Þjóðviljinn - 20.03.1956, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.03.1956, Síða 3
Þriðjudagnr 20. marz 1956 — ÞJÓÐVILJINN — <3 Næsta verkefni Náttúrulækningafélags tslands: Bygging nýrrar hverabaðadeildar rp „« • » '1*1 I 1* ! þess að skila fullum afköstum, 1 uttugu vistmenn í heilsuhæh j einn„ mannsiika,ninni n6 en6u,n Náttúrulækningafélags íslands j Cl Náttúrulækningafélag íslands hefur í vetur starfrækt | en hinsvegar væri lítið talið at- þann hluta heilsuhælis síns í Hveragerði, sem þegar hef- i hugavert að fóðra menn á gervi- ur veriö byggöur. Næsta aðkallandi verkefni félagsins fæðu. er að byggja baðadeild, þar sem notuð veröa hveravatns-, ---------- hveragufu- og hveraleirböð, auk ljós-, loft- og sólbaða. Til að afla fjár til þeirrar byggingar efnir félagið til happ- j drættis og: er Skodabifreið einn vinningurinn. Byggingarframkvæmdir Nátt- úrulækningafélags íslands í Hveragerði hófust haustið 1953. Lokið var að byggja fyrsta á- fanga hælisbyggingarinnar 24. júlí s. 1. Eru í þeim byggingum (sem allar eru á sömu hæð) 14 sjúkrastofur fyrir 28 sjúklinga, 5 herbergi fyrir starfsfólk, stórt eldhús og geymslur, matsalur fyrir 100 manns, allstór setu- stofa, þvottahús o.fl. Er bygging- in 650 fermetrar eða rúmlega helmingur þess sem verða á. Framkvæmdastjóri Náttúru- lækningafélags íslands skýrði blaðamönnum í gær frá starf- semi heilsuhælis félagsins. Nú eru þar 20 sjúklingar, flestir löm- unar-, gigtar- og taugasjúklingar. Á s.l. sumri var hælið fullskip- að og fleiri umsóknir um vist en hægt var að sinna. Leir- og hveraböff næsta verkefnið Leh’- og hveraböðum hefur verið komið fyrir til bráðabirgða í þeim hluta hæiisins sem ætlað- ur er til þvotta eingöngu. Er því aökallandi að byggja yfir böðin, enda er það næsta verk- efni félagsins. Stærð baðdeild- arinnar er fyrirhuguð 180 fer- metrar og áætlaður kostnaður hálf milljón kr. Til að afla fjár hefur félagið happdrætti. Hæsti vinningurinn er skodabifreið, nr. 2 10 daga dvöl í heilsuhælinu og nr. 3 eru allar útgáfubækur félagsins í skinnbandi ásamt 10 árgöngum af Heilsuvernd. Undanfarin ár hefur Hvera- gerðishreppur starfrækt leirböð á sumrin og þótt þau hafi verið í smáum stíl hafa þau gefizt vel. Ætla má að Náttúrulækn- ingafélaginu verði vel til fjár til baðdeildar sinnar, enda gegn- ir furðu það tómlæti er lands- menn hafa sýnt um það að koma upp hveraleir- og hveragufu- böðum. Sjúkrahússkortur er mjög mik- ill hér eins og allir vita, og kvaðst Sigurjón Danivalsson, fram- kvæmdastjóri félagsins'vonast til þess að hæli Náttúrulækninga- félagsins gæti að sínu leyti bætt úr honum, einkum til að taka á móti sjúklingum sem þax-fnast fyrst og fremst hvíldar og hress- ingar en'v'éERr>serstáltr'a læknis- aðgerða. En til þess að svo yi’ði þyrfti hælið að fá sjúkrahús- réttindi. Það* 1 hefur það ekki fengið enn, en sjúkrasamlögin á Akureyri, Akranesi og Selfossi hafa þó greitt með sjúklingum þangað, eins og urn sjúkrahús væri að ræða. Tilgangur félagsins Sigurjón í’æddi nokkuð um til- gang Náttúrulækningafélagsins: þann, að fá menn til að taka upp heilsusamlega lifnaðarhætti og koma þannig í veg fyrir sjúk- dóma. Frá sjónarmiði nóttúru- lækningamanna væru sjúkdóm- ar fyrst og fremst afleiðing rangra lifnaðarhátta. Taldi hann Jónas Kristjánsson lækni hafa unnið þrekvirki með því að koma af stað bjóðarvakningu um heilsusamlegri lifnaðax’hætti. Minnti Sigurjón á að allar vél- ar þyrftu rétt brennsluefni til Norðurlanda- ferðir Skipaut- gerðarinnar Skipaútgerð ríkisins fer sjö ferðir milli íslanðs og Norður- landa í sumar. Fyrsta ferðin héðan hefst 2. júní og verða bi’ottfarardagar hinna ferðanna þessir: 16. júní, 30. júní, 14. júlí, 28. júlí, 11. ágúst og 28. ágúst. Standa fei’ð- irnar yfir í 11—12 daga. Fargjald héðan til Þórshafnar í Færeyjum er 345 til 505 kr., til Björgvinjar 620—900 kr., til Kaupmannahafn- ar 740—1100 kr. og Gautaborgar 800—1215 ki’. Hekla getur flutt samtals 158 farþega. Hver hefur séð koparrúllur? Fyrir um það bil 10 dögum var stolið þremur koparrúllum af farmi í vörzlu Eimskips við Faxaverksmiðjuna. Hér er um að ræða þi’íþættan vír; hver rúlla er um 350 kg. að þyngd og kóstár þúsundir ki’óna. Mei’kið á rúllunum var Elding 406 RR 8135. Þær hafa ekki sézt síðan, og eru það eindregin tilmæli rannsóknarlögreglunnar að hver sem kann að vita einhver deili á rúllunum gefi vitneskju sína til kynna. Dönsku komingshjónin dvelja hérlendis í 3 daga Korna hingað með ílugvél írá SAS í 0. n.m. Dönsku konungshjónin. eru væntanleg’ hingað til Reykjavíkur nokkru eftir hádegi 10. apríl í flugvél frá SAS, og taka forsetahjónin og ríkisstjórnin á móti þeim á flugvellinum. — í fylgd með dönsku konungshjón- unum veröur m.a. H.C. Hansen forsætis- og utanríkisráð- herra Danmerkur. Eftir móttökuathöfnina á flugvellinum fara dönsku kon- ungshjónin til forsætisi’áð- herrabústaðarins við Tjarnar- götu, en fylgdarlið þeirra mun búa á Hótel Boi’g. Nokkru eft- ir komuna hingað munu dönsku konungshjónin heimsækja for- setahjónin að Bessastöðum, en kl. 19.10 taka þau á móti for- stöðumönnum erlendra sendi- ráða og frúm þeirra í ráðherra- bústaðnum. Um kvöldið sitja þau boð forsetahjónanna að Hótel Borg. Danakonungur og forseti Islands munu flytja þar ræður. Daginn eftir munu konungs- hjónin skoða listasafn Einars Friðrik efstur eftir 5. umferð Á sunnudaginn var tefld 5. umferð Guðjóns-mótsins, og um helgina var einnig lokiö öllum biðskákum úr fyrri umferðum; var Friörik Ólafsson þá orðinn efstur með 5 vinninga. Leikar í 5. umfei’ð fóru svo að Tajmanoff vann Freystein, Iliv- itskí vann Guðmund, Friðrik vann Gunnar, Jón vann Benóný, en Sveinn og Baldur gerðu jafn- tefli. Biðskákir úr fyrri umferðum fóru svo að Friðrik vann Jón; einnig vann hann skákina við Freystein. Hafði hún farið tvisvar í bið og vai’ð 94 leikir. Þá lauk skák þeirra Benónýs og Ilivitskís méð jafntefli, en Benóný átti unnið tafl um tíma; og var það hin fjörugasta skák. Eftir 5. umferð er staðan þessi: 1. Friðrik Ólafsson með 5 vinninga. 2:—3. Tajmanoff og Ilivitskí með 4% vinning. 4.—5. Benóný Benediktsson og Guðmundur Ágústsson með 2j/2 vinning. 6.—7. Jón Þorsteinsson og Gunnar Gunnarsson með 2 vinninga. 8.—9. Baldur Möller og Sveinn Kristinsson með 1 vinning. 10. Freysteinn Þorbergsson með engan vinning. Jónssonar, vera við guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni, en kl. 3 verður móttaka í danska sendi- í’áðinu. Um kvöldið verður há- tíðarsýning og hljómleikar x Þjóðleikhúsinu. M. a. verður leikið þar nýtt verk eftir Jón Nordal. Páll Isólfsson stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni. Þriðja daginn munu dönsku konungshjónin skoða Háskól- ann, Reykjalund, Þjóðminja- safnið og dönsku listsýninguna, Þann dag sitja þau hádegis- verðarboð ríkisstjómarinnar í Sjálfstæðishúsinu en kl. 3 hef- ur Reykjavíkurbær móttöku fyrir konungshjónin í Mela- skólanum. Um kvöldið hafa konungshjónin boð inni í Þjóð- leikhúskjallaranum. Dönsku konungshjónin munu fara héðan árla föstudaginn 13. apríl og fara flugleiðis til Meistaravíkur á Grænlandi og skoða námurnar þar. í för með konungshjónunum verða H. C. Hansen forsætis- og utanrikisráðherra, Joharj Vest, kammerhei’ra og stallaxi konungs, Karin Birgitta Schack komtessa og S. Glarborg höf- uðsmaður. Islenzkt fylgdarlið konungs- hjónanna verður Guðmunduv Vilhjá^msson framkvæmdastj., frú Gróa TorfhOdur Björns- son og Pétur Sigurðsson for- stjóri, en fylgdarmaður forsæfc- is- og utanríkisráðherra Dan- merkur verður Niels P. Sig* urðsson fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu. Frh. á 10. síðu. Sjálfsfæðisflokkur og Framsókn Inni- lega sammála um hneykslismál Er SjálfstceShflokkurinn þvi fylg’iandi aS leyfð verSi frjáls verzlun meS kartöflur?i „Feimnismál Framsóknar“, frumvarpið um Grænmet- isverzlunina, er aftur komið til neðri deildar og var þar til einnar umræðu í gær. — Viröist Ijóst að samvinna afturhaldsins um það óþurftarmál eigi að haldast, hvaö sem líður samvmnuslitum á öörum sviðum. ---------------------------«, Þet.ta er mynd af einu málverkinu á sýningu Valtýs Péturssonar sem nú stendur í Listamannaskálanum. Sýninain hefur verið opin í viku, og um 700 manns hafa sótt hana. 10 myndir eru seld.ar. Sýningunni lýkw á sunnu- dagskvöld, og er hún opin daglega kl. 1.30 til 10.— Tveir af fremstu listmál- urum okkar, þeir Gunnlaugur Schevina oa Jóhannes Kiarval, hafa skrifaö um sýningu Valtýs og lokið á hana lofsorði. Einar Olgeirsson og Harrni- bal Valdimarsson töluðu og sýndu fram á hve fái’ánlegt væri að ætla að berja þetta mál fram, gegn mótmælum jafnt kaupstaðarbúa og hænda. Las Einar samþykkt Bænda- félags Eyfirðinga sem skoraði á Alþingi að fella frumvareið og minnti á einróma mótmæli bæj- arstjónx Reykjavikur, og ít- rekaði rök þau sem færð hafa verið fram gegn málinu. Beindi hann einkum orð- um sínum til Framsóknar- þingmanna, og bað um greið svör við því hvort, „nmbótastefnan“ sem nú væri boðið upp á í samvinnu rið Alþýðuflokkinn væri á þann veg sein ætla mætti ai! þessu máli, að ráðast ætti á - ríkiseinkasölur og afhenda þær einkaaðilum. — Spurði Einar hvort ætlunin væri að taka Skipaútgerð ríkisins og Ferðaskrifstofuim næst sönxu tökum, eða hverju ætluðu Framsóknar- menn að svara þegar Sjálf- stæðismenn heimtuðu þxec afmundar. Vill íhaldið frjálsa verzlun? Einar taldi að til athugunar kæmi, ef sýnt væri að Fram- sókn hygðist berja það fram að afnema ríkiseinkasölu á græn- meti og afhenda hana einka- aðilum, að gefa frjálsa verzlun nieð t.d. kartöflur, og væri fróðlegt að vita hvort t.d. Sjálf- stæðisflokkurinn vildi stuðla að Framhald á bls. 14'.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.