nauð- synleg til þess að sigra aftur- haldsöflin. Barátta Sósíalistaflokksins I áratug, hefur nú borið ávöxt í þeirri sterku samstarfs- og sam- fylkingaröldu, sem nú er að rísa. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir því,' hvaða af- stöðu sem menn annars hafa til Sósialistaflokksins, að fram- tíð þessarar hreyfingar, sem heill íslands er undir komin, fer fyrst og fremst eftir s'tvrk- leika hans. Alþýðan hefur reist þessa öldu með þvi að fylkja sér um þá stefnu, sem Sósíalistaflokkurinn hefur alla stund barizt fyrir. Nú vantar aðeins herzlumuninn til þess að dugi til að bjarga þjóðinni úr niðurlægingu 10 ára óstjórn- ar. Hvenær sem kosningar verða, verður fólkið því að fylkja sér um Sósíalistaflokk- inn og aðra þá, sem verða í bandalagi við hann um stefnu Alþýðusambands íslands. Það mun verða sá herzlumunur sem dugar.“ Oddviti útlagastjórnar snýr heim Maöurinn meö blómvöndinn á myndinni heitir Hugon Hanke, og hann var til skamms tíma forsætisráöherra útlagastjórnar tandflótta Pólverja, sem situr í London. Myndin var tekin þegar Hanke kom til Varsjár fyrir skömmu eftir 16 ára dvöl erlendis. Hann kvaöst hafa snú- iö lieim vegna þess aö hann heföi sannfœrzt um aö ú tlaga- stjórnin œtti sér engan tilverurétt. „Þaö er köllun sér- hvers Pólvei-ja aö lifa og starfa í fööurlandi sínu'(, sagöi Hanke. Meö honum á myndinni eru kona hans, dóitir og tveir synir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.