Þjóðviljinn - 10.02.1956, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fös-tudagur 10. febrúar 1956
Kosningar og stjórnarmyndun
Framhald af 6. síðu.
skemmdum ávöxtum o. s. frv.
(Lá stundum við meiðslum
og varð að bjóða út júdóist-
um og uppgjafaboxurum til
þess að verjast andskota þess-
um).
Ég hef fyrir framan mig
áróðurssnepil Poujadista frá
Loiret, sveitakjördæmi. Þetta
er furðulegt plagg, engin
skýr stefna, slagorð úr ýms-
um áttum: ,,Frakkland á
okkur (þ. e. bændum) að
þakka brauð sitt og vín og
það erum við, sem með eig-
in höndum höfum unnið þetta
land, er í útlöndum var áður
nefnt fegursta konungsríki
undir sólinni.“ Og af hverju
fer flest í handaskolum? „Af
því að ríkið er undir oki
stjórnmálamanna, alþjóða-
hringa, föðurlandslausra hópa,
sem lifa af vinnu annarra.
Af því að við höfum stund-
um gleymt, að örlög okkar
eru tengd örlögum skatt-
hrjáðra kaupmanna og verka-
manna með ónóg laun .... “
Síðan á að taka sér vopn í
hönd og bæla niður allar
frelsishreyfingar * nýlendn-
anna, jafnvel vinna á ný þær
sem glataðar eru. „Þeir sem
svikja málstað sinn, vita
hvaða hegning bíður þeirra?
Þeir verða hengdir.11 Allsherj-
ar bjargráð Poujadista er
stéttaþing í líkingu við stétta-
þingin fornu. Það er hofnð-
markmið hreyfingarinriar að
fá þessu framgengt. Ef ekki
á þingi þá ....??
Laun þingmanna hreyfing-
arinnar renna í flokkssjóð, en
þeim er séð fyrir öllum þörf-
um. Ákvarðanir eru allar
teknar af stórráðinu, sem Pi-
erre Poujade veitir að sjálf-
sögðu forstöðu (hann og
meðlimir ráðsins eru ekki í
kjöri). Frambjóðendur verða
að vinna ráðinu hollustueið,
hvar í stendur m. a. „Svíki
ég eið þennan, fellst ég á að
þola þær refsingar, líkamleg-
ar og andlegar, sem ætlaðar
eru svikurum,“ Þyngsta refs-
ing? Henging.
Eftir kosningarnar 2. jan-
úar er þingmannatala flokk-
anna þessi (þingmenn ný-
lendnanna ekki taldir með,
hvorki nú né á töflunni á
undan):
a) Kommúnistar: 145 þing-
sæti.
b) Sósíalistar: 88 þingsæti.
c) Sósíal-radikalar (þing-
menn hlynntir Faure taldir
með): 71 þingsæti.
d) M. R. P.: 70 þingsæti.
e) Hægriflokkar: 94 þing-
sæti.
f) Sósíal-republikanar: 16
þingsæti.
g) Poujadistar: 51 þing-
sæti.
Kjósendur áttu um þrjá
kosti að velja til þess að
lýsa yfir óánægju sinni með
stefnu fráfarandi stjórnar;
þeir gátu kosið milli: komm-
únista, lýðveldisfylkingarinn-
ar og Poujadista. Og það eru
einmitt þessir flokkar, sem
vinna á í kosningunum.
Stjórnarflokkarnir tapa allir
meira og minna. Kommúnist-
ar vinna stóran sigur, bæta
við sig yfir 50 þingsætum,
nálega hálfri milljón atkvæða,
enda þótt fyrir kosningar hafi
flestir spáð þeim fylgistapi.
Hafa þeir nú unnið á ný þau
sæti, sem þeir töpuðu við síð-
ustu kosningar vegna banda-
lags sósíalista og M. R. P.
Radikalar og sósíalistar vinna
einnig á víða og er það í
fyrsta skipti síðan 1945 að
sósíalistar auka fylgi sitt.
Sigur Lýðveldisfylkingarinn-
ar er þó hvergi verulegur
nema í París og nágrenni.
Allvíða vinna kommúnistar
og sósíalistar á samhliða:
greinilegur straumur til
vinstri.
Verst hafa orðið úti sósial-
republikanar (gaullistar, fá
aðeins 4,3% atkv. (20,4%
áður.) M. R. P. er á undan-
haldi, og er það gott (1946:
28,1% atkv., nú: 11,3% u.
þ. b.) Poujadistar vinna mik-
inn sigur, öllum á óvart.
Hafði ekki verið ætlað nema
8—-10 þingsæti. Hafa þeir
tekið til sín mest allt fylgi
sósíalrepublikana og eitt-
hvað einnig frá ýmsum flokk-
um til hægri og vinstri
En hvemig á að mynda
stjórn í „þessu landi, sem
þarfnast þess svo hræðilega
að því sé stjórnað?“ Hægri
stjórn, jafnvel þótt hún
nyti stuðnings Poujadista, er
óhugsandi. Og hver afstaða
Poujadista verður. á þingi
skal engu spáð. Yfirlýsingar
Poujade eftir kosningar eru
ærið mótsagnakenndar og
lausar í reipum. Hann neitar
því statt og stöðugt að hreyf-
ing hans eigi nokkuð skylt við
fasisma, og á sama tíma lýsa
þingmenn hans yfir á fund-
um: „Minnist félagshyggjunn-
ar í herbúðunum. Það er hún
sem við ætlum að koma á í
okkar hópi“. (Len Pen, yngsti
þingmaður hreyfingarinnar).
„Ef eitthvað fer aflaga í Par-
ís, höldum við þangað með
500.000 sveitamenn og tökum
til.“ (Dupont.) Sömuleiðis
tekur Poujade þvert fyrir að
áróður hans beri nokkurn
keim af kynþáttahatri eða
þjóðarrembingi. En svo hljóð-
ar lýsing merks blaðamanns
af stórum fundi Poujadista,
er þeir fagna unnum sigri:
„Og Poujade sjálfum tekst
ekki fyrr en í lok langrar
ræðu að ná þeim tón er hæf-
ir. Lausnarorðin: Jakob, Is-
ac; föðurlandsleysingjar. Meg-
inþráður: — Þetta fólk er
ekki fætt í okkar sveit, og
hvar voru feður þess 1914 ..
.. Umhverfis mig eru andlit
áheyrenda herpt saman eins
og við sára gleði. Sumir hafa
jafnvel ekki þrótt til þess
að klappa, en augun ljóma.“
Fyrir kosningar var erindi
væntanlegra þingmanna Pouj-
adista einungis að fá því
framgengt, að kallað yrði
saman stéttaþing, og kannski
láta til sín taka um skatta-
mál. Enn er stéttaþingið á
dagskrá, en Poujade hefur
lýst yfir því, að þingmenn
hans muni taka þátt í störf-
um þingsins, og einna helzt
styðja stefnu Faure — í öðru
en skattamálum. Nú hefur
Poujadistum verið skipað til
sætis yzt til hægri, og verður
ekki annað séð en þar séu
þeir á réttum stað, eins og
nú er málum komið.
Sigur Lýðveldisfylkingar-
innar varð miklu minni en
leiðtogar hennar höfðu vænzt.
Þeir eru óralangt frá því að
hafa meirihluta á þingi, sem
þeir hefðu kannski getað náð,
hefði kosningalöggjöfinni ver-
ið breytt. Þrátt fyrir það
hafa sósíalistar öll ráð í
hendi sér eins og oft áður.
Án þeirra verður engin stjórn
mynduð. Og illt er að eiga
allt sitt undir sprelli þeirra.
Þegar eftir lcosningar bárust
Lýðveldisfylkingunni tvö til-
boð um samstarf: Annað frá
kommúnistum um myndun Al-
þýðufylkingar, hitt frá M. R.
P. og hægri flokknum um Un-
ion nationale, víðtæka sam-
steypu, sem næði frá sósíal-
istum til óháðra, þ. e. óhæf
máttlaus samsteypustjórn er
engu fengi til leiðar kom-
ið fremur en áður. Báðum
þessum tilboðum höfnuðu þeir
Mollet og Mendés-France.
Bandalag við hægri flokkana
hefði auðvitað orðið Lýðveld-
isfylkingunni að bana: sama
sagan og áður hefði endur-
tekið sig. Samstarfi við
kommúnista hafna þeir vegna
hugleysis, tepruskapar. Vilji
kjósenda er bersýnilega sterk
vinstristjórn, samvinna vinstri
flokkanna án undantekninga.
Og enda þótt ekki hafi tekizt
að koma á fót Alþýðufylk-
ingu, verður hún þó rík í
hugum manna næsta kjör-
tímabil.
4>-
Eftir að Lýðveldisfylkingin
hafði hafnað báðum þessum
tilboðum, var aðeins ein leið
eftir: minnihlutastjóm. Þar
sem vitað var, að kommún-
istar myndu ekki reyna
stjórnarmyndun, félli það í
hlut einhvers forystumanns
Lýðveldisfylkingarinnar, lík-
lega Mollet eins og raunin
varð. í samræmi við þetta á-
kváðu flokksþing flokkanna,
að leggja fyrir þingið stefnu-
skrá, sem samin væri upp úr
kosningaávörpum sósíalista
og radikala, síðan þiggja
stuðning þeirra, sem vinna
vildu með þeim að lausn
vandamála án þess að taka
þátt í stjórn. Fyrsta mál á
dagskrá yrði Alsírdeilan. Hún
er höfuðvandamál frönsku
þjóðarinnar í dag, kostarmik- ,
ið fé og umfram allt, mikið
blóð. Hvað þeir Mollet og
Mendés-France hyggjast í
rauninni fyrir í því máli, er
ekki auðvelt að sjá. Svo mikið
er þó víst, að Mendés-France
mun ekki veita þjóðum Alsír
sama frjálsræði og Túnisbú-
um.
Á yfirborðinu virðist vera
fullt samkomulag milli for-
ystumanna Lýðveldisfylking-
arinnar: „Allar tilraunir, —
og þær verða margar —, til
þess að sundra Lýðveldisfylk-
ingunni, til þess að etja sam-
an flokkum eða einstaklingum
eru fyrirfram dauðadæmdar.
Annaðhvort munum við berj-
ast saman í stjórnarandstöðu
eða styðja stjórnarstefnu,
sem er í samræmi við vilja
okkar, en þó allra helzt taka
á okkur ábyrgð þess að fara
með völd.“ (Guy Mollet,
L’Express, 6. janúar.)
Síðan þetta er skrifað, hef-
ur margt breytzt. Enda þótt
þeir geti komið sér saman
um lausn brýnustu vanda-
mála, hljóta að koma fram
f jölmörg ágreiningsatriði í ná-
inni framtíð. Stefnuskrár sósí-
alista og radikala, svo ekki
sé minnzt á sósíal-republik-
ana, eru ólíkar um margt,
einkum um samvinnu Evrópu-
þjóðanna og innanlandsmál.
Auk þess er ekki laust við,
að afbrýði gæti hjá Mendés-
France, sem nú síðustu daga
hefur horfið í skugga Mollet.
Spurningin er, hvort Mollet
og ráðherrar hans muni fá
traust þingsins, og hvaðan
munu koma þau atkvæði, er
þá vantar? Frá kommúnistum
eða M. R. P. og miðflokkun-
um? Afstaða kommúnista er
skýr. Eins og fram kom við
kosningu þingforseta, munu
þeir styðja stjóm Lýðveldis-
fylkingarinnar, að minnsta
kosti fyrst í stað, og með
því sýna fram á, að í þing-
inu er til vinstri meirihluti.
Um þetta vitna ummæli þing-
manns þeirra og aldursforseta
þingsins, M. Cachin, í blaða-
viðtali í Berlín: „Við munum
styðja sérhverja lýðveldis-
sinnaða stjóm og þannig
knýja hana til vinstri."
Afstaða M. R. P. er loðin.
Fyrst er til tals kom að
mynda minnihlutastjóm lýstu
forustumenn flokksins yfir
því, að ekki kæmi til mála
að styðja slíka stjóm. Eina
stjómin, er þeir styddu væri
Union nationale. Síðan hafa
þeir þó breytt um skoðun,
og segjast fúsir til að veita
stjóm Mollet traust, að því
tilskildu að Mendés-France
verði ekki utanríkisráðherra
og hafnað verði atkvæðum
kommúnista. Hversu langt
mun Guy Mollet ganga til
þess að ná fylgi M. R. P-
(forystumenn þess flokks
hafa á samvizkunni brott-
rekstur soldánsins frá Mar-
olckó og blóðbaðið í Dien-
Bien-Phu o. fl., en eru á
svipaðri línu og sósíalistar £
Evrópumálum), bandaflokks
sósíalista í kosningunum
1951, en er þeir lýstu sem
höfuðandstæðingisínum, hand-
bendi íhaldsflokkanna, fyrir
síðustu kosningar? Allt bend-
ir til þess, að Mendés-France
verði fórnað, hann verði ráð-
herra án stjómardeildar,
hljóti ekki embætti utanríkis-
ráðherra, eins og hann og
flokkur hans fóra fram á.
Það embætti mun líklega.
skipa Christian Pineau, sá
forystumanna sósíalista, sem
einna lengst er til hægri. Og
mikið má hugarþel sósíalista
vera breytt, ef þeir nú standa
við gefin heit og framkvæma
einarðlega vinstri stefnuskrá.
Annars geta þeir í hvoragan
fótinn stigið: þeir óttast reiði.
bandamanna Frakka, ef þeir
nálgast kommúnista um of,
og þeir vita af gamalli
reynslu, að þeirra bíður nýtt
fylgishrun, gerist þeir háðir
M. R. P. og hægri miðflokk-
umrni, því að stjóm, jafnvel
vinstrisinnuð, sem ætti allt
sitt undir þeim, yrði af sjálftt
sér getulaus og framkvæmda-
lítil. En hvernig sem allt
fer, skulum við vona, að hinn-
ar ágætu frönsku þjóðar bíði
björt framtíð.
E. H. E.
Yfírbyggður sendiferðabill
%—1 tonns óskast til kaups. Tilboð, sem greini
tegund, árgang og verð óskast send á skrifstofu
bæjarverkfræðings, Ingólfsstræti 5, fyrir 15. þ.m.
Framreiðslumenn
Munið aðalfund FRAMREIÐSLUDEILDAR
S.M.F. í dag kl. 3 síðdegis að Röðli.
Stjómin
Vöiubílstjóraiélagið Þróitur
Framhaldsaðalfundur
Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður haldimi í
húsi félagsins sunnudaginn 12. þ.m. kl. 1.30 síð-
degis.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Skorað er á félagsmenn að íjölmenna, þar
sem áríðandi mál eru á dagskrá.
Stjórnin
■ MllUMIMIIt