Þjóðviljinn - 08.07.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.07.1956, Blaðsíða 1
 Suimudagur 8. jálí 1956 — 21. árgang-ur — 152. tölublað Óhagstœtt veÉSíveður 1 í fyrrinótt og fram eftir morgni í gær var Stinningskaldi á miðunum fyrir Norðurlandi og síldveiðiflotinn í vari. Veðrið lægði héldur er leið á morgun^-” inn. Friðarhorfur eru nú betri en þær hafa verið í mörg ár ForscetisráSherrar brezka samveldisins álita aS timamót séu nú i heiminum Forsætisráöherrar níu sjálfstæöra ríkja í brezka sam- veldinu hafa lýst fögnuöi sínum yfir yfirlýstum vilja sovét- stjómarinnar til aö bæta sambúö viö önnur ríki og yfir afvopnuninni í Sovétríkjunum. Forsætisráðherrarnir hafa setið á árlegri ráðstefnu sinni undanfama tíu daga í London og var í fyrrad. gefin út til- kynning um viðræður þeirra. í tilkynningunni segir, að ráðherramir hafi rætt um hin ýmsu alþjóðamál og hafi þeir orðið sammála um, að nú hafi skapazt ný viðhorf, ekki nízt sökum þess að mönnum sé nú ljós gereyðingarhættan sem vofi yfir þeim ef vetnis- styrjöld skelli á. Vigbúnaðarkapphlaupið hefur tafið nýtingu gæða heimsins Þá segir, að viðsjár á al- þjóðavettvangi hafi skapað ótta og tortryggni og vegna hinnar gifurlegu fjáreyðslu í vígbúnað hafi full nýting gæða heimsins í þágu allra þjóða tafizt. Forsætisráðherrarnir leggja. því áherzlu á nauðsyn samkomulags um afvopnun, og lýsa því yfir að lönd þeirra muni alla tíð heimsfriðar. vinna í þágu Afvopnun Sovétríkj- anna fagnað Ráðstefnan fagnaði ákvörð- un Sovétríkjanna að minnka herafla sinn og hinum yfir- lýsta vilja þeirra að bæta sam- búðina við ðnnur ríki. For- sætisráðherrarnir segja, að slík bætt sambúð myndi minnka stríðsóttann, en þeir benda þó á, að fyrst verði að ryðja úr vegi orsökum viðsjánna og skapa traust milli þjóða, ef friðurinn eigi að vera byggður á traustum grundvelli. £ín liinna rniklu tímamóta sögunnar. Að ráðstefnunni lokinni ræddu forsætisráðherrarnir við fréttamenn. Forsætisráðhorrar Kanada, St. Laurent, og Nýja Sjálands, Holland, sö.óu að ráðstefnan hefði verið ein sú mikilvægasta sem þeir hefðu nokkru sinni setið. Holland sagði að ráðstefnaii hefði verið haldin þegar mann- kynið stæði á einuin mestu tímamótum sögumiar, þar sem ýms tálcn væru nú um það, að kalda stríðið væri að enda. Ilann sagði, að forsætisráð- herrar samveldislandanna hefðu kynnt sér rækilega hverj- ar væru fyrirætlanir Sovétríkj- anna og hefðu þcir komizt að þeirri niðurstöðu, að friðar- horfur væru nú betri en þær hefðu verið um margra ára skeið. Holland bætti því við, að enda þótt samveldislöndin myndu áfra:n verða vel á verði, gæti ekki farið hjá því að þetta mat og þor- ú niðurstaða þeirra hefði é1 rif á skipulagningu landvar ía þeirra og fjárveiting- ar til vígbúnaðar. Landskjörstjórn lýkur störfum á morgun 'Búizt er vid' að Landskjörstjárn Ijúki störfum á mánudag, gefi þá út kjörbréf þingvianna og gangi frá útlilutun uppbótarsœta. Störf Landskjörstjóm- ar töfðust sökum þess aö dráttur varð á að kosn- ingagögn bœrust frá Snœfellsness- og Hnappa- dalssýslu og Norður-ísafjarðarsýslu, en þau eru nú komin. áhugi erlendra manna á ís- lenzkum stjórnmálum mestur á Norðurlöndiun og hefur danska útvarpið þannig svo að segja daglega flutt fréttir frá stjórn- Engixt þjjóð er algóð, engisi með öllu ill Viðurkcnna verður að margar ólíkar skoð- anir eru uppi í heiminum. segir Nehru Indverjar telja ekki aö nokkur þjóö sé algóö eöa meö öllu ill, sagöi Nehru forsætisráðherra í viötali viö blaða- menn í London í fyrradag. Fréttamennirnir spurðu Ne- hru um þá stefnu hlutleysis í alþjóðamálum sem Indland fylgdi. Nehru kvaðst ekki kunna við það orð, en ef það væri notað um stefnu Indlands, þá bæri að skilja það þannig, að Indland hefði sjálfstæða stefnu og dæmdi í hverju máli eftir málsatvikum. Indverjar teldu ekki að nein þjóð væri algóð eða með öllu ill og í samskiptum þjóða væri umburðarlyndi nauðsynlegt. Menn yrðu að gera sér Ijóst, að uppi væru í heiminum hinar ó- líkustu skoðanir á lausn þjóð- félagslegra vandamála. ■Hann sagði að stjórnarkerfi Indlands væri að miklu leyti byggt eftir brezkri fyrirmynd og að Indverjar væni staðráðn- ir í að halda fast við það, þar sem þeir tryðu á lýðræði og frelsi einstaklingsins. Nehru flaug í gær frá Lond- on til Dyflinnar og mun dvelj- ast þar í f jóra daga. Þaðan fer hann til Júgóslavíu og mun ræða þar við Titó forseta og júgóslavneska fréttastofan hef- ur sagt að viðræður þeirra muni m.a. fjalla um hvernig hægt Nehru verði að liða sundur hernaðar- bandalög stórveldanna sem tálmi friðsamlegri þróun í heim- inum. Guðlaug Guðmundsdóttir, sem verður fulltrúi íslenzkra stúlkna í keppnmni um nafnbótina „Miss Universe“ í Kaliforníu í þessari viku fór í fyrradag vestur með flug- vél frá Loftleiðxim, og var myndin tekin við brottförina. Stjórnarmyndmi á íslandi mikið rædd í útlöndum Þar em taldar miklar líkur á myndun vinstristjórnar, ráðherraefni nefnd í erlendum blööum og útvarpi er mikió rætt um úrslit alþingiskosninganna og’ væntanlega stjórnarmyndun á ís- landi. Eins og að líkum lætur er málaástandinu hér nú að un&* 1 anfömu. I fyrradag skýrði danska út- varpið frá því, að fonnlegar viðræður um stjómannyndun væru hafnar milli Framsóknar- flokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsíns, en fulltrú- ar flokkanna hefðu allt frá því úrslit kosninganna voru kunri ræðzt við um möguleika 4 stjórnarmyndun. Útvarpið var með ýmsar bollaleggingar um líkumar á að þessar viðræður bæru árangur og komst að þeirri niðurstöðu að þær væra miklar. Þá var skýrt frá því, að telja mætti víst að eftirtaldir menn myndu verða ráðherrar ef þessi stjórnarmyndun heppn- aðist og voru það þessir: Her- mann Jónasson, Eysteinn Jóns- son, Hannibal Valdimarsson, Lúðvík Jósepsson, Gylfi Þ. Gíslason og Guðmundur I. Guðmundsson. Ekki var þó neitt sagt frá því hvemig ráð- herraemþættum myndi skipt á milli þeirra. Verkfall og óeirðir í Kalkútfa á Indlandi Borgarbúar eru andvígir fyrirætlunum um breytingar á landamærum milli fylkja Lýst var yfir sólarhrings verkfalli 1 Kalkútta á Ind- landi í gær í mótmælaskyni viö fyrirhugaöar breytingar á landamærum fylkisins Vestur-Bengals, sem borgin er í. Nær allir almenningsvagnar i borginni voru stöðvaðir í upp- hafi verkfallsins, en verkfalls- menn köstuðu grjóti í þá sem héldu áfram akstri. Sprengju var varpað á einum stað og særðust nokkrir menn. Járnbrautarumferð hefur einnig lamazt, verkfallemenn settust á teinana til að stöðva lestimar. Flestum skólum og verzlunum var lokað. Lög- reglan handtók fjölda manna. Fréttamenn segja, að síðustu tillögur alríkisstjórnarinnar í Nýju Dellii mæti andstöðu bæði í Vestur-Bengal og n*'granna- fylkinu Behar. Vinstrisinnuð samtök sem boðuðu til verk- fallsins í Kalkútta vilja að stærra svæði af Beharfylki sé innlimað í Vestur-iBengal, en Beliarbúar eru andvígir öllum breytingum á landamærunum. Hafnarverkamenn í Ástralíu eiga í werkföllum Verkföll eru nú í mörgum hafnarborgum í Ástralíu cg bíður mikill fjöldi skipa ai'- greiðslu. Stjórn ástralska al- þýðusambandsins hefur farð þess á leit að ógildur verði dómsúrskurður sem er orsö’; verkfallsins. Með þeim úrskurði fengu vinnuveitendur rétt tí-1 r.ð breyta einhiiða frá viðteknum reglum um fermingu og af- fermingu skipa. í GÆR fóru þátttakendur 5. norræna verkfræðingamótsins í ferðalag um Borgarfjörð. í dag fara þeir til Gultfoss og Geysis, en á morgun verður rætt V.ui fiskiðnað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.