Þjóðviljinn - 20.10.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.10.1956, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11 19. dagar daga áhyggjur. Svo kæmi rúsínan í pylsuendanum. þeg- ar hann sagöi: „Já, Martha. Einu sinni hefurðu þó sagt satt. Ken Childs er dauöur. Ég drap hann og þú veizt hvers vegna“. Aö sjá fraiman í hana þá! — Oh .... augun í henni! „Ég drap hann i San Francisco og ef þig langar til aö valda dauöa tveggja manna, skaltu hringja á lögregluna“. Hann fór aftur aö fitla viö bindisnæluna, svo hallaði hann sér út aö glugganum og horfði á hafiö fyrir neð- an. Þaö yröi aöeins einn sólarhringur þangaö til hann yröi kominn aftur til Honululu. Hans yröi ekki saknað á skrifstofunni — símtal þess efnis, aö hann hefði feng- iö snert af hitasótt, gæfi skýringu á fjarveru hans. Aöeins Martha vissi að hann haföi yfirgefiö eyna.'Og Martha, fallega, ótrúa Martha mundi loksins komast að því, að hún væri gift dugandi manni en ekki mannleysu, sem léti kokkála sig fyrir ekki neitt. Hún mundi ekki segja neitt. Nú er tími til að leggja þetta allt niöur fyrir sér, því að Ken Childs gat ekki komizt undan. Hann var læstur inni í flugvél ásamt eiginmanni Mörtu, og lifði sinar síðustu ævistundir án þess að hafa hugmynd um, af þeirri einföldu ástæðu að Mörthu hafði ekki fundizt nein þörf á aö kynna hann. Hún blygöaöist sín augsýnilega fyrir mann sinn. Byssan skyldi veröa kynning hans, byssan 1 jakkavasanum .... hún beiö þar róleg, fast upp við brjóst hans, hörð viðkomu og næstum lifandi. Rödd Spaldingar hreif hann upp úr þessum heilabrot- um. „Þér misstuð kveikjarann yðar, hr. Agnew“. Hún rétti hann í áttina til hans. Hann hrökk við og svaraði stuttaralega. „Hann er» .... ég á hann ekki. Ég er ekki kvæntur“. Ó “ „Náiö í eldSpýtur fyrir mig“. „Sjálfsagt, hr. Agnew“. Áður en Spalding gekk aftur í flugvélina til að sækja eldspýturnar, laut .hún yfir Frank Briscoe, sem sat í næsta sæti fyrir framan. „Misstuð þér þennan kveikjara, hr. Briscoe?“ „Nei, ljúfan. Ég reyki ekki“. ,,Ó, afsakið'. Ég hélt að hann hefði kannski runnið niður á gólfið bak við sætiö yðar“. „Konan mín hét Helen“. Þegar Spalding kom með eldspýturnar tók Agnew brosandi við þeim. Hann kallaöi sjálfan sig heimsk- ingja. Hve margar Mörthur voru til í heiminum? Ef þessi stelpubjáni les um fráfall Ken Childs í blööunum á morgun, gæti svo farið, að jafnvel hana tæki að gruna sitt af hvmju. Kannski man hún þá nafnið á kveikjaranum. Gættu þín vel, Humphrey Agnew. Svona nokkuð má ekki koma fyrir í starfi þínu. Slík smá- rnistök, vegna of fljótfærnislegrar íhugunar, gætu kom- ið af stað alls konar eftirgrennslunum. Það gat gert honum miklu erfiðara fyrir. Það var kjánaskapur að vilja ekki kannast við kveikjarann, einungis af því maður hataöi hánn. Næstu klukkustundirnar yrði hann að hugsa vandlega hvert einasta smáatriöi eins og* brothætt gler og rannsaka það út í æsar. Það var nægur tími. „Hér eru eldspýturnar yðar, hr. Agnew“. „Ó, þakka yöur kærlega fyrir.“ „Ef þér þarfnist einhvers annars, skuluð þér bara styðja á hnappinn fyrir ofan höfuöið á yður.“ „Segið mér eitt. . . . hvaö gerist, ef þér finniö' verö- mætan kveikjara. . . . eins og þessi hlýtur að hafa verið?“ „Hvaö gerist?“ „Já. Þaö viröist enginn farþeganna eiga hann.“ „Ég legg hann inn á afgreiöslu óskilamuna. Líklega spyr eigandinn eftir honum.“ „Já. • • •“ Hann sendi Spalding sama. brosið og sjá mátti á glæsilegu meöalaauglýsingunum hans. „Já.... ég býst viö aö hann geri það.“ Frá sæti sínu andspænis Kenneth Childs gat May Holst fyígst með hverri hreyfingu hans. Það var ekki í fyfsta skipti, sem hún veitti honum. athygli; þau höföu dvalið á sama gistihúsinu og hún hafði séö hann á baðströndinni á daginn og við barinn á kvöld- in. Henni geöjaðist mun betur að andliti hans nú en þegar hún sá hann fyrst. Það var orðiö feitlagnara af whiskydrykkju, og kannski yröu kinnarnar full bústnar að nokkrum árum liðnum, en það var ennþá eitthvaö sterklegt við munn hans og kjálka. Augabrúnir hans voru grásprengdar og óstýrilátir lokkar gægðust fram á ennið, en hrukkurnar kringum augun virtust bíöa í ofvæni eftir því aö hressandi hlátur kæmi þeim úr jafnvægi. May fannst allur svipur hans og yfirbragð, allt frá bláum augunum niður á sterklegar hendurnar, sem flettu blaöinu, bera vott karlmennsku, sem var oröinn fágætur eiginleiki nú til dags, aö henni fannst. Og svo var hann auösjáanlega stórauöugur. Enginn nema sterkríkur maður mundi dirfast að handleika sígarettumunnstykkið sitt eins og Ken Childs geröi, eða böðlast gegnum dagblaðið og fleygja því frá sér meö fyrirlitningu, eins og hann vissi fyrir fram hvaö í því stæði. AÖeins þegar hann las kauphallarsíðuna fór hann sér hægar eins og hann væri að athuga, hvernig ástatt var í fjármálunum. Alveg eins og Sterl- ing hafði einu sinni gert. Sem snöggvast leit hún af Ken Childs og hugsunin um hann,vék úr huga hennar fyrir minningunni um Sterling. Hún lifði á ný gönguferöirnar meö honum í rigningu snemma morguns fyrir fimmtán árum. „Ég held, að' þú sért einhver dásamlegasta stúlka, sem nokkur maöur getur fundið. .. .“ Hún heyrði enn þá fyrir sér sterka, greinilega rödd hans. „Þú fannst mig ekki. Ég fann þig. ... dálítið drukk- inn að vísu, en það varst þó þú.“ „Ég var allur plástraður.“ „Já, það var ástæða til.“ Þannig var hægt að tala ’ viö Sterling síðar, en fyrstu árin var hann mjög upp- stökkur, ef minnst var á ástæöurnar fyrir drykkju-; skap hans. Uppstökkur og í vígahug eins og fyrsta1 kvöldið, þegar hann kom æðandi inn í krána og heimtaði stelpu. Hann fékk May Ladzeny — unglings- stúlku, sem var aö reyna að bægja vágestinum frá dyrum fátækustu pólsku fjölskyldunnar í Toledo. Þeg- ar Sam, eigandi krárinnar, kynnti hana sem May,' 14 ♦»i tnll isþátl u r Bólerótreyjur eru í tízku Bólerótreyjan er svo mikið í tízku, að varla verður litið á tízkublað svo að ekki blasi við bóleróar og aftur bóleróar, sama er frá hvaða landi blað- ið er. Myndirnar sýna hvernig hægt er að breyta til með ýmiskonar krög- um og hnepping- um á flík þessari. Það er þægilegt- að bregða henni yfir kjólinr þeg- ar kólnar, og það fer betur við kjólinn en prjóna peysa, með öðrum lit og sniði. Fleg- inn kjóll, sem ó- hæfur mundi vera á vinnustað, verður við það vel hæfur þar, en getur hinsveg- ar gilt á skemmti stað án treyjunnar. Kjörbréfamálið Framhald af 10. síðu al þjóðarinnar og á Alþingi. Eg trúi því að báðir þessir flokkar, einnig Framsóknar- flokkurinn, þó að hann hafi um alllanga hríð haft hag af núverandi skipan þessa ra mála, muni ganga að því verki, sem þeir hafa samn- ingsbundið sig til, með það í huga að skapa hér meira rétt- læti og að það ranglæti, mesta ranglætið, sem fyrir getur komið, að meiri hluti Alþingis sé í engu samræmi við meiri hluta þjóðarinnar, geti ekki átt sér stað. TIL LIGGUfi LEIÐIN i S PERtíl þvottaduft aðeins ■ ■ j kr. 3,70 pr. pk. UmBlQCÚS Minrdngarkortia er« til söla £ sfcrifstofu Sósíalistaflokks- ins, T.iarnargötis 20; afgreiðsla i Þjóftviljans: Bókabúð Kron;\ Bókabúð Máls og uenningar, | Skólavörðustíg 21; og í Bóka- J verzlun Þorvaldar Bjarnasos- 1 ar í HafnarfirCL l'útgefandi; Saraemingarllokkur alþýðu ~ Sósiálistafiokkurinn. _ Eitstiórar: Magnús Kiartansso . Sieursur GuSmunasson. — Préttaritstjóri: Jón BJaraason. - BKtðamenn: Ásmunrtur Sigui . , • . 11 J. . Jonsson, Bjarni Bcúodikt.ssön, GuáraUndúr Vigfússon, fvar H. Jónsson, Magnús Torfi ólafsson ■ AuslysingastJóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgrciSsla, auglýsinEár, prontsmiaja: SkólavörSustíg 19 ~ Sími 7500 I S'lliÍMM m4nuS1 1 ReykiRVÍk o* nágrenni; kr. 22 annarsstaSar. - LausasöluverS kr. 1.-«()

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.