Þjóðviljinn - 08.07.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.07.1956, Blaðsíða 5
Suamudagur 8.,júLí 1956 — I>JCÆ)VIL»JJLfiIN — (5 90% fólksins atvinnulaust þriðja hluta ársins Ekki kynjasaga f rá Tíbet heldur veru- leiki á Norðurlandi Vestur úr Eyjafirði opn- ast fjörður milli hrikálegra hamra: Ölafsfjarðarmúla og Hvaldabjarga. Þetta er stuttur fjörður. Fyrir botni hans stendur þorpið Ólafs- 'fjörður og ber sama nafn og fjörðurinn. Það fer sjaldan mikið 'fyrir þessum stað í fréttum blaðanna. Atvikin höguðu því þannig að á þjóðhátíð- ardaginn í sumar fékk ég tœkifœri til þess að spjalla við nokkra Ólafsfirðinga og kynnast þessum stað örlít- ið, Og þá kom í Ijós að í Ólafsfirði hafa gerzt mikil tíðindi — og ill. Hin verstu itðindi. • Ekki lengra síðan Verkalýðssamtökin í Ólafs- firði eru mjög ung. Það er ekki lengra síðan en 1939 að menn báru í poka á bakinu möl og sand í húsin sem eru uppi á brekkunni, — og þetta gerðu menn fyrir 60—70 aura um tímann. Enginn vildi helzt byrja á því að borga út. At- vinnurekendur biðu eftir því að einhver annar byrjaði að borga út kaupið. Þá var ekkert verkalýðsfé- Jag á þessum stað. En svo var Verkalýðsfélag Ólafsfjarðar stofnað með 22 félagsmönn- um. Stofnendur höfðu raunar ætlað að vera allmiklu fleiri, en þegar einn atvinnurekand- inn sem mættur var á stofn- fundinum gekk út þegar stofnendur áttu einir að vera eftir, tíndust nokkrir verka- menn út á eftir honum, til þess að hann gæti sjálfur séð, að ekki vildu þeir koma ná- lægt slíkum verknaði sem stofnun verkalýðsfélags. 1 augum svörtustu afturhalds- sálnanna í Ólafsfirði jafngilti slíkt framferði — stofnun verkalýðsfélags — nánast því að vera glæpamaður eða sveit- arómagi, sem þeim fannst nokkurnvegin eitt og hið sama. • Gáfust upp eftir árið Aðalforgöngumenn að stofn- un Verkalýðsfélags Ólafs- fjarðar voru þeir Jón Guð- mundsson og Hartmann Páls- son. Það sem þjappaði mönn- um sgman í félagið var eink- um það, að útgerðarmenn voru þá að reyna að koma á þeirri breytingu frá fyrri kjörum, að taka beitu- og olíukostnað af óskiptum afla. Og auðvitað reyndu at- vinnurekendur að láta sem ekkert félag hefði verið stofn- að og þóttust hreint ekki komnir upp á að semja við verkalýðsfélagið (!) um kaup og kjör. Rétt eins og atvinnu- rekendur sjálfir hefðu ekki bezt vit á því hvað ætti að borga fyrir vinnuna! Þaðvoru síldarsaltendur sein sömdu við félagið um forgangsrétt fé- lagsmanna og taxta þess 1 kr. mn tímann. Þeir sem ekki sömdu urðu að sætta sig við það að greiða kr. 1,10 um tímann ætluðu þeir að láta vinna eitthvað. Og verkalýðs- félagið reyndist lífseigara en ■ ggHglg við yzta haf muni hafa átt undir allþung högg að sækja hjá stjórnarvöldunum. Enda fengu afturhaldsöflin því til leiðar komið með ýmiskonar ,,hliðarráðstöfunum“ að nið- ursuðuverksmiðjan færi úr eign bæjarins. Og nú þegar ég spyr verkamenn í Ólafs- firði um afdrif niðursuðuverk- smiðjunnar þeirra upplýsa þeir: Hún hefur gengið kaup- um og sölum. Félag nokkurt keypti hana og saltaði í henni síld. Síðan tók ríkið við en gerði ekkert með verksmiðj- una. Þá keypti Frystihús Ól- Þannig er Ólafsfjarðarmúli. Talið er að vegarstœðið um hann sé mun öruggara en flestum gat dottið i hug að óathuguðu máli. Vegarstœðið mun fyrirhugað um Ijósa hjallann yfir hömrunum — yzt til vinstri á myndinni — og þaðan í smpaðri hæð fxaman í múlanum og skáhallt niður til Ólafsfjarðar og er erfiðasti kaflinn á leiðinni gilið sem aðeins sést í til hœgri á myndinni, en það verð- ur að brúa. Sprengja verður veginn inn í bergið og verður hann þvi tiltölulega öruggur — en jafnframt dýr. En þetta verður fögur leíð í björtu veðri. þeir höfðu ætlað, því eftir árið gripu þeir feginshendi tækifæri til þess að semja við félagið um forgangsrétt félagsmanna þess. • „Ríkið“ flytur vélar Svo mikið vissi ég þó um Ólafsfjörð að verkalýðsfélag- ið varð um skeið alláhrifarikt, þvi fyrir áhrif verkalýðssam- takanna mun það hafa verið að bærinn reisti á sínum tíma niðursuðuverksmiðju. En fyrst ekki hefur verið hlífzt við að svelta fiskiðjuver ríkisins sjálfs um fjármagn og leyfi til starfrækslunnar — jafnvel synjað um innflutning á efni í dósir — í sjálfri höfuðborg- inni mun flestum veitast auð- velt að skilja að niðursuðu- verksmiðja lítils þorps norður afsfjarðar hana, en þó ekki vélarnar, enda lét ríkið flytja vélamar burtu. Ein bezta dósalokunarvél landsins kvað hafa verið flutt burt nokkru fyrir síðustu kosningar, að þvi talið var til h.f. Matborg- ar í Reykjavík. • Verða að flýja — En hvað er hér af bát- um? — Það eru 5 stórir bátar og fjöldi af trillum. En báta- afli hefur brugðizt við Norð- urland á vetrarvertíðum og bátarnir því farið til Suður- lands og ekki komið aftur fyrr en um miðjan maí, og farið þá á togveiðar fram að síldveiðum. — Mikil síldarsöltun ? — Það voru saltaðar hér 6 Frá Ólafsfirði þús. tunnur í fyrra, sem er það mesta um langt árabil. Fyrir síðasta stríð voru salt- aðar hér 12 þús. tunnur við frumstæðustu skilýrði. — Vetraraflinn hefur verið lélegur, segið þið. — Já það hefur verið afla- brestur undanfarin ár, enda togarar mjög á bátamiðunum, einkum eftir að landhelgin var stækkuð við suðurland. Friðunarlínan rið Norðurland þyrfti og ætti að vera dregin frá Horni til Grímseyjar og þaðan í Rifstanga. — Getið þið verkað aflann ef einhver væri? ’— Já, það er sæmilegt frystihús og nægilegir mögu- leikar til vinnslu fiskafla. • Höfnin grund- vallaratriði — Höfnin? — Það er áætlað að steypa 3 ker til lengingar á bryggju sem er innan við garðinn, en það var lítið sem ekkert unn- ið við höfnina í fyrra, og ekki byrjað neitt enn í sumar (þetta var 17. júni). Það er undirstöðuatriði að fullgera hér örugga höfn, og til þess þarf miklu stærra átak en gert hefur verið, því enn verða bátamir að fíytja héðan til Eyjaf jarðar í vondum veðrum. • Atvinna og kosningar — Togarinn Norðlendingur landar hér stundum? — Já. Það em þriðjunga- skipti um hann inilli Ólafs- fjarðar, Húsavíkur og Sauð- árkróks. Áhöfn hans er mest- öll frá Ólafsfirði, og hefur það valdið nokkurri óánægju. — Er þá ekki næg atvinna? — Næg atvinna! Nei, það þyrftu að vera kosningar á hverju ári hér í Ólafsfirði. Þá væri þó byrjað á vinnu mánuði fyrir kosningar og miðað við það að láta vinna fram að kosningum! Atrinnan er þanuig að eft- ir síðustu áramót mun hafa verið samfelld rinna fyrir al- menning í 7 daga á 4 mánuð- um. Það kom tvisvar togari og var 4ra daga vinna við hann í annað skiptið en 3 daga hitt. Til þess að næg vinna yrði hér þyrftu togararnir að vera tveir svo einn legði hér upp afla í hverri viku. • Múlavegurinn — Er engin önnur vinna, er ekki vegavinna á sumrin? — Ólafsfjörður fær nokk- urt framlag frá ríkinu, bæði til Lágheiðarvegarins og Múlavegarins. En það er venjulega ekki byrjað á vega- vinnu fyrr en undir haust. Vegirnir em látnir danka meðan sumarumferðin er en ' síðsumars koma svo utanhér- aðsmenn til að vinna að vega- lagningu. Ólafsfirðingar fá ekki vinnu í vegunum þótt at- vinnuleysi sé á staðnum. Jafn- vel tæki sem hér em til eru ekki notuð, heldur eru tæki flutt hingað langt að. — Mikill áhugi fyrir Múla- veginum ? — Já, allir Ólafsfirðingar hafa mikinn áhuga fyrir að Múlaveginum verði hraðað. Ef við ætlum til Akureyrar þurf- um við fyrst að fara alla leið vestur í Skagafjörð, inn hann og svo til Akureyrar. Það er 4ra stunda hraður akstur til Akureyrar nú, en leiðin þangað myndi styttast um 170 km þegar Múlavegur- inn væri kominn. • 90% fólksins atvinnulaust — Aðalböl ykkar er at- vinnuleysið ? — Já, það er óhætt að segja að 90% af fólkinu hér sé atrinnulaust a.m.k. 4 mán- uði á vetri hverjum. Vegna atvinnuleysisins flyzt fólldð í burtu. En þrátt fyrir atrinnu- leysið hafa ÓláfsfirðÍHgar ekld sótt vinnu til bandaríska hersins. Þeir fóm nokkrir eitt árið, en ílengdust þar ekki — nema 1 maður, — og fóra ekki þangað aftur. Allur fjöldinn af fólkinu rill vera áfram í Ólafsfirði, en það er ekki hægt neina atrinna verði tryggð. Ráðið til þess er að auka togara- útgerð og stækkun landhelg- innar. Sá sem ekki telur það mikil tíðindi og ill að 90% íbúa eins staðar séu atvinnulausir þriðja hluta ársins er ekki dómbær á ill og góð tíðindi. Það er máske fyrir að þetta hefur verið veruleiki í smá- bæ nyrzt á íslandi að aftur* haldsblöðin íslenzku hafa heldur birt kynjasögur um kommúnista í Tíbet en segja frá firði. J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.