Þjóðviljinn - 05.04.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.04.1956, Blaðsíða 4
&) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagrur 5. apríl 1956 — - Um páskaegg — Svindl — Að selja köttinn í sekknum — Áróðusræða — Andleg íallering. MABUR NOKKUR hafði tal af Bæjarpóstinum og var hann óánægður yfir svindlinu á páskaeggjunum. Sagði hann, að erlendis væri venjan, að páskaeggin væru opin í ann- an endann, þannig að fólk gæti séð hvað það væri að kaupa, en þyrfti ekki að kaupa köttinn í sekknum fyr- ir geypiverð. Hér eru páska- eggin hinsvegar lokuð í báða enda, og innihald þeirra, sagði maðurinn, er oft skammar- lega lítið, sem sé: „umbúðirn- ar eflaust vætt, innihaldið lóð.“, Það er sagt, að enginn hygginn kaupmaður kaupi ó- séðar vörur, og hví skyldu hyggnir viðskiptavinir þá frekar kaupa þær svo til ó- séðar? Bæjarpósturinn hefur raunar sjálfur aldrei keypt né étið páskaegg, en í fljótu bragði virðist það mjög sann- gjamt, að fólki sé gefinn kostur á að sjá innihald þeirra og velja þau eftir því. Og ekki er nema von, að mönnum þyki dýrt spaug að kaupa næfurþunnt súkkulaði- hylki utan um fáeina brjóst- sykursmola á 15 til 30 krón- ur. Þá hafa og ýmsir haft orð á því, að málshættirnir, sem fylgja hverju eggi, séu ekki nærri nógu vel valdir, og sumir blátt áfram ó- smekklegir. Verður ekki ann- að séð en slíkt sé með öllu óþarfi, þar eð nóg er til af prýðilega orðuðum, viturleg- um og skemmtilegum máls- háttum, sem einmitt eru á- gætlega til þess fallnir að vekja athygli t. d. bama og unglinga, á hrynjandi máls- ins. — En þótt það komi raunar ekki venjulegum páskaeggjum við, þá flutti séra Sigurður Einarsson ræðu mikla á vegiun Heimdalls núna rétt fyrir páskana, og var hann þannig einskonar páskaegg þeirra Heimdellinga. Eins og að líkum lætur, fjall- aði ræðan um ástand og horf- ur í Rússlandi, það er nefni- lega orðið móðins, að þegar menn hafa endanlega gefizt upp á að berjast fyrir hug- sjónum sínum, flytja þeir framsöguræðu hjá‘: Heimdalli um Rússlandsmálin. Og þær ræður opna þeim gjaman leið til ýmissa þeirra mannvirð- inga, sem þeim voru áður meinaðar, einmitt vegna fyrr- nefndra hugsjóna. Og ég dreg mjög í efa, að sú iðrun, sem fram kemur í því, að séra Sigurður biður háttvirta heimdellinga afsökunar á skammsýni sinni, þegar hann orti Sordavala, sé af verulega kristilegum toga spunnin. Á hinn bóginn er það svo stað- reynd að ýmsir þeir, sem áð- ur hafa látið tilleiðast að flj'tja slíkar áróðursræður á vegum Heimdalls, hafa með Framhald á 2. síðu. % *» w í sumar: «4 * Ellefu siimum í viku tíl og írá Reykjavík * • «d Fastar áœtluTiarferðir til og 'frá * ★ LUXEMBORG • •4 % ★ HAMBORG Loitleiðis landa milli • «4 ★ KAUPMANNAHÖFN ★ GAUTABORG Tryggið yður • ★ OSLÖ farmiðana strax M < ★ ★ STAFANGRI BJÖRGVIN LOFTLEIÐIR • ★ NEVV YORK — Sími 81440 — • «4 ? Heiman og heim í sumaríríinu með L OFTLEIÐ UM * • y • I A l • »M l • I A l • f A t • / M l • I M í • / /* *> Bandarískir risabílar henta okkur ekki Við höfum aldrei farið dult með þá skoðun hér í þætt- ínum, að enda þótt við teljum nargt gott um bandarískan oilaiðnað, þá hafi reynslan sýnt að frá Bandaríkjunum sé síður að vænta nýjunga og endur- bóta en frá bílasmiðum Evrópu. Við höfum einnig talið, að 'öandarískir bílar sem stöðugt verða stærri og umfangsmeiri, aflmeiri og eyðslusamari, hent- ínðu okkur alls ekki. Engu að síður eru þeir fluttir hingað til landsins í stórum stíl og enginn vafi á, að í engu landi Evrópu er jafnmikið um bandaríska bíla að tiltölu og hér á landi. Það er vægast sagt fáránlegt að við skuium flytj_a inn hina dýru og eyðslusömu bíla sem enga kosti hafa fram yfir minni og spameytnari ev- rópska bíla. Því er ekki að neita að sum- ir hinna bandarísku bíla líta glæsilega út, a. m. k. í augum þeirra, sem hafa samið sig að hinum bandaríska smekk. En athugum t. d. þennan Lincoln hér á myndinni. Hann er um 12 fermetrar, breiddin rúmir 2 metrar og lengdin 5,66 metrar. Hreyfillinn er 285 hestafla en það samsvarar áfköstum lireyfla í fjórtán litlum Fiatbíl- um, eða öðrum samskonar. Hinsvegar er ekki nema lítill hluti þessa gífurlega vélarafls sem raunverulega nýtist til að knýja bílinn, sennilega „ekki nema“ rúmlega 100 hestöfl. Það er auðvelt að gera sér í hugar- lund hve mikill hluti eldsneyt- isins eyðist til einskis eða lít- ils gagns. í Bandaríkjunum og annarsstaðar, þar sem benzín er ódýrt, skiptir það e. t. v. ekki meginmáli, að hreyflarnir séu spameytnir, en það gerir það óneitanlega hér á landi og víðast hvar í Evrópu. Þá er hin gífurlega stærð þessara bíla ekki lítill galli. Þeir eru svo rúmfrekir á þröngum göt- um þéttbýlisins að telja má víst, að ef allir bílar á íslandi væru bandarískir, myndi fljótt koma að þvi, að öll umferð á götum Reykjavíkur stöðvaðist. Umferðarvandræðin í Reykja- vík eru þegar mikil, svo ekki sé minnzt á, að bilastæði eru eiginlega engin, og stefnir þar i algert öngþveiti. í erlendum borgum eins og t.d. Stokk- hólmi hefur komið til tals að banna umferð einkabifreiða um miðbik borganna, þar sem um- ferðin er mest, og vera má, að að því kom einnig hér, a. m. k. á vissum tímum. Það væri þá ráð að láta bannið fyrst bitna einvörðungu á bíl- um sem væru t. d. yfir 10 fermetrar. Það gæti kannski komið vitinu fyrir suma! Brezkur hraðakstursbíll Ahinni miklú bílasýningu í Forum í Kaupmannahöfn, sem við höfum áður sagt frá hér í þættinum, vakti það at- hygli, hve lítið bar á nýjung- um frá brezka bílaiðnaðinum. T. d. sýndu Austinverksmiðj- urnar ekki einn einasta vagn og gáfu þá skýringu að þær hefðu ekki breytt gerðum sín- um neitt að ráði frá í fyrra og teldu því ekki ástæðu til að sýna bíla sína. Þær virðast sem sagt hafa lagt árar í bát í samkeppninni við bílafram- leiðendur meginlandsins. Það voru þó nokkrir brezkir bílar - á sýningunni, t. d. þessi hraðakstursbíll sem hér er sýndur, Triumph T.R. 3. Hann lítur út eins og við er að búast þegar um siíka bíla er að ræða, útlitið gefur hugmynd um mik- ið afl og hraða. Við það bætist að lakkið er eldrautt. Framsætið í Triumph T. R. 3. Sætin eru á botni vagnsins og ökumaðurinn situr svo lágt, að hann getur Iagt olnbogann á uxulliylkið, sem menn aunars sparka venjulega fótum í.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.