Þjóðviljinn - 10.02.1956, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 10.02.1956, Qupperneq 7
4 « « Föstudagur 10. febrúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Þetta líkan kjarnorkuvers er á sýningunni og er aö nokkru leyti í gangi! Teningur í lófn Kjamorkuöld — það er nafn- ið á tímanum sem við lifum; við erum stödd í upphafi nýs söguskeiðs. Fundur kjarnork- unnar og beislun hennar er eitt stórfenglegasta vísindaafrek allrar sögu; hagnýting hennar veldur byltingu í ýmsum efn- um: í framleiðslu, samgöngum og læknisfræði. í>að er.u þátta- skil í ævi mannkynsins. Farandsýning sú, sem upp- lýsingaþjónusta Bandaríkjanna hefur sett saman um kjarn- orkuna í þjónustu mannkynsins er nú komin hingað til Reykja- vikur og hefur verið sett hér upp í samvinnu og samráði við Rannsóknarráð ríkisins. Lista- mannaskálinn er að vísu hvorki hár til lofts né sérlega viður til veggja; þó hefur sýningunni verið komið þar fyrir, og verð- ur ekki annað séð en öll skipan hennar sé einkar haganleg. Hér hafa þeir um vélt sem til verksins kunna; fyrirfram ligg- ur þó ekki í augum uppi hvem- ig sýning um þetta efni má verða vel Ijós og við alþýðu haefi ; áij 'þess að slakað sé' á fræöilegri nákvæmni eða með öllu gengið framhjá þeim dul- arfullu furðum efnisins sem visindamenn .hafa komizt að við kjaraorkurannsóknir, þeim eðlisundrum málms og steins er undir búa.' Þeir sem.hafa gaman af skrýtnum hlutum munu skoða þessa sýningu sér til yndis. Maður er ekki, fyrr komin inn úr anddyrin.u en við blasir mynd af keðjuklofnun: það eru ótal smáijós sem kvikna og slokkna í óðaönn; þeim er skip- að niður:.á('vissan hátt á spjald- ið, og kaþpti^g ekki að lýsá þvi., Þyív-ftæst er sýnd kjarna- klofnun, • eipnig með ljósum og eldi — og .er skýring á þeim ferlum flutt af miklum móði af hljómplötu. Nokkru innar er dálítiH kjamorkuofn; þar þyrpast drengirnir saman, og þegar undirritaður var staddur þar um; daginn var einn þeirra að skýra leyndardóm ofnsins fyrir félögum sínum. Hann sagði mér að hann kæmi dag- lega á sýninguna; kannski get- ur kjamorkusýningin glætt á- huga á þessum fræðum ekki síður en skákeinvígið á -fcafl- inu. Síðan setti hann ofninn í gang, og sagði: Nú kemur bráð- t um hringing. Og það varð. Inni á stafni er sýnt hvemig tré er geislað. Þetta er eins og jóla- tré, sagði við mig gömul kona er okkur bar samtimis að þess- um rauðu ljósum. Sýningin hefst á þessum orð- um — á spjaldi fremst við dyr: „Hin geysilega orka atómkjam- ans — ef henni er beitt til frið- samlegra nota í stað hemaðar — getur orðið gjörvöllu mann- kyni til ómetanlegs gagns“. Litlu innar er spurningunni Hvað er kjarnorka? svarað á eftirfarandi hátt: „Allt á jörð- inni er sett saman úr örsmáum, ósýnilegum ögnum, sem kallað- ar em atóm. Fyrir meira en tvö" þúsund árum gaf gríski heim- spékingurinn Demokritus þeim það nafn. Þó að meira en þús- und milljón atóm komist fyrir á tituprjónshaus, líkist hvert þeirra örsmáu sólkerfi með kjama úr prótónum og nev- trónum í miðjunni og öðrum minni ögnum, sem kallaðar eru elektrónur, á sveimí' í baúg- um kringum þennan kjarna. Með því að kljúfa yissá kjarna hafa vísindamenn fundið áð hægt er að koma af stað keðju- klofnun, sem leysir geysilega mikið af nýtilegum hita og orku. Þetta er kjamorka“. Ég er kominn i þá deild sýningarinnar sein Hefur orðið Kjamaeldsneyti að yfirskrift. Þar segir: „Búizt er við, að í- búafjöldi heimsins meira en tvöfaldist á næstu hundrað ár- um. Orkunotkunin vex jafn- framt að meðaítali um þrjá hundraðshluta hvert ár." Það gengur óðum á kola- og ölíu- magn jarðar; þar kæmi einn dag að vötnin yrðú fullvirkjuð, ef ekki fyndist ný orkulind — og hvar væri hið sífjölgandi mannkyn þá á vegi statt? Én það er þegar fundin ný órku- lind: atómkjarninn; þess vegna má svo fara að síðustu kolin verði aldrei unnin úr jörðu — og segir svo á sýriingunni: „Ný kjarnaeldsneyti munu koma mannkyninu til hjálpar, því að áætlað er, að orkan í birgð- um af úranium og þóríum, sem hægt er að vinna, sé 23’:'Sinriuih meiri en öll örkári í saman- lögðum kola-, oiíu- ög gas- birgðum heinísiris." 1 " Nú víkur sögunni að ísótóp- um, sem svo eru nefndir á sýn- irigunni, en kallast samsætur í Nýyrðasafni. Eðlisfræðileg skil- greining þeirra er víst þessi: „Atóm sama frumefnis, sem hafa mismunandi þyngd, eru kölluð ísótópar". Radíum ■ og radon eru geislavirkir isótópar í náttúrunni, og sömuleiðis er hægt að búa til geislavirka ísó- tópa í kjarnorkuofnum. Skýrt er frá notkun þeirra bæði í iðnaði og landbúnaði; segir svo á einum stað: „Geislavirkir ísótópar veita nýja von til að sigrast á ógn hungursneyðar- innar. Notkun þeirra hefur stuðlað að því að endurbæta ræktunaraðferðir, vinna gegn jurtasjúkdómurti og jafnvel skapa ný jurtáafbrigði.“ Talið er að um tveir þriðju hlutar mannkýnsiris á ökkar dögum sé vannærður; í sumum löndum er hungur tíðast dánarmein. Og þá er komið að kjam- orkuvísindum í læknisfræði. Þar héldur svört móðir á bami sínu og fylgir þessi texti. „Einn Þetta eru álitlegar framtið- arhorfur, og við skulum til frekari staðfestingar líta á vegg hinumegin í skálanum. Þar er mynd af mannshendi, er heldur á teningi milli fingra. Við myndina stendur þessi texti: „Þessi úranium-235 teningur hefur að geyma orku sem jafnast á við. . .“ Áframhald setningarinnar er undir tveim- ur mýndum neðar á spjaldinu. Önnur er af kolabing, hin af af stæ^tu draumum mann- kynsins er að útrýma sjúkdóm- um. Notkun kjarnorku í lækn- isfræði færir okkur nær því takmarki. Geislavirkir ísótópar hafa þegar leitt til skýrari skilnings á mannsiíkamanum og betri aðferða við greiningu og lækningu margskonar sjúk- dóma. Þannig hjálpa þeir okkur til að lifa lengra og heilbrigðara lífi“. Skamrrit frá liggur stúlka undir gegnum- lýsingartækjunri Þar segir enn- fremur: „Þegar geislavirkir Hér er sýnt hvaöa tegundum geislavirkra ísótópa er heitt gegn ýmsum sjúkdömum mannslíkamans. (Ljósm. Sig. Guðmundsson.). tunnuhlaða; „. . . 1200 tonn af kolum eða 8000 tunnur af olíu“. Sem sé: Þessi teningur hefur að geyma orku sem jafn- ast á við orku 1200 tonna af kolum eða 8000 tunna af olíu. Það er ótrúlegt. En það er satt. Og til hvers endist þá orka þessa tenings milli fingra mannsins, nánar tiltekið? Til hægri er mynd af risastórri verksmiðju, þar fyrir neðan af feiknastóru farþegaskipi, neðst af ibúðarhúsi í myrkri. Og ten- ingurinn býr yfir orku til að „starfrækja þessa verksmiðju í 17 klukkustundir“, til að „knýja þetta skip 1200 mil- ur“, til að „lýsa þetta hús x 1050 ár“. Ekkert ævintýr stenzt staðreyndinni snúning. sporvakar eru settir í líkamann í óskaðlegum skömmtum, auð- velda þeir sjúkdómagreiningu, því hægt er að fylgjast með innvortis breytingum nærri þvi eins vel og líkaminn væri gagn- sætt tilraunaglas". Meira en þúsund læknisfræðistofnanir um allan heim nota nú geisla- virka isótópa við tilraunir til að leysa hinar mörgu ráðgátur mannslíkamans. Á myndinni sem birtist hér á síðunni er þvi lýst að strontium-ísótópar séu notaðir við útvortis mein- semdum —- það er línan Sem bendir á aúgað. Fosfór-ísótópar draga úr offramleiðslu rauðra og hvítra blóðkorna — og stefnir línan á hrygginn. Gull- isótópar eru nofaðir til að geisla vissa vefi sem krabba- mein er í, og „geislavirkt gull dregur oft úr þjáningum þeirra sem hafa innvortis; krabba- mein“. Þannig megurn við kannski fara að blessa gull- ið að nýju. Af þessu verður framtíðin sæl, en á einu veggspjaldi segir enn sérstaklega af notkurx geislavirkra efna í framtíðinni. Við, sem daglega höfum af- skipti af prentsvertu, erum gladdir með því að geislavirk efni kunni í framtíðinni að korna í hennar stað að ein- hverju leyti; mun þá sparast mikil sápa og dýrmætur tími, sem nú fer til þvotta. Teikning- ar, sem gerðar eru með geisla- virku bleki, segir þar, má fjöl- rita með því að leggja þær á pappír sem næmur er fyrir geislum bleksins — það er galdurinn. Þessi greinarstúfur getur ekki verið nein tæmandi lýs- ing á kjarnorkusýningtmni; hér hefur aðeins verið drepið á fáein atriði, sem gefa vís- bendingar um þá dýrlegu möguleika sem friðsamleg hag- nýting kjamorlcunnar skapar öllu mannkyni. Táknmynd þeirra möguleika er höndin sem heldur á teningnum: hann geymir í ódeilum sínum na:ga orku til að lýsa heila ibúð meira en þúsund ár. En einmitt frammi fyrir slíkri mynd verð- ur önnur sýn áleitin. Það er ekki sama hver á teningnum heldur — hvort það er sigg- gróin hönd verkamannsins cða blóðug krumla stríðsæsinga- fíflsins. Á þessari sýningu er engin mynd af kjamorkuvopn- um, engin mynd af brenndum bökum japanskra fiskimanna; vandamenn hennar hafa ekki talið slíka beitingu kjarnorku í þágu mannkynsins. Utanrikis- ráðherra þeirra er hinsvegar á öndverðum meiði við þá um þetta efni. Nýlega hefur hann sagt frá því að stjóm sín liafi þrisvar sinnum verið reiðubú- in að hefja kjarnorkustyrjöld — í þágu friðar og frelsis: mannkynsins. Og það er ekki lengra siðan en í gær að mál- gagn íslenzka utanríkisráðherr- ans birti frétt er þannig hófst: „Bandaríkin og önnur ríki geta jafnvel nú þegar gjöreytt hvert öðru með kjamorkuknún- um eldflaugum, ef ekki finnast áhrifarik vamarvopn gegn þeim, sagði Eisenhower for- seti blaðamönnum í dag“. En hverja ályktun dregur þá hinn hjartveiki forseti af þessari staðreynd? Fréttin héldur þannig áfram. „Hann tók fram, að framleiðsla og fullkomnun fjarstýrðra eldflauga væri nú látin ganga fyrir öllum öðrum framkvæmdum í þágu land- varna Bandaríkjanna“. Nei, það er ekki sama hver á teningnum heldur — livort það er sá sem stendur í skugga umkomuleysisins og dreymir um ljós í húsi i þúsund ár eða hinn sem stendur í birtu vakls- ins og er reiðubúinn að slökkva heimsljósið. Einstein sagði eitt sinn: „Það er ekki hægt að vinna samtímis að friði og stríði.“ Sú dýrð er við skynjum í friðsamlegri hag- nýtingu kjamorkunnar leggur okkur þá skýldu á herðar að sækja tening lífs og dauða i greipar þeirra sem standa gegn okkur, hinu óbrotna alþýðu- fólki jarðarinnar. B. B, • ’ "'ilíl':

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.