Þjóðviljinn - 03.06.1956, Page 9

Þjóðviljinn - 03.06.1956, Page 9
Sunnudagur 3. júní 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (9! RlTSTJÚRl: FRÍMANN HELGASON Getur Mikhael Krivonosoff kastað sleggju 70 metra? Fyrir nokkru var þess getið að sleggjukastarinn rússneski Mikhael Krivonosoff hefði sett heimsmet í sleggjukasti og var árangur hans 65,85 m. Það virð ist sem mikill áhugi sé fyrir sleggjukasti í Sovétríkjunum. Ef teknir eru 100 beztu Rúss- arnir er árangur þess lakasta 48,04 m. Sá 50. kastaði 52,70 og sá 10. kastaði 59,81 m, 8 köstuðu yfir 60 m, og eins og fyrr segir er Mikhael efstur með 65,85 m. Sem ungur drengur æfði Mikhael sund á sumrum, en iðk- aði skautahlaup og skíða- göngur að vetrarlagi. Faðir Krivonosoff er verkamaður og vildi hann að sonurinn fengi góða menntun. Að loknu lýðhá- skólanámi fór hann til Minslc og lagði stund á sálarfræði. Iþróttakennari skólans veitti fljótt athygli þessum herða- breiða, háa og fjaðurmagnaða unga manni. Þjálfarinn tók þá Mikha, eins og hann er kallað- ur, í þjálfun og reyndi liann í ýmsum greinum frjálsíþrótta, og þeim kom báðum saman um að kringlukast væri sú grein sem hann ætti að iðka. Vorið 1952 kastaði hann 48 m, og gaf það honum rétt til að keppa í úrtökumóti undir OL í Helsing- fors. Á móti þessu var hann ekki vel upplagður og varð í fjórða sæti, og þar með fór sú von út í veður og vind. Daginn eftir fór svo úrtökukeppnin í sleggjukasti fram. Hann hafði kastað sleggju með nokkrum árangri, en hann áleit alltaf að hann væri kringlukastari og annað ekki. Sleggjuna hafði hann notað sem hjálpartæki fyrir þjálfunina í kringlukast- inu. Þrá hans eftir því að kom- ast í ólympíuliðið var það mikil að hann ákvað að gera tilraun í sleggjukastinu og freista ham- ingjunnar. Það ótrúlega skeði að hann varð í þriðja sæti og með því tryggði hann sér ferð til Helsingfors, og þar með voru örlög hans ráðin: Hann vildi verða sleggjukastari. Æfingatíminn fyrir leikiná var í styzta lagi og það sem verra var, þetta var fyrsta al- þjóðlega keppnin sem hann tók þátt í. I Helsingfors hafði hann ekki heppnina með sér. Tvisvar fór hann út úr hringnum og einu sinni datt hann. Þannig byrjaði keppnisferill Mikhael sem sleggjukastara. Um haustið sama ár varð hann samt sovét- meistari og kastaði 57,88 m, og nokkru síðar setti hann í Alma Ata fyreta sovétmet sitt, 59,18 m. Á næstu árum bætti hann metið stöðugt. Það er atliyglisvert að öll heimsmet hans eru sett á stór- um alþjóðlegum mótum í keppni við mjög sterka mótherja. Þannig var það í Bem 1954 og í Varsjá og Belgrad 1955. Heima í Minsk hefur honum aldrei tekizt að kasta yfir 60 m. Sýnir þetta að hann hefur Lið KRR á morgtin Þriðji leikur Þjóðverjanna hefst á íþróttavellinum ann- að kvöld kl. 8,30. Keppa þeir þá við úrvalslið Reykjavíkur- félaganna, en KRR valdi liðið í fyrradag og skipa það þess- ir menn: Markvörður Ólafur Eiríksson (Vík.), hægri bak- vörður Arni Njálsson (Val), vinstri bakvörður Haukur Bjarnason (Fram), h. fram- vörður Sigurhans Hjartarson (Val), miðframvörður Einar Halldórsson (Val), v fram- vörður Björn Kristjánsson (Vík.), h. útherji Karl Berg-' mann (Fram), h. innherji Marínó Dalberg (Fram), mið- framherji Sigurður Bergsson (KR)jv. innherji Gunnar Guð- mannsson (KR) og v. útherji Reynir Þórðarson (KR). — Varamenn eru: Karl Karlsson (Fram), Magnús Snæbjöms- son (Val), Ólafur Gíslason (KR), og Guðmundur Óskars- son (Fram). Fyrirliði Reykja- víkurliðsins er Einar Hall- dórsson. 3 gott keppnisskap og vex með verkefninu. Mikha er rólegur í skapi. Hann er góður heimilis- faðir og er viðurkenndur kenn- ari í sálarfræði. Bílar eru upp- áhald hans. Hann eyðir oft miklum tíma í að reyna bíla f og gera tilraunir til að bæta J þá. < Þegar Mikhael hitti banda- ríska frjálsíþróttamenn í Bel grad fyrir nokkrum árum, bað hann þá fyrir kveðju til bezta sleggjukastara Bandaríkjanna, Harold Connolly, og sendi hon- um merki félags síns. Ekki leið á löngu þar til Mikhael fékk ólympíumerki það sem Conn- olly hafði í jakka sínum á síð- ustu OL ásamt beztu kveðjum. Sennilega fá þessir tveir kappar að reyna með sér í Mel- bourne. Og hvaða möguleika hefur hann í Melbourne? Sjálf- sagt mikia, en hann er alltaf sá sem mest er krafizt af og hefur . allt að vinna. Sú að- staða er aldrei talin þægileg, en hið góða keppnisskap hans get- ur bætt það upp. Því er spáð af sérfræðingum að hann muni áður en langt um líður kasta sleggjunni yfir 70 m og e. t. v. getur það orðið í Ástraiíu í haust. Mikhael er 25 ára gamall. Áður þótti sjálfsagt að sleggju- kastarar væru komnir yfir þrí- tugt og væru með hærur í vöngum. í dag eru allir beztu sleggjukastarar milli 20 og 30 ára. i ■ KELVINAT0R KÆLISKAPAR ★ KELVINATOR KÆLISKÁPURINN er rúmgóð og örugg matvælageymsla. ★ KELVINATOR KÆLISKÁPURINN hefur stærra frystirúm en nokkur annar kæliskápur af sömu stærð. 5 ára ábyrgð á kælikerfi. ★ KELVINATOR KÆUSKÁPURINN er stolt liús- móðurinnar og prýði eldhússins. Vf KELVINATOR KÆLISKÁPNUM er alltaf hægt að kynnast hjá okkur. Júkla Austurstræti 14. — Sími 1687 t------------------------ ÁLFUR UTANGARÐS' Gróðavegurinn o S._________ ■ ___ 98. tölublað ekki upp við sendínganiar og glotti jafn æðrulaust og áður. Liðsforínginn grenjaði í sífellu: Skjótið! skjótiiS og þeir héldu áfram að skjóta þindarlaust svo þeiri brenndu sig í lófunum á þvi að halda um byssuhlaupiiL En óvinurinn virtist lífseigur með ólíkindum. Það var ekki einusinni hægt aö merkja það að hann snýtti rauðti* svo hann hlaut að vera firna harður af sér. Hann virtisft nánast líta á þetta sem skemmtun, og það var eingui líkara en hann vínkaöi til þeirra með hvítri loppunni þegar hlé varö á skothríðinni. Skjótið! skjótið! æpti liðsforínginn einsog hann ættS ekki ráð á nema þessu eina orði. Og hann hélt áfram að öskra það laungu eftir að menn hans voru hættir aði skjóta, Áttaði sig þó á því um síðir að ekki mundi ellft með felldu um gáng orrustunnar þegar einga skothríð var aö heyra leingur. Varð hann að vonum ókvæða A'iól er hann sá að liðsmenn hans myndu búnir að gefa sigur- vonir upp á bátinn. Óvinurinn var enn í fullu fjöri úti fi myrkrinu, svo ekki var því til að dreifa að hann væri aö velli lagður. Undirforíngi gekk útúr hópnum, sló saman hælum og bar hönd uppaö gagnauga, Herra liðsforíngi-----! byrjaði hann. Haltu kjafti hórusonurinn! öskraði liðsforínginn. Þcg- ar ég segi skjóta eigið þið að skjóta. En herra liðsforíngi-----! Ég læt stefna þér fyrir herrétt, þrællinn þinn! Þú átti að sjá um aö þeir skjóti, hrein yfirmaöur hans. Þetta eff uppreisn, landráö! Sá sem ekki skýtur þegar ég scgi honum að skjóta er kommúnisti og það á aö skjóta a'la' kommúnista! Forínginn var búinn að reyna svo raddböndin a'ði hann sprakk á kommúnistum og var. undirsáti hans ekkii seinn á sér að grípa tækifærið. ' 1 Herra liðsforíngi! Við getum ekki skotið leingur af]AÍ við höfum engu til aö skjóta, Það þykir bera vott um slælega herstjórnarhæfileíka að sjá ekki liðsmönnum sínum fyrir nægum skotfæn tn: í orrustu. En liðsforínginn var ekki maöur sem lagði i1 ;>p. laupana þótt óvænlega horfði. Byssustíngina tilbúna, skrækti hann, því hann vaí orðinn hás á því að reyna raddböndin í gjólunni. Vevi'ð viðbúnir aö gera áhlaup. Fylgiö mér eftir. Áfram nú til sigurs! Og liðsforínginn sveiflaði korða sínum og æddi fr: œ: gegn óvininum sem nánast rétti fram loppuna ein og hann vildi bjóða hann velkominn. Liðsmenn hrns þyrptust í slóð hans og varð troðníngur og hryndím ar því allir vildu vera síðastir. Dró líka ský fyrir tungliö £ sömu svifum svo mönnum varð óþægilega dimmt fy ir augum og þarafleiðandi eigi fótvissir í þúfnakragam u. En áöuren til þess kæmi að þeim gæfist kostur á ] ví áð reyna bitið í eggvopnum sínum á skotheldum skro- .k£ óvinarins heyröist átakanlegt sársaukavein, og ley. di það sér ekki aö þáö átti fyrst og fremst upptök sín £ likamlegri tilkenníngu. Sló slíkum óhug á óbreytta li :&* menn við þessi hljóð að áhlaupið fór út um þúfur. Reyr d£ hver sem betur gat aö leita skjóls í þeim skomíngi s m. næstur honum var og þakkaði hver sínum sæla fyrir að vera ennþá laus við áö reka upp slík hljóð. Fljótlega tókst þó aö rekja slóðina til eiganda hlj ð- anna, Liösforínginn lá á grúfu og barst lítt af. Sök; m, myrkurs lenti þaö í nokkru þaufi að finna sár hans. Ei m liðsmanna hafði týnt byssustíng sínum og féllst mi' i$ um, því straung viðurlög voru við því að fara svo gá- lauslega með vopn sín. Varö það þó jafnsnemma a‘§ fundin varö orsök hljóöanna og að byssustíngurinn k m. í leithnar, en í hita orrustunnar hafði hann óvart len' á kaf í þjóhnappa liösforíngjans. Voru horfur óvænleg því liösmenn fýsti ekki til frekari sóknar gegn óvininv in foríngjalausir, en hann mundi lítt fær til hermamileg) :r forystu fyrsta.sprettinn. Var undinn áð því bráöur buc að koma hinum sæi’ða manni undir læknishendur, cg þaö fángaráð tekiö að leggja sjúklínginn á grúfu á byssvr og drasla honum þannia: heim til búða, Var það höfud- m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.