Þjóðviljinn - 03.06.1956, Síða 6

Þjóðviljinn - 03.06.1956, Síða 6
—ÞJÓÐYIL.JINN — Sannudagur 3. júni 1956 r piófnnuiNN Útgefandi: Sameiningarflokleur alpýOu — Sósialistaflokkurinn Nýsköpun og kosningar f í sjómannadaginn er hollt að minnast þeirrar undir- Btöðu sem sjávarútvegur Iands manna nú byggir á: Skipaflot- ans mikla sem fenginn var inn í landið árin eftir stríð, vegna þess að nýsköpunarstefna hinn ar róttæku alþýðu náði að ha.fa veruleg áhrif á ríkis- stjórn og stjórnarstefnu um tveggja ára skeið. — Oft hef- ur verið rifjað upp hve úr- ræðalausir Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsókn voru á stríðs árunum, um framtíð þjóðar- búskaþarins, allt fram á sum- arið 1944 voru blöð beggja flokkanna full af hrunsöng og barlómi, þeir flokkar sáu enga leið út úr vandanum sem þjóðarinnar biði í striðslok. á var það að Sósíalistaflokk- urinn lagði fram hina djarfhuga áætlun um nýsköp- «n í atvinnulífi þjóðarinnar, nýjan glæsilegan fiskiskipa- flota togara og báta, nýjan flota kaupskina, og marghátt- aðar atvinnuframkvæmdir sem byggðust beint og óbeint á fiskiskipaflotanum. í algerri andstæðu við hiunstefnu Ey- steinsku og eymdarvæl Björns Ólafssonar i Vísi, snart ný- - sköpunarhugsjónin þjóðina, - ekki sízt í túlkun Einars 01- geirssonar. Trúin á þjóðina og . vantrúin háðu harða baráttu, en nýsköpunarstefnan fann svo djúpan hljómgrunn með þjóðinni að andstæðir flokkar töldu sig tilneydda að taka upp samstarf við sósíalista um - Tramkvæmd hennar. Heilindi • þeirra flokka við nýsköpunar- stefnuna átti þó eftir að sann- . ast eftirminnilega er þeir kusu að mynda af’turhaldsstjórn með Evsteini í ársbyrjun 1947, , £& sem tok að ráðast gegrí hinni stórmerku lagasetningu ný- sköpunaráranna og rífa hana - niður, og revndu að setja trú á bandarískar dollaramútur og blóðpeninga fyrir landsrétt- indi í stað trúarinnar á landið og þjóðina. ! Qamt tókst að vinna afrek á bessum skamma tíma, og • á nýsköpun fiskiflotans hefur þjóðin lifað síðan. Mun nú eng- ■ inn sá maður á íslandi að . Jiann telji ekki frumkvæði hjnnar róttæku alþýðu að ný- sköpunarstefnunni eitt mesta - Ján sem íslenzku þjóðinni hef- ur hlotnazt. — En þess ber að minnast, að nýsköpunar- stefnan hefði aldrei náð þeim áhrifum að hún gæti orðið . stefna ríkisstjórnar á íslandi ■ nema vegna þess að Sósíalista- flokkurinn vann hinn glæsi- lega ’kosningasigur í tvennum Ikosningum árið 1942, fékk 10 þingmenn kjöma í haustkosn- ingunum. Litlu munaði að aft- . nrhaldinu tækist að skríða . saman í stjórn, einnig eftir . þær kosningar, stjórn sem ein- ikennzt hefði af Eysteinseymd og árásum á lífskjör fólksins. Einungis ótti afturhaldsins við stóraukin áhrif róttækrar alþýðu á Alþingi varð þess valdandi að Eysteinn og ÓI- afur Thors treystu sér ekki til að mynda þá ríkisstjórn gegn alþýðunni sein þeim var næst skapi. 17'ordæmið frá þessum árum er einmitt nú lærdómsríkt. Afturhaldsflokkarnir þykjast nú andstæðar fylkingar vegna nálægðar kosninga, en eng- inn efast um að Eysteinn og Ólafur Thórs kjósi að skríða saman á ný að kosningum loknum, mynda afturhalds- stjórn til árása á lífskjör fólksins, gengislækkunar og kaupbindingar, ef alþýðan tekur ekki í taumana. Það getur hún gert með því einu móti að veita Sjálfstæðis- flokknum og Hræðslubanda- laginu verðskuldaða ráðningu, en tryggja Alþýðubandalag- inu myndarlegan kosningasig- ur, auka svo áhrif verkalýðs- samtakanna á Alþingi, að þar verði ekki nú, fremur en 1942-’44 hægt að mynda stjórn gegn alþýðunni, til á- rása á lífskjörin. Allt bendir til að kosninga- sigur Alþýðubandalags- ins nú gæti haft hliðstæð á- hrif við sigur Sósíalista- flokksins 1942: Ná væri lík- legt að Framsókn og Alþýðu- flokkurinn j'rðu knúin til samstarfs um vinstri stjórn- arstefnu, verði áhrif verka- lýðssamtakanna á Alþingi stóraukin að kosningum lokn- um, en vikið yrði til hliðar verstu afturhaldsöflum Fram- sóknar. Yrði þá sjálfgefið að stjórnarstefnan yrði nýsköp- unarstefna í atvinnumálum, í samræmi við stefnuskrá Al- þýðubandalagsins. llvarvetna í kosningabarátt- unni hafa leiðtogar Al- þýðubandalagsins lagt þunga áherzlu á nauðsyn nýsköpun- ar fiskiflotans. Einar Olgeirs- son sýndi fram á í fimmtu- dagsblaði Þjóðviljans hver lífsnauðsyn það er þjóðinni að kaupa nú þegar og láta smíða innanlands allt, að 20 togara, stórauka vélbátaflot- ann og fiskiðjuverin. Og þeir sem muna þátt Einars í mót- un nýsköpunarstefnunnar og framkvæmd, vita að það er ekki mælt út í bláinn er hann segir í þeirri grein: „Um þetta átak þarf þjóðin að sameinast. Aljiýðubanda- lagið er sá aðili, er mun knýja Jæssa stefnu fram, ef þjóðin sameinast svo vel um það, að Alþýðubandalagið verði eini sigurvegarinn í Jiessum kosningum.“ Ójafn kosníngaréffur Þjoðflutningarnír úr strjál- býli í bæi og borgir valda margskonar vandamálum. Eitt þeirra er skekkjan sem víða hefur orðið á kosningaréttind- um landsbúa. Fólkið í þéttbýli borganna hefur ekki sambæri- leg áhrif á skipun þjóðþinga og fólkið í strjálbýlinu. íhalds- semi um breytingar á stjórnar- skrá og kosningalögum veldur því, að við er haldið kjör- dæmaskipun og kosninga- reglum sem löngu eru orðnar úreltar. Flokkar sem hagnast mest á úreltri kjördæmaskip- un geta áratugum saman hald- ið völdum og áhrifum langt fram yfir það sem fylgi þeirra með þjóðinni réttlætir. Dæmi þess hér á landi er Framsókn- arflokkurinn, flokkur lítið eitt fylgismeiri en Sósíalistaflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn, hvor um sig, en hefur 16 þing- menn, en Sósíalistaflokurinn 7 og Alþýðuflokkurinn 6. Hlut- fallstölur þeirra flokka úr kosningunum 1953 voru Fram- f------------------------ 27. maí — 2. juní 1956. v____________________________j sókn 21,9%, Sósíalistaflokkur- inn 16,1%, Alþýðuflokkurinn 15,7% . ,rJöfnunarsæfínfr hrökkva skammf Misrétti þegnanna til áhrifa á löggjafarþingi íslendinga er löngu orðið algerlega 'óviðun- andi. Það bitnar mest á yngri flokkunum. Er því eðlilegt að Alþýðufiokkurinn og Sósíali- istaflokkurinn hafa jafnarí bar- izt gegn ranglæti kjördæma- skipunar og kosningalaga, og haft það að stefnuskráratriði að koma á jafnrétti þegnanna að þessu leyti. Dálítið hefur verið reynt að lappa upp á ranglætið og misrétti núverandi kjör- dæmaskipunar og þá helzt með ákvæðum stjórnarskrárinnar um „jöfnunarsæti". Um þau segir svo í stjórnarskrá lýð- veldisins íslands, 31. grein, m. a.: „Á Alþingi eiga sæti .... d. Allt að 11 þingmenn til jöfnunar milli þingflokka. svo að hver þeirra liafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við at- kvæðatölu sína við almennar kosningar.“ Mikið hefur vantað á að þetta ákvæði stjórnarskrárinnar nægði til að koma á því jafn- rétti þegnanna er þeir hljóta að krefjast sem afskiptir eru. Glöggt dæmi þess eru hin ó- hæfilegu völd sem ranglætið hefur veitt Framsóknarflokkn- um nú um langt skeið, og hef- ur valdið einskonar mikil- mennskubrjálæði foringja hans, sem halda að þeir og flokkur- inn sé borinn til margfaldra valda og áhrifa við það sem fylgi hans með þjóðinni rétt- Jætir. Áfkvæðaverzfun fif aukningar misréffinu Nú hefur það gerzt i undirbún- ingi kosninganna í sumar, að tveir flokkar taka höndum sam- an til að misnota eins og frek- ast. má verða ranglæti kjör- (I æmaski p u na r inna r. Hefur þeim samningum verið lýst svo opinskátt í blöðum Framsókn- ar og Alþýðuflokksins, að þar er ekki um neitt að villast. Alþýðuflokkurinn ætlar að ,,lána“ Framsókn þúsundir Al- þýðuflokkskjósenda tii að ná sem flestum kjördæmaþing- mönnum. Framsókn ætlar að. „lána“ Alþýðuflokknum enn fleiri þúsundir Framsóknarat- kvæða til að hremma sem flest af „jöfnunarþingsætunum“ svo notað sé orðalag stjórnarskrár- innar. Kveðinn hefur verið upp í landskjörstjórn vægast sagt hæpinn úrskurður, með eins atkvæðis mun, að þetta skuli teljast löglegt athæfi, vegna þess að það sé ekki beinlínis bannað með lögum. Þó hefur hvergi verið bent á stafkrók í lögum sem heimili t. d. Al- þýðuflokknum að hljóta ,jöfn- unarþingsæti" út á atkvæði annars flokks, en yfirlýst er í Alþýðublaðinu og Tímanum að Framsóknarflokkurinn ,,styðji“ Alþýðuflokkinn í tilteknum kjördærnum. Vonandi dregur almenningur ekki þá ályktun af þeirri lögskýringu Jóns Ás- björnssonar, að hér eftir teljist allt athæfi löglegt sem ekki sé beinum orðum bannað i lög- bókinni. Úrskurður landskjör- stjórnar kemur að sjálfsögðu til kasta hins nýkjörna Alþing- is í sumar. Er ekki ólíklegt að athæfi Hræðslubandalagsins verði til þess að vekja svo at- hygli á ranglæti og misrétti kjördæmaskipunarinnar, að gegn breytingum í þá átt að tryggja jafnrétti þegnanna verði ekki lengur staðið. Hvað gerðisf bak við fjöldin í landskjörsf jórn! Hvað gerðist bak við tjöldin í landskjörstjórn þessar eftir- minnilegu vikur? Var komið of nálægt því, sem innsta ráð afturhaldsins í landinu óttast eins og heitan eld? Var komið of nálægt því, sem hin bandaríska yfirstjórn þess innlenda afturhalds óttast eins og heitan eld? Var komið of nærri því að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn rækjust þannig á, að ekki yrði auðvelt fyrir Eystein og Ólaf Thórs, Vilhjálm Þór og Bjöm Ólafs- son, Bjarna Ben. og Hermann Jónasson að skríða saman í nýja afturhaldsstjórn að lokn- um þessum kosningum, leika sama fláttskapar- og ódrengs- leik gagnvart kjósendum og þessir flokkar léku 1946, 1949, og 1953? Telja menn líklegt, að for- ingjar Sjálfstæðisflokksins hefðu lagt fram kæru sína um fölsunartilraun Hræðslubanda- lagsins án þess að ráðfæra sig áður við fulltrúa Sjálfstæðis- floksins í landskjörstjóm, lög- fræðingana tvo, Jón Ásbjörns- son og Einar Baldvin Guð- mundsson? Og að kæran hefði verið lögð fram gegn þeirra vilja og án þess að þeir væru henni samþykkir? Æðri máttarvöid aftra áreksfri Svo kemur hið einkennilega þóf í landskjörstjóm. Hvað gerðist bak við tjöldin? Hvert er það afl sem grípur inn í hvað eftir annað á undanförn- um árum, ef hætta þykir á að' Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn rekist svo harkalega á, að samstaða þeirra flokka um afturhalds- stjórn á íslandi, um framhald bandarísks hernáms, sé í hættu? Sjaldan hefur þessi leikur komizt eins nærri því að vera leikinn fyrir opnum tjöldum eins og nú í vikunni, með afgreiðslu landskjörstjórn- ar á kæru Sjálfstæðisflokksins: Lögfræðingarnir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru látnir ómerkja þá kæru, sem teljamá víst að þeir hafi undirbúið og lagt á ráðin að flutt yrði. Samsekfin Áhrifavald bandaríska aftur- haldsins í stjórnmálum íslend- inga hefur framar öllu öðru byggzt á samstöðu og samsekl; foringja Sjálfstæðisflokksins og foringja Framsóknarflokksins. Án samstöðu og samsektar Bjarna Benediktssonar og Ey» steins Jónssonar, samstöðu og samsektar Ólafs Thórs og Her- manns Jónassonar, hefði bandaríska ásælnin aldrei náð þeim ískyggilega árangri á fs- landi og raun hefur á orðið. Af hálfu þeirra, sem hafa það verkefni að viðhalda banda- riskum herstöðvum á íslandi um aldur og ævi hefur það verið og er undirstöðuatriði, að samstaða og samsekt foringja Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar mætti aldrei rofna. Til þess var meira að segja þarf- asta þjóninum, Bjarna Bene- diktssyni sparkað úr embætti. utanríkisráðherra 1953. í því skyni eru „fyrirtæki" Vil- hjálms Þórs og annarra ofsa- gróðamanna Framsóknar vafin í hlýjan náðarfaðm banda- rískra auðfélaga, „umboðun- um“ rignir eins og skæðadrífu. Til þess að tryggja samsektar- bandalag Sjálfstæðisflokksina og Framsóknarflokksins hafa gorkúlufyrirtæki Framsóknar- manna þotið upp til helminga- skipta á hermangsgróðanum. Samt fer svo, að hinn heró- stratískt frægi Kóreukappi, John J. Muccio, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, verð- ur að horfa upp á það að bandaríska fylkingin á Al- þingi riðlast, og nokkur hluti hennar samþykkir ásamt sós- íalistum og Þjóðvarnarmönn- um viljayfirlýsingu um brott- för bandarísks hers af íslandi. Framhald á 10. síðu. Vikn|>«ttir

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.