Þjóðviljinn - 20.03.1956, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.03.1956, Síða 7
Þriðjudagur 20. marz 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 memar nm að bygíija nýtt íþróttahus íþróttafélögin eru samtök seskufólks, sem finnur þörf á að veita lífsfjöri sínu útrás á heil- brigðan og eðlilegan hátt og stæla jafnframt líkamann til vemdar líkamlegri og andlegri heilsu. Fátt vekur ungu fólki meiri gleði og heilbrigðari metnað en hófsamleg iðkun í- þrótta og sameiginlegt starf í íþróttafélögunum þroskar fé- lagskennd þess betur en flest annað. Þjóðfélaginu er því mik- ils virði, að íþróttafélögin hafi aðstöðu til að gegna hlutverki sínu meðal æskufólks, og ber beinlínis skylda til að sjá um að svo fari jafnan. í Hafnarfirði er aðstaða til í- þróttaiðkana svo léleg, að ná- lega einsdæmi mun vera á ís- landi. Eina íþróttahúsið, sem til er í bænum, var byggt 1921 er íbúar bæjarins voru aðeins rúmur þriðjungur þess sem nú er. Aúgljó'st ér, að íþrótta- hús, sem miðað var við þarfir Hafnfirðinga fyrir 35 árum, er allsendis ófullnægjandi fyrir í- þróttamenn nú, enda verða þeir hafnfirzku íþróttamenn, sem ekki hafa látið þessar aðstæður kæfa áhuga sinn, að æfa í Reykjavík að nokkru leyti. Og þeir Hafnfirðingar, sem hafa náð því að verða afreksmenn í íþróttum og gætu þannig glætt áhuga hinna yngri, eiga ekki annars kosts en að æfa með í- þróttafélögunum í Reykjavík, ef hæfileikar þeirra eiga að njóta sín. Leikfirni er lögboðin náms- grein við skólana og hverjum nemanda gert skylt að iðka leikfimi 2—3 stundir á viku. Hér í Hafnarfirði hefur ekkert rýmkað um húsnæði fyrir leik- fimikennslu skólanna í 35 ár, utan það að kaþólski skólinn hefur smásal fyrir sig. Nú eru báðir þessir leikfimisalir full- setnir frá morgni til kvölds og veitist skólunum næstum óger- legt að fullnægja íþróttaskyld- unni, enda koma níu nemend- úr á hvem fermetra í leikfimi- sal í stað þriggja sem hæfilegt er talið. Vegna þess ástands, sem hér hefur verið rakið, var ákveðið í málefnasamningi þeim, sem sósíaiistar og Alþýðuflokks- menn gerðu um stjórn bæjarins árið 1954, að reist verði nýtt og fullkomið íþróttahús, sem jafnframt verði félagsheimili. Strax á sama ári keypti bærinn lóð undir húsið, Grundarlóðina svonefndu við Austurgötu. Frumteikning hefur verið gerð að húsinu og fé veitt til fram- kvæmda Bærinn hefur þannig gert allt sem á hans færi er til að koma húsinu upp, en fjár- festingarleyfi hefur enn ekki fengizt, og stranda allar fram- kvæmdir á því. Ríkissjóði ber að greiða um 50% nf ^+^fnkostnaði hússins, og vegna þess að það verður jafnframt skólahús, verður fjárfestingarleyfi ekki veitt án sérstaks samþykkis mennta- málaráðherra. íþróttanefnd Hafnarfjai ðar hefur rætt við menntamálaráðherra og reynt að fá hann til að samþykkja fjárfest ngarleyfið, og íþrótta- nefnd kisins og íþróttafiilltrúi Hafnfirzkir íþróttamenn liafa löngum sýnt, að þeir e.ga iydiiega skilið að hafa sómasamlega aðstöðu til íþróttaiðkana. Hafn- firðingar eru frumherjar handknattleiksins hér á landi, og um árabil áttu Haukar sterkustu handknattleikslið landsins. Árið 1954 varð F.H. fslandsmeistari I n. flokki og sjást piltarnir hér að ofan ásamt þjálfara sínum og formanni félagsins. Þeir ieika nú flestir í meistaraflokld á íslandsmótinu sem nú stendur yfir. Þeir hafa háð tvo leiki og unnið báða með miklum marka- mun. Einnig hafa þeir vakið athygli fyrir að hafa komið manna snyrtilegastir til leiks, og er það vel þess virði, að á loft sé haldið. hafa mælt með, að fjárfesting- arleyfi verði veitt. En mennta- málaráðherra hefur engu skeytt um hina augljósu þörf hafn- firzkra íþróttamanna fyrir nýtt íþróttahús. Aðalatriði þessa máls eru: Óvíffa á landinu er verri aff- staðá til íþróttaiffkana en í Hafnarfirffi, og skólar bæjarins geta varla fullnægt lögboffinni íþróttaskyldu nemenda sakir ó- nógs húsakosts. Bæjaryfirvöld- in í Hafnarfirði hafa gert allt, sem á þeirra færi er til aff reist verffi nýtt íþróttahús, en menntamálaráffherra kemur í veg fyrir framgang málsins meff því aff veita ekki formlegt sam- þykki sitt fyrir fjárfestingar- Ieyfi. Sjálfstæðismenn hafa jafn- an fyrir kosningar haft í frammi þann áróður við æsku bæjarins, að þeir hafi ávallt verið sérstakir forgöngumenn í baráttunni fyrir nýju íþrótta- húsi. En sannleikúrinn er sá, að hefðu Sjálfstæðismenn unnið jafn ske'egglega fyrir byggingu íþi’óttahússins og þeir hafa unn- ið gegn frystihúsinu, væri bygging þess hafin. Hafnfirzk æska skyldi gera sér ljóst, að það er algerlega á ábyrgð Sjálfstæðismanna í rík- isstjórn, að aðbúnaður hafn- firzkra íþróttamanna og skóla- nemenda skuli vera slíkur sem raun ber vitni. Fyrirhugað íþróttahús íþróttahúsinu er ætlaður staður á Grundarlóðinni við Austurgötu. Það verður því staðsett svo sem bezt varð á kosið, í miðjum bænum og í grennd við báða skólana. Hús- ið verður allt i senn, íþrótta- hús, skólaleikfimihús og fé- llagsheimili. íþróttasalurinir, verður 16x32 m, og á að skipta honum með færanlegu skilrúmi í tvo sali, svo að bann komi að meira gagni fyrir skólana. Sæti verða fyr- ir 450—500 . áhorfendur öðr- um megin salarins, svo að unnt verður að halda stórmót i húsinu. Rúmmál hússins verður: íþróttasalur 4350 rúm- metrar, áhorfendasvæði 320 rúmmetrar og búnings-, bað- herbergi og forstofa 920 rúm- metrar. Alls 5590 rúmmetrar. Tekið skal frarn, að allt er þetta miðað við frumteikn- ingu og gæti breytzt í smáat- riðum. Fyrirhugað er að stofn- kostnaður verði greiddur þannig: Ríkissjóður greiðir a) af fé til byggingar skóla 50% af 2490 rúmmetr- um, b) af fé íþróttasjóðs, 40% af kostnaði 3100 rúmmetra. Bæjarsjóður greiðir 50% af kostnaði 2490 rúmmetra. Bæj- arsjóður og íþróttafélög greiða 60% af kostnaði 3100 rúmmetra. Enn er ekki fuliráðið hve mikið rúm verður fyrir fé- lagsheimili, en það verður haft svo rýmilegt sem lóðin leyfir. ★ Skriístofa Sósíal- istafélags Hafnarfjarð- ar, Strandgötu 41, er opin á miðvikudögum. kl. 6 til 7. Aldrei munu Hafnfirðingar hafa fagnað meir nokkurri framkvæmd í bænum en bygg- ingu frystihússins, sem nú er unnið að. Kemur þar einkum tvennt til: Þetta er stærsta átak, sem gert hefur verið í atvinnu- málum Hafnfirðinga um ára- tugi, og í öðru lagi verður þetta atvinnutæki í eigu bæjarbúa sjálfra. Hafnfirðingum varð bezt ljóst í verkfallinu í fyrra, hvers virði þeim er að verka- fólkið eigi sjálft atvinnutækin í bænum, en þá samdi bærinn við Hlíf, en atvinnurekendur í- haldsins neituðu að semja og hugðust svelta fólkið til að láta af kröfum sínum um mannsæm- andi kjör. Hér á Hafnarfjarðarsíðunni var rakin saga frystihússins frá upphafi, og er athugaður var þáttur Sjálfstæðismanna, varð niðurstaðan þessi, svo sem sagt var í greininni: „Sjálfstæðismenn hafa átt «DnGg fulltrúa í stjórn bæjarútgerðar- innar frá stofnun hennar, en aldrei hafa þeir minnzt á, að bæjarútge ðin þyrfti að koma sér upp frystihúsi. Sjálfstæðis- menn hafa enga tillögu flutt í bæjarstjóín um að reist verði frystihús, en alltaf greitt at- kvæði gegn slíkum tillögum bæjarfulltrúa sósíalista. Síðan ákveðið var að reisa frystihúsið, hafa Sjálfstæðis- menn unnið gegn því leynt og ljóst af öllum mætti og fyllstu ósvífni. í fyrstu hugðu þeir, að bæjarútgerðinni myndi ekki takast að fá nægilegt lánsfé til framkvæmda, og gerðu reyndar allt til að stuðla að því, að svo færi. Er þeim verður ljóst, að málið muni ná fram að ganga, taka þeir að berjast fyrir því, að hlutafélagi stórútgerðar- manna verði afhent lánsfé það, er bæjarútgerðin hafði tryggt sér, og bærinn verði áhrifalaus aðili að því hlutafélagi. í ofsa sínum til að freista þess að fá því framgengt víla bæjarfull- trúar Sjálsftæðismanna ekki fyrir sér að beita örgustu lyg- um“. Seinasta tölublað Hamars sannar svo rækilega sem verða má, að hér var farið með rétt mál í öllum atriðum. Sjálfstæð- ismenn treystast ekki til að hrekja neitt af því, sem sagt var um framkomu þeirra í frysti- húsmálinu. Hinsvegar eru birt- ar ýmsar tölur, sem eiga að sanna hversu óhagkvæmt hið þýzka lánstilboð hafi verið. Lánið var þó ekki óhagstæðara en svo, að Sjálfstæðismenn samþykktu að taka því og höfðu ekkert við það að athuga, ef það rynni til hlutafélags, sen þeir hefðu öll ráð yfir. Þessu til sönnunar verða hér birt orð Ólafs Elíssonar, er hann mæjti fyrir munn Sjálfstæðismanna á bæjarstjórnarfundi 17. des. 1954, er rædd var ályktun út- gerðarráðs um að samið yrð um þýzka lánið. Ólafur sagð: skv. fundargerð: „Tel ég að vinna beri að því, að lántaka sú, er tillaga útgerðarráðs fjall- ar um, svo og fyrirgreiðsla Framkvæmdabankans, renni til væntanlegs hlutafélags“. Rit- stjói'i Hamars skal svo látinn ó- truflaður við að reikna út hvort það lán, sem Sjálfstæðismenn lögðu til að tekið yrði, hafi ver- ið óaðgengilegt eða ekki. En þær reikningskúnstir munu ekki draga athygli Hafnfirð- inga frá þeirri staðreynd að Sjálfstæðismenn hafa allsstaðar neytt aðstöðu sinnar til að tefja Framhald á bls. 11.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.