Þjóðviljinn - 20.03.1956, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 20.03.1956, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. marz 1956 Frumsýning LR. á Systur Maríu Hópferð til íslands 1957 frá Norður- löndum er nu í undirbúningi Stjórn Norræna félagsins hefur ákve'öið aö beita sér fyr- ir stofnun félagsdeilda víðsvegar um land á næstu mán- uöum til aö stuöla aö aukinni starfsemi félagsins. Iþróttlr Framhald af 9. síðu. Hinn 14. jan. s.l. skipaði horgarstjói-i 5 manna nefnd til þess að athuga möguleika á að koma á víðtækari samvinnu um byggingar á þessu svæði og fá fleiri aðila til þátttöku. Var nefndinni settur þriggja vikna frestur til þess að skila áliti. í nefndinni áttu sæti formenn ÍBR og BÆR, framkvæmdastjóri Fél. iðnrekenda, fulltrúi borgar- stjóra og fræðslufulltrúi Reykja- vikur. Nefndin skilaði áliti og leggur til, að á þessu svæði verði komið upp auk iþróttahúss á lóð BÆR miklum skálum fyrir sýningar iðnrekendasamtakanna og fleiri aðila, án þess þó að eigna- og af- notaréttur íþróttahreyfingarinn- ar af íþróttahúsinu skerðist nokkuð. Hefur þegar verið sótt um fjárfestingarleyfi fyrir byrj- unarframkvæmdum. Sundlaug Vesturbæjar Lokið var við að gera upp- drætti að fyrirhugaðri sundlaug Vesturbæjar á síðasta ári, en framkvæmdir við laugina gátu ekki hafizt eins og til stóð s.l. vor þar sem fjárfestingarleyfi fékkst ekki. Á árinu veitti bæj- arstjórn 300.000,00 til byggingar laugarinnar, og á yfirstandandi ári hefur hún veitt sömu upphæð, en í vörzlu bandalagsins er bygs- ingarsjóður aó upphæð kr 329.807,71 og eru þvi handbærnr um 930.000.00 kr. til framkvæmd- anna, sem ætlað er að hefja þeg- ar er fjáríestingarieyfi fæst. Framkvæmdir á íþrnttasvæ'ðunum Leikvangurinn í Laugardal: Steypt var loft yfir þann heim- ing stúkunnar sem ekki tókst að ljúka við haustið 1954. Þá var lokið að slá upp fyrir hinum helmingi stúkunnar og hann steyptur upp. Steyptar voru upp plötur undir sætin á syðri helm- ingnum en alls verður stúkan um 85 m að lengd. Steypt er upp aðeins hálf breidd stúkunnar, sem mun rúma 2000 manns í sæti en fullgerð mun stúkan rúma 4000 manns í sætum undir þaki. Kostnaður við framkvæmdir á íþróttaleikvanginum nam um 1.850.000,00 kr._ en heildarkostn- aður frarrikvásm'dahna nernur nú um kr. 7.700.000,00. Kostnaður við úndirbúning sundlaugar i Laugardal nam á árinu 670.000. Unnið var að undirbúningi byggingar félagsheimilis og bún- ingsherbergja á íþróttasvæði Ár- manns, steypt upp að mestu veggir þess hluta félagsheimilis- ins, sem reistur verður í fyrsta áfanga en það verður á tveim hæðum. — Kostnaður við þessar framkvæmdir nam á árinu kr. 346.100,00. Félagsheimili Víkings var að mestu gert fokhelt á árinu. Kostnaður við framkvæmdir þessar var um 159.000,00 Hald'ð var áfram byggingu í- þróttaskála Vais, var húsið og búningsherbergi gerð fokheld. Framkvæmdir þessar kostuðu 111.150,00 kr. Framh. af 12. síðu inu Bonaventure, vakti það mikla athygli, ekki sízt vegna þess, að leikdómendur og áhorf- endur höfðu ekki heyrt höfundar leiksins getið fyrr, en verkið þótti bera vott um næmt auga og eyra fyrir kröfum leiksviðsins. Höf- undurinn var ung stúlka í Lond- on, sem vann á auglýsingaskrif- stofu, og hafði ekki skrifað leik- rit áður. Hún braut upp á sögu- efni, sem var leikhúsgestum raun ar gamalkunnugt og kært, en varð í meðferð hennar næsta ný- stárlegt. Hér er um að ræða saka- málaleikrit, sem er látið fara fram í klausturspítala, sem er einangraður frá umheiminum vegna flóða. Höfundurinn þótti sýna frábæra hugkvæmni í með- ferð efnis og nýtingu hins þrönga umhverfis". Fyrsta leikstjórn Gísla Hall- dórssonar hjá L. R. Gísli Halldórsson, sem hefur á hendi leikstjórn í leikritinu, hef- ur áður sviðsett leikrit fyrir leik- flokk í Austurbæjarbíói, „Ást og árekstrar”, en sviðsetur nú í fyrsta sinn leikrit hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Gísli hefur sem kunnugt er tekið mikinn þátt í leiksýningum félagsins og leikið mörg og mikilvæg hlutverk, það fyrsta var síra Lárentíus í sjón- lc'knum Anna Pétursdóttir vet- j urinn 1950—51 en nýjasta hlut- verkið er Loítur í Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar. Hafsteinn Austmann er ungur listmálari, sem málað hefur leik- tjöídin fyrir hinn nýja sjónleik. Hann stundaði nám í Handíða- Gerðu jafntefli Framh. af 12. síðu 18. Dc3 Hd8 19. HxH DxH 20. Be3 Dd7 21. Dd2 Dc7 22. Bf4 c5 Og að því búnu söntdu þeir jafn- tefli. Jón og Sveinn sömdu einnig jafntefli í sinni skák. Tajman- off hafði peði meira i skákinni við Gunnar og betri stöðu. Skákum Benónýs og Guðmund- ar og Baldurs og Freysteins var ekki lokið er blaðið fór í prentun. Mótið heldur áfram í kvöld. Þá teflir Friðrik við Guðmund, Sveinn við Benóný, Gunnar við Baldur, Freysteinn við Jón — og hinir sovézku gestir leiða saman hesta sína. Skýrslan er ekki ýtarleg um alla þá starfsemi sem fram fer á bandalagssvæðinu, en stjórnin hefur nokkra afsökun þar sem 10 félög hafa ekki sent fullnægj- andi skýrslur til bandalagsins. Alls eru 22 félög í bandalaginu. Hvað gerðist á sjálfum þing- fundinum er Íþróttasíðunni ó.- kunnugt um. Stjórn bandalagsins virðist ekki hafa áhuga fyrir að blaðamenn komi á þing þess eða telja það miður heppilegt. og myndlistarskólanum 1952—54 og framhaldsnám í París vetur- inn eftir. Hafsteinn er áhugamað- ur um leiklist og kynnti sér leik- tjaldagerð í utanförinni. Eru leiktjöld hans í Systur Maríu fyrsta verk hans fyrir leiksvið hér. 8 kvenhlutverk. Sjónleikurinn Systir María er í 3 þáttum, en leikendur eru 11. Með stærstu hlutverkin fara þær Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Helga Bachmann. Önnur hlut- verk eru í höndum Sigríðar Hagalín , Margrétar Magnúsdótt- ur, Hólmfríðar Pólsdóttur, Jóns Sigurbjörnssonar, Emilíu Borg, Eddu Kvaran, Auróru Halldórs- dóttur og Árna Tryggvasonar. Auk þess fer leikstjórinn, Gísli Halldórsson með lítið aukahlut- verk. Fundur hafinn um afvopnun I gær kom undirnefnd af- vopnunarnefndar SÞ saman til funda í London eftir fimm mánaða hlé. Boðað hefur verið að fulltrúi Frakka muni leggja fram nýjar tillögur sem Bret- ar styðja. Krústjoff Framhald af 1. síðu. hernum árið 1937 hafi verið ósannar, en þeir voru dæmdir til dauða og teknir af lífi. Fréttaritari Reuters í Bonn segir að heimildarmenn sínir, sem hann tilgreinir ekki, hafi það eftir Krústjoff að eftir málaferlin gegn Tukatévskí hafi 5000 liðsforingjar verið líf- látnir. Sú blóðtaka hafi mjög veikt Rauða herinn og hann því ekki verið fær um að verj- ast innrás Þjóðverja eins hraustlega og ella myndi. Þá segir fréttaritarinn að Krústjoff sé borinn fyrir því að innrás Þjóðverja hafi komið Rauða hernum í opna skjöldu vegna þess að Sta’ín hafi ekki viljað trúa aðvörunum, meðal annars rrá Churchill, um yf- irvofandi árás, óg látið undir höfuð leggjast að fyrirskipa nauðsynlegan viðbúnað. Þótt opinberir aðilar verjist allra frétta af ræðu þessari er það talið óbein staðfesting á að hún hafi verið haldin að ritskoðunin í Moskva hefur sleppt í gegn skeytum erlendra fréttamanna þar sem á hana er minnzt. I gær bárust einnig skeyti frá erlendum frétta- mönnum í Moskva þar sem sagt er að fyrir hálfum mán- uði hafi stúdentar í Tib'isi, höf- uðborg Grúsíu þar sem Stalín var fæddur, farið um götur borgarinnar og mótmælt gagn- rýni á ferli Stalíns. Þessar fregnir hafa orðið æsifréttablöðum hvarvetna til- efni til mikilla æsingaskrifa, en gætnari borgarablöð ráða mönnum til að bíða átekta. Til dæmis segir brezka íhaldsblað'ð Glasgow Herald í gær, að a’ls ekkert sé vitað með vissu um það, hvað Krústjoff hafi í raun og veru sagt, og vitneskja um það fáist ekki fyrr en þar til j bærir aðilar birti sjálfa ræðuna. Auk aðalfélagsins í Reykja- vík eru nú 3 deildir starfandi sem sé á Siglufirði, ísafirði og Pat- reksfirði. Samkvæmt lögum fé- lagsins er hægt að stofna deild með minnst 20 félagsmönnum. Á Norðurlöndum eru víða stai'f- andi deildir innan norrænu fé- laganna í borgum, kaupstöðum, kauptúnum og jafnvel í sveitum. Starfsemi félaganna getur orðið mikill stuðningur að slíkum deildum. Þær auka áhuga fólks á norrænni samvinnu. En sam- starf norrænu þjóðanna gerist nú víðtækara og raunhæfara með ári hverju. Hlutverk slíkra félagsdeilda er m. a. að efna til kynninga- og fræðslufunda með aðstoð aðalfé- lagsins, efla tengsl viðkomandi staðar við vinabæi meðal frænd- þjóðanna á Norðurlöndum og vera tengiliður milli aðalfélags- ins og félagsmanna þess utan höfuðborganna. Norrænu félög- in vinna að gagnkvæmri kynn- ingu norrænu þjóðanna og þau þurfa því að ná til sem fiestra einstaklinga. Virkar félagsdeild- ir eiga hér mjög mikilvægu hlut- verki að gegna. Norræna félagið hefur einnig í hyggju að stuðla að sem flest- um vinabæjatengslum á þessu ári. Undir forustu Norræna félags- ins í Noregi er nú unnið að undir- búningi hópferðar til íslands frá Norðurlöndunum sumarið 1957. Mun þá fulltrúum frá þeim borgum og bæjum, sem eru í vinabæjatengslum við bæi hér á landi, gefast tækifæri til að koma hingað og mun Norræna félagið hér skipuleggja kynnisferðix út um land. Vinabæjastarfsemin er tiltölu- lega nýr þáttur í starfi norrænu félaganna. Starfsemi þessi hófst í lok síðari heimsstyrjaldarinnar og er í því fólgin, að tveir bæir, helzt svipaðir að stærð, sinn í hvoru landi, ákveða að hafa menningarleg eða persónuleg samskipti eftir því sem við verð- ur komið. Hér er um fjölþætt samskipti að ræða, sem skapað hafa traust vináttubönd milli fjölskyldna í tugþúsundatali á Norðurlöndum. Einstaklinghr, hópar, félög og ýmsar stofnanir hafa með sér samstarf með bréfaskiptum, bókagjöfum, skiptum á blöðum og tímaritum og gagnkvæmum heimsóknum. Fólk tengist þannig böndum kunningsskapar og vin- áttu. Þegar hópferðir eru farnar til vinabæjar búa gestirnir oftast á heimilum, til þess að nánari kynni geti orðið með einstakling- um. Gestirnir fá ókeypis dvöl, en taka síðan á móti gestum á sínu heimili. Þannig verða heim- sóknirnar og kynnin gagnkvæm. Norræna félagið vill stuðla að því, að sem flestir íslenzkir kaup- staðir og kauptún tengist vin- áttuböndum við norrænar borgir eða bæi, einn í hverju landi. (Frétt frá Norræna félaginu) Konungshjónin Framhald af 3. síðu. I nefnd til að undirbúa mót- töku konungshjónanna eru Hendrik S. Björnsson og Birgir Thorlaeius forstöðumenn ráðu- neyta og Hörður Bjamasoœ húsameistari ríkisins. Aðalfundur Náttúrulækitinga- félagsins Aðalfundur Náttúrulækninga- félags Reykjavikur var haldinn fimmtudaginn 15. marz s.l. For- maður félagsins, Böðvar Péturs- son baðst eindregið undan end- urkosningu. í stjórn voru kosinj Steinunn Magnúsdóttir formað- ur; meðstjórnendur: Sigurjóra Danivalsson, Klemens Þorleifs- son, Grétar Fells og Hannes Björnsson. Til vara: Svava Fells, Kjartan Þorgilsson og Jóhannes Teitsson. Endurskoðendur: Björn Svanbergsson og Dagbjartur Gíslason. í félaginu eru nú á tólfta hundrað manns. TILKYNNING um greiðslu almemra tryggingasjóðsgjalda o.fl. Almennt tryggingasjóðsgjald hefur nú verið ákveðið fyrir árið 1956 svo sem hér segir: F^rir kvænta karlmenn .... kr. 859,00 Fyrir ókvænta karla ...... kr. 774,00 Fyrir ógiftar kounr ...... kr. 576,00 Hjá þeim, sem greiða í sérsjóði, em samsvarandi upp- hæðir kr. 286,00, kr. 243,00 og kr. 177,00. Hluti gjaldsins féll í gjalddaga í janúar s.l., en hjá þeim, sem ekki hafa greitt þann hluta, er upphæðin öll gjaldfallin. Gjaldendur eru minntir á að greiða gjaldið hið fyrsta. Skrifstofan veitir einnig móttöku fyrirframgreiðslum upp í önnur gjöld ársins 1956. Reykjavík, 16. marz 1956. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN, Arnarhvoli.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.