Þjóðviljinn - 20.03.1956, Page 1
VILIINN
Þriðjudagur 20. marz 1956 — 21. árgaugur — 67. tölublað
SIMI
Sósíalistafélags Reykja^
víkur er 7511 — Sósiíal—""
istaflokksins 7512 —«•.
Æskulyósfylkingarinnar
7513.
Fulltrúará3 verkalýðsfélagarma i Reykjavík:
VERKALÝÐURINN GERI KOSNINGARNAR í SUMAR
AÐ ÁRANGURSRÍKUM ÁFANGA í KJARABARÁTTUNNI
Heitir á alia alþýðu að fylkja sér um kosningasamtök vinstri manna
Á íjölmennum íundi í Fulltrúaráði verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík sem haldinn var í gærkvöld var
einróma samþykkt að mótmæla harðlega hinum nýju
skattaálögum ríkisstiórnarflokkanna. Jafnframt
samþykkti fulltrúaráðið með miklum atkvæðamun
eindreginn stuðning við ákvörðun Alþýðusambands-
stjórnar um að beita sér fyrir stofnun kosningaflokks
vinstri manna og skoraði á alla alþýðu að veita
honum öflugt brautargengi í alþingiskosningunum
í sumar.
Ályktun fundarins um málið
var borin fram af stjóm full-
trúaráðsins. Var hún að loknum
miklum umræðum samþykkt
með 62:43 atkvæðum.
Björn Bjarnason fonnaður
st íórnar fulltrúaráðsins hafði
framsögu um málið. Að ræðu
hans lokinni urðu langar umræð-
ur og beitti afturhaldið sér mjög
gegn ályktuninni. Höfðu þeir Jón
Sigurðsson og Guðjón Hansson
á hendi alla forustu fyrir af-
stöðu og málflutningi hægri afl-
anna. Flutti Jón frávísunartil-
lögu sem felld var með sama at-
kvæðamun og fram kom við at-
kvæðagreiðslu um ályktun
stjómarinnar.
Ályktun fulltrúaráðsins um
málið er svohljóðandi:
„Fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík mótmælir mjög
eíndregið þeim stórfelldu árásum
rikisvaldsins á lífskjör hins viim-
andi fólks, sem felast í hinum nýju
skatta- og tollaálögum Alþing-
is.!
Fulltrúaráðið telur, að slíkar
síendurteknar ráðstafanir stjórn-
arvaldanna til þess aff ræna hiff
vinnandi fólk árangrinum af
harðsóttri hagsmunabaráttu þess,
sanni mjög áþreifanlega nauffsyn
þess, aff verkalýffssamtökin færi
hagsmunabaráttu sina í hærra
veidi og tryggl varanlegau áWuag-
ur hennar meff þvi aff efla stórum
áhrif sín á stjómarfariff í land-
inu.
Fulltrúaráðiff fagnar þessvegna
mjög þeirri ákvörðun Alþýffu-
sambands íslands — sem tekin
var á fundi fullskipaðrar stjóm-
ar Alþýðusambandsins hinn 13.
marz s. 1. — „aff koma á kosn-
ingasamtökum áUra þeirra
vinstri manna, sem saman vilja
standa á grundvelli stefnuyfir-
lýsingar Alþýðusambandsins“.
Fulltrúaráffiff skorar á verka-
lýffsfélögin að veita þessari vlð-
leitni Alþýffusambandsins fylista
liff og gera kosningabaráttuna í
sumar aff árangursríkum áfanga
í kjarabaráttu verkalýffssamtak-
ajrna.
Jaínframt skorar Fulltrúaráff-
Mynd þessi er af brezka togaranum sem strandaði fyrir
skömmu aaistur á söndum. Hann er tálinn lítt skemmdur
þarna í sandinum, en þó er mikið vafamál að honum
verði náð út.
ið á aUa þá einstaklinga — hvar^
í flokki, sem þeir standa —
sem óska heils hugar eftir
breyttri stjómarstefnu í land-
inu, til samræmis við hagsmuni
hins viimandi fólks til sjávar og
sveita, að fylkja sér um þessi
kosningasamtök fólksins og færa
þeim glæsilegan sigur yfir aftur-
haldi og afætum þjóðfélagsins".
Mikill inflú-
enzufaraldur /
bœnum
Inflúensufaraldur hefur ver-
ið í bænum um nokkum tíma.
Samkvæmt upplýsingum borg-
arlæknis fjölgaði inflúenzutil-
fefilum vikuna 4,—10. þ. m. upp
í 618 en voru ekki nema 259
vikuna þar áður. Inflúenzan
mun þó heldur hafa farið vax-
andi síðustu viku.
Af öðrum farsóttum voru
kveftilfelli 107, kverkabólgu
fengu 48, kveflungnabólgu 12,
en aðrar farsóttir vart teljandi.
Stórverkiall haiið
í Danmörku
Tugir þúsunda haia lagt niður vinnu,
verkbann boðað
Stórverkfall er skollið á í Danmörku og er búizt vió að
það verði hart og langvinnt.
Á Jaugardagskvöldið lögðu
verkamenn í 40 skipasmíða-
stöðvum og málmverksmiðjum
víða. um Danmörku niður vinnu
og sömuleiðis bilstjórar hjá
olíufélögunum og bygginga-
verkamenn í Kaupmannahöfn,
30.000 menn alls. 1 dag munu
bakarar, starfsmenn mjólkur-
búa sem vinna mjólk til útflutn-
ings og verkamenn í smjörlíkis
verksmiðjum leggja niður
vinnu. Síðar bætast sjómenn og
prentarar við.
Samningar milli fulltrúa
verkamanna og atvinnurekenda
hafa staðið í hálfan þriðja
mánuð. Hafa atvinnurekendur
þverneitað kröfum verkamanna
um hækkað kaup og styttan
vinnutíma.
Atvinnurekendur hafa svarað
verkfallinu með verkbanni, sem
á að hefjast í næstu vlku. Var
í fyrstu talið að það myndi ná
til 200.000 manna en í gær
þótti sýnt að þeir yrðu ekki
nema 60.000 til 70.000.
1 Kaupmannahöfn telja menn
að vinnudeilan muni standa
framyfir páska. og geti orðið
hin harðasta sem háð hefur ver-
ið seinni árin í Danmörku,
fírústjofí er sagður hafa
Sorið Stafín þungum sökum
Fregnunum hvorki játaS né neitaS i Moskva
Opinberír aöilar í Moskva hafa hvorki játað né neitaö
fregnum um það að Krústjoff, framkvæmdastjóri komm-
únistaflokksins, hafi í ræðu á nýafstöðnu flokksþingi
boríð þungar sakir á Stalín.
á geðsmunum síðari stjómarár
sín .Hann hafi verið fullur
Fréttaskeyti þessi, sem kom-
in eru frá fréttaritara Reuters
í Bonn, fréttamanni við New
York llmes og brezkum og
bandarískum fréttamönnum í
Moskva, bera öll starfsmenn
sendiráða vestrænna iíkja þar í
borg fyrir því að 24. febrúar
hafi verið haldinn fundur á
flokksþinginu sem fulltrúar
einir hafi fengið aðgang að, er-
lendir gestir hafi ekki verið
boðaðir á hann.
Fu’lyrt er að þar hafi Krús-
tjoff haldið ræðu, sem ekki
hafi verið birt enn, og fjallað
hafi um þróun mála í Sovét-
ríkjunum frá láti Leníns 1924
til dauða Stalíns.
Fréttamaður New York Tim-
es, Harrison Salisbury, segir að
Krústjoff hafi sagt að Stal-
ín hafi ekki verið heill
grunsemda gagnvart samstarfs-
mönnum sínum. Salisbury held-
ur því einnig fram að Krústjoff
hafi sagt að sakargiftir gegn
Tukatévskí marskálki og fleiri
háttsettum mönnum i Rauða
Framhald é 10. siðu.
■ ■■■■•■■•«■■■■■■■■■■•■■■■■■ ■•■■■■■■■■»■■■■«■•»•■•■
Frumvarpið um aívinnuleys-
istryggingar afgreitt úr
neðri deild
Frumvarpið um at\innuleysistryggingar var í gær af-
greitt úr neðrideild með samhljóða atkvæðum.
IOngar breytingar voru gerðar á frumvarpinu í fyrri
déildinni, og konui engar breytingartillögur fram.
Við umræðuna í gær, 3. umr., talaði einn þingmaður,
Gísli Guðmundsson. Taldi liann að réttara væri að hafa
einn atvinnuleysistryggingasjóð fyrir iandið allt, og
kvaðst vænta þess að Alþýðusamband Islands beitti sér
fyrir þeirri breytingu á lögunum innan skamms,
Á frumvarpið nú eftir að ganga gegnum efrideild.