Þjóðviljinn - 20.10.1956, Page 8

Þjóðviljinn - 20.10.1956, Page 8
g) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 20. október 1956 dh ■ ÞJÓÐLEIKHÚSID I Spádómurinn sýning í kvöld kl. 20.00 Næst síðasta sinn Tehús Agústmánans eftir John Patrick þýðandi: Sigurður Grímsson leikstjóri: Einar Pálsson Frumsýning- sunnudag kl. 20.00 Frumsýningarverð Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15—20.00. Tekið á móti pöntunum sími: 8-2345 tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýningardag, annars seldar öðrum. Sfmi 918« Biml 1475 Næturfélagar XLes Compagnes de la nuit) Heimsfræg frönsk stórmynd um líf vændiskvenna í París. — Danskur skýringartexti — Francoise Arnoul Raymond Pellegrin Bönnuð börnum inna 16 ára. Aukamynd: Frakkland. NATO-kvikmynd með ísl. tali. Sýnd kl. 5 og 9. Hundrað ár í Vesturheimi Lítkvikmynd úr byggðum ís- iendinga vestan hasf. Sýnd kl. 7. Sími 1544 Nágrannar (The Girl next Door) Bráðskemmtileg ný amerísk músík- og gamanmynd, í lit- um. Aðalhlutverk: Dan Daily, June Haver, Dennis Day. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarfjarðarbíé Sírni 9249 Dóttir gestgjafans Frönsk stórmynd, eftir sögu Aiexanders Puskíns. Aðalhlutverk; Harry Baur, Jeanine Grispin Myndin hefur ekki verið sýnd áður.hér á-landi. ■ . , Danskur texti. Sýnd kl. 7 og 9. La Strada ftölsk stórmynd. Leikstjóri: F. Fellini. Aðalhlutverk: Anthony Quinn Gioletta Masina Richard Baseliard Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskur skýringartexti Bönnuð börnum Sýnd kl. 7 og 9. Týnda flugvélin Óvenjuspennandi ný amerísk kvikmynd. John Wayne Sýnd kl. 5. Vígvöllurinn (Battle Circus) Áhrifarík og spennandi ný amerísk mynd. Aðalhlutverk: Humprey Bogart og June Allyson, sem leika nú saman í fyrsta sinn, ásamt Keenan Wynn. Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 16 ára Svarti riddarinn (The Black Knight) Óvenjuspennandi amerísk iit- mynd, sem segir frá sagna- hetjunni Arthur konungi og hinum fræknu riddurum hans. Aðalhlutverk: Alan Ladd og Patricia Medina. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 12 ára. Sala hefst kl. 4. Síml 8193« Ástaræfintýri (Le Plaisir) Bráðskemmtileg ný . frönsk mynd, þrjár sögur eftir Maupassant Aðalhlutverk: 12 af stærstu stjörnum Frakklands. Claude Dauphin. Danielle Darrieux, Daniel Gelin, Sýnd kl. 7 og 9. Villimenn og tígrisdýr Ný frumskógamynd viðburða- rík og skemmtileg. Jonny Weissmiiller Jungle Jim. Sýnd kl. 5. Bönnuð innan 10 ára IJEYKJAyl Kjarnorka og kvenhylli 60. sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala frá kl. 4— 7 í dag og eftir kl. 2 á morgun Sími 3191. Fáar sýnjngar eftir Bíml 6485 Haming j udagar (As Long As They’re Happy) Bráðskemmtileg, ný, dans- og söngvamynd í litum. 7 ný dægurlög eftir Sam Ceslow. Aðalhlutverk: Jack Buchanan Jean Carson og enska kynbomban Diana Dors, sem syngur Hokey Pokey Polka. Sýnd kl. 5, 7 og 9. SlKt 1384 Vítiseyjan (Fair Wind to Java) Geysispennandi og viðburða- rík, ný, amerísk kvikmynd í litum, byggð á samnefndri skáldsögu eftir Garland Ro- ark. Aðalhlutverk: Fred MacMurray, Vera Ralston, Victor McLagen. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síml 6444 Running Wild Spennandi ný amerísk saka- málamynd. í myndinni leikur og syngur Bill Haley hið vin- sæla dægurlag „Razzle- Dazzle". Mamie Van Doren WiHiam Campbel, Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. « m r r~\r\ rr Inpolibio Sími 1183 Ungfrú Nitouche (Madamoiselle Nitouche) Bráðskemmtileg ný frönsk mynd, gerð eftir óperettunní Nitouche. Tekin í Eastman-lit- um. Aðalhlutverk: Feriuuidel. Pier Angeli. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Framhald af 7. síðu gang hans með stofnun upp- bótarþingsæta. Árangurinn af úthlutun uppbótarþingsæt- anna samkvæmt úrskurðinum hefði þá orðið þveröfugur við yfirlýstan tilgang stjórnar- skrárgjafans með uppbótar- þingsætunum. í þeirri skýru greinargerð um þetta mál, sem Vilmund- ur Jónsson lagði fram í landskjörstjórn, en hann var eins og ég hef þegar bent á, í stjórnarskrár- og kosninga- laganefnd 1933, segir hann m. a.: „Landskjörstjórn hlýtur að telja sér skylt að lialda vörð um þau fyrirmæli stjórnar- skrár og kosningalaga, svo og anda þeirra fyrirmæla og tilgang, að uppbótarþingsæt- um verði úthlutað til raun- hæfrar jöfnunar milli þing- flokka.“ Og það var með þessum rökum, sem hann gat ekki orðið sammála hæstaréttardómaranum Jóni Ásbjörnssyni og Jögfræðing- um Framsóknarflokksins. Það var augljóst að svo gat vel farið í kosningunum, með þeim grundvelli, sem lagður var með úrskurði meiri hlutans, að úthlutun uppbótarþingsætanna sam- kvæmt bókstaf kosningalag- anna, yrði til þess að skapa meiri ójöfnuð milli þing- flokka og jafnvel fullt mis- ræmi milli meiri hluta á Al- þingi og meiri hluta þjóðar- innar, en það vita allir menn að það var ekki tilgangurinn með stofnun uppbótarþingsæt- anna 1933 að skapa meiri ó- jöfnuð né að gera meiri hættu á því en var fyrir þann tíma, að meiri hluti á Alþingi væri ekki í samræmi við meiri hluta þjóðarinnar. Sá meiri hluti sem nú hefur verið myndaður á Alþingi, hann hef- ur hins vegar öruggan meiri hluta þjóðarinnar að baki sér. Núverandi stjórnarflokk- ar hafa rúmlega 53% atkv. að baki sér. Stjórnarandstað- an, Sjálfstæðisflokkurinn, að- eins rúmlega 42%. Tilgangi stjórnarskrárgjafans og lög- gjafans, að því ei- uppbótar- sætin snertir, hefur því verið náð, og skipun Alþingis nú er í fullu samræmi við hann. Það má jafnvel segja, að því er mér virðist, að hverjir þeir tveir flokkar, sem gætu skapað með sér meiri hluta hér innan þingsins nú hefðu einnig meiri hluta þjóðarinn- ar að baki sér, og það er meira heldur en hefur verið hægt að segja urn sum und- anfarin þing. Eg skal aðeins lítillega minna á atkvæðatölur og þingmannatölur flokkanna, þó að ég viti, að öllum sé það Ijóst. Alþýðubandalagið hef- ur 15 þús. 850 atkv. og rúm- lega 19% kjósenda, Aiþýðu- flokkurinn 15 þús. 142 atkv. og rúmlega 18% kjósenda, Framsóknarflokkurinn nærri 13 þús. atkv., það er rétt yf- ir 15% kjósenda, en hann hefur að vísu 17 þingmenn, eða um það bil þriðjung þings, 33%' þingsæta, en hann er að þessu leyti und- antekning, og það hefur hann jafnan verið á undanförnum þingum, svo að það er ekkert . sérlega nýtt við það. Stjórnarflokkarnir samtals hafa 43 þús. 900 atkv. að baki sér og 53% kjósenda, en þeir hafa 33 þingmenn af 52, eða 63 til 64% þing- manna. iy2% kjósenda fengu engan fulltrúa á Alþingi sem kunnugt er. Sjálfstæðisflokk- urinn fékk 35 þús. atkv. rúm og hefur rúmlega 42% kjós- enda og 19 þingmenn. Hann hefur að vísu ekki að þessu sinni þingmenn í fullu hlut- falli við kjósendatölu sína, en það er ekkert nýtt um flokka hér á Alþingi á undan- förnum þingum. Milli þing- mannatölu flokka og at- kvæðatölu þeirra hefur alltaf verið nokkurt misræmi á öll- um þingum síðustu tvo ára- tugina eða síðan gildandi kosningalög voru sett. Við næstsíðustu kosningar 1953 hefði t. d. þurft að úthluta 28 uppbótarþingsætum til þess að fullur jöfnuður næð- ist milli þingflokka. Eg man ekki eftir því að Sjálfstæðis- flokkurinu hafi hingað til fundið sárt til þessa ójafnað- ar. Það eru nefriilega aðrii' fiokkar frernur en liann, sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Nú finnur Sjálfstæðis- flokkurinn sárt til þess að hann hefur ekki tölu þing- manna í fyllsta samræmi og hlutfalli við kjósendatölu sína, en ég man ekki eftir því að hann hafi flutt hér neina tillögu á, undanförnum árum eða áratugum um að bæta úr þessu misræmi, sem jafnan hefur verið. En ég vil nú enn spyrja þingmenn hans: Er Sjálfstæðisflokkui- inn nú kominn á þá skoðim að þingmannatala flokka hér á Alþingi eigi jafnan að vera í hárnákvæmu hluífalli við tölu kjósenda? Geri hann kröfu til þess fyriv sjálfan sig, þá gerir hanu einnig kröfu til þess fyiir aðra. Það væri hið fyilsta réttlæti. Eru þingmenn Sjálfstæðis- flokksins komnir á þá skoð- un, að þetta réttlæti verði að nást og við annað verði ekki unað ? Ef svo er, þá ættu þeir að lýsa því hér yfir í þessum umræðum. Hér væri fyllsta tækifæri til þess. En þetta misræmi og þessi ójöfn- uður, sem enn á sér stað og er ekkert nýtt um skipun Al- þingis, því að það hefur ver- ið svo meira og minna síðustu 22 árin og raunar lengur, stafar af ákvæðum stjórnar- skrárinnar annars vegar og svo einkum af því að fólkið hefur ílutzt mjög ört til í landinu á síðustu áratugum, síðan ákvæðum stjórnarskrár og kosningalaga var síðast breytt. Uppbótarsætin eru orðin ó- fullnægjandi til þess að bæta úr þessu misræmi, en það stafar af því að kjördæma- skipunin er orðin úrelt, og misræmi milli flokkanna hér á Alþingi er ekkert á móti því misræmi, sem er orðið á milli fulltrúa héraða í land- inu. Eg vildi aðéins benda á nokkur dæmi, sem sýna vel Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.