Þjóðviljinn - 14.08.1956, Síða 1

Þjóðviljinn - 14.08.1956, Síða 1
ÆFR-fnndur 1 ÆFR heldur félagsfund 3 Tjarnargötu 20 kl. 8.30 £ fimmtudagskvöld. Ingi R, Helgason ræðir stjórnmála við« horfið; einnig eru félagsmál. Nánar á morgun. Yinátta Rúmena og Islendinga eflizt yið stofnun stjórnmálatengsla segir Coreinschi, sendiherra Rumena á Islandi ■ Ég vil fyrst af öllu nota þetta tækifæri til þess að láta í Ijós ánægju mína yfir því að nú hefur veriö komiö á stjói'nmálasambandi milli Rumeníu og íslands, sagöi sendiherra Rúmeníu á íslandi, hr. Corcinschi, er frétta- maöur Þjóöviljans átti tal við hann í gær að Hótel Borg. Eg vil flytja íslenzku þjóðinni kærar kveðjur frá hinni rúm- énsku þjóð, sagði sendiherrann. Bæði. Rúmenar og íslendingar berjast fyrir málstað fríðarins, fyrir vinsamlegum samskiptum milli allra þjóða, hvert svo sem stjómskipulag þeirra er. ' Rúmenska þjóðin hefur haft góð kynni af íslenzkri menningu, sagði hann ennfremur. Við höf- um heyrt mikið um fombók-; menntir fslendinga, og íslenzk- um nútímabókmenntum höfum við einnig kynnzt. Aukin viðskipti. Við Rúmenar höfum mikínn áhuga fyrir þvi að auka og efla viðskipti og verzlun milli landa okkar, fslands og Rúmeníu. Þeg- ar nú hefur verið komið á stjómmálasambandi milli land- anna, auðveldar það um allan helmíng iausn á öllum vanda- málum verzlunar og viðskipta milli þeirra. í Lundúnum, þar sem ég hef aðsetur, verður margfalt auðveldara að ná sam- bandi vjð fulitrúa íslenzkrar ut- anríkisverzlunar, til þess að koma á enn nánari viðskip'ta- tengslum milli landa okkar. Verzlunarsamningurinn sem gerður var í fyrra milli landá okkar gildir til nokkurra ára, svo að ekki mun í bráð þörf á að endurnýja hann. En við mun- úm með ánægju taka við öllum fulltrúum íslenzkrar verzlunar, hvort heldur er í Búkarest eða Lundúnum. Slík bein sambönd verða til þess að hægt er að leysa á fljótan hátt öll vanda- mál sem kunna að rísa. Vöruskipti Við höfum mikinn áhuga fyrir því að kaupa íslenzkan fisk, sér- staklega síld, sem okkur þykir Herstöð í Færeyjum? Danska blaðið Berling'ske Tid- ende hefur flutt fregn. þiess efn- is að ferð H. C. Hansens for- sætisráðherra til Færeyja standi í éinhverju sambandi við fyrirætlanir um að stofna þar bandaríska herstöð, sem taka eigi við af Keflavikurflugvelli. H. C. Hansen hefur skoðað flugvöll Færeyinga við Suður- vog á Vogey. Um þessar mund- ir er færeyska lögþingið að ræða frumvarp um að stækka flugvöllinn og auka framlag ríkisins til hans. rnjög lostætur matur, en við höf- um ú boðstólum fóðurmjö), timb- ur til húsa- og skipabygginga, olíu, salt og fleiri vörur. I Mennlngarsainskipti Það er alkunna að á síðustu árum hafa menningarsamskipti milli landa okkar færzt stöðugt ^ Corcinschi sendiiierra í aukana, sagði lir. Corcinschi. Ágætt tækifæri til að auka menningarleg kynni milli íslands og Rúmeníu gefst i nóvember næstkomandi. Þá verður opnuð Nasser kvað egypzku stjórn- ina leggja til, að i stað hinn- ar fyrirhuguðu Lundúnaráð- stefnu, yrði kölluð saman önn- ur ráðstefna. Aðild að þeirri ráðstefnu ættu öll ríki, sem ættu skip í förum um skurð- inn. Hlutverk hennar yrði að endurskoða samninginn frá 1888 um siglingar um Súez- skurðinn. Hinn nýi samningur tryggi öllum skipum frjálsar siglingar um skurðinn, en grundvallaratriði hins nýja samnings yrði viðurkenning á yfirráðarétti Egypta yfir skurðinum. Útvarpsávarp Nassers Seinna á sunnudaginn flutti Nasser forseti ávarp til e- gypzku þjóðarinnar og annarra arabaþjóða. Hann sagði að stjórn Egyptalands hefði í í Búkarest sýning þjóðlegrar listar á Norðurlöndum. Það er von mín að íslenzk list skipi einnig sinn sess á þessari sýn- ingu. Meðan á sýningunni stend- ur verður einnig háð þing lækna í Rúmeníu, og mun þar tækifæri til að kynnast rúmenskum vís- indamönnum á því sviði. Skipti á listamöiuium og listaverkum Við Rúmenar eigum þjóðlega myndlist og handavinnu sem fræg er um allan heim. Við vild- um gjarnan kynna þennan þátt rúmenskrar listar á íslandi. Enn- fremur þætti okkur mikils um vert ef gagnkvæm þekking ykist á bókmenntum Ianda okkar. Þegar hefur verið hafizt handa í þessu efri, t. d. komu tvær bækur Hal ; ' Srs Kiljans Laxness út á rúmenaku fyrir skömmu í allstóru U' ,lagi, eða 20.000 ein- tökum. Lessar bækur eru ís- landsk jkkan og Atómstöðin. Vel j væri það farið, ef tækist að efla I ani Rúmena af íslenzkum j fombókmcnntum. Munum við vinna að því að svo megi verða. Við höfum og hug á að fá rúm- enska tónlistarmenn og aðna listamenn til að koma til íslands og íslenzka listamenn til Rúm- eníu. Míkil fjarlægð aðskilur lönd okkar, en með góðum vilja þjóð- anna sem í þeim búa mun takast góð vinátta milli beggja, sagði Corcinschi sendiherra að lokum. fyrstu ekki verið því fráhverf að taka þátt í Lundúnaráð- stefnunni. En útvarpsræða sir Anthony Edens, forsætisráð- herra Breta, hefði ráðið úrslit- um um ákvörðun stjórnarinnar. í henni hefði falist hótun um beitingu valds gegn Egyptum. Forsætisráðherrann hefði með orðum sínum móðgað egypzku þjóðina, farið óvirðingarorðum um forseta landsins. Stuðningur Araba- bandalagsins Stjórn Arababandalagsins til- kynnti i Kaíró í gær að af- loknum fundi sínum þá ákvörð- un, að árás á Egypta yrði skoðuð sem árás á öll araba- ríkin. Þingflokkur Verkamanna- flokksins samþykkti á fundi Famhald á 7. síðu. Nasser hafnar þátttöku í Lundúnaráðstefnunni Nasser, forseti Egyptalands, hélt fund me'ö blaöamönn- um á sunnudaginn var eins og tilkynnt haföi veriö. Skýröi hann þar frá því, aö Egyptar hefðu ekki taliö sér fært að eiga aöild að Lundúnaráöstefnunni um Súezskuröinn. Verzlunin Bru við Hrútafjarðará. , Kaupfélag Hrútfirðinga hefur opiiað ferðamannaverzlun við Hrútaf jarðará í byrjun s.l. mánaöar opnaöi Kaupfélag Hrútfiröinga á BorÖeyri útibú við brúna á Hrútafjaröará undir nafninu Verzlunin Brú. Rekstur þessarar verzlunar er eingöngu miðaður við þjón- ustu við ferðamenn, enda er hún mjög vel staðsett til þeirra hluta, nokkurn veginn miðja vega milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar. — Þess má einnig geta að þarna er hin nýja skiptistöð Landssímans fyrir Norður- og Vestm’land. Verzlunin Brú hefur á boð- stólum flestar þær vörur, sem henta ferðafólki, svo sem gos- drykki, tóbak, sælgæti, kex og ýmiskonar niðursuðuvarning, auk hreinlætisvara, fatnaðar og ferðaútbúnað margskonar, blöð og tímarit ásamt ýmsu fleira. — Þama er einnig benz- ínafgreiðsla. >á má telja það til nýmæla, að þarna eru prýðileg snyrti- herbergi til afnota f.\rrir ferða- menn og eru þau opin allan sólarhringinn. Verzlunarhúsið.er hið smekk- legasta og vandaðasta að allri gerð. Teikningu gerði teikni- stofa SÍS og annaðist það starf Skúli Norðdahl arkitekt. Smiður ísak Árnason Sanðár- króki. Raflagnir lagði Einar Pétursson rafvirki Blönduósi og Guðbjartur Oddsson mál- arameistari annaðist málningu, — Verzlunarstjóri er Pálmi Sæmundsson, kaupfélagsstjóri Jónas Einarsson. Flokksþing Demókrata sett í gær Truman lýsir yfir stuðningi við Harrr 1 man sem íorsetaefni í gær hófst í borginni Chicago i Bandaríkjunum þing Demókrataflokksins, og verður höfuöverkefni þess að veljá frambjóöanda flokksins í forsetakosningunum í haust. Þíngið stendur í 5 daga, og verða umræður um stefnu flokksins fyrstu 3 dagana, en á 4. degi hefst atkvæðagreiðsla um val forsetaefnis. Alls eru full- trúar á þinginu um hálft. þriðja þúsund. Ilver verður valinn? Erfitt er að segja fyrir um, hver verður endanlega valinn sem forsetaefni Demókrata. Síð- an Estes Kefauver dró sig í hlé og lýsti yfir stuðningi við Stev- enson, hefur Stevenson haft mestar líkur fyrir að verða fyr- ir valinu. Stevenson cða Harrinian Helzti keppinautur Stevensons er Averell Harriman, fylkisstjóri í New York. Nú hefur Trurnan, fyrrverandi forseti og mikill á- hrifamaður innan flokksins, lýst yfir fylgi við Harriman sem for- setaefni Demókrata. Á fundi með blaðamönnum ó iaugardag- inn lét Truman svo um mælt, að hann teldi Harriman hafa , flesta þá kosti sem prýða þurfa forseta Bandaríkjanna. Það eru margir, sem eru hæfir til að taka að sér að vera í framboði! fyrir Demókrataflokkinn í for- setakosningunum, sagði Truman, en Harriman er nú vel undir það búinn að taka að sér for» setaembættið. Verði Harrimaií valinn þurfa Bandaríkin ekki að óttast að yfir þau skelli heims- kreppa og þær raunir sem henni fylgja. sagði Truman ennfremur, Kom á óvænt Þessi yfirlýsing Trumans konii nokkuð á óvænt, sérsltaklcgai mun Stevensonsmönnum þykjai sem þeir séu nú i)la sviknir', Stuðningsmeun Stevensons haldac því fram að Stevenson fái örugg- lega 630 atkvæði á flokksþing- inu, en þarf að fá 686,5 atkv. til að ná útnefningu. Má búast viðl að yfirlýsing Trumans hafi all| nokkur áhrif á þingfulltrúa, ogj nú muni syrta í álinh fyriq Stevenson. Nú hafa Harrimaps- menn fengið byr undir báðg : £ Framliald á 8. síðw j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.