Þjóðviljinn - 20.03.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.03.1956, Blaðsíða 11
ÞriðjuOagur 20. marz 1956 — ÞJÖÐVILJINN — (11 NEVIL SHUTE: LANDSYN 44. dagur hann á útvarpinu og hlustaði um stund á stöö sem reyndi aö fræöa hlustendur sína, gluggaöi síöan í leiöarvísinum sem fylgdi efninu í freygátuna. Síðan fór hann í rúmið og sofnaöi samstundis. Sunnudagurinn var þun-; þaö var sólríkur febrúar- dagúr meö dálítilli golu. Litli bíllinn nam staöar fyrir utan húsgagnaverzlunina klukkan hálfellefu og blæjan var dfegin niður í fyrsta skipti í allmarga mánuöi. Móna beiö feröbúin í herbergi sínu. Hún skauzt niöur og út um dyrnar og inn í bílinn áður en faöir hennar gat spurt nokkurs; Chambers lokáöi bílnum og ók af staö með hana. í buöinni stóöu foreldrar hennar innanum húsgögn- in og horföu út um gluggann og sáust ekki aö utan. Þau sáu dóttur sína fara inn 1 bílinn, sáu piltinn heilsa henni, horföu á eftir bílnum aka burt. Móöir hennar sagði: „Þetta er sá sem gaf henni skip- ið ....“ Gamli hennaöurinn sagði: „Þetta er allra þokkaleg- asti liðsforingi. Hann er ekki eins og sumir þessir ungu“. Hún sagöi: „Ég hef aldrei vitaö' til þess aö Móna væri svona mikiö meö sama piltinum, Stebbi. Þetta viröist vera aö verða alvarlegt hjá henni“. Hann sagöi dálítiö þungbúinn: „ÞaÖ þýöir ekkert að vanda um viö hana“. „En hann er reglulega geðugur“. „Ojá“, sagöi hann. „En hann er liösiörmgí. Hún get- ur aldrei lært aö koma fram eins og hann“. „Ég veit ekki, Stebbi, Móna er anzi skynsönri. Hún sneri sér aö honum. „Hefðiröu nokkuð á móti því aö hún kæmi heim einhvern daginn og segöi að þau ætluöu að giftast?” Hún var óforbetranlegur bjartsýnismaöur. „Nei“, sagði hann hugsi. „Ekki ef þau vilja það. í gamla daga varö liðsforingi að segja af sér ef hann kvæntist barstúlku. Þannig var þaö þa“. Hún sagði: „Nú er allt breytt, bæöi vegna stríösins og a.nnars“. Hann jánkaöi því. „En ef hún hefur það í hyggju, þá værum viö búin aö missa hana íyrir fullt og allt, mamma“, sagði hann. „Liösforingjo.v em liðsforingjar, og lægri stéttir eru lægri stéttir“. Hún þagði. Henni hafði sjálfri dottið 'nið sama í hug. „Þaö þarf aö flengja þau duglega", sagði hann dá- lítið daufur í dálkinn. „ViÖ getum aldrei oröiö af sama sauðahúsi og liðsforingjar“. Litli bíllinn ók áfram út úr borginni og upp 1 sveit. Móna spuröi: „Hvert emm viö aö fara?“ Hann sagöi: „Til South Harting. Læknirinn minn segir aö ég. veröi aö hreyfa mig dálítiö". „Þú og læknirinn þinn! Hvaö eigum við að gera þegar þangað kemur?“ „Skilja bílinn eftir viö ki'ána og ganga til Cocking yfh’ sandhólana“. „Hvaö er þaö langt?“ „Einar sjö mílur. Og“, sagöi hann festulega, „sjö mílur til baka“. Hún staröi á hann. „Ég get ekki gengiö svo langt“. „Má ég sjá skóna, þína“. Hún lyfti öörum fætinum, svo að hann gæti séö hann undir mælaboröinu. Hann laut niöur og tók síðan snögga beygju til aö rekast ekki á vörubíl. ÞaÖ voru breiðir gönguskór. „Ég keypti þá fyrir sumarleyfiö í fyrra“, sagði hún. „Þeir eru ágætir. Þú getur gengiö fimmtán mílur þér til ánægju“. ,,Ég hef aldrei gengiö svona langt fyrr“. „Þú gengur jafnlangt á hverju kvoldi á gólfinu 1 sam- komuhúsinu“. „Láttu ekki eins og kjáni. Þá er ég aö dansa“. „Þá skal ég fá lánaöa munnhörpu á kránni og þú getur dansaö til Coeking. Því aö þangaö áttu að fara“. Von þráöar komu þau til South Harting, sem var þorp neöanundir sandhólunum, allmörg hús við eina langa götu, þorpskrá meö talsverðu landrými í kring og kirkju sem stóö inni á milli álmtrjáa. Chambers lagði litla bílnum skammt frá kirkjunni. „Hérna“, sagði hann. „byrjum viö aö ganga“. Hann var í einkennisbúningi, hann mátti til. Hann hafði farið í elzta jakkann sinn og buxurnar, sem blett- aöar voru af margs konar olíu úr flugvélum sem hann haföi flogið og upplitaðar af hreinsunum. Hann stakk húfu sinni í vasann og var tilbúinn. Stúlkan var í blárri peysu og gömlu tvídpilsi. Hún staröi á hæðina framundan. „Þú ætlar þó ekki aö ganga þarna upp“. „Læknirinn minn segir að ég megi til. Það er eitt atriði í lækningunni“. „Ég held þú ættir aö skipta um lækni“. Þau lögðu af staö upp brekkuna. Þrem klukkustundum síðar röltu þau niöur forarstíg sem lá niður í Cocking, annað þorn undir sandhólun- um. Þau höföu séð dádýrahóp, fjóra íkorna og spætu og höfðu árangurslaust reynt aö komast á bak kind. Leiöin yfir hálsana og gegnum skóginn var mjög krókótt og þau höföu gangiö mun lengri snöl en sjö miiurnar sem þau höfðu gert ráö fýrir; þau komu til Cocking þreytt og sárfætt og svöng og þyrst og sæl. Móna spuröi: „Hvert förum viö núna, Jerry?“ Hann sagöi: „Auövitaö í krána“. Þau fundu veitingahúsiö í þorpinu. í bamum báðu þau um bjór og engiferöl að dúklögðu borði og tóku upp brauöiö sitt, egg, sardínur og reykt kjöt. Hann hafði vandaö til nestisins, hafði útskýrt það fyrir gránærðu matráðskonunni sinni aö vinkona hans væri dálítið matvönd. Hún hafði sagt meö móöurlegu látbragði: „Gott og vel, herra Chambers. Ég skal sjá um aó hún fái eitthvað gott“. Þaö munaöi minnstu aö hún kallaöi hann „elskan“. Brauöiö dugöi þeim ekki; í ofanálag fengu þau brauö og ost frá kránni og keyptu dálítiö af súkkulaöikexi. Bráðlega gengu þau aftur af stað og hægar í þetta sinn, í áttina til South Harting eftir troöningunum fyrir neöan sandhólana. Þau komu þangaö um teleytiö; höföu tafizt lítiö eitt viö aö reyna að gæða svíni á súkku- laðikexi. Á kránni í South Harting báöu bau um te og þeim var vísaö upp í stórt herbergi á efri hæð, sem vissi út að þorpsgötunni. Glaölegur eldur brann á arni. Þau þvoöu sér í snyrtiherberginu; síöan settust þau að soönum eggjum og tei og kökum, endurnærö og hæfilega þreytt. Chambers sagði: „Ég ætla ekki að skipta um lækni, hvorki þín vegna.né neins annars Þetta hefur veriö góöur dagur“. Stúlkan kinkaöi kolli meö fullan munninn. „Ég hef Innilega sammála Framhald aí 3. síöu. frjálsri verzlun á því sviöi, og mætti þá sanna, þó í litlu væri, fullyrðingar við hátíðleg tæki- færi um fylgi við slíkt verzlun- arform. Umræðu varð ekki lokið og málið tekið af dagskrá. Frystihúsið framhald af 7. síðu byggingu frystihússins og frá fyrstu tíð verið málinu andvíg- ir. Þá auglýsir Hamar, að honurn er ókunnugt um hvenær fyrst var leitað til ríkisstjórnarinnar um lánsfé vegna frystihússins. Hamar spyr: „Hvenær gekk bæjarstjórn frá slíkri samþykkt eða fól mönnum að hafa með höndum slíka milligöngu við ríkisstjórnina? Hvenær kom þetta mál formlega til kasta ríkisstjórnarinnar, var það.ekki fyrr en eftir það, að búið var að samþykkja þýzka lánið? Var það ekki fyrsta ganga málsins frá bæjarstjórn til ríkisstjórn- arinnar?“ Svar við spurningum Ham- ars: Útgerðarráð, sem kosið er af bæjarstjórn, ræddi um til- löguteikningar að frystihúsinu hinn 4. maí 1954, og segir svo í fundargerð: „Var rætt um málið fram og aftur, sérstaklega fjárútvegun. Var samþykkt að fela framkvæmdastjórunum að kanna þá hlið málsins“. í fram- haldi af þessari samþykkt var leitað til Framkvæmdabankans, sem ríkisstjórnin setti á stofn og ætlað er það hlutverk að veita fé til atvinnufram- kvæmda. Framkvæmdabankinn neitaði að lána fé til frystihúss- ins en fékkst til að framlengja lán, ef takast myndi að fá það erlendis, þá var farið ' að leita eftir lánsfé í Þýzkalandi. Mohair ull er af angórageifinni, en angóraull af angórakanínunni Nöfnin á vefnaðarvöru eru svo ruglingsleg og maTgbrotin, að það veitir ekki af að reyna öðru hverju að átta sig lítið eitt á þeim. Um hrein itllarefni vitum við j það, að vicuna-ull kemur af lamadýri, kasmírull af kasmír- geit, en mohairullin er hinsveg- ar af angórageit. Það er aðeins ullin af angórakaninunni sem nefnist angóraull. Og þá liefur nælon ekki far- ið varhluta af nafngiftum. Næloni er skipt í tvo flokka og er annar þeirra nefndur nælon, þegar hann kemur frá Bandaríkjunum, Eng'andi og allmörgum fleiri löndum, en perlon í Þýzlcalandi og amilan frá Japan. Hinn nælonflokkurinn sem ekki er sérlega frábimgðinn þéim fyrri er kr: laður perlon- L í Þýzkalandi, enkalön í Hol- landi, griiion í Sviss, p’nriion í Þýzkalandi, sílon i Tékkósló- vakíu, icapron í Sovétríkjun- um ög rilsan í Frakklandi. í Þýzkalandi einu eru þannig tvö nöfn á sama efninu. Helzt virðist sem heitið per- lon eigi eftir að ná yfir jafn- mörg mismunandi efni og næ- lon, því að í Þýzltalandi er talsvert gert að því að nota perlonheitið og skeyta bókstaf aftan við. Auk þeirra tveggja perlongerða sem áður eru nefndar er til þriðja tegundin sem kallast peii!on-U. Það er óþægilegt fyrir neytendur þeg- ar nöfnin á efnunum eru svona ruglingsleg og neytendasam- tökin ættu að beita sér fyrir fræðslu um þessi mál. 3 Munið Kallisöluna í Hafnarstræti 16. fi ionignr.váblf 'íoreþ Vegfarendur! Gerið yel og athugió útstillinguna yfir helgina. BEZT, Vesturveri. LI0GU3 LEIÐIN ÍÚtsefandl: Sa:neli’.lnsarf!olckur aíþýCu — Sdslallstaíioikurlnn. — Rltstjórar: Magnós KJartanssoa (ib.). SlgurSur OuSnumdsson. — Fróttárltstjórl: Jón BJárnason. ~ Blaðamenn: Ásmundur Sií’ir- ‘ónsson. Biarnl Benedlktsson. Guðmundnr ViEfússon, ívar H. Jónsson. Magnús Toríl Ólafson. — AuglíslngastJórl: Jónstelan Haraldsson. — Rltstjórn, afgrejðsla. auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustís 19. — Siml 7S00 •% llnur). ~ Áskriftarverð.kr. 20 á m&nuðl I Reykjavik og nágrennl; kr. 17 annaxsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1. — s»r«ntaB>**" Þjððviijans b.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.