Þjóðviljinn - 23.03.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.03.1956, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. ímarz 1956 — ÞJÓÐVHJINN — (7 Vín 14. 3. 1956. f einu dagblaðanna hér, sem annars flytja að mestu íþrótta- fregnir og frásagnir af alls- konar listviðburðum, því Vín er listanna og gamalla kirkna borg — gat að líta smáklausu um það, að lögreglumenn, sem voru á næturverði, hefðu komið að • ungum manni sofandi á bekk í einum trjágarði borgarinnar. Skipuðu þeir manninum að hafa sig heim; hann kvaðst hvergi eiga heima og bað þá að fara með sig á stöðina; gerðu þeir það. Kom þá í ljós, að þetta var atvinnuleysingi, sem harðir trébekkir höfðu í lengri tíma komið í rekkju stað, og ýlfrandi vindurinn breitt yfir blákristallaða' rekkjuvoð í (hverfiskini mánans. Færðu þeir hann nú í hlý föt; en er átti að færa hann úr skónum sáu ■menn, að hann var kalinn á fótum. Var þá farið með hann í skyndi á sjúkrahús; þar fékk hann loksins uppbúið rúm og húsaskjól, að vísu dýru verði keypt. Lisfaverk Það sem helzt vekur athygli þeirra er til Vínar koma, er aragrúi légsteinasala i útjöðr- um bórgarinnar. Eru vinnu- staði'i- þeirra með dálitlu milli- bili, umgirtir stórum görðum, þar sem legsteinar af öllum gerðum og stærðum hallast hver i’inan um annan. Auglýsa ! legstéinásalarnir vöru sína með 'störum, skrautlegum skiltum. Það virðist annars óþarfi, því Varan auglýsir sig sjálf. Má 'sjá þaraa margan listavel gerð- 'án stein með lágmyndum af englum og hinni heilögu guðs- tnóður; gætu þeir áreiðanlega komið mörgum listfræðingnum 1 geðshræringu. Steinar þessir munu vera all dýrir, enda ekki ætlaðir nema beim útvöldu; hinir mega týnast. Annað, sem maður beinir ó- sjálfrátt athyglinni að, er hinn fmikli fjöídi húsatófta frá stríðs- ! árunum. Virðist endurreisnin i fara sér heldur hægt, því húsa- i beinagrindur af þessu tagi — ,þar sem aðeins veggirnir standa eftir sem talandi tákn um það, ] sem liðið er og aldrei aftur kemur — eru við aðra hvora götu í aðalhluta borgarinnar. Hundar j|- . ! Vín er hundanna borg. Eru þeir eins og legsteinarnir af öll- ; um gerðum og stærðum, eða , réttara: ættum og ættflokkum. i Hundar eru hér langtum fleiri en ungbörn, þó þeir ku vera ! dýrir á fóðrinu. En ungbarna- : fjöldi virðist í hróplega öfugu j hlutfalli við allan þann fjölda hjóna og elskenda, sem maður sér á götum úti; hér er það nefnilega siður að giftir sem , ógiftir tjái hverju öðru ást sína með kossi í öðru hvoru spori, og hvar sem þeir eru staddir Sjáist hjón með barna- vagn, glápa allir á það eins og naut á nývirki, Eru bama- eignir nú verðlaunaðar, og von- ast menn því til, að þetta taki breytingum. En bamaleysi þetta — af hverju sem það nú stafar — virðist fólk bæta sér upp með hundunum. Eru ,þeir allir í ól nema þeir stærstu, sem eigendumir hafa ekki bolmagn til að halda við: þeir silast þá annaðhvort á undan fóstrum sínum eða á eftir, og virðist ekkert vekja á- huga þeirra nema stöku ljósa- staur eða umferðaskilti. Hund- arnir eru vel aldir, þvegnir og gljákembdir, en bera náttúrlega keim af eige”dunum: sé það fín frú er hundurinn vanalega í einhverjum bol, þá oft í stíl við kápu eða pels írúarinnar. Allir hafa þeir, lögum sam- kvæmt, og sennilega af dýr- keyptri reynslu af upplagi þeirra, jámgrind yfir trýnið. Vilji svo til að hundur og bam alist upp saman, í einni og sömu fjölskyldu, er hundurinn — að sögn — í töluvert meiri hávegum hafður en krakkinn. Þurfi að viðra hundinn nýtur barnið rrúðs af. Séu hjónin með hurdinn á göngutúr i rigningu, leiða bau krakkrnn alltaf næst götunni en hundinn fjærst, til þess að hann fái ekki á sig gusu, ef ógætinn ökumaður keyrir hjá. Þurfi maður að fá leigt, skal maður vcrast að leigja hjá konu, sem á hund, því þeir eru sagðir margir hverjir mjög geðillir og slæmir í umgengni; ef því eitthvað út af ber, er leigjandanum kennt um allt. Hvitlaukur Kvikmyndahúsin í Vín skipta tugum. Eru allar myndir með þýzku tali, sem talað er inn á þær í Berlin. í sambandi við kvikmyndahúsin er eitt, sem angrar mann mjög. En það er hvítlaukurinn. Næstum undan- tekningarlaust, er maður er setztur, búinn að koma sér vel fyrir og í „stemningu" fyrir hrífandi ástar- eða sorgarmynd, ber þessa hvimleiðu lykt fyrir vit manni. Ómögulegt er að skynja, hvort hún kemur frá manninum eða konunni fyrir framan, þeim fyrir aftan, eða henni, sem situr við hlið manns, þó erfitt sé að trúa því. Sé maður forvitinn og vilji ganga úr skugga um hvaðan lyktin stafi, kemst hann að raun um með dálítilli eftir- grennslan, að það lykta allir í kringum hann af hvítlauk. Þá reynir hann að láta sér þykja lyktin góð. En hvítlaukur reynist helzt vera notaður í hvað eina matarkyns. Vilji maður kaupa eitthvað í kjötbúð og vera öruggur um að ekki sé hvítlaukur í því, er bezt að kaupa ost. . . . Skynvilla Eins og allir vita er Vín stór borg. Hún er ekki mjög stór að flatarmáli hlutfallslega við í- búatölu, en nógu stör til að ó- kunnugur getur villzt þar. Villt- ur maður, úrkula vonar, að komast heim, grípur vanalega þess ráðs að spyrja til vegar, og leitar þá á náðir lögreglu- raanns; en þeir eru margir í Vín og mjög hjálpfúsir. Énda eru þeir vinsælir með afbrigð- um meðal almennings, einkan- lega bílaeigenda. Á jólum eru stórir gjafa-staflar hjá um- ferðalögregjunni á götum úti, sem bíleígendur færa þeim; hér eru það líka bílarnir, sem eru alltaf í rétti en ekki hinn fótgangandi. En að spyrja lög- reglumann til vegar hefur litla hagnýta þýðingu aðra en þá, að maður æfist í þýzku og lærir þolinmæði. Venjulega getur lögreglan, sem maður spyr, ekki komið götunni fyr- ir sig, og stöðvar næsta mann til þess að reyna hvort hann sé nokkru vísari. Sá þykist þá handviss um hvar gatan sé. En á meðan hann er að útlista legu götunnar fyrir skilnings- sljóum lögregluþjóninum, ber ef til vill bílstjóra að, sem vill vita hvað sé á seyði og dregur upp vegvísi. Eftir miklar bollaleggingar yfir vegvísin- um, eru þeir allir sammála um, að þessi gata sé aUs ekki til í Vín. Er maður þá vana- lega farinn að halda að svo sé og slangrar uppgefinn fyrir næsta horn. Og sjá . . . þar er þá gatan, sem maður leitar Kvenrakarar Ekki er óalgengt að sjá kvenfólk við allskonar verka- mannavinnu. Á veturna strita þær við snjómokstur á stræt- um og gangstéttum ásamt karlmönnum; á sumriri eru þær svo í byggingavinnu. Taka þær vinnu frá karl- mönnum, enda er fjöldi þeirra atvinnulaus. Þá er og algengt að kvenfólk vinni á rakara- stofum. Þær hafa þá venjulega þann starfa, fyrir utan það að vera til gamans og augnayndis, að sápa og raka. Dregur þessi háttur á hlutunum áreiðan- lega ekki úr viðskiptunum; enda er algengt að sjá menn sitja með sælusvip á stólnum, á meðan þrýstin blómarós snýst í kringum þá og fer mjúkum höndum um vanga þeirra og háls. Wiedersehen Hvað lítið sem maður verzl- ar hér, fær maður „auf wid- ersehen", eða „wiederscháun“ í kaupbæti. Á veitingahúsum fá menn alltaf þennan kaup- bæti hjá þeim þjóninum, sem næst stendur útgöngudyrun- um, og stundum líka bros- grettu og hneigingu hafi verið verzlað vel. Veitingahús eru hér hvert sem maður snýr sér, bæði gömul og nýtízkulég; en Vín er rómuð fyrir sín „Gast- haus“ og „Wein Kellet". í Gasthausunum er seldur mat- ur meðal annars. Matseðillinn. er mjög fjölbreyttur, kring- um tuttugu réttir, þó allir réttirnir virðis-t vera af sömu gömlu beljunni. Gasthausin eru mörg gömul mjög og fræg; og hafa menn eins og Strauss. Mozart og Beethoven skilið þar eftir sig spor. „Wein Kellerarn- ir“ eru einnig' gamlir og frægir, sumir mjög hrörlegir, jafnvel svo, að maður er hálf smeykur um að loftið hrynji þó og þeg- ar. Er engu haldið þar við, reynt að hafa allt eins og það var „þá“. Þarna koma menn gjarnan saman að loknu dags- verki og syngja og drekka, en hljómsveitin gengur á milli borðanna. Eru leikin gömul Vínar dægurlög eins og „Alte Burschen“, „Annelise“ og fleiri, og er alltaf þétt setinn bekkur og glatt á hjalla alla daga vik- unnar. En Vínarbúar gera eng- an dagamun hvað vindrykkju-. snertir; þeir drekka alla daga jafnt. En fólk neytir yfii’leitt - ekki sterkra drykkja. „Es- presso“ er kaffihús, eingöngu selt kaffi og áfengi. Þar fá menn nýjustu frétta- og mynda- blöð og geta setið yfir þeim allan daginn, ef þeir vilja. í kuldum fer vanalega öll fjöl- skyldan á ,,Espresso“, og skoðar blöð til að spara kol. Á kvöldin spilar hljómsveit, fiðla og píanó; geta menn þá dansað ef þeim sýnist. En Vínarbúum fellur betur að sitja og rabba yfir vínglasi en dansa. Til dæm- is voru samankomnir allmargir gestir á einu kaffihúsanna kvöld eitt. Voru þetta misjafnir sauðir eins og venjulega, bæðí ungt og gamalt. Sátu portkon- ur við eitt borðið og spiluðu á spil gjótandi augunurh ánnað veifið til dyranna, ef einhver líklegur viðskiptavinur skyldi rekast inn. Fiðlarinn var rokinn út í horn, þar sem sátu virðu- leg, roskin hjón, og haniaðisl eins og smiðjubelgur, reynandi að lifga við gamlar glæður. En á miðju skínandi dansgólfinu lá stór bröndóttur köttur og mal- aði í makindum. Hann fékk að liggja þar í friði. Krossfarar Kirkjur eru hér margar fræg- ar og fagrar mjög, með miklu útflúri, enda eru 90% þjóð- arinnar kaþólskrar trúar. Eitt hafa þær allar sameiginlegt: hinn steinmettaða reykelsisilm. og skriftaklefana. Má oft sjá röð af fólki fyrir framan þá á sunnudögum, bogið í bakið ai syndum vikunnar, bíðandi eft- ir að skriftafaðirinn losi það við þessa þungu sálarbyrði. í einni ævagamalli kirkju má sjá jarðneskar leifar tveggja kross- fara. Hvíla þeir klæddir fögr- urn gullbrydduðum litklæðum, i, sömu stellingum og þeir voru lagðir í fyrstu, í loftþéttum glerkistum. Er skinnið á þeim eins og gamalt bókfell, strekkt yfir beinin. Má vel greina öll liðamót handarbaksbeinanna. þar sem höndin stendur fram úr klæðunum. Hefur annar þessara herra verið mjög stór. um 180—190 cm, en hinn aítui frekar lítill. Að öllu óbreyttu fá þeir sennilega að hvila þarna um alla eilífð, Vínarbúum og öðrum til fróðleiks og augna- gamans. Fxá Vínarborg — Stefánskirkjan á miðri myndinni. Ingvi Ölafsson: ,Wit4ersehen''

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.