Þjóðviljinn - 19.10.1956, Síða 10
Austur-þýzka bílasýningin
Laugavegi 103
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 19. október 1956
KJÖRBRÉFAMÁLIÐ
Framhald af 7. síðu
samkvæmt atkvæðatölu hans,
að meðtöldum þeim atkvæð-
um, sem hann vitanlega hefur
fengið að láni frá Framsókn-
arkjósendum. En hæstaréttar-
dómarinn byggir þennan úr-
skurð sinn fyrst og fremst á
því, að 31. gr. stjórnarskrár-
innar vísar um skipun upp-
bótarþingsæta til kosninga-
laga, en í þeim lögum sé, eins
og hann segir orðrétt „hvergi
gert ráð fyrir því að atkvæða-
tala tveggja eða fleiri flokka
sé lögð saman og uppbótar-
þingsætum síðan úthlutað
samkvæmt sameiginlegu at-
kvæðamagni þeirra“.
Nú er það alveg vafalaust
tilgangur Sjálfstæðisflokksins
með tillögunum um ógildingu
kjörbréfanna, að málinu verði
vísað til landskjörstjórnar að
nýju og að landskjörstjórn út-
hluti uppbótarþingsætum að
nýju, samkvæmt þeirri reglu
að atkvæðatölur Alþýðu-
flokksins og Framsóknar-
flokksins verði fyrst lagðar
saman og uppbótarþingsætun-
um úthlutað samkvæmt þeirri
tölu. Ég þykist vita að þetta
liggi í tillögu Sjálfstæðis-
flokksins. Það er óhugsandi
annað, þó að það liggi að
vísu ekki fyrir í tillöguformi,
því að það getur ekki verið
tilgangur flokksins, að þessi
fjögur uppbótarþingsæti
standi auð og óskipuð, þing-
menn verði aðeins 48, þvert
ofan í ákvæði stjórnarskrár
og kosningalaga og úrslita-
—Æ V III ■ Wllim,
tölur kosninganna, eins og ég
hef þegar sannað, því sam-
kvæmt kosningalögunum get-
ur ekki verið minnsti vafi á
því að það ber að úthluta 11
uppbótarþingsætum. Sjálf-
stæðisflokkurinn mun vafa-
laust með þessari kröfu sinni,
tillögu sinni um ógildingu
kjörbréfanna, einnig gera
kröfu til þess, að honum verði
úthlutað einhverju af þeim
fjórum uppbótarþingsætum,
sem verða laus við ógildingu
kjörbréfanna. En ég vil nú
spyrja: Dettur nokkrum þing-
manni Sjálfstæðisílokksins í
liug, að hæstaréttardómarinn
Jón Ásbjörnsson, þessi ágæti
lögfræðingur, sem myndar sér
skoðun á lögfræðilegu atriði
eins og þessu, að því er Sjálf-
stæðismenn sjálfir segja, án
nokkurs tillits til síns flokks,
dettur þeim i hug að iiann
telji nú fært að úthluta upp-
bótarsætum eftir þeirri reglu,
sem „livergi er gert ráð fyrir
í kosningaiögunum“, eins og
liann sjálfur komst að orði í
þeirri niðurstöðu, sem birt er
frá liálfu landskjörstjórnar?
Dettur mönnum í hug, að
hann komist nú að annarri
niðurstöðu um þetta lögfræði-
lega atriði heldur en hann
komst með úrskurði sínum í
sumar? En þá komst hann að
þeirri niðurstöðu, samkvæmt
sinni sannfæringu, að það
bæri að fara eftir bókstaf
kosningalaganna einum, án
tillits til nokkurs annars.
" «'■?
Eg vil líka spyrja: Ætlast
Sjálfstæðisþingmenn til þess,
að Alþingi setji landskjör-
stjórn með einfaldri þings-
ályktun aðrar reglur um út-
Dragið ekki að sjá sýning-
una því aðsókn er mjög
mikil.
Plastbíllinn P 70
Aðalumboð: Desa h.f.
Söluumboð: Vagninn h.f.
ÞJÓÐVILJANN vantar ungling
til blaöburðar við
Kársnesbraut
ÞJOÐVIUINN, sími 7500
hlutun uppbótarliingsæta held-
ur en felast í kosningalögun-
um? En dettur þá nokkrum
í liug, að hæstaréttardómar-
inn Jón Ásbjörnsson og lög-
fræðingar Framsóknarflokks-
ins sem eiga sæti í lands-
kjörstjórn og -mynda með
honum meirihluta þar, teldu
sér skyldara að fara eíft-
ir einfaldri ályktun Al-
þingis á þingsetningarfundi
en ákvæðum laganna, sem
þeir telja ótvíræð, og telja
sig þegar liafa farið eftir út
í yztu æsar? Ég geri mér
enga von um það, að meiri-
hluti núverandi landskjör-
stjórnar telji sér nokkurn
tíma skylt að útliluta þessum
f jórum uppbótarþingsætum
með öðrum liætti en þeir hafa
þegar gert. (Frh.).
KJÓL3R
Margar gerðir bíla eru á
sýningunni, en mesta at-
hygli vekur Plastbíllinn
P-70.
Opið daglega frá klukkan
14 til klukkan 22.
MARKADURINN
Hafnarstræti 5
!■■■■ ■■■■■■■ 1 ■■ I ■■ ■ ■■■lllllllllllllllK ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■SBI ■■■! ■■<!■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■ ■■
c — ---------------------------------i----------------------------->
- VERIÐ MEÐI ÞESSU STÓRGLÆSILEGA HAPPDRÆTTI - KAUPIÐ MIÐA STRAX
V_________________________________
BILLINN í afmælishapp-
drætti Þjóðviljans er að verðmæti 82 þús. kr.
Auk bílsins eru
15 ISSKAPAR
að verðmæti 7450 krónur hver