Þjóðviljinn - 10.02.1956, Síða 3

Þjóðviljinn - 10.02.1956, Síða 3
Föstudagur 10. februar 1956 — ÞJÓÐVTLJINN — (3 Veðrið í janúar 1956 t meðalári er janúar-hitinn í Vestmannáeyjum um frost- mark, en lægri annarsstaftar, 2ja tít 3ja stiga fróst í inn- sveitum, en heldur minna við morðurströndina. Orkoman á láglendi er að jafnaði mikil við suðausturströndina, liátt á 2. hundrað nun, mest rigning, en nm 50 mm eða minni á Norð- urlandi, snjór að mestum hluta. Þótt meðaltölin gefi stund- um nokkuð glögga mynd, eru þau oft ófullnægjandi ein sam- an og má sjá það vel á þeim janúar, sem nú er nýliðinn. Þá skiptust á hörkufrost og hlý- indi, sem jöfnuðust á við með- alhita júlímánaðar sumsstaðar á landinu, því að hann er í sumum útsveitum 8-10 stig. Frostin voru þó svo miklu lang- vinnari, að þau höfðu úrslita- áhrif á meðalhitann. 'Einna kaldast mun hafa verið. í inn- sveitum, ekki síður á Suður- Jandi en Norðurlandi, um 5-6 Stiga frost að meðaltali. Þykk- viðrin, vindurinn og snjókoman á Norðurlandi hafa, þótt kvim- leið væru, dregið þar mjög úr frostum, svo að þau urðu þar tiltölulega vægari en hjá sunn- anmönnum. Við ströndina var frostið liálægt 3 stigum til jafnaðar, eða 2 stigum kaldara en í meðalári. Hefur því mán- uðurinn þrátt fyrir allt orðið óvenju kaldur, einkum á Suð- urlandi. Eru 20 ár síðan janá ar hefur verið svo kaldur í Reykjayík. Hins %regar jafnast þessi janúar ekki við nafna sinn 1918, þegar frostið í Reykjavik komst í 24;5 stig kl. 6 að morgni, þ. 21., móti 17 stigum nú. Meðalhitinn í Reykjavík var nú -3.2 stig, en -3.8 á Akureyri. Hvar var kaldasti staður á landinu, mun einhver spyrja? Sennilegt er, að það hafi verið hæstu hnjúk- ar landsins, Öræfajökull eða Bárðarbunga. Samkvæmt há- loftaathugunum 1 Keflavík var frostið í 2000 m hæð um 14 stig til jafnaðar og er það lægra en nokkurt mánaðarmeð- altal síðustu ára. Má gera ráð fyrir, að á Öræfajökli hafi með alfrostið verið minnst 14-15 stig. Vegna samgönguerfið leika hefur lítið borizt enn af veðurbókum frá Norðurlandi en þar var þetta harðindamán- uður. 'Orkomah á Akureyri varð 100 mm, langmest snjór, og er það um 130% umfram meðallag. Er sennilegt, að svip- aða sögu sé að segja frá öðrum héruðum norðan lands. Á Vest- fjörðum var einnig mikil úr- koma norðan til, 123 mm á Suðureyri, meðallag er 99. Á Fljótsdalshéraði var úrkoman í meira lagi, þó ekki eins og á Akureyri. Eh um allt Suð- urland og til Vestfjarða var úrkoman fremur lítil, viðast tveir þriðjungar af meðallagi, t.d. á Fagurhólsmýri og í Reykjavík. Mánuðurinn var feikna snjóþungur á Norður- landi. Hitt er annað mál, að undramiklar leysingaT komu um mánaðamótin, og síðustu dagana hefur mönnum orðið tíðræddara um þau ósköp, sem leysingunum fylgdu, en um snjóana. Janúají” hófst með rosaveðrum og miklum hlákum, sem þíddu mest af jólasnjón- um. Um þ. 5. gekk hann svo i norðrið og hófust þá hriðarnar á Norðurlandi og frosthörkur um landið allt. Linnti þeim ekki fyrr en um 25. janúar, þá dró til suðlægrar áttar og | snjóa tók að leysa. Gæftir voni góðar sunnan- lands meðan kuldamir st.óðu, þótt þær væru ekki notaðar, en síðan róðrar hófust, hafa ver- ið umhleypingar og stirðar gæftir. Alger jarðbönn máttu heita norðan lands,- og víðast á Suðurlandi var þetta einnig gjaffelldur mánuður venju fremur. En íslenzk vetrarveður eru svipul, og eins og allir vita hefur nú sunnanvindurinn snið- ið fannafeldinn af landinu, svo að enn er von um, að vetur- inn verði ekki mjög harður, þegar á heildina er litið, þótt ég ætli engu um það að spá. (Úr útvarpserinöi Páls Berg-þórs- sonar, veðurfr., fiutt 7. jan. sl.) Fallinit brautryðjandi Ólafur Kárason Ólafur. Kárason lézt að heim- ili sonar síns Snekkjuvogi 23, hinn 2. þ. m., áttræður að aldri. Ólafur var ættaður af Kjalar- nesi, en fluttist til Reykjavíkur laust fyrir síðustu aldamót. Stundaði hann verkamannavinnu hjá ýmsum atvinnurekendum, m. a. lengi hjá Geir gamla Zoega, Asgeiri Sigurðssjmi, Johnson & Kaaber og að síðustu mörg ár hjá Olíuverzlun íslands. Hann hætti að vinna, þrotinn að heilsu, fyrir 12—13 árum og naut góðrar umönnunar sonar sins og tengdadóttur. Ólafur Kárason var einn af stofnendum Dagsbrúnar og á- hugasamur félagsmaður og fylgdist vel með félagsmálum meðan hann hélt heilsu sinni óskertri. Hann var heiðursfé- lagi Dagsbrúnar og þakkar Dags- brún honum starf hans við stofn- un félagsins og félagsstörfin. — Útför hans fer fram í dag frá Fössvogskirkju og hefst kl 1.30. 115 þús. króna framlög til slysavarna á sl. ári Frá aðalfundi Kvennadeildar Slysavarna- félagsins í Reykjavrk Aðalfundur Kvennadeildar Slysavamafélags íslands í Reykjavík var haldinn s.l. mánudag. Fréttabréf úr Ólafsfirði Ólafsfirði i janúar Fréttaritari Þjóðviljans í Ól- afsfirði hefur sent eftirfarandi bréf, skrifað í janúar. Sumarið var með ágætum til heyþurrkunar og heyskapar yf- irleitt, spretta einnig góð. Tveir bæir komu upp súgþurrkun á sumrinu, Auðnir og Brimnes. Vænleiki dilka var í meðallagi, vart meiri, þrátt fyrir ágæta. tíð. Vegir og ferðamenn Nokkuð var unnið að vega- bótum á sumrinu, sérstaklega hjá Vermundarstöðum. Múla- vegur sá er ntddur var fyrir, var gerður sæmilega bílfær en engu bætt við. Ferðamenn fóru tii muna meira um Ólafsfjörð en áður hefur verið. Afli og byggingar Síldarsöltun var nokkni meiri en undanfarin sumur, saltaðar 6000 tunnur á tveim söltunar- stöðvum. — Öll síld frá sumr- m inmng.arópfo STEIKPðBsl f gaveg 30 — Siml 82209 Fjölbreytt úrval af steinhringum — Póstsendum — Fóru jxir fram venjuleg aðal- fundarstörf. Stjóm deildarinnar var endurkosin, en hana skipa Guðrún Jónasson formaður, Guðrún Magnúsdóttir gjaldkeri, Eygló Gísladóttir ritari, Gróa Pétursdóttir varaformaður, Ást- riður Einarsdóttir, Ingibjörg Pét- ursdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir. Sigríður Pétursdóttir baðst undan endurkosnmgu, en hún hefur verið í stjóm deildarinnar frá stofnun, þar af gjaldkeri i 20 ár. Var Sigriður kjörin heið- ursfélagi deildarinnar á aðal- fundinum og henni þakkað ötult starf. Kvennadeiklm lagði fram niik- ið fé til slysavarna á árinu. Með- al framlaga má geta 40 þús. króna til kaupa á varahreyfli og skrúfu í sj úkr afl u gvél i na og 35 þús. kr. til kaupa á brim- róðrabáti ásamt öllum útbúnaði og sjófatnaði hanða björgunar- mönnum. Bátur þessi er stað- settur að Ásbúðum á Skaga. Enm- freniur vora 30 þús. krómir veittar til björgunarskútu Norð- urlands og 10 þús. kr. til björg- unarsveitar SVFÍ í Reykjavik. Samtals nema þessi framlög deildarinnar á árinu til slysa- varna 115 þús. krónum. Deildin varð .25 ára 28. apríl s.l. og minntist afmælisins á ýmsan hátt m. á. með afmælis- hófi, dagskrárþætti í útvarpinu o. fl. í tilefni af afmælinu gaf deildin út rit er nefnist Saga S.V.F.Í. í Reykjavik. Hefur það selst vel, en enn em eintök til sölu í skrifstofu Slysavamafé- lagsins Grófinni 1. Auk aðalfundarstarfa voru kosnar fjáröflunamefndir og 10 fulltrúar á landsþing SVFÍ í vor. Nýi bátur Framhald af 12. síðu. Smiðjan h.f. Keflavík, en Snæ- ljós h.f. sá um raflýsingar. í viðtali við blaðamenn í gær kvað Bjami Einarsson skipa- smiður kapphlaupið um véla- stærðina í fiskibátunum komið Út í öfgar. Með sömu vélastærð og nú endast bátamir ekki nema 10—12 ár. Áður fyrr var mið- að við fjögurra ha. vélaraíla á tonn, en nú almennt 6 og aUt upp í 10 hö. á tonn. Síðustu 3 árin heíur vélafl bátanna ver- ið aukið um þriðjung. Megin- vinna skipasmíðastöðva nú er að þétta og halda ólekum bát- um sem hristir eru í sundur með of stórum vélum. Stafar mikil slysahætta af þessari þró- un. Kvað Bjami þurfa iað koma á því skipulagi á fiskimiðunum að allir bátar njóti þar svipaðs réttar án tillits til vélarstærðar. Kyrrstaða Vramhald af 1. síðu. frá því að sá helzti þeirra, Hans G. Andersen, fékk m.a. þessa niðurstöðu úr ýtarlegri hugleiðingu um landhelgismál- ið: „Ekki er fyrirsjáanlegt, að árangur mundi fást á vettvangi Sameinuðu þjóðanna“. Er því líklegra, að ríkisstjórnin sé að nota rétt Islendinga til fiski- miðanna sem verzlunarvarning í kaupmangi við Breta, þar sem keppikefli íslenzku stjóm- arvaldanna er að koma íslenzk- um togarafiski aftur á fiinn fallvalta uppboðsmarkað Breta, þótt það kosti öfugþróun í ís- lenzkri gjaldeyrisframleiðslu, atvinnuleysi hjá verkafólki og kyrrstöðu í landhelgismálinu En yfir þetta eiga hinar ein- feldnislegu röksemdir á þskj. 271 að breiða eins konar rósa- blæju löghlýðni og þolinmæði. ★ ★ Friðunarsvæðið ber að stækka Um landhelgi eru engin al' þjóðalög gildandi, og reglur þær, sem hin einstöku strand ríki tíðka í þessum efnum, eru mjög mismunandi. Þeim fer nú óðum fækkandi, sem ganga skemmra en íslendingar í land- helgismálum eða reglum um rétt til fiskveiða undan strönd- um landa sinna, en margar þjóðir ganga nú miklu lengra. Engin þjóð á þó afkomu sína fastar tengda fiskimiðunum en við. Þingsályktunartillagan á þskj. 40 um stækkun friðunarsvæð- is fyrir Vestfjörðum virðist í engu ganga lengra en svo, að hún samrýmist okkar þjóð- arrétti, og sama máli gegnir um framkomnar breytingartil- lögur við hana á þskj. 107, þar sem lagðar eru til hlið- stæðar stækkanir friðunarsvæða fyrir Austur- og Suðaustur- Iandi. Legg ég því til, að bæði aðaltillagan og breytingartil- lögumar (þskj. 40 og 107) verði samþykktar. k Nefndaráliti Kals fylgir á- litsgerð Þorvalds Þórarinsson- ar þjóðréttarfræðings um mál ið. inu er farin, en skreið mestöll óseld. Allgóður afli var á smábáta, og atvinna betri en áður £ landi. Fimm íbúðarhús hafa verið í smíðum, og er ekki lokið emt. Byrjað var á byggingu félags- heimilis á sl. hausti og grunni þess að mestu lokið. Á það að vera mikið hús. — Á einum bæ, Kálfsárkoti, var komið upp vatnsaflsstöð til ljósa og hafa fleiri hug á slíku. Margt fólk fer héðan, eina og venjulega, í atvinnuleit til Suðurlands. Sífelldar stórhríðar Veturinn hefur verið vondur, það sem af er, sérstaklega síð- an í desemberbyrjun. Má heita að síðan hafi verið sífelldar stórhríðar, með vestanrokum á milli. Illt hefur verið um alla aðflutninga um sveitina, bæði mjólk og annað. Þó mokað hafi verið með ýtu hefur allt verið orðið enn verra en áður eftir skamman tima. Póstferðir fló&bátsins hafa truflazt mjög og faliið niður vegna ótíðar. Lítið hefur verið hægt a8 róa að undanfömu, en afli ver- ið sæmilegur þá gefið hefur. Verkalýðsfélagið Hinn 22. des. var jarðsettur hér Gunnlaugur Magnússon, fyrrverandi formaður Verka- lýðsfélagsins. Hann var aðeins 35 ára að aldri. Á aðalfundi Verkalýðsfélags- ins voru kosnir í stjóm: Gunn- ar Björnsson, formaður; Ste- fán Ólafsson ritari og Halldór Kristinsson gjaldkeri. Fylgiztmeð , verðlagiiiw ! Hæsta og' lægsta smásöluverð ýmiissa vörutegunda S nokltrum smásöluverzlunum S Reykja.vík reyndist vera 1. þm sem hér segir (miðað er við kg laif toverri vöru- ifcegund, nerna annað só tekið írarn): Xægsfc Hæst MeðaJ Rúgmjöl .... 2.25 2.50 2.40 Hveiti ......... 260 2.95 2.83 Haframjöl .. 3.10 4.00 3.7C Hrísgrjón .... 4.80 6.25 5.72 Sagógrjón .... 5.00 5.85 5 32 Hrísmjöl .... 2.95 6.20 5.00 Kartöflumjöl . 4.65 4.85 4.7í* Baunir ........ 4.50 6.70 6.05 Te % lbs. pk. . 3.40 5.00 4.64 Kako % lbs.ds. 8.30 11.30 9.71 Suðusúkkulaði 58.00 64 00 63.54 Molasykur .. 4.35 4 60 4,36 Strásykur . .. 2.80 3.50 3,45 Púðursykur .. 3 30 4.50 3.61 Kandís ........ 5.75 5,75 5.75 Rúsínnr ...... 12.00 14.60 13.44 Sveskjur 70/80 15.40 19 00 16.39 Sítrónur .... 14 25 17.70 14.73 Þvottaefni útl. 4.85 4.85 4 85 Þvottaef ni innl. 2.85 3.30 3.19 Á eftirtöldum vörum er sama verð í öllum verzlunum: Kaffi brennt og malað, kg. 37.40 Kaffibætir .......... kg. 18.00 Mismunur sá er fram kemur á hæsta og lægsta smásöluverði getur m.a. skapazt vegna teg- undamismunar og mismunandi ínnkaupa. — Skrifstofan mun ekki gefa upplýsingar um nöfn ein- eta.kra verzlana í sambandi við framangreindar lathuganir. y^NÍÐURSUÐU X VÖRUR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.