Þjóðviljinn - 03.06.1956, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 03.06.1956, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN —' Sunnudagur 3. júní 1956 leiðrétting — Siglufjarðarbréf — Þrælahaldspínan og fjaðralánið — Botnar — Nýr fyrripartur jÉG ÆTLA að byrja á því að leiðrétta eina vísu, sem mis- prentaðist á sunnudaginn var. E>etta var ein af vísum Helga Hóseassonar (reyndar féll nú víst höfundarnafnið niður fyr- ir vangá mína), og hún er rétt þannig: „Ást til vorsins íhald bar; ósk um sumar leyndist, því í faðmi Framsóknar fimbulvetur reyndist. En á sunnudaginn var stóð lengdist í stað Ieyndist, og sjá allir, að það er vitleysa út í hött. Er höfundur hér með beð- inn afsökunar (þó seint sé) á þessum klaufaskap. En svo fékk Pósturinn bréf frá Siglufirði, og fer hér á eftir kafli úr því: „Bæjarpóstur góður! Mig minnir, að þú værir að falast eftir kosningavísum um dag- inn. Þess vegna fékk ég leyfi kunningja míns til að senda þér tvær vísur, sem hann orti um daginn. Þær eru svona: Eysteinn þykist þoka frá þrælahaldsins pínu, meðan Framsókn flögrar á fjaðraláni sínu. Flokkur krata er sinnissár í sínu valda-brauki. Upphaflega fjaðrafár, — svo fellir hann þær að auki. --------Beztu óskir um gleði- leg kosningaúrslit. Vertu bless- aður og sæll.“ EIGLFIRÐINGAR láta sem sé ekki sitt eftir liggja í skáld- skapnum fremur en á öðrum sviðum. Og ekki er „statusinn“ góður hjá Hræðslubandalaginu þar, ef marka má vísurnar. Tornæmum lesendum til hægð- arauka skal það tekið fram, að ég tel víst, að „þrælahalds- ins pína“ merki sambúð í- halds og Framsóknar, en fjaðralán Framsóknar eru vafalítið hægri kratarnir, sem hún hefur nú fengið léða a. m. k. um stundarsakir. Svo þakka ég Siglfirðingnum fyrir bréfið, og þau mættu gjarnan verða fleiri. Þá eru hér nokkrir botnar við fyrripartinn um Hræðslu- bandalagið: „Ég heyri, að marga hryllir við Hræðslubandalagi.“ Ég númera bara botnana, eins og venjulega, og vona að höfundarnir misvirði það ekki: 1) Innan þess er illþýðið af allra versta tæi. (Ekki segi ég það nú kannski, hefði Ólafur Kárason senni- lega sagt um þennan botn). 2) Og þess bæn að leggja lið lýðum verður bagi. 3) Með því eru sett á svið svik við þjóðarhagi. 4) Það lofar ótæpt öðrum sið, en er með í dragi. 5) Með krötum myndar kvígulið kollubaninn frægi. 6) Sjaldan var jafn svikið lið sent í harða slagi. Og þá held ég að botninn við þennan fyrripart sé orðinn nógu margfaldur. En hér er næsti fyrripartur, gerið þið svo vel! „Finna nálgast fólksins dóm flokkar hernámsleppa.“ Bltstj.: Guðmundur Amlaugsson ! Nimzo'md- I versk vörn Freysteinn Þorbergsson — Kári Sólmundarson Skákþing íslands, 7. umferð. Skýringar eftir Freystein Þoi’- bergsson. 1. d2-d4 Rg8-f6 2. c2-c4 e7-e6 3. Rbl-c3 Bf8-b4 4. e2-e3 d7-d5 Leikurinn 4. — c5 er nú mjög í tízku. 5. a2-a3 Bb4xc3 6. b2xc3 c7-c5 7. Bfl-d3 b7-b6 8. c4xd5 e6xd5 9. Rgl-e2 0-0 10. 0-0 Hí8-e8 Bæði nú og síðar kom til greina að leika Ba6, þótt svarti riddarinn verði ekki öf- undsverður af stöðu sinni eft- ir mannakaup á a6. T.d. 10. — Ba6 11. Bxa6 Rxa6 12. Dd3. Hvítur getur einnig svar- Æið 10. — Ba6 með Bc2 í því skyni að halda biskupaparinu, en svartur fær þá sóknarfæri á drottningarvængnum. 11. f2-f3 h7-h5 Hér stendur orustan sem oft- ar í svipuðum stöðum um reitinn e4. Hvíti riddarinn, sem ætlar til g3, er hafður að skotspæni. Vilji hann hinsveg- ar leggja land undir fót: Re2 — g3 ■— hl — f2 verður hann að sjá á bak samherja síninn biskupnum á d3 vegna þess að svartur svarar með 12. — Ba6 og knýr frarn biskupa- kaup. 12. Hfl-el h5-h4 13. Hal-a2! Rb8-d7 Til greina kom Rc6. ^4. Re2-f4 Rd7-f8 15. g2-g4! g7-g5 Slæmur leikur, sem færir hvít yfirburðastöðu, m.a. sök- um veilunnar sem nú verður á g5. Betra var Rf8-h7 16. Dd2 Rg5 17. Df2 Rf6-h7, þótt svartur eigi einnig þá við örðugleika að etja. 16. Rf4-h3 Rf8-h7 17. Ha2-g2 Bc8-b7 18. Ddl-d2 Dd8-d7 Betra var Dd6 strax. 19. Bd3-f5 Dd7-d6 20. Hg2-e2 Bb7-a6 21. He2-f2 c5xd4 22. c3xd4 Ha8-d8 23. Bcl-b2 Ba6-b7 24. Dd2-d3 He8-e7 Framhald á 8. síðu ÞJOÐTN OLL hefur helgað sjómöenimum þennan dag, hinn árlega sjómannadag, tii þess að votta þeiin þakklæti fyrir starf þeirra. Alþýðusamband íslands sendir sjó- mönnum hamingjuóskir með daginn og óskir um. gæfuríka framtíð Alþýðusamband íslands A Sjómannadaginn 1956 sendir Sjómannofélag Reykjavxkur öllum meðlimum sínum og velunn- j urum þeirra beztu kveðjur og hamingjuóskir. | * 3 ■ S t j ó r n i n.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.