Þjóðviljinn - 04.03.1956, Page 4

Þjóðviljinn - 04.03.1956, Page 4
tian 4)' — Wt^VlLJtNN — áunnudagur 4. marz 1956 k N.M. Sænska skáldið Artur Lund- kvnst varð fimmtugUr í gær. Blöð og tímarit í Svíþjóð hafa að undanförnu látið sér títt um nafn hans, birt eftir hann kvæði, sögur, ritgerðir; og staða hans í menningarlííi landsins hefur verið rædd. En eins og mörgum er kunnugt hefur Lundkvist mjög látið til sín taka á opinberum vett- vangi um aHlangt skeið; tek- ið oft til máls um vandamál og' deiluefni líðandi stundar, ver- ið einn helzti málsvari heims- friðarhreyfingarinnar í landi sínu. Hann hefur einnig ferð- azt um þveran og endilangan heiminn, svo að segja, og skrif- að um þær ferðir bækur sem hafa móðgað ýmsa — ferða- bók frá Indlandi, aðra frá Sov- étríkjunum, og um þetta leyti mun Kínabók hans vera að koma út bæði í Svíþjóð og hér á landi. Hefur Lundkvist sætt hörðum árásum fyrir Indlands- og Sovétbækur sínar hjá and- legum niðjum þeirra sem ekki þoldu Strindberg á sínum tíma; Artv,r Lundkvist Artur Lundkvist íimmtugur en sannleikurinn er einfaldlega sá að Lundkvist hefur með ár- unum gerzt æ róttækari í stjórnmálaskoðunum og orðið æ færra um broddborgaralega hræsni og oddborgaralegar hugsanavenjur, Framlag Lund- kvists til umræðuefna dagsins hefur stundum orðið til þess .að mönnum hefur sézt yfir þann bókmenntalegan skerf hans, sem honurn sjálfum er kærastur; Ijóðin. En Lundkvist cr mikill brautryðjandi í sænskri ljóðagerð — hann kveður af miklu frelsi um verk- smiðjureyk, asfalt, eimreiðir, .svita, losta, og hafa marig fet- að þá slóð síðan, en fáir áður. Þá hefur hann einnig þýtt Ijóð úr ensku, frönsku og umfram allt úr spænsku: Vistelse pá jorden (Jarðvist) heitir safn Ijóða sem hann hefur þýtt eftir Garcia Lorca og Pablo Neruda. Rit hans um ame- rískar bókmenntir á þessari öld er eitt hið snjallasta sem vim það efni hefur verið skrif- að á Norðurlöndum. Artur Lundkvist er ágætur vinur íslands, og dvaldist hann hér á landi um skeið sumarið 1954. Ýmsir minna^t þess að hann skrifaði afmælis- grein um Halidór Kiijan í Tímarit Aláls og menningar þegar árið 1942 — er Kíljan varð fertugur. Hafði hann þá lesið þær sögur Kiljains er hann komst yfir, og mun hafa orðið einna fyrstur til að vekja athygli á snílli hans í Svíþjóð. Artur Lundkvist er gott skáld og lifandi maður; þeir eru margir sem hvortveggja meta, og þakka þeir á þessum dögum hinum sænska höfundi og manni framlag hans til listar og baróttu á Norður- löndum. óslurtnn Ánægjuleg kvöldstund í Iðnó — Gott leikrit og vel leikið — Um Mann og konu — Sýnishorn ÁNÆGÐUR skrifar: Ég ætla að biðja þig, Bæjarpóstur góð- ur, að flytja Leikfélagi Reykjavíkur mínar beztu þakkir fýrir sýninguna á Galdra-Lofti. Ég leyfði mér þann munað núna eitt kvöld- ið að fara í leikliús, og þar eð ég hef ekki séð Galdra- Loft á sviði áður, varð Iðnó fyrír valinu, þótt mér hefði nú reyndar þött gaman að fara í Þjóðleikhúsið og sjá Mánn og kbhu aftur. Og það er skemmst af því að segja, að mér líkaði ljómandi vel; bæði er leikritið mikið og gott skáldverk, og, að minu viti, prýðilega leikið. Mér fannst skapgerðarleilcur Gísla Halldórssonar í aðalhlutverk- inu afbragðsgóður, en hlut- verkið hlýtur að vera mjög erfitt og engum nema góðum leikara treystandi til að leysa það ,v.el af hendi. Erna Sig- urleifsdóttir, sem leikur ann- að aðallilutverkið, fer einnig prýðisvel með það. Ég hef oft séð Ernu á svíðí áður, og jafnan geðjast vel að leik hennar, endá er hún sjálf- sagt ein af beztu leikkonum okkar núna. Ámi Tryggvason <s>- *■ e Tónleikor Rögnvolds Sigurjónssonar þroskabraut á eiida. ITann er vaxandi listamaður. Píanóleikaranum var for- kunnarvel tekíð. B. F. fór einnig mjög vel með hlut- verlí sitt, og yfirleitt var sýn- ingin með miklum ágætum. Annars átti þetta ekki að vera nein leiklistargagnrýni, heldur vildi ég aðeins ftera Leikfélagi Reykjavíkur beztu þakkir fyrir góða skemmtun. ★ ★ PÓSTURINN hefur þvi mið- ur ekki getað komið því við enn þá að sjá Galdrá-Loft, en vonandi gefst tækifæri til þess bráðlega. Allir, sem séð hafa leikinn og ég hef átt tal við, láta mjög vel af frammistöðu leikaranna, enda er það általáð mál, að leilt- sýningar í gömlu Iðnó tak- ist oft alveg ótrúlega vel, og miðað við allar aðstæður er það aðdáunarvert hváð leik- arar okkar hafa oft og einatt afrekað þar. Aftur á móti virðist fólk ekki vera eins á- nægt með sýningamar á Manni og konu í Þjóðleikhús- inu. (Pósturinn hefur ekki séð það leikrit heldur). Ég lief talað við ýmsa, sem séð hafa þetta leikrit á sviði bæði núna og áður, og þeir eru yfirleitt ekki allskostar á- nægðir með hlutverkaskipun- ina núna. Eitt aðaihlutverkið, hinn slóttuga klerk, séra Sig- valda, leikur nú Haraldur Bjömsson, sem tvhnælalaust er afbragðsgóður leikari. En þetta sama lilutverk hefur Framhald á 11. síðu. Rögnvaldur Sigurjónsson hef- ur dvalizt erlendis um skeið og haldið þar tónleika við góðan orðstír og er nú nýkominn heim. Hann lét nú til sín heyra að nýju hér heima síðastliðið þriðjudagskvöld, en það voru þriðju tónleikar Tónlistarfé- lagsins á þessu ári. Fyrsta verkið, „Krómatísk fantasía og fúga“ eftir Bach, var flutt af mikilli leikni, en þó fannst undirrituðum ein- hvernveginn sem herzlumun- inn vantaði í því verki. Sónata í h-moll eftir Liszt var flutt af mikilli tækni og kunnátíu. En bezt tókst listamanninum þeg-. ar fram kom í síðari hluta efn- isskrárinnar. Sónata eftir Niels Viggo Bentzon( eitt af yngri tónskáldum Dana, var snilld- arvel leikin, tónalinur allar skýrt og skilmerkilega mótaðar og túlkunin þaulhugsuð. Fjög- ur lög úr ,,Fantasiestúcke“ eft- ir Schumann voru einnig flutt af nákvæmni og næmum tón- listarsmekk. Sama máli gegnir um „Tokkötu op. 7“ eftir sama tónskáld. Rögnvaldur Sigurjónsson er einn af vorum allra snjöllustu píanóleikurum. Hann er þeg- ar kominn langt á þroskábraut sinni, en það sem þó er mest um vert, er hitt, að hann hef- ur auðsjáanlega ekki gengið þá >S>- Fóiksbifreiðir 4ra og íimm manna Stationsbifreiðir 5 manna Sendiferðabifreiðir til afgreiðslu frá verksmiöju nú þegar. Láttð okbur ftimast um ism- séknsma mj vaíía yðui allar nauðsyn- legar leiðbeiuingar. Tékkneska bifreiðaumboðið á Islandi hi. Hafnarstrœti 8 — Reykjavík — Sími 7181 TILICTMMIMG Nr. 7/1956. innflutningsskrifstofan hefur ákveöiö eftirfar- andi hámarksverö á benzíni og olíum, og gildir veröiö hvar sem er á landinu. 1. Benzín, hver lítri...... kr. 2,08 2. Ljósaolía, hver smálest .kr. 1360,00 3. Hráolía, hver lítri .... kr. 0,87 Sé hráolía og benzín afhent í tunnum má verð- iö vera 2Í4 eyri hærra hver olíulítri og 3 aurum hærri hver bénzínlítri. Heimilt er einnig aö reikna 1 Vi eyri á hráolíu- lítra fyrir heimakstur, þegar olían er seld til húsa- kyndingar eöa annarrar notkunar í landi. Söluskattur og framleiöslusjóðsgjald á benzíni og Ijósaolíu er innifaliö í veröinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og meö 4. marz 1956. Reykjavík, 3. márz 1956. VERÐGÆZLUSTJÓRINN EitsÉjóPÍ óskasÉ Stjórn íþróttablaösins h.f. óskar eftir aö ráöa ritstjóra aö' íþróttablaðinu. Umsóknir óskast send- ar í pósthólf 546, Reykjavík. Stjórmn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.