Þjóðviljinn - 19.10.1956, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (1J
18. dagur
„Á loft klukkan ellefu!“ kallaöi Leonard frá sínum
staö um leið og hann færöi inn nákvæman flugtaks-
tíma.
Þegar Aloha flugturninn hvarf á stjórnborða og Sulli-
van beygði frá ströndinni í áttina að Diamond höfða,
tók Dan upp taltækið.
„Honululu flugturn, frá Fjórir-tveir-núll. Við erum
komnir á loft, allt í lagi.“
„Roger, Fjórir-tveir-núll. Bless, góða ferÖ-.“
Dan hallaði sér að útvarpinu og skrúfaði á þá bylgju-
lengd, er þeir ætluðu að nota næstu tólf klukkutímana.
„Fjórir-tveir-núll kallaði Honululu Overseas Radio.
Hvernig heyrist?1'
Rödd, sem var sterkari og skýrari en í flugturninum,
barst honum til eyrna.
„Roger, Fjórir-tveir-núll. Heyrum hátt og greinilega
til ykkar. Þið gefið upp tímann 20 mínútur gengin“.
„Við fórum frá Honululu klukkan ellefu. Hækkum
okkur í sjö þúsund fet.“
Einhvers staöar í sólskininu þarna langt niðri var
maöur, sem Dan Roman hafði aldrei séð, glorhungrað-
ur, gremjulegur maður, aö skrifa athugasemdir á blað,
sem hann lét svo í sérstakt hólf. Það var eitt orð til
s.taðfestingar og svo ekkert meir.
„Honululu ....“
Þegar slokknaði á ljósmerkinu: Reykingar bannaöar,
hætti Humphrey Agnew að strjúka bindisnæluna sína
og seildist ofan í vasann eftir sígarettu, Gulir fingur
hans skulfu^ þegar hann stakk sígarettunni milli var-
anna. Hann ýtti á kveikjarann nokkrum sinnunfáður en
kviknaði á honum — fingur hans virtust svo máttlausir,
að kveikjarahjólið varð honum næstum ofurefli. Hann^
saug djúpt að sér og blés reyknum frá sér með þungri
stunu. Hann ætlaði að setja kveikjarann aftur á sinn
stað, en hásttt við og lét hann liggja í lófa sér. Hann
strauk þumalfingrinum hægt yfir letriö, sem grafið var
á hlið hans og þreifaði á orðunum, sem hann þekkti,
svo vel: Handa ástkærum eiginmanni — frá Mörthu. Og i
hálfum þumlungi þar fyrir neðan stóð ártalið — 1950.
Þetta var gjöf frá frú Agnew til hans sjálfs á fyrsta j
brúðkaupsafmælinu þeirra. Gjöf frá þrítugri konu, sem
þóttist vera hreinlíf, til fjörutíu og fimm ára gamals
manns, sem hafði eytt öllum stundum til að búa önigg-
lega um sig og tekiö svívirðingum annarra með þögn og
þolinmæði svo að hann gæti hrækt á þá, þegar hans
tími væri kominn.
Hann kreppti hnefann svo fast utan um kveikjarann,
að hnúarnir hvítnuðu, en fleygöi honum svo skyndilega
frá sér á gólfið. Ef það voru einhverjir, sem höfð'u kallað
Humphrey Agnew slægvitran, skyldi frú Agnew fá að sjá
það núna, hvað maður hennar gat verið sniðugur.
Skækjan sú arna skyldi fá að engjast, af hugarkvöl—
hún mundi vita það sem eftir var ævinnar, án þess
að geta sagt nokkrum frá því, hvaða dauðdaga Kenneth
Childs hlaut. Það voru svei mér vænlegar horfur. Dauð-
ur elskhugi og eftirlifandi skækja. Martha yrði síðasta
herfang hins mikla elskhuga. Hún mundi gráta, en
Humphrey Agnew mundi veltast um af hlátri — hlæja
og halda henni hjá sér að eilífu. Enginn lögfræðingur
gæti tekiö hana frá honum. Enginn dómari mundi slá
hendinni á móti peningunum, sem Humphrey Agnew
var fús að borga til aö geta haldiö Mörthu Agnew,
frú Agnew. Hötuð eiginkona manns, sem með snilligáfu
sinni hafði gert þau auöug. Allir mundu vita um það
.... Já! Og rétt orð á réttum stað gat frætt þá um það,
að Martha Agnew hefði verið ótrú og ætti kannski enn
eftir að veröa það.‘ Fólk mundi horfa á hana og hugsa
margt, og Humphrey Agnew ætlaði að ýta undir ímynd-
unarafl þess .
Sígarettan hékk út úr honum, hann greip báðum
höndum um stólbríkurnar og 'lokaði augunum, svo að
hann gæti séð þetta allt betur fyrir sér. Þaö voru nú
til dæmis þrepin upp að skrifstofubyggingunni hans;
aðalstöðvum hins hraðvaxandi fyrirtækis: Hjálparmeðul
Agnew til Betra lífs — þar sem auðævi hans áttu
upptöl^: sín. Liöagigt? — Köldusótt? — Brjóstþyngsli?
— Blöðrubólga? — Gallsýki? — Krabbamein? — Melt-
ingartþuflanir? — Sykursýki? — Hjálparmeðul Agnews
áttu til ráð við því öllu, aðeins einn dollara flöskuna.
Peningarnir endurgreiddir, ef kaupandinn var ekki
ánægöur, og Humphrey Agnew hafði alltaf verið svo
skynsamur að veita þeim úrlausn, sem vildu fá endur-
greiðslu. Því ekki það? Það komu alltaf nýir og nýir,
þúsundir manna, sem trúðu útvarpinu og glæsilegu aug-
lýsingunum í dagblöðum eyjarinnar. Fávizka, fávizka
fjöldans, sem beið þess að láta aröræna sig, var þaö
eina, sem maöur gat treyst.
Sjáum nú til .... þau standa svo kannski þarna á
stigaþrepunum og þá á fólk leið þar fram hjá, ef til vill
Lister-hjónin .... segjum, að þetta sé um hádegisbiliö.
Og af því Amos Lister býr til flöskur og þarf að ræða
viöskipti við Agnew, þá mundi hann bjóöa þeim Agnew-
hjónunum að borða með sér. Þegar Martha ætlaði svo
að svara, „það er ljómandi“, þá mundir þú grípa inn í
eitthvaö á þessa leið: ,,.... þetta er prýðis uppástunga,
en ég er hræddur um aö Martha sé búin aö lofa sér
annað .... hún er svo ákaflega vinsæl, eins og þú
veizt“. Martha mundi horfa undrandi á þig, því að þetta
yrði kannski í fyrsta skipti sem þú værir í Honululu
eftir að því var öllu lokið.
Seinna, þegar Lister-hjónin væru farin, segði hú'n ef
til vill: „Humphrey .... ég hef ekki lofað mér neitt“.
Og þá gætir þú svarað: „Ekki það? Ég hélt aö þú borð-
aðir alltaf hádegisverð meö Ken Childs, eöa er það allt
búið aö vera?“
Þá kæmi aðal gamanið, ails konar útúrsnúningar og
undansláttur, þangað til hún játaði allt. Martha gengi
kannski beint til verks og segði: „Ken Childs er dáinn“,
eða þá hún reyndi að slá undan og segja bara hálfan
sánnleikann: „Ef þér fellur þetta svona þungt, þá skal
ég aldrei hitta Ken Childs oftar“. Og það yrði líka orð
að sönnu, því að þarna sat sá heiðursmaður, aðeins
nokkrum sætum í burtu. Og hér sat Humphrey Agnew
— og beiö.
Það var dásamlegt að finna hvernig flökurleikinn
hvarf við þessar bollaleggingar um framkvæmd á
ákveðnu verki. Sem betur fór, vissu líklega fáir, hví-
líkan unað tilhugsunin um að myrða einhvern gat vak-
ið. Maður varð allt í einu léttari á sér en skýin þarna
fyrir utan gluggann, svifléttúr eins og þau, eftir margra
Kjóll sem líklegur er til að vinna
vinsældir®
Hér sjáið þið
skemmtilegan kjól
frá tízkuverzlun
Prag. Hann er
blár, úr silki og
settur skrauti
hvítu pikki. Það
• er mikil vidd í pils-
inu, og er það
tSV
tim6l6CÓ6
Minnlng&rkortlK er« tll söia
i skxlfstoía Sósíalistaflokk'5-
Ins, Tjarnargötn 20; afgreiðsia
ÞjóðvUjans; Sókabúí ICron; \
Bókabúð IVíáls og menningar, j
Skólavörðustig 21; og í Bóka- /
verzlun Þorvaldar BjarnasoH- |
*r t Hafnarfiríi
tlGGUB LEIÐIN
NORSK
BLÖÐ
Blaðaturninn,
Laugavegi 30 B.
Útbreiðið
ÞjóSviljann
Meðal við flösu
Það er ekki eins erfitt og
menn halda að ná flösu úr hár-
sverðinum. Blanda skal saman
þessum þremur efnum svo sem
hér segir:
25 g jarðhnetuolía
25 g ólivuolía
25 g laxerolía. .
Blöndunni er núið inn í hár-
svörðinn að loknum hárþvotti.
Annað ráð enn auðveldara er
að setja hnefafylli af grófu
salti i siðasta skolvatnið. Það
hrífur í svipinn, en er ekki
jafn gott hinu til lengdar.
Yfirgefnar eiginkonur
Með hliðsjón af samningi
milli Norðurlanda sem gerður
var árið 1931 samþykkti SÞ
fyrir skömmu alþjóðlegt sam-
:omulag- um vernd yfirgefinna
eiginkvenna. Samkvæmt því á
hver kona að hafa heimild til
að krefjast lífeyris af eigin-
manni, sem strokið hefur frá!
henni til annars lands.
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýSu - Sésialistaflokkurimi. - Ritstjórar: Magnús Kjartansson
(Ab.i, Sicurfiur GuSmundsson. — .Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigur-
.............. Biarnl BenedikUson. GuSmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. -
auglysingastjorl Jonsteinn Haraidsson. — Ritstjorn, afgreiðsl a, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Simi 7500 (3
ÞJóarvilján*ShfítarVerS kr 25 4 mánuðl 1 Hcykjavík og nAgren ni; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluvcrð kr. 1. — PrcntsmiSJa