Þjóðviljinn - 05.04.1956, Blaðsíða 6
6$ — I>JÖÐVTLJINN — Pimmtudagur 5. april 1956
þJÓÐVIUINH
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíaiistaflokkurinn
Um það verður kosið
l'T'í'minn birtir í gær 18 ára
gamlar ivitnanir í Þjóðvilj-
ann um nauðsyn þess að Alþ.-
sambandið sé óháð pólitiskum
flokkum. Sérstaklega leggur
blaðið út af svohljóðandi um-
mælum: ,,Það er lífsnauðsyn
fyrir íslenzkan verkalýð að
standa sameinaður í einu fag-
legu sambandi, og það er því
aðeins mögulegt að samband-
ið sé á grundvelli jafnréttis
og lýðræðis og skipulagslega
óháð pólitískum flokkum.“
Þjóðviljinn lýsir fullu sam-
þykki við þessa skoðun enda
Ihefur í engu verið frá henni
hvikað.
TT’ins og menn minnast voru
Alþýðusambandið og Al-
þýðuflokkurinn ein skipulags-
leg heild með sameiginlegan
fjárhag, sameiginlegt starfs-
lið og sameiginlega forustu.
Engir menn nutu réttinda á
þingum sambandsins eða gátu
ákveðið stefnu þess og störf
nema þeir væru flokksbundnir
Alþýðuflokksmenn. Varð þetta
að sjálfsögðu til að sundra
samtökunum og veikja þau,
og það var óhjákvæmilegt
nauðsynjaverk að gera Al-
þýðusambandið skipulagslega
óháð pólitískum flokkum.
Sú breyting gerði það þó
auðvitað ekki að verkum
að Alþýðusambandið yrði allt
í einu áhugalaust um pólitík,
eftir sem áður voru stjórn-
málin hinn snarasti þáttur í
kjarabaráttu allrar alþýðu.
Það þurfti aðeins að finna
stjórnmálabaráttunni nýtt
form, sem ekki torveldaði
samheldni verkalýðssamtak-
anna og byndi engan meðlim
þeirra með valdboði. Og leið-
in var auðvitað sú að fá
stjórnmálasamtök alþýðunnar,
flokka þá sem hún hefur
stofnað, til að vinna saman
en sundra ekki kröftum sín-
um með innbyrðis átökum.
Þetta verkefni hefur orðið æ
brýnna með hvérju ári
sem liðið hefur. Auðmanna-
stéttin, sem skort hefur vald
í verkfallsátökunum, hefur
gripið til þess ráðs að beita
ríkisvaldinu, og oft hefur það
verið tekið aftur á ein-
um þingfundi sem verkalýðs-
samtökin börðust einhuga
fyrir vikum saman. Eru þess-
ar starfsaðferðir nú orðnar
einráðar, og verkalýðssam-
tökin hafa aðeins um tvo
kosti að velja, vilji þau ekki
gefast upp skilyrðislaust:
Annaðhvort að heyja verkföll
æ ofan í æ, svara hverri árás
alþingis og ríkisstjórnar með
kjarabaráttu, eða tryggja al-
þýðu manna þau völd á al-
þingi, að sú stofnun verði
ekki notuð einhliða af auð-
mannastéttinni.
■jVTúverandi stjórn Alþýðu
-*• * sambands Islands hefur
valið síðari kostinn. Allir
þekkja tilraunir hennar til
þess að sameina vinstri öflin
í landinu, en þær hafa hlotið
einróma stuðning allrar al-
þýðu. Þær tilraunir hafa ekki
strandað á málefnum, heldur
á fordómum og persónulegum
meinlokum einstakra ráða-
manna. Auðvitað kom ekki til
mála að slík viðhorf eyðilegðu
þá stefnu sambandsins að
tryggja alþýðu manna aukin
stjórnmálavöld. Og var þá sú
leið sjálfgefin að snúa sér beint
til kjósenda, gefa öllum al-
menningi, öilum félögum sam-
takanna, kost á að sameinast
I verki um ný og óháð sam-
tök vinstri manna.
k lþýðusamband íslands verð-
/1
ur ekki skipulagslega tengt
hinum nýju stjórnmálasam-
tökum og þau binda ekkert
verkalýðsfélag og engan með-
lim þeirra. Þau skírskota að-
eins til stéttvísi manna og
einhugs, þau gefa allri alþýðu
kost á að tryggja í verki þau
samtök vinstri manna sem
misvitrir leiðtogar vildu ekki
gangast fyrir. Þau spyrja
alla íslendinga um það hvort
áfram skuli haldið að egna til
síendurtekinna verkfalla eða
hvort alþýðusamtiikin eigi að
fá þau völd á þingi að ekki
veiði hjá því komizt að taka
verðugt tillit til þeirra. Uin
það verður kosið í sumar.
Þá efna þeir loforðin
iTiíminn hefur fátt að segja
■*• um mat erlendra blaða á
þeirri stefnubreytingu leiðtoga
Framsóknar og Alþýðuflokks
að lýsa nú andstöðu við er-
lendar herstöðvar á íslandi.
Og feimni bláðsins er skiljan-
leg. Mannorð þessara leiðtoga
erlendis gat ekki verið öllu
ömurlegra. Flest erlend blöð
sem um málið skrifa virðast
á einu máli um að hér sé um
kosningabrellu eina að ræða,
enga einlægni og sannfæringu,
og bandarísk stjórnarvöld
fara ekki dult með það að
nýir samningar muni takast
þegar eftir kosningar, Dulles
utanríkisráðherra er meira að
segja þegar búinn að gera
drög að samningunum; að-
eins fækka hernámsliðinu eitt-
hvað, það er allt og sumt.
Þ|jóðviljinn vill ekki taka
* undir þetta svartsýna mat
á mannorði leiðtoganna; það
er sem sé algerlega á valdi
kjósenda hvað gerist í þessum
málum að kosningum loknum.
Leiðtogarnir þurfa aðeins að
hafa hitann í haldinu, vera
jafn óttaslegnir eftir kosning-
ar og þeir eru nú, þá munu
þeir standa við fyrirheit sín.
** -■—.‘.rf^g***^#** •• -xil*
• •, i. .. .CiX. ••*-*-•■ ‘
ara
Varla líður svo vika að sósí-
aldemókratarnir sem hafa
á hendi stjórnarforustu og fara
með utanríkismál í Frakklandi
löðrungi ekki bandamenn sína
í London og Washington.
Christian Pineau utanríkisráð-
herra reið á vaðið, og síðan
hafa hann og Guy Mollet for-
sætisráðherra skipzt á að lýsa
dýpstu vanþóknun á stefnunni
sem Vesturveldin hafa fylgt
undir forustu Bandaríkjanna.
Mollet hefur nú tekið af skar-
ið í viðtali við bandarískt
tímarit, hann segir þar að
Vesturveldin hljóti að bíða ó-
sigur fyrir Sovétríkjunum og
bandamönnum þeirra ef ekki
sé breytt um stefnu. Almenn-
ingsálitið í heiminum gerist að
dómi Mollet æ fráhverfara
Vesturveldunum en hliðhollara
Sovétríkjunum.
ber nú á milli en nokkru sinni
fyrr. „Menn gera sér nú vonir
um að loks háist árangur af
þessum langdregnu samninga-
viðræðum“,! kegir fréttaritari
United Press í London 28.
marz. Tillaga Breta og Frakka
var fyrst iögð frám. Þar ér
lagt til að afvopriun verði
framkvæmd í þremur áföngum.
Erlei&d
tlðindl
Jules Moch
ITiranski forsætisráðherrann
* telur að höfuðskyssa Vest-
urveldanna og þá einkurn
Bandaríkjastjórnar hafi verið
neikvæð afstaða til afvopnun-
ar. Þjóðir heimsins séu orðnar
sannfærðar um að stjórnend-
um Bandaríkjanna sé þvert
um geð að útrýma styrjaldar-
hættunni, sjónarmið vopna-
framleiðenda og stríðsspekú-
lanta ráði úrslitum í Washing-
ton. í • samræmi við þetta álit
hefur stjórn Mollet tekið upp
sjálfstæða stefnu í afvopnun-
armálunum. Jules Moch, full-
trúi Frakklands í afvopnunar-
nefnd SÞ, hefur samið tillög-
ur sem brezka stjórnin hefur
gerzt meðflutningsaðili að
en Bandaríkjastjórn hefur ým-
islegt út á að setja. Vesturveld-
in hafa því ekki lengur samflot
í afvopnunarmálunum. Er það
reyndar engin furða þótt Bret-
land og Frakkland telji hollast
að fara sínar eigin götur, rík-
isstjórnir þeirra ætla ekki að
brenna sig aftur á þvi soði að
verða að viðundri með þvi að
hlaupa frá sínum eigin tillög-
um. Það gerðist í fyrra, þegar
Bandaríkjamenn knúðu Breta
og Frakka til að hafna afvopn-
unartillögum, sem þeir sjálfir
höfðu flutt, jafnskjótt og sovét-
stjórnin féllst á þær í meginat-
riðum.
A fvopnunarnefndin situr nú á
■** rökstólum í London. Fyrir
henni liggja þrennar tillögur,
frá Bretlandi og Frakklandi X
sameiningu, frá Sovétríkjunum
Og frá Bandaríkjunum. Svo
mikið er kunnugt um efni til-
lagnanna að ljóst er að minna
_____________________________J
Byrjað verði á því að banna
fjölgun í herjum eða aukn-
ingu hernaðarútgjalda frá
þeirri stundu þegar samning-
urinn g’éngur í gildi. Kornið
verði á eftirliti á láði og úr
lofti með framkvæmd afvopn-
unar. Að því búnu verði
vopnabúnaður annarra vopna
en kjarnorkuvopira minnkaður
um einn tíunda. Þar með á
fyrsta stiginu að ljúka en á
öðru stiginu á að fækka í
herjum og draga úr vopnabún-
aði unz umsamin afvopnun
hefur verið framkvæmd að
hálfu. Er öðru stiginu lýkur
á að ganga í gildi bann við
tilraunum með kjarnorkuvopn.
Þriðja stigið er fólgið í því að
lokið verður við að fækka í
herjum og draga úr vopnabún-
aði að umsömdu marki. Að
því loknu á að ganga í gildi
bann við að beita kjarnorku-
vopnum nema til varnar gegn
árás og framleiðsla kjarnorku-
vopna á að hætta. í brezk-
frönsku tiliögunum er ekki
gert ráð fyrir að kjarnorku-
vopnum verði útrýmt úr
vopnabúnaði. Er það rökstutt
með því að ekki sé hægt að
konia á öruggu eftirliti með að
algert bann við slikum vopnum
sé hvergi brotið.
¥»egar þessar tillögur liöfðu
* verið ræddar nokkuð lagði
Gromiko fram nýjar tillögur
sovétstjórnarinnar um afvopn-
un. Lýsti hann því jafnframt
yfir, að þar sem það hefði sýnt
sig að Bandaríkjastjórn væri
ófáanleg með öllu til að fallast
á útrýmingu kjarnorkuvopna
teldi sovétstjórnín ekki annað
fært en skilja það mál frá
öðrum hliðum afvopnunar.
Hún legði því til, að nú yrði
samið um fækkun í herjum
og afvopnun sem tæki til allra
vopnagreina nema kjarnorku-
vopna. Stjóm Sovétríkjanna
leggur til að af\ropnun verði
framkvæmd á þremur árum.
Fækkað verði í herjum
Bandaríkjanna, Kína og Sovét-
ríkjanna niður í 1.500.000
manns, Bretlands og Frakk-
lands niður í 050.000 og herir
annarra ríkja verði ekki fjöl-
mennari en 200.000 manns.
Eftirlitsstofnun á vegum SÞ
fylgist með því á láði og úr
lofti að umsamin afvopnun sé
framkvæmd og endurvopnun
eigi sér ekki stað. Sérsamning-
ur verði gerður um Þýzka-
land, á þá leið að fjór-
veldin skuldbindi sig til að
láta herí sína þar ekki fara
yfir ákveðið mark og bannað
verði að hafa kjarnorkuvopn
í iandinu. Reynt verði að
semja sérstaklega uin bann
við kjamorkuvopnum en til-
raunum með þau verði hætt
þegar í stað.
' ■ '■;■.■ : ■ ■■’ "■' • ý.
Stassen,' fulltrúi Bandaríkj-
anna i afvopnunarnefhd-
inni, bár fráni tillögur stjómar
sinnar í fyrradag. Þær éru
langtum yfirgripsminni en hin-
ar tvennar. Bandaríkjastjórn
leggur til að ■Bandaríkin og
Sovétríkin heimili hvort öðru
eftirlit til reynslu á láði og úr
lofti á takmörkuðu svæði. Að
þeirri reynslu fenginni verði
komið á eftirlitskerfi um heim
allan. Síðan hefjist fækkun í
herjum Bandaríkjanna, Sovét-
ríkjanna og Kína niður í 2,500,
000 manns, Bretlands og
Frakklands í 750,000 og önnur
ríki hafi ekki fleiri enn 500,000
menn undir vopnum, Samið
verði um að hæfta frekari
framleiðslu kjamorkuvopna og
birgðir af þeim minnkaðar
smátt og srnátt með því að
taka hin kjarnakleyfu efni til
friðsamlegra nota.
17103 og sjá má eiga þessar
tillögur í mörgu sammerkt.
Ágreiningur um tilhögun eft-
irlits með framkvæmd afvopn-
unar virðist að verulegu leyti
úr sögunni. Eflaust ætti ekk-
ert að vera því til fyrirstöðu
að samningar tækjust um
fækkunina í herjum. Hinsveg-
ar er verulegur ágreiningur
um hversu fljótt skuli koma
afvopnun á. Sovétríkin vilja
láta framkvæma sínar tillög-
ur á þremur árum. Vesturveldin
setja hinsvegar ekkert tíma-
takmark. Ljóst er að Banda-
ríkjastjórn gerir ráð fyrir að
framkvæmd afvopnunar taki
áratugi. Loks er ágreiningurinn
um kjarnorkuvopnin enn veru-
legúr. Vesturveldin taká til
dærnis ekki í mál að hætta
Andrei Gromiko
tilraunum með þau þegar í
stað, en ekkert sérstakt eftir-
lit þyrfti með framkvæmd
slíks banns, engin leið er að fela
kjarnorkusprengingu.
¥»ófið um afvopnun er nú bú-
* ið að standa svo lengi að
ekki er furða þótt margir telji
þátttöku stórveldanna í störf-
um afvopnunarnefndar SÞ
látalæti ein og yfirvarp, stjórn-
ir þeirra séu að reyna að friða
almenningsálitið í heiminum,
með sýndartillögum sem þær
Framhald á 9. síðu.