Þjóðviljinn - 08.07.1956, Blaðsíða 4
i) — l*jr<M>VÍtJrNN — Súiinudagur 8. }úlí 1956
ÞlÓÐVlLJINN
Útgefandi:
SameiningarfloJckur alpýðu — Sósialistaflokkurínn
Tekst stjórnarmyndun?
■f/iðræður eru nú hafnar um
’ myndun vinstri stjómar,
og alþýða manna um allt land
væntir þess að þær beri skjót-
an og góðan árangur. Því að-
eins bera umræðurnar þó ár-
angur að allir aðiljar gangi
að þeim af einlægni og hafi
vilja á því að samningar tak-
ist. Að sjálfsögðu eru ýms
vandkvæði á því að flokkar
sem um langt skeið hafa
deilt hatramlega hver við
annan taki nú upp samstarf,
það þarf að yfirstíga marga
örðugleika, það þarf að hafna
fordómum. Þetta tekst því að-
eins að viljann skorti ekki;
það er tilgangslaust að ganga
til eamninga með semingi og
áhugaleysi. Og víst er um það
að fólk mun fylgjast vandlega
með þvi sem gerist, og takist
samningar ekki munu þeir
sem þvi valda hreppa harðan
dóm.
f lokkar þeir sem nú eru að
hefja samninga hafa oft
áður staðið í hliðstæðum
sporum. Þannig var t.d. I
Hafnarfirði um síðustu bæj-
arstjórnarkosningar. Alþýðu-
flokkurinn og Sósíalistaflokk-
urinn deildu þá óvægilega,
börðust um fylgi kjósenda, og
einn af forustumönnum Al-
þýðufokksins í Hafnarfirði
gekk þá svo langt að hann
iýsti yfir því fyrir kosningar
að samvinna við Sósíalista-
flokkinn kæmi ekki til greina.
Á kosningadaginn kváðu kjós-
hins vegar upp þann dóm að
þessir flokkar yrðu að vinna
saman, ef vinstri menn ættu-
að fara með stjóm bæjarins
Og flokkarnir horfðust báðir
í augu við veruleikann af
raunsæi, þeir tóku upp sam
starf, þrátt fyrir ágreinings-
mál og harðar deilur. Þessi
samvinna hefur gefizt mjög
vel og orðið bæjarbúum til
stórfelldra hagsbóta. Og í Al-
þingiskosningunum um dag-
inn kváðu kjósendur upp sinn
dóm; þeir juku stórlega fylgi
vinstri flokkanna beggja en
íhaldið fékk mjög þungbæran
skell. Þetta er dæmi sem vei't
er að læra af, og mætti það
ekki sízt vera hugstætt for-
ustumönnum Alþýðuflokksins
Enginn efast um að kjósend-
ur vinstri fíokkanna allra
ætlast til þess að þeir mýndi
stjóm saman, enda er það í
samræmi við stefnuyfirlýsing-
ar þeirra og fyrirheit í kosn-
ingabardaganum. Það verður
því fylgzt með tilraunum þeim
sem nú eru gerðar af vakandi
gát. Það mun lítið stoða að
ganga til viðræðna af leikara-
skap og til þess eins að sýn-
ast; fólki mun ekki dyljast
hverjir bera ábyrgðina ef til-
raunirnar mistakast.
Mínar beztu þakkir fœri ég öllum peim, sem sóttu
mig heim á 60 ára afmœlisdegi mínum og fœrðu !
mér margskonar gjafir og skeyti, og gerðu mér
daginn ógleymanlegan, — Guð blessi ykkur öll.
BJÖRN GUÐMUNDSSON,
Einholti 11.
TIL SÖLU ERU
s>
■ -
S s
s
2 stór tjöld
4X7 metrar, hentug fyrir veitingasölu og fjölmenn-
ar hópferð’ir.
Upplýsingar gefur BJÖRN SVANBERGSSON,
sími 7500 og 81614.
■■B*nMinH************Ha**********i**n*nn*n*BiMMM*MHi(iinui(*MtHfHninnHn
Tilboð
óskast í raflögn íbúðahúsa Reykjavíkurbæjar viS
Gnoðavog (48 íbúðir).
Útboðslýsinga og teikninga má vitja í teikni-
stofu mína, Tómasarhaga 31, gegn 200 króna skila-
tryggingu.
GÍSLI HALLDÓRSSON
arkitekt.
Guðjón Sigurðsson járnsmiður
Kveðjnorð frá nohUrum starfsféiögum
Æfi sinni hefur hann
í heiðri og starfsemd eytt.
Hann horflr djarft á hvern
sem er
hjá honum á enginn neitt.
(Longfellow)
Gamall, góður vinur er
sviplega horfinn sjónum mín-
um. Ég staldra við og renni
augum til baka yfir rúma
tvo áratugi sem leiðir okkar
lágu saman. Ég var ungur
byrjandi í starfinu. Hann var
þroskaður, reyndur maður á
miðri starfsbraut sinni. Hann
vakti þegar við fyrstu kynn-
ingu hlýhug minn og virð-
ingu. Þau áhrif urðu því
meiri sem ég kynntist honum
betur.
Hann var hvers manns hug-
Ijúfi í allri framkomu og
lagði það gott til hvarvetna
sem hann mátti, en þó fastur
fyrir og einarður vel.
I starfi sínu var hann
manna færastur. Fór þar sam-
an hugvit og listfengi, sam-
vizkusemi og vinnugleði sein
af bar. Á mannkosti hans og
stakan heiðarleik í öllu bar
engan skugga í þeirri minn-
ingu sem ég geymi um hann.
Starfsdagur hans var orð-
inn langur, miklu afkastað og
unnið af trúmennsku til
hinztu stundar.
Það er þungt í svip þegar
góður vinur hverfur skyndi-
lega af starfssviði lífsins. En
raunabót nokkur finnst mér
þegar menn sem alla æfi hafa
verið sístarfandi þurfa ekki
að búa við langvarandi veik-
indi áður en þeir hverfa héð-
an. Ég votta konu hans og
syni mína einlægustu hlut-
fekoiQgð,
Ásg. Guðmundsson.
A
Þegar mér barst andláts-
fregn Guðjóns Sigurðssonar
var ég staddur í eldsmiðju
Landssmiðjunnar, þar sem
Guðjón hefur unnið um
þriggja áratuga skeið, fyrst
sem starfsmaður vegagerð-
anna og síðan hjá Lands-
smiðjunni frá stofnun hennar
í rúm 26 ár. Mér varð litið á
steðjann sem hann hafði stað-
ið við öll þessi ár; á honum
lá hamarinn, allt var í röð og
reglu eins og hann hafði skil-
ið við það fyrir tveimur dög-
um.
Ég kynntist Guðjóni fyrst
1930 sem samverkamaður
hans í Landssmiðjunni, en þá
aðeins lítillega; á þeim árum
var Guðjón alltaf á sumrin
við brúarsmíði úti um land en
vann í smiðjunni yfir vetrar-
mánuðina. Aftur á móti urðu
kynni okkar nánari hin síð-
ari ár, þar sem við hittumst
og ræddumst við daglega, og
stundum unnum við að sömu
verkefnunum.
Guðjón var mjög góður
smiður, allt sem hann smíðaði
var sérstaklega snyrtilegt og
bar það með sér að þar hafði
hög hönd að verki verið. Hann
Var oftast einn við eldinn, þó
að nú á dögum sé það algeng-
ast að hafa hjálparmann, en
Guðjón var sérstaklega út-
sjónarsamur við vinnuna og
smíðaði sér ýms hjálpartæki
sem gerðu honum kleift að
framkvæma smíði sem annars
hefði þurft tvo til.
Ég hef aldrei kynnzt yfir-
lætislausari manni en Guðjón
var; hann var fáskiptinn og
blandaði sér aldrei í umræður
manria nema hans álits væri
leitað, og ef maður lét í ljós
aðdáun á einhverju sem hann
hafði smíðað brosti hann til
Guðjón Sigurðsson
manns og næstum afsakaði
hvað þetta væri ófullkomið.
Ég held að ekki sé hægt að
finna samvizkusamari og trú-
verðugri starfsmann en Guð-
jón var.
Leiðir okkar Guðjóns lágu
einnig saman í Félagi járniðn-
aðarmanna; hann sótti vel
fundi félagsins en tók ekki
þátt í umræðum á fundum og
kom þar enn fram hlédrægni
hans; einnig háði það honum
að hann hafði ekki góða
heym, en Guðjón var virtur
af félögum sínum, enda var
hann gerður að heiðursfélaga
fyrir nokkrum árum og var
það verðskuldaður heiður fyr-
ir hans sérstöku skyldurækni
og trúmennsku. Einnig var
Guðjón einn þeirra sem voru
heiðraðir í tilefni af 25 ára
afmæli Landssmiðjunnar.
Guðjón var giftur Guðnýju
Guðnadóttur, og eignuðust
þau tvo sonu, tvíbura, Sigurð
verzlunarmann og Guðna, sem
var náttúrufræðingur og lézt
nokkru eftir að liann hafði
lokið námi. Ég hygg að son-
armissirinn hafi orðið Guð-
jóni ofraun, þótt hann bæri
harm sinn í hljóði.
Ég vil að lokum þakka
Guðjóni fyrir mjög góða við-
kynningu á liðnum árum og
fyrir margvíslegar leiðbein-
ingar sem hann gaf mér í
starfi mínu. Ég sendi eftir-
lifandi konu hans, syni og
öðru venzlafólki mínar sam-
úðarfyllstu kveðjur.
Kristinn Ág. Eiríksson.
***
Við unnum saman
aldarfjórðungs skeið
og alltaf naut ég gæsku og
ráða þinna.
Nú ert þú horfinn, enduð
ævileið.
Einum færra í hópi vina
minna.
Fyrir vinnunni þú virðing
barst
og vannst af trúmennsku
að liinzta degi.
Þú dáðir ljóð, þú listunnandi
varsfc
og ljóðelskari rnann ég þekkti
eigi.
Þú girntist ekki auðlegð
eða völtj,
en upp þú lyftir starfsins
göfga merki.
Og gott er þegar kemur
hinzta kvöld
að kveðja og hafa lokið
sínu verki.
Nú er hljóðnað steðjans
stuðlamát
er stóðsfc þú við og lúðir
járnið heita.
Til Ijóssíns heima svifin er
þín sál
þar sæluvist þér drottinn guð
mun veita.
Ásgeir Jónsson.
***
„Hann vissi’ ekki að biði
við banarúm hang
nein bræði’ eða hatur eins
einasta manns,
og því gat hann farið í friði".
Þessar Ijóðlínur Þorsteins
Erlingssonar komu mér ó-
sjálfrátt í hug, er ég frétti
lát Guðjóns Sigurðssonar,
járnsmiðs.
Með Guðjóni Sigurðssyni er
horfinn af sjónarsviðinu mað-
ur, sem um margt var ein-
stakur í sinni röð, þótt lítið
bæri á, því maðurinn var hlé-
drægur og hafði sig að jafn-
aði lítt í frammi. Ég sem
þessar línur rita átti því láni
að fagna að starfa undir sama
þaki og hann í nærfellt 14 ár
og hafði því af honum náin
kynni.
Margs er að minnast frá
þessúm árum, sem ekki verð-
ur rakið hér, en á þá eigin-
leika, sem mest bar á I fari
hans, vildi ég minnast í fá-
einum orðum og mætti þá
fyrst og fremst nefna frábæra
trúmennsku hans, iðjusemi og
stundvisi, sem mörgum mann-
inum mætti vera til fyrir-
myndar.
Guðjón var hversdagslega
gæfur og einstaklega greið-
vikinn maður, jafnan boðinn
og búinn til að leysa hvers
manns vanda. Svarið sem
hann var vanur að gefa þeg-
ar til hans var leitað um
greiða: „já góði, ég skal gera
það alveg undireins" er senni-
lega óvíða á takteinum nú &
tímum. Aldrei heyrði ég hann
neita manni um greiða öll þaw
ár ,er við störfuðum saman og
þótti mér þó oft úr hófi ganga
hvað menn gátu beðið hann.
um: „Hann vantar þetta, ég
er enga stund að því“, tilsvar
sem þetta lýsir glöggt þeim
eiginleikum Guðjóns, sem nú
var að vikið.
Annar eiginleiki var ábei>
andi í fari Guðjóns, en það
var samúð hans með öllu því,
sem umhverfis hann var.
Aldrei var hægt að heyra á
tali hans að hann bæri kala
til eins eða neins og aldrei bar
það við að hann hallmælti
nokkrum manni. Jafnvel þoldi
Framh. á 7. síðut