Þjóðviljinn - 20.03.1956, Blaðsíða 5
— Þriðjudagur 20. marz 1956 — ÞJÓÐVILJIXN —- (5
10 millj. barna hafa verið Ul“* Z "A "
bólusett við lomunarveiki
AlþjóSleg lœknaráSstefna telur áráng-
ur góSan þegar rétt er crð fariS
Tíu milljón börn hafa nú verið bólusett gegn lömunar-
veiki (polio) og' þegar frá eru dregin tvö' óhöpp. sem bæöi
áttu sér stað í Bandaríkjunum, bendir ekkert til áð bólu-
setningin geti veriö hættuleg, ef rétt er með fariö. Reynsla,
sem þegar hefur fengizt í Bandaríkjmium, Danmörku,
Kanada, Vestur-Þýzkalandi og Suðm*-Afríku, hefur sann-
aö, aö „bólusetning gegn lömunarvéiki gefst vel undir
Vissum kringumstæöum meöal skólabarna á aldrinum
6—10 ára“.
Tilvitnunin er tekin úr skýrslu,
sem 12 heimskunnir læknar og
vísindamenn hafa samið um
reynslu þá, sem fengizt hefur af
bólusetningu gegn lömunarveiki.
Þessir læknar komu saman í
Karelinsku stofnuninni í Stokk-
hólmi í haust til þess að bera
saman bækur sínar, en ráð-
stefnan var haldin á vegum
Alþjóðaheilbrigðismálastofun-
arinnár (VHO). Skal hér laus-
lega vikið áð nokkrum niður-
stöðum skýrslunnar, sem nefn-
ist „Poliomyelites Vaccination,
A Preliminary Review“.
Það er skýrt tekið fram í
skýrslunni, að þar sem talað er
nm bólusetningu gegn lömun-
arveiki er átt við bólusetningu
bama í aldursfloklcnum 6—10
ára, því enn skortir reynslu í
bólusetningu amiarra aldurs-
flokka.
Aðaltilgangur sérfræðinga-
fundarins í Stokkliólmi var að
safna vísindaiegum fróðleik og
reynslu, sem gæti komið þeim
heilbrigðisyfirvöldum að gagni,
sem enn hafa ekki ákveðið hvort
börn skuli bólusett gegn löm-
unarveiki.
Óhöppin hræddu frá bólu-
setningu
Óhöppin, sem áttu sér stað
þegar fyrst var farið að nota
Salk-bóluefnið í stórum stíl í
Bandaríkjunum drógu mjög
hug úr heilbrigðisyfirvöldum og
almenningi. Stærra óhappið náði
til um 200 tilfella og er fylli-
lega ljóst hvernig á því stóð
Hitt slysið þykir ekki nægi
lega upplýst ennþá.
1 Bandaríkjunum hefur mjög
dregið úr lömunarveiki eftir að
Bretai* sekta
þorp á Kýpur
í gær lauk á Kýpur verk-
fallinu, sem staðið hefur frá
því Bretar fluttu Makarios
erkibiskup í útlegð. Erkibisk-
upsráðið ályktaði i gær, að
með því tiltæki hefðu Bretar
fyrirbyggt friðsamlega lausn
Kýpurdeilunnar, eða að minnsta
kosti tafið hana þangað til
Makarios fengi að snúa heim.
í gær gerði Harding land-
stjóri Breta á Kýpur, íbúum
smáþorps nærri Kyrenia að
grsiða 7000 sterlingspunda
(320.000 króna) sekt vegna
þess að sprengja varð þar
brezkum hermanni að bana á
laugardaginn. Herlið sér um að
þorpsbúar fái ekki að yfirgefa
hús sín fyrr en sektin er
greidd að fullu.
farið var að bólusetja. Þýðing-
armestu spumingarnar í sam-
bandi við bólusetningu gegn
lömunaiveiki telja sérfræðing-
amir að séu eftirfarandi:
Er hægt að tryggja. örugga
framleiðslu bóhisetningar-
efnis?
Svarið í skýrslu WHÖ er
þetta: „Nýjustu aðferðir í
framleiðslu og eftirliti með
bólusetningarefni ættu að vera
trygging f\-rir öruggri vöru“. —
Hinsvegar er bent á, að það
hafi komið í ljós, að bólusetn-
ingarefni, sem framleitt var á
nákvæmlega sama hátt i mis-
munandi löndum, hafi gefizt vel
og reynzt öruggt í öðru land-
inu en ekki hinu. Það verði því
aldrei nægilega brýnt fyrir
mönnum, að hafa strangt eftir-
lit með bólusetningarefninu.
Er ráðlegt að láta almenna
bólusetningu fara fram
alstaðar?
Niðurstöður læknaráðstefn-
unnar í sambandi við þessa
spurningu eru', að svo framar-
lega sem alíra varúðarráðstaf-
ana, seim getið er í skýrslunni,
sé gætt, sé óhætt að Iáta fram
fara almenna bólusetningu í
þeim löndum, þar sem lömunar-
veiki gengur sem faraldur. Tal-
ið er þýðingarmikið, að börnin
séu bólusett ung.
Hvenær er bóluset.ning
ráðleg?
Samkvæmt skýrslunni ber að
gæta tvenns: ..Hversu útbreidd
er veikin í viðkomandi landi,
hver er kostnaður við almenna
bólusetningu og hvað hyggjast
menn vinna við bólusetningu
í stórum stíl? Það er oft erfitt
að taka ákvörðun, sérstaklega
þar sem ekki eru fyrir hendi
skýrslur um útbreiðslu veikinn-
ar, eða þar sem veikin leggst
aðallega á ungböm, en ekki er
vitað hversu bólusetning á
ungbörnum gefst. Hinsvegar er
bent á, að lömunarveiki geti
gosið upp í löndum, þar sem
liennar hefur aldrei orðið vart
fyrr. Það er því lögð mikil á-
herzla á að haldnar séu örugg-
ar skýrslur um útbreiðslu löm-
unarveiki.
indalegir viðaukar um þetta og
önnur atriði fylgja skýrslunni.
Sérfræðinga rnir vara mjög
eindregið við þvi, að hafin sé
almenn bólusetning, án þess, að
tryggja að nægjanlegt lið af
vönum læknum og hjúkrunar-
konum sé fyrir hendi Leiðbein-
ingar eru til þeirra þjóða, sem
hafa í hyggju að hefja fram-
leiðslu á bóluefni.
Að lokum leggja sérfræðing-
arnir til, að WHO leiti sam-
vinnu við ramisóknarstofnanir
viðsvegar um heim til þess að
safnað verði á einn stað þeirri
vísindalegu vitneskju, sem fyrir
hendi er í dag um lömunarveiki
og einkenni hennar í mismun-
andi löndum. (Frá SÞ),
Mjólk er enn sjaJdséö fœöa hjá börnunum í Jacaleapa i
Uonduras í Miö-Ameríku. Mikil framför hefur pó orðið síð-
an 1950, þegar Barnahjálparsjóður SÞ hóf aö sjá börnum
innan skólaaldurs fyrir mjólk. Síöan héfur veriö mjólkur-
veizla á hverjum laugardegi hjá börnunum í Jacaleapa.
Hversu lengí varir ónæmið ?
Sérfræðingar taka fram, að
enn sé engin reynsla fengin fyr-
ir því, hve lengi ónæmi vari
eftir bólusetningu.
Loks veitir skýrslan margs-
konar leiðbeiningar um bólu-
setningu gegn lömunarveiki, t.d.
um magn og hve langt skuli
líða milli bólusetninga. Hávís-
Þriggja vikna allsherjarverkfalli er
lokið meí sigri finnskra verkamanna
Hafa fengiS framgengt 70% kauphœkkun
í morgun Iauk þriggja vikna allsherjai*verkfalli i Finn-^
landi með sigri verkamanna^ sem fengu kröfur sínar að
mestu uppfylltar.
Sanmingar tókust í verkfall-
inu í fyrrinótt en vinna hófst
ekki á ný fyrr en í moi’gun.
CrsUtakostir.
Það var ríkisstjómin sem bar
fram tillögu um lausn deilunnar
kortéri fyrir miðnætti á sunnu-
dagskvöld og krafðist svars
fyrir klukkan eitt. Báðir aðil-
ar samþykktu tillöguna, sem
ekki hefur verið birt en mun
Bretar hylia
Malénkoff
Mannfjöldi hyllti í gær Malén-
koff, raforkumálaráðherra Sov-
étríkjanna, er hann gekk á fund
Edens, forsætisráðherra Bret-
lands, í Downing Street 10. í
gærmorgun skoðaði Malénkoff
helztu kjarnorkurannsóknastöð
Bretlands í Harwell og í gær-
kvöldi sat hann veizlu miðstjórn-
ar Verkamannaflokksins. \
'Malénkoff er fyrir sendinefnd
sovézkra rafmagnsverkfræðinga.
Þegar hann og félagar hans
gengu til sætis til að horfa á
knattspyrnuleik í London hróp-
uðu 50.000 áhorfendur húrra fyr-
ir þeim. Við uppþoti lá á föstu-
daginn í Oxford Streed í Lond-
on þegar Malénkoff brá þar
fyrir. Kvenfólkið sem átti leið
um þessa götu kvenfataverzlan-
anna þá stundina hópaðist í
kringum hinn sovézka ráðherra.
Blöðin í London segja að slíkt
liafi komið fyrir frægar kvik-
myndastjörnur,- en Malénkoff sé
fyrsti erlendi stjórnmálamaður-
inn sem veki aðdáun á borð við
þær.
vera. á þá leið að verkfalls-
merrn fái um 16% kauphækk-
un. Atvinnurekendum verður í-
vilnað með þvi að lækka hluta-
félagsskatt og eignaskatt.
Fréttamenn í Helsinki segja
að atvinnurekendur séu sáró-
ánægðir með málalokin. Haldi
þeir því fram aó ríkisstjórnin
hafi neytt þá til að fallast á
málamiðiunartillöguna með því
að hóta. að segja af sér ef
annarlivor aðilinn hafnaði
henni. Þar að auki hafi hún
bent á að til alvarlegra árekstra
kynni að koma ef verkfallið
stæði lengur.
Sendihenra talar
í Moskvaútvarpið
1 gær talaði sir William,
Hayter, sendiherra Bretlands í
Sovétríkjunum, í útvarp og
sjónvarp í Moskva. Brezkur
sendiráðsfulltrúi þýddi mál
hans jafnóðum á rússnesku.
Umræðuefni sendiherrans var
væntanleg heimsókn Búlganíns
og Krústjoffs til Bretlands.
Þetta er í fyrsta skipti sem er-
lendur sendiherra talar í út«
varp í Moskva.
Landstjóra Frakka gefið
einræðisvald í Alsír
Ríkisstjórn Frakklands hefur veitt Robert Lacoste
landstjóra í Alsír einræðisvald til að skipa málum þar.
byggðarlaga að yfirgefa heim-
Tilskipanir ríkisstjórnarinnar
um aukin völd Lacoste til handa
voru birtar í París í gær.
Honum er veitt vald til að
banna útkomu bóka og blaða,
sýningu kvikmynda og leikrita,
að banna fundahöld og loka
fundasölum, skemmtistöðum og
veitingastöðum, taka upp skeyta-
skoðun og bréfaskoðun.
Einnig er Lacoste heimilt að
banna hver þau samtök sem
honum sýnist, að gera menn út-
læga að vild, fyrirskipa lögreglu-
rannsóknir í híbýlum manna án
dómsúrskurðar, að banna ferða-
lög úr landi, inn í landið og um
það, að fyrirskipa íbúum heilla
kynni sin og setjast að þar serrr
landstjórnin vill.
Lacoste fær heimild til að íela
hernum alla löggæzlu í Alsír,
til að dæma menn til dauða án
réttarhalds fyrir að hlaupast
undan merkjum franska herrins
og til að láta skyndidómstóla
kveða upp dóma yfir handtekn-
um skæruliðum.
Akvörðun frönsku stjórnar-
innar að reyna að friða Alsír
með valdbeitingu mælist mjög
illa fyrir meðal Serkja. Gerðu
allir innbornir menn í þjónustu
stjórnarvaldanna verkfall í pær
til að mótmæla ofbeldisstefma
stjórnarmnar. i