Þjóðviljinn - 15.04.1956, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 15.04.1956, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐV3XJINN — Smri „iagur 15. apríl 1956 Þórbergui Þórðarson: Gamall kunningi 75 ára Mánudaginn 16. þessa mán- aðar verður einn a£ mínum gömlu og góðu kunningjum 75 ára. Hann heitir Ingimundur og er Ögmundsson. Hann er Hrút- firðingur að ætt og uppruna, fæddur að Fjarðarhorni 16. apríl 1881 og er systkinabarn við Guðmund og Kristínu, sem þar bjuggu langa ævi, annál- uð fyrir gáfur, bókvísi og gest- risni. Foreldrar Ingimundar, Ög- mundur Kristjánsson og Sigur- björg* Sigurðardóttir, bjuggu fyrst að Fjarðarhorni á móti Ögmundi Bjarnasyni, föður Guðmundar og Kristínar, en fluttust þaðan, þegar Ingimund- ur var þriggja ára, að Hálsi á Skógarströnd og bjuggu þar síðan. Þegar Ingimundur var fjórtán ára, byrjaði hann sjómennsku á opnum bátum og reri fyrst frá Elliðaey á Breiðafirði og síðan undir .Tökli. Eftir það var hann á skútum frá Stykkis- hólmi. Aldamótaárið hvarf hann til Reykjavíkur og stund- aði þaðan sjó á skútum yfir tuttugu ár og síðan alllengi á togurum, en jafnframt tog- aravistinni lagði hann stund á húsasmíðar á sumrin, því að hann er hagur maður og verk- maður ágætur, og smíðaði hann jafnvel hús upp á eigin spýtur. Árið 1911 kvæntist Ingimund- ur Auðbjörgu Árnadóttur, ætt- aðri úr Árnessýslu, mikilli glæsikonu. Þau eignuðust níu börn, þrjár stúlkur óg sex drengi. Tvö þeirra dóu ung og eitt upp komið, en sex eru á lífi. Kona Ingimundar andaðist árið 1926. Tveimur eða þremur árum eftir það fluttist hann búferlum úr Reykjavík til fsa- fjarðar og hefur átt þar heima síðan. Árið 1930 gekk hann að eiga Jóhönnu Jónsdóttur frá Arnardal og varð þeim þrig'gja dætra auðið, sem allar lifa. Mér er sagt að öll böm Ingi- mundar séu myndarleg og ve) gefin. Skólamenntunar naut Ingi- mundur engrar í æsku, en var part úr tveim vetrum við nám hjá séra Jósep Hjörleifssyni, presti að Breiðabólstað á Skóg- arströnd og lærði þar íslenzku, reikning og dönsku. Sá lær- dómur, þó ekki væri lengri, varð honum að miklu gagni síðan á ævinni, ekki sízt í er- indum hans til Norðurlanda á öðrum og þriðja tug aldarinn- ar. Ég kynntist Ingimundi fyrst í Bergshúsi, sennilega veturinn 1910 til 1911. Ekki bjó hann þar, en var þar í fæði. Hann var stilltur maður og prúður, hygginn og vitur, að því er mér fannst þá og hefur fundizt síðan. Þá var mikið talað um skáldskap og bókmenntir og stundum af nokkrum hita, enda var þetta fyrir þá tíma er menn köstuðu fyrir borð þriðju dímensjón sálarlífsins, sem fræðimenn hafa kallað tilfinn- ingu. Ingimundur var hagorður og hafði mikið yndi af öllu, sem vel var ort og fagurlega stíl- sett, bæði í bundnu og lausu máli, og þessir hæfileikar hafa honum ekki daprazt með aldr- inum. Hann hefur lesið mikið og einkum fagurfræðilegar bók- menntir. Nú mun Ingimundur vera alfluttur til Hafnarfjarðar og dvelst þar hjá Halldóru dóttur sinni, í Bröttukinn 10, og þar verður hann á morgun á af- mælisdaginn sinn. Hann er enn- þá hraustur og vel að manni og ekki mjög breyttur frá því, er við sátum við sama borð í Bergshúsi og ræddumst við um skáldskap Þorsteins Erlingsson- ar og Einars Benediktssonar og rökin fyrir lífi eftir dauð- ann. Þó að þessi afmælisdagur Ingimundar standi ekki á virðu- legum áratug, þá vil ég grípa þetta tækrfæri og þakka honum fyrir gömul kynni og óska hon- um allra heilla og svo langra lífdaga, sem hann nýtur marrn- vits síns og líkamlegrar hreysti. RAFGEISLA- HITUN er fullkonmasta og hollasta Iiúsliitun sem nú þekkist 1. Sjálfstæð og fullkomlega sjálfvirk hitatemprun fyrir hvert herbergi, og sérmælir sé þess óskað. 2. Aðeins þarf að setja strauminn á að morgni og rjúfa að kvöldi. Það má gera með venjnlegum rofa í svefnlterbergi. Einnig er hægt að nota fyrirfram stilltan klukkurofa. 3. Rafgeislahitun losar fóik við allar áliyggjwr af olíu eða kolakaupum, stífluðum olíuspissum o. s. frv., ennfremur við alla ólykt, óhreinindi og hávaða. 4. Ái'um, og jafnvel áratugum saman getur kerfið unnið án nokkurs viðhalds eða umhugsunar. 5. 90° C heitt vatn allan sólarhringinn og árið um kring. Einn- ig án umhugsunar. Leseíni á læknabiðstofum — Erlend blöð og tíma- rit — íslenzkt lesefni kæmi flestum betur — Hvers vegna er ekki flutt inn smjör? H. S. SKRIFAR: — „Ég er heilsuveill maður og þarf oft að fara til læknis. Ég hef komið á margar læknabiðstof- ur og setið þar og heðið þess, að röðin kæmi að mér, leng- ur eða skemur. Það er frekar leiðinlegt að bíða þannig kannski 2—3 klukkutíma, og fólkið reynir að stytta sér stundir með því að líta í blöð- in og tímaritin, sem jafnan eru í stórum bunkum í ein- hverju horni biðstofunnar. En það er bara sá hængur á að öll þessi tímarit og hlöð eru útlend, og mikill fjöldi þess fólks, sem þarf að bíða í bið- stofunum hefur þeirra fengin not, vegna þess að það skilur ekki ensku eða dönsku neitt að ráði. Gætu ekki læknamir fengið íslenzk blöð og tíma- rit á biðstofumar, sem ó- menntað alþýðufólk gæti ies- ið sér til afþreyingar, meðan það bfður þar?“ -— Pósturinn hefur nokkrum sinnum þurft að sitja dágóða stund á bið- stofu hjá læknum, og kann- ast. vel við lesefnið, sem þar liggur frammi: Danskar og enskar „forlovelseshistoriur". ásamt dramatískum frásögn- um af þeim ,tildragelsum‘' sem í fyrstu virðast óútskýrauleg eða yfimáttúrleg, en verða svo skiljanleg hverju barni, þegar slyngir leynilögregiu- menn hafa varpað yfir þau Ijósi sinnar ótvíræðu snilldar. Ég vorkenni raunar engum, þótt, hann skorti tungumála- kunnáttu til þess að komast fram úr þessu lesefni; en á hinn bógimi lái ég heldur eng- um þótt honum leiðist að bíða geislbhitum Garðastræti 6» Reykjavík Símar 4284 — 80709 Pósthólf 1148 Einkaumboð fyrir Norsk Eswa A/S, Oslo 8 i ««n»innuininn,.m<HniiuunimHmtraiinnnnninn»>,nll„,IimHm„„a,IBUUnm„l„ulmia ■■■■•■■■■■■■■*•■■■■> á læknabiðstofuna og hafa ekki einu sinni blað eða tíma- rit á sínu móðurmáli að líta í. En þótt andlega fæðan á biðstofunum sé ekki sem bezt þá er hitt þó öllu lakara ef erfiðlega gengur að fá smjör við sínu daglega brauði. Hér er sem sé bréf um það efni. — Húsmóðir skrifar: „Bæjar- póstur góður! Þú varst ein- hvern tíma að ræða um smjörleysið og gafst ef ég ■ man rétt þá skýringu á því, að bæði hefðu bændur orðið að fækka kúm á fóðrum hjá sér vegna lítilla heyja, og þær kýr sem eftir lifðu mjólkúðu illa af því fóðrí sem þær hefðu. Það má vel vera, að þetta sé rétt. En hvers vegná er þá ekki flutt inn smjör, ef það er ekki til innanlands? Ég fór í nokkrar búðír í gær að leita að smjöri, en fékk það ekki, hvorki mjólkurbús- smjör né bögglasmjör. Mitt heimilisfólk getur ekki borðað brauð, nema hafa smjör við því, og þannig hugsa ég að sé um marga. Það þykir kannski óbetranleg heimtufrekja að fara fram á að smjör sé flutt inn, svo fólk geti fengið við- bit við brauðinu, en mér finnst nú samt að ýmislegt ó- þarfara sé flutt inn.“ — Það hafa fleiri kvartað yfir því að erfitt væri að fá smjör, og að vonum líkað það illa. En fyrirspurn „húsmóður“ um það, hvers vegna smjör er ekki flutt inn núna (eins og stundum áður), vísa ég tii þeirra aðila, sem um þau mÚl f jalla. ; : s Sumarlognccðiir Stúdentafélags Suðurlands verður haldiim í Selfossbíói miðvikudaginn 18. þ.m. og hefst með borðhaldi kl. 7.30. Guðmundur Jónsson óperusöngvarí og Karl Guðmundsson leikari skemmta. Góð Mjómsveit. Aðgöngiuniðar á staðnum. Stúdentar, fjölmeimíð og takið með ykkur gesti. Stjómin IÐALFUIDUR Flngmálafélags fslands verður haldinn í Tjarnarkaffi, uppi, þriðjudagÍHn 17, apríl næstkomandi klukkan 20.30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Kvikmyndir: Plug frá Alaska o. fl. Stjðzirin ■ •*■•»•■•••■■•«•*■•*■■■• ►■•.■■■■■«■*■■•»•» »•*»•■•■»•■■■,■■ ■■■■■■••■■•■ ■■■■«■■•« W»«MI »1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.