Þjóðviljinn - 06.11.1956, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. nóvember 1956
EGYPTALAND
Framhald iaf 1. síðu.
ingu Edens, en þingmenn
Verkamannaflokksins sátu þög-
ulir í sætum sínum.
I gærkvöld sagði fulltrúi
Egypta hjá SÞ hins vegar að
ekkert væri hæft í þessari til-
kynningu Edens. Það væri enn
barizt harðri baráttu í Port
Said og engin uppgjöf kæmi
til greina. Karlmenn, piltar og
stúlkur veittu árásarsveitunum
alla þá andstöðu sem þau
mættu. Kairóútvarpið tilkynnti
einnig í gærkvöld, að Port
Said hefði ekki gefizt upp.
Súezskurðurinn alger-
lega stíílaður.
Árás Breta og Frakka á
Egyptaland var gerð undir því
yfirskini að henni væri ætlað
að tryggja frjálsar siglingar
um Súezskurð, en ein fyrsta
afleiðing hennar hefur orðið,
að skurðurinn er algerlega ó-
fær skipum. Egyptar hafa
sokkt fjórum skipum í skurð-
inn, skammt frá Súezborg við
suðurenda hans. Það er talið
munu taka Iangan tíma að gera
skurðinn skipgerigan aftur, eft-
ir að vopnaviðskiptum lýkur á
Súezsvæðinu.
I herstjórnartilkynningu Eg-
ypta í gær var sagt að 5 brezk-
ar og franskar flugvélar hefðu
verið skotnar niður í loftárás
sem gerð var á skotmörk
skammt fyrir utan Kairó í gær-
morgun. Bretar og Frakkar
segjast enga flugvél hafa
misst.
Egyptar segjast einnig hafa
gereytt fallhlífarsveit sem
reyndi að ná E1 Gamil flug-
vellinum á sitt vald og önnur
fallhlífarsveit væri umkringd
og biði hennar tortíming.
Öryggisráðið komi saman
Sovétríkin kröfðust þess
gær að Öryggisráðið yrði þeg-
ar kallað saman á fund til að
taka afstöðu til þess, að Bret-
ar, Frakkar og ísraelsmenn
hafa neitað að verða við til-
mælum allsherjarþings SÞ um
að hætta þegar í stað hernað-
araðgerðum gegn Egyptalandi.
Þau krefjast einnig að þeim
verði aðeins gefinn 12 klukku-
stunda frestur til að hætta
vopnaviðskiptum. Að öðrum
kosti sendi SÞ vopnaðar lög-
reglusveitir til að koma aftur
á friði í landinu.
Búlganín, forsætisráðlierra
Sovétríkjanna, sendi Eisen-
hower Bandaríkjaforseta orð-
sendingu í gær þar sein hann
leggur til að Sovétríkin og
Bandaríkin taki að sér í sam-
einingu að stilla til friðar í
Egyptalandi.
Talsmaður bandaríska utan
ríkisráðuneytisins vildi í gær
ekkert segja um þessa orðsend-
ingu Búlganíns til Eisenhowers.
Allmörg aðildarríki hafa nú
þegar svarað tilmælum Hamm-
arskjölds, framkvæmdastjóra
SÞ, um að leggja til sveitir í
fyrirhugað lögreglulið sem
stilla á til friðar í Egyptalandi.
Meðal þeirra eru Noregur og
Finnlandi og tilmælin hafa einn-
ig fengið góðar undirtektir í
Danmörku og Svíþjóð. Norska
þingið samþykkti einróma og án
umræðna að verða við tilmæl-
unum.
Sú frétt barst frá New York
seint í gærkvöld að fulltrúi
Egypta hjá SÞ hefði tilkynnt
samtökunum að' stjórn lians
væri fús að leyfa landgöngu al-
þjóðlegs lögregluliðs til að gæta
friðar á landamærum Egypta-
lands og Israels.
Allsherjarþing SÞ kom sam-
an á fund klukkan hálfeitt í
nótt eftir ísl. tíma til að ræða
um hvaða ráðstafanir skuli
gerðar til að stöðva hernaðar-
aðgerðir í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafsins.
Skemmdarverk á
olíuleiðslu.
IINGVERJALAND
Egyptjr- hafa hvatt frændur
sína í öðrum Arabaríkjum að
vinna skemmdarverk í olíu-
vinnslustöðvum og á olíuleiðsl-
um í eigu Breta og Frakka. í
fyrrinótt voru sprengdar i loft
upp tvær dælustöðvar á olíu-
leiðslu sem liggur um Sýrland
frá Irak og er í eigu brezks fé-
lags. Talið er að það muni taka
um hálft ár að gera aftur við
leiðsluna.
Fulltrúar fjögurra aðilda-
ríkja Bagdadbandalagsins sitja
nú á fundi í Teheran til að
fjalla um ástandið í löndunum
fyrir botni Miðjarðarhafs.
Fimmta aðildarríkinu, Bret-
landi, var ekki boðið að eiga
fulltrúa á fundinum.
AfstaSa Pólverja til Sovét-
ríkjanna og atburða síðustu
daga í Ungverjalandi
f ávarpi sem Gomulka, fram- hafa að markmiði að spilla vin-
kvæmdastjóri Verkamannaflokks áttu Póllands og Sovétríkjanna“.
Póllands, flutti á sunnudaginn á
fundi með 2400 forystumönnum
flokksdeilda komst hann m. a.
svo að orði:
„Flokksforystan lítur á það
sem eitt höfuðverkefni sitt að
gera állri þjóðinni sem Ijósast
hve hún ó mikið undir vináttu
Póllands og Sovétríkjanna. Hinn
nýi grundvöllur, sem við viljum
byggja á gott og vinsamlegt sam-
band við Sovétríkin og bræðra-
tengsl milli flokka okkar, hefur
mætt fullum skilningi meðal leið-
toga sovézka flokksins og stjóm-
ar Sovétríkjanna. Af því meiri
einbeitni verður að vinna gegn
öllum ögrunaraðgerðum sem
Gomulka ræddi einnig um á-
rásarstyrjöld Breta og Frakka á
hendur Egyptum og sagði, að öll
pólska þjóðin fordæmdi hana. í
lok ræðu sinnar komst hann
svo að orði:
„Flokkurinn hefur nýlega í
ávarpi til þjóðarinnar látið í
Ijós afstöðu sína til atburða sem
orðið hafa í Ungverjalandi. I
dag viljum við segja þjóðinni
allri þennan sannleika:
Til þess að Pólland komist
aldrei í sömu aðstöðu og Ung-
verjaland nú, verður að fram-
fylgja stranglega og nákvæmlega
fyrirmælum flokks og stjómar.
Framhald af 1. síðu.
en talið var að Nagy forsætis-
ráðherrar og nokkrir aðrir
ráðherrar hefðu verið þár fyr-
ir.
Ný stjórn mynduð.
Um svipað leyti og Nagy
flutti ávarp sitt í Búdapestút-
varpið skýrði útvarpið í borg-
inni Szolnok, um 90 km fyrir
suðaustan Búdapest, frá því að
mynduð hefði verið ný bylting-
arsinnuð ríkisstjórn verka-
manna og bænda, sem hefði
þann megintilgang að koma
veg fyrir að alþýða landsins
yrði svipt árangrinum af
margra ára starfi við upp-
byggingu sósíalismans. I til-
kynningu þessarar stjórnar,
sem að miklu leyti er skipuð
mönnum, sem áttu: sæti í stjórn
Nagy, var sagt að Nagy hefði
látið undan síga fyrir aftur-
haldsöflunum í landinu og opn-
að auðmönnum og landaðli aft-
ur braut til að komast yfir
fyrri eignir sínar og áhrif.
Janos Kadar, framkvæmda-
stjóri Verkamannaflokksins, er
forsætisráðherra hinnar nýju
stjórnar. Stefnuyfirlýsing
stjórnar hans er birt á fimmtu
síðu blaðsins í dag.
Enda þótt aðeins bærust ó-
ljósar fréttir frá Ungverjalandi
í gær, virtist mega ráða það
af þeim, að bardögum væri að
mestu eða öllu lokið í landinu.
Moskvaútvarpið sagði, að bar-
dpgum væri lokið, en útvarps-
stöð Kadarstjórnarinnar í Pecs
í suðurhluta landsins sagði að
enn væri nokkuS biarizt við
úrannámurnar þar í nágrenn-
inu.
Útvarpsstöðin skoraði á alla
sem enn berðust að leggja niður
vopn og var þeim settur frestur
til klukkan 15 í gær. Enginn
yrði sóttur til saka fyrir að
hafa tekið þátt í átökum síð-
ustu daga.
Útvarpsstöðin beindi þeim til-
mælum til allra félaga í Verka-
mannaflokknum að hefja þegar
endurskipulagningu og endur-
bætur á flokksstarfinu, að slá
vörð um verksmiðjur og aðr-
ar eignir hins vinnandi fólks
og afvopna gagnbyltingar-
sinna.
Anna Kethly, leiðtogi ung- I
verskra sósíaldemókrata, kom í
gær til New York. Hún sagði
við komuna þangað, að hún
væri komin til að biðja SÞ um
að aðstoða ungversku þjóðina,
en hún tók fram, að hún kæmi
ekki til að biðja um hernaðar-
aðstoð, ungverska þjóðin hefði
fengið meira en nóg af blóðs-
úthellingum.
um síðustú atburði I Ungverja-
landi.
Þar segir, að júgóslavneska
stjórnin styðji stjórn Kadars,
en vilji um leið láta í Ijós að
hún harmi að íhlutun erlendra
hersveita reyndist nauðsynleg.
Hún bendir á, að stefnuskrá
hinnar nýju stjórnar miði að
því að treysta hið sósíalistíska
lýðræði, fullveldi þjóðarinnar
og jafnrétti hennar á við allar
aðrar þjócdr. Júgóslavneska
stjórnin getur því frekar fall-
izt á þessa stefnuskrá, að hún
kemur algerlega heim við þær
kröfur, sem bornar voru fram
af Ungverjum, þegar þeir
gripu til vopna 23. október sl.
Hún telur það neikvætt, að
Ungverjar neyddust til að
biðja Sovétríkin um aðstoð, en
á það verður að leggja áherzlu,
að þessi íhlutun var afleiðing
þróunar sem átt hafði sér stað
í Ungverjalandi. Þeir sem stað-
ið hafa fyrir vopnaöri íhlutun
gegn Egyptalandi liafa sjálfir
svipt sig öllum rétti til að
blanda sér í ungversk inálefni,
segir að lokum í hinni júgó-
slavnesku yfirlýsingu.
Fundur íhaldsins
Framhald af 12. síðu.
árás Breta og Frakka á Egypta
og komu henni á framfæri við
sendiráð þeirra þjóða hér í borg?
Hversvegna hafa þessir fund-
armenn ekki mótmælt glæpa-
verkum Frakka í Norðurafríku
eða öðrum óhæfuverkum ný-
lenduríkjanna gegn undirokuðum
þjóðum?
Hvar voru þessir fundarmenn
þegar Bandaríkin steyptu af stóli
löglegri stjórn Guatemala og
hversvegna var bandaríska sendi-
ráðið þá látið óáreitt?
Hversvegna mótmæltu þessir
fundarmenn ekki hernaðarbanda-
lögum stórveldanna og hersetu
þeirra hjá öðrum þjóðum?
Svörin eru augljós. Þessir í-
haldsmenn eru samþykkir öllum
kúgunaraðgerðum og ofbeldis-
verkum auðvaldsríkja og ný-
lenduvelda. Þeir hafa enga sam-
úð með Ungverjum; þeir mundu
fagna því ef bandarískur, brezk-
ur og franskur her réðust inn í
Ungverjaland og undirokuðu
þjóðina á sama hátt og þeir
berjast fyrir því að íslendingar
séu sviptir þjóðlegu fullveldi
sínu með erlendri hersetu.
Rœða Hugh Gaitskells
Framhald af 6. síðu. hugmyndinni, sem hingað til
hefur sagt af sér, vegna þess hefur verið leiðarstjarna
að hann álítur að stefna okk- þeirra sem stefnunni ráða,
ar sé óverjandi. þeirri hugmynd að hægt sé að
Þetta er ekkert flokksmál leysa Súesdeiluna- með of-
Verkamannaflokksins. Það beldi? Það hefði í för með
snertir alla þjóðina, alla þá sér, að taka yrði upp á ný
sem bera fyrir brjósti lög- samninga um málið.
hlýðni í skiptum þjóða, alla
þá sem treystu á SÞ og sátt-
mála þeirra og töluðu máli
samtakanna, þá sem féllust á
að í þessum örlagaríku mál-
um ættum við ekki að fara
okkar fram heldur lúta sam-'
þykktum SÞ, alla þá sem ein-
hvers meta orðstír lands
okkar.
Eg er viss um að mörg
ykkar munu segja: „Hvað
getum við gert í þessu máli?“
Mörg ykkar sem finnið eins
greinilega og ég geri, hversu
hræðilega röng stefnan hef-
ur verið, og hversu hættuleg
hún er fyrir öryggi okkar
Eg álít, að núverandi for-
sætisráðherra sé ekki fær una
að framkvæma slíka stefnu.
Eg óska honum ekki ills, per-
sónulega hefur farið vel á
með okkur, en síðustu vikuna
hefur stefna hans verið hrap-
alleg, og hann er gersamlega
búinn að ganga sér til húðar
í augum umheimsins.
Nú er það aðeins eitt sem
bjargað getur orðstír og
heiðri lands okkar. Þingið
verður að lýsa vanþóknun á
stefnu ríkisstjórnarinnar, for-
sætisráðherrann verður að
segja af sér. Verkamanna-
flokkurinn getur ekki komið
Afstaða Júgóslava.
Júgóslavneska fréttastofan
Tanjúg sem túlkar skoðanir
júgóslavnesku stjórnarinnar gaf
út yfirlýsingu á sunnudaginn
að við sýnum einbeitni, einingu
og stillingu og að við skipum
okkur allir á þessum erfiðu tím-
um að baki forystu flokks og
stjórnar og styðjum hana við
framkvæmd liinnar djörfu og
viturlegu stefnu hennar o g í
starfi hennar að eflingu sósíalist-
ísks lýðræðis í Póllandi og fuli-
Hið alvarlega ástand krefst þess veldis þess.“
sjálfra þegar til lengdar læt- þessu til leiðar einn síns liðs,
ur. við erum í minnihluta í neðri
deildinni. Ábyrgðin hvílir því
á þeim íhaldsmönnum, sem
eins og við eru hryggir og reið-
ir yfir því sem er að gerast og
vilja að breytt sé um stefnu.
Til þeirra beini ég máli mínu
sérstaklega. Þeir eiga úr
vöndu að ráða, en ég vil
fullvissa þá um að markmið
okkar er einnig yfir flokka
hafið. Eg gef þeim meira að
segja þetta heit: Við skuld-
bindum okkur til að styðja
hvern þann nýjan forætisráð-
herra, sem lætur af innrás-
inni í Egyptaland, skipar svo
fyrir að vopnaviðskiptum
skuli hætt og virðir ákvarð-
anir og ráðleggingar SÞ.
Trúið mér, á þennan hátt ein-
an er hægt að slá brú yfir
gjána sem þetta mál hefur
opnað í þjóðlífinu. Eg skír-
skota til þeirra, sem megna
að koma þessu til leiðar, að
hefjast handa nú þegar og
bjarga orðstír lands okkar
og friðnum í heimi framtíð-
arinnar.
Mér blandast ekki hugur
um, hvern kost nú ber að
taka. Vissulega eigum við að
beygja okkur, án fyrirvara,
málalenginga eða skilyrða,
fyrir samþykkt þings SÞ, þar
sem krafizt er að vopnavið-
skiptum sé hætt þegar í stað.
Egyptaland hefur þegar skýrt
frá að það taki samþykktina
til greina og ástæða er til að
setla, að Israel muni gera
slíkt hið sama. Hví skyldu
Bretland og Frakkland ekki
gera slíkt hið sama? En við
ættum að gera meira. Við
ættum að veita nýju ályktun-
inni um.liðsafla á vegum SÞ,
er halda á uppi reglu á landa-
mærum fsraels og Arabaríkj-
anna unz friður hefur verið
saminn til frambúðar, fullan
stuðning, en þegar atkvæði
voru greidd um hana í dag
sátum við hjá.
En látið ykkur ekki sjást
yfir, að þetta hefði í för með
sér að varpa yrði fyrír borð