Þjóðviljinn - 20.10.1956, Page 9
Laugardagur 20. október 1956 — 2. árgangur — 38. tölublað
Loksins svarar afi
Það voru ekki amaleg-
ar undirtek'timar, sem
Addý og afi hennar á
Berufjarðarströnd fengu
í sumar, þegar þau sendu
upphöfin að vísunum.
Fjölda margir botnar
bárust og margir þeirra
ágætir. Birturn við botn-
ana í nokkrum blöðum í
sumar, En okkur vantaði
botna frá afa sjálfum.
Marga langaði tii þess að
sjá vísur hans í heilu
lagi. Honum var því
send ósk um að senda
botna sína, og nú eru
þeir komnir.
Vísur afa á Berufjarð-
arströnd eru þá þannig:
Anga viðir, brosa blóm,
blær í laufi þýtur.
Lífiuu er öllu létt uin róm,
ljóma vorsius nýtur.
Veður batna, blómin vaxa
blæriim strýkur hlýtt um
kinu.
Ofinn gliti geislafaxa
grípur hörpu fossbúinn.
Hitinn
(Úr stíl). Það er eðli
hitans, að hann þenur
allt út; sést það bezt á
því, að þegar fer að hitna
á vorin, þá lengjast dag-
amir.
Aparnir
Spjátrungur nokkur
ætlaði að ferðast í póst-
vagni, Hann kom rétt
áður en lagt var iaf stað
og ávarpað.i vagnstjórann
á þessa leið:
„Eru nú öll dýrin kom-
in inn í örkina hans
Nóa?“
Vagnstjórinn svaraði
um leið og hann opnaði
vagninn og bauð mann-
inum inn:
„Nei, apamir eru ó-
komnir. Gjörið þér svo
vel að ganga inn.“
Og enginn kötturinn
Frúin (við nýju vinnu-
konuna); Hver hefur
brotið fallegu könnuna
mína?
Vinnukonan: Kötturinn.
Frúin: Hvaða köttur?
Vinnukonan: Er nú
enginn köttur hér? Það
kalla ég skrítið heimili
að hafa engan kött!
Ráðningar á þraut-
um í síðasia blaði
Gátau: Falskur pening-
ur.
Táknmálið: HvLa —
fuglsnafnið Hávella.
Skemmtilegasta les-
greinin
Sendið svör ykkar við
spumingunni sem fyrst.
Hvaðla lesgrein er
skemmtilegust? — Nefn-
ið einhverja af þessum
fjórum: Landafræði, ís-
landssaga, Náttúrufræði,
Kristinfræði.
Ilver er höfundurinn?
Hér birtast tvö erindi úr ættjarðarljóð-
um. Hverjir eru höfundarnir?
I.
Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog,
©g vötm þín ineð straumunum þungu,
sem Mminsims braga-ndi norðljósa log
og Ijóðim á skáldanna tungu,
©g aldrei, aldrei bindi þig bönd
mema bláfjötiir Ægis við klettótta strönd.
H.
Þessuim holtum ég ann,
þessum besðum ég ann,
þessi hraun eru mein, sem að græða mér ber.
Þessi fammþöktu f jöll
era formvimir öll,
©g hver fossandi smálækur vinur minn er.
Ó-mál og P-mál
og önnur mál
Margir uppvaxandi les-
endur Óskastundarinnar
hafa' minnzt á málfarið
og gert athugasemdir við
talshátt fólks, málvenj-
ur og orðskrípi, sem vaða
uppi í daglegu tali
manna. Nú kveður Gamli
Nói, kunningi okkar, sér
hljóðs, og segir m. a. í
bréfi, sem okkur barst
nýlega: — „Ég kann held-
ur illa við að heyra
krakka segja næstum
daglega orðið „fortó“ í
staðinn , fyrir gangstétt,
,,strætó“ segja flestir í
staðinn fyrir strætisvagn,
þá mætti segja t. d. —:
Eg kom með strætisvagn-
inum, — en fyrir ialla
muni ekki „strætó“. —
Þetta segir. Gamli Nói,
sem er Reykjavíkur-
drengur, 13 ára að aldri.
Hann er á Austfjörðum
á sumrin, en í Reykjavík
á vetuma, og hefur senni-
lega töluverðan saman-
burð á málfarinu.
Já, það er alveg satt,
sem þú segir, Nói, það
er ekkert til fyrirmyndar
að vera með þennan ó-
talsmáta í tíma og ó-
tíma. En þetta ó-mál á
sér nokkum aldur, og
vafalaust hafa feður og
mæður, afar og ömmur
yngstu kyns(lóðarinnar,
haft þetta á vörum.
„Ættum' við ekki að fara
i Gúttó í kvöld“, sagði afi
við ömmu í gamla daga,
sþegar hann var að bjóða
stúlkunni sinni á dans-
skemmtun.
Þessar ó-endingar eru
því nokkuð gamlar hjá
okkur, ef til vill hafa
þær fengið fótfestu, þeg-
ar bíóin hófu starfsemi
sína hér. Fyrstu kvik-
myndahúsaeigendurnir í
Reykjavík voru jafnvel
kenndir við fyrirtæki sín
og nefndir Bíó-Bjarni og
Bió-Petersen, en ekki
kvikmynda-Bjami eða
kvikmynda-Petersen. Fór
þetta þægilega í munni,
en þó hefur það ekki
festzt við aðra fram-
kvæmdastjóra. Það er
ekki talað um Bíó-Örn
eða Bíó-Friðfinn, þó að
þeir séu forstjórar kvik-
myndahúsa. En svo getur
verið að ó-málið hafi
borizt : frá Danmörku;
Einu sinni var það leik-
ur, sem fór um alla Dan-
mörku að enda orðin á
ó-i og vita hversu lengi
væri hægt tað halda á-
fram án þess að fara
út af reglunni, svo sem
þessi setning sýnir: Deta
haro eno abeo kato skriv-
eto. Det har en abekat'
skrivet. — Og svo byrj-
aði p-málið á íslandi og
unga fólkið var að reyr.is,
Framhald á 2. síðu
Gátur og 1
þrautir 1
1. Hvaða fugl verðu*!
að mörgum fuglum, þeg-
ar einum staf er bætí
framan við og öðrúm aft-
an við nafn hans?
2. Lofa lesa límgadd.
Myndið úr þessum orður.í
fyrstu hendinguna í al-
kunnu íslenzku kvæði.
3. Hvað er í miði'4
Reykjavík?
4. Maður sagði: Ef þi
setur kommu yfir næsi’
fyrsta stafinn í nafnin-4
mínu og skiptir því sv j
í tvennt, þá verður þal
sama sem elii. Hvað hei'4
ég?
Sjötngsafmæli
Framhald af 6. síðu.
ar, veitt K.í, 100 þúsund kr.
styrk á ijárlögum. Um vorið
1944 réðst Syafa Þórleifsdótt-
ir, íramkvæmdastjóri K.í.
Hún ferðaðist um allt land
til að skipuleggja starfið, og
liafi hún ekki verið það áður,
þá verður hún á þessum ár-
nm þjóðkunn. Það kveður að
samtökunum, og lán þeirra er
að hafa svo víðsýnan og dug-
mikinn starfsmann. Um haust-
ið 1948 fer Svafa frá fram-
kvæmdastjórastarfi í K.í. og
munu margir hafa álitið það
mjög misráðið.
X"
NORSK
ELÖÐ
SlaSatiirninn,
Laugavegi 30 B.
Laugardagur 20. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — ÍUt
Hún hefur alltaf verið kjör-
in á Landsþing K.I. og Lands-
fundi Kvenréttindafélags ís-
lands; vinsældir hennar sem
félagskonu eru af bezta toga
spunnar, heiðarleg málsmeð-
ferð, samfara hlutlægu mati
á málefni.
Mér hefur stundum gramist,
þegar hún hefur ekki getað
orðið mér sammála í félags-
málefnum, þó að í flestum
málum sem nokkru hafa skipt
höfum við átt samleið, en mér
hefur aldrei fundizt hún taka
afstöðu af neinum lágkúruleg-
um ástæðum, heldur af hinu
að sannfæring hennar var
þannig. Eg þakka fyrir sam-
starfið í Kvenréttindafélagi
íslands, í Menningar- og minn-
ingarsjóði kvenna, á Banda-
lagsfundum og á landsþingi
K.í.
Svafa hefur alið upp fóstur-
son, Svavar Ólafsson, klæð-
skera; er vinkona hennar lézt,
tók hún drenginn tveggja ára
til uppeldis og hefur verið
honum sem bezta móðir. Hann
er kvæntur Elísabetu Linnet
og eiga þau þrjú börn: Guð-
rúnu Svöfu, Kristján Jóhann
og Hlíf.
Enn er Svafa á kafi í ýmsum
félagsstörfum, og viidi ég óska
okkur í félagsmálahreyfingu
kvenna þess að við fáum not-
ið starfskrafta. hennar sem
lengst. — Afmælisbarninu
óska ég allra heilla.
í dag dvelur Svafa Þórleifs-
dóttir á Melliaga 5 hjá Krist-
jáni Linnet fyrryerandi bæj-
arfógeta.
Ragnlieiður E. Möl’ler.
Eva N©vak
Eva Novak lætur
frá sér heyra
Ungverska sundkonan Eva
Novak, sem nú er gift Belgan-
um Gerard og því belgískur rík-
isborgari, hefur enn ekki verið
valin í olympíulið Belgiu, þar
eo hún hefur ekki verið talin í
nægilega góðri þjálfun. Fyrra
sunnudag vakti hún þó mikla
athygli með því að sigra í 200
metra bringusundi á góðum
tíma: 2.56,8. Önnur í því sundi
var hollenzka stúlkan Rita
Kroon; hún synti vegalengdina
á 2.58,1.
Júgóslavinn Racic kastaði ný-
lega sleggju 62,80 metra. Fyrra
lándsmet hans var 60,28.
TékhnesMr
karlmmmask&r
MEÐ LEÐUR-
OG GÚMMÍSÓLUM
Gjörið svo vel og lítið á úrvalið
1
Skóverzlun
Péturs Andréssonar
Laugavegi 1“ — Framnesvegi 2
SVEINSPRÖF
í RAFVÍRKJUN
Umsóknir ásamt tilskyldum vottorðum
og prófgjaldi, kr. 500.00, sendist formanni
prófnefndar, Finni B. Kristjánssyni, Nökkvavogi 60,
í síðasta lagi þann 25. október.
Próíneíndin
f