Þjóðviljinn - 06.11.1956, Qupperneq 11
Þriðjudagur 6. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11
32. dagur
þau, er Ken Cliilds nú horfði á út um gluggann. Hann
gekk rólega inn á skrifstofuna, settist á skrifborðs-
brúnina hjá Mörthu og fór að blístra. Og hann hafði
ekki af þér augun.
„Sjáðu nú til, lagsi,“ hóf hann máls og rödd hans bar
þess vott, að honum féll þungt að þurfa aö segja þetta.
„Ha.wk er góð flugvél . . eöa, öllu heldur, efni í góða
flugvél. Hvað áttu mikið af peningum i handraðanum?"
Þú varst neyddur til að segja honum eins og var, af
því að Martha horfði líka á þig.
„Leyfðu mér að gefa þér eitt heilræði; ég býst við, að
til þess hafi verið ætlazt af mér.. Láttu Hawk-vélina
sigla sinn sjó. Hún hefur slæmt stélflökt, þegar hún
steypir sér, hefur tilhneigingu til að fara hollenzka
veltu, þegar enginn ástæða er til, og fyfir ofan tíu þús-
und fet er hún jafn ónýt að klifra og hún langamma
mín. Eg hugsa, að kostnaður viö endurbætur verði aldrei
minni en fimmtíu þúsund doHarar. Eins og hún er, vill
flotinn ekki líta við henni — ekki einu sinni Bæheims-
flotinn."
Þú sagðir ekki neitt drykklanga stund, meðfram
vegna þess að þú varst aö hugsa um Winonu Milhausen.
Það var eitthvað skemmtilegt og traustvekjandi við
verzlun með byggingarefni.
„Eg vildi, að ég gæti hjálpað þér, kunningi. Og til að
sýna þér svolítinn samúðarvott ætla ég að endurgreiða
þér helminginn af því, sem þú hefur borgað mér“.
Þú sagðir Dan að hugsa ekki um þaö meira, en þetta
voru endalok Childs Aircraft.
Að hálfum mánuði liðnum hafði félagið verið leyst
upp. og' Winona Milhausen varð frú Childs. Dan Roman
hvarf út í buskann, og þú misstir líka sjónar á Mörthu.
Það liðu nærri tíu ár þangað til þú snerir þér aö flug-
málunum aftur. Og fyrir nokkrum mánuðum hafði
smámiði með nettri rithönd Mörthu borizt inn á skrif-
stofuna til þín — fallegt, lítiö bréf, þar sem hún spurði
hvernig þér liði, og sagði þér það í fréttum, að nú væri
hún gift manni aö nafni Agnew og þau ættu heima í
Honululu. Þú haföir lagt miðann til hliðar og verið
næstum búinn að gleyma honum, þegar hann af ein-<g,
skærri tilviljun varð á vegi þínum rétt áður en þú lagðir
af stað í þessa ferö. Endurfundirnir við hana höfðu
verið þaö dásamlegasta, sem þú hafðir upplifaö í mörg ár
Hún var auðvitað ekki ung stúlka lengur, en þér fannst
breytingin til batnaðar. Þið höfðuð borðað saman há-
degisverð tvívegis, og það yröu ógleymanlegar stundir.
Þið höfðuö hlegið dátt, þegar þið voruö aö rifja upp
ýmislegt frá gömlu góðu dögunum í Cleveland. Þér hafði
brátt orðið ljóst, að Martha bar ennþá heitar tilfinn-
ingar í brjósti í þinn garð, en þið höfðuð bæði haft vit
á aö ræða ekki frekar þaö sem kynni að hafa gerzt, ef
Winona hefði ekki komiö til sögunnar. Þessar hádegis-
verðarstundir liðu allt of fljótt, og þér hafði fallið það
þungt að horfa á eftir henni, þegar hún ók burt strax
og máltíö var lokið. Þessi Agnew var heppnismaður —
langtum heppnari en Ken Childs.
Hann horfði aftur út um gluggann, því að honum
fannst auðveldara að hugsa um liöna tímann, ef hann
gat séð skýin líða framhjá. Vængurinn og hreyflarnir
byrgðu útsýnið að nokkru leyti, og hann dáðist að því
hvernig hreinar og mjúkar útlínur þeirra bar við enda-
lausar skýjaraöirnar. Skyndilega fannst honum, að eitt-
hvað væri athugavert við hi'eyfil ni'. eitt. Það var dá-
lítið bil fyrir aftan kælihlífai’nar, þar sem sjálfur hreyf-
illinn var tengdur við hi'eyfilshúsið, og hann var viss
um, að hann hafði séð þetta bil ýmist breikka eða
mjókka mörgum sinnum á örskömmum tíma.
Hann athugaði hi'eyfil nr. tvö og reyndi að bera hann
saman við nr. eitt. Samsvarandi bil á nr. tvö var alveg
stöðugt. Nú leit hann aftur á nr. eitt. Nú var líka allt
í lagi með hann — nei .... nú fæi'ðist hann aftur til,
mjög lítið, svo að það hefði alls ekki verið hægt að sjá
þaö, ef ekki hefði verið beinlínis horft á það .. en þarna
kom það aftur. Líklega var einhver á flugþiljunum að
stilla kveikjuna, eða þá að fáein rafkerti voru í ólagi.
Þeir hlutu að minnsta kosti að vita um hreyfilinn. Til
þess voru mælitækin. Þeir höfðu líklega þegar gengið
úr skugga um það, og ekki fundizt nein ástæða til að
gera sér í'ellu út af því. Hann ætti kanhski aö minnast
á það við Dan, ef hann kæmi aftur í fai’þegaklefann,
en þáð var- óþarfi að kalla á flugfreyjuna eða verða
skelkaður. Að stjórna flugvélum úr farþegaklefanum
var starf, sem hann hafði hingað til forðazt. Hvers vegna
ætti hann að byrja á því núna?
Jæja .... nú var hi'eyfillinn í lagi aftur. Þeir þarna
framá höfðu sennilega aukið dálítiö blönduna.
Hann fór aö hoi'fa á skýin og enn einu sinni sá hann
fyrir sér Dan og allar þrjózkufullu, rauðhærðu stúlk-
urnar hans. Hann byrjaöi að hlæja, fyrst lágt, en síðan
hærra, eftir því sem atvikin komu upp í huga hans.
„Fyrst þaö er svona gaman, þá ættuð þér að láta ein-
SEN DISVEINN
Röskan og áreiðanlegan unglingspilt
vantar oss nú þegar til sendiferða.
Getur komiö til greina að vinna aöeins
hálfan daginn.
Upplýsingar á skrifstofu vorri.
Samvmnutryggingar
Ungverjaland
Framhald af 7. síðu
'jAr „Við erum sjálíir
sekir.”
23. október var svo hin
mikla og jákvæða kröfugang.a
æskulýðsins, sem Petöfi-
klúbburinn skipulagði, cg þá
hélt Nagy ræðu og lofaði víð-
tækri lýðræðisþróun. Aðrir
aðilar slógust í hópinn og
báru fram kröfur um sam-
bandsslit við Sovétríkin o. -.
frv. Sama kvöldið hófst skof-
hríðin. Enginn vissi hverjr
voru að skjótast á, en allt i
einu voru 15—16 ára ungling-
ar farnir að hlaupa um með
vélbyssur. Sömu nóttina skár-
ust Rússar í leikinn, að sögu
samkvæmt beiðni Gerös. Þ >
var ástandið enn óljórst og
mikil ringulreið. En aðstseð-
urnar breyttust í einu ve't-
fangi, þegar fréttist um þátt-
töku sovéthersins. Ólík og off
andstæð sjónarmið viku fýrir
þeirri einu kröfu að Rússér
hyrfu úr landi.
Allur herinn nema hluti áf
öryggislögreglunni gekk í lið
með uppreisnarmönnum. Ef
Rússar hefðu ekki veriö káll -
aðir til, hefði þetta aldrei
gerzt.
Og kommúnistinn lauk má'í
sínu á þessa leið:
— Það skelfilega er að okk-
ur finnst við vera sekir sjálí-
ir; flokkurinn og forusta har -.
ber ábyrgðina. Ástapdið.; héf
ur ekki verið gott árum saúi-
an, en við hugguðum okk
við að flokkurinn vissi hvé'ð
bæri að gera. Nú verðum v'ð
að tryggja þann árangur sem
náðst hefur, en auðvitað ger-
ir burgeisastéttin sér vonir
um fullkomna umbyltingú.
Umbætur þær í félagsmálum
sem áunnizt hafa verðum við
þó að tryggja og skulurn
gera það.
Jarðarför móður okkar,
•frú GaSrúiar Siéfcfrisðóifúr
frá Ásólfsstöðum,
er lézt 30. október, fer fram frá Fossvogskapellu
miðvikudagiixn 7. nóvember k. 10.45 f. h.
Athöfninni verður útvarpað.
Sigríður Jakobsdóttlr,
Jenný Jakobsdóttir
Stefán Jakobsson.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför mannsins míns,
Péturs Hanssonar,
verkstjóra.
11 Fyrir hönd vandamanna
Guðríður Jónsdóttir.
Það má valda feimnum karl-
manni vanda, að þurfa að
spyrja sína dömu, þá er heitt
er, hvort hann megi fara úr
jakka og vesti og taka af sér
hálsbindið. Af myndum þessum
sést, hve einföld og þægileg
karlmannaföt geta verið: erma-
stutt skyrta úr poplíni eða
þunnu ullarefni, ekkert bindi,
og einfaldur bómullarjakki, óg
vesti með löngum ermum.
þlÚÐViLHNM
í Útgcíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóslalistafiokkurinn. — Rltstjórar: Magnús KJartanssöj
(úb.), Sicurður Guðmtmdsson. — FréttaritstJóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmuiidur SlgUi,
jónsson. Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Toríl Ólafsson. -
A.uglýsingastjórl: Jónstelnn Haraldsson. — RÍtst.iórn, afgrciðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustíg 19.— Sími 7500
iinur). -- Áskriftarvérö kr. 25 á mánuði í Reykjavik og nágrénni: kr. 22 annarsstaSar. — Lausasöluverð kr. 1. -- Prentsmiðl*
fcjððvllJans h.f.