Þjóðviljinn - 09.11.1956, Síða 2
2)
ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. nóvember 1956
í dag er íöstudagurinn 9.
nóvember. Theodorus. —
. »305. dagur ársins. — Tungl
fjarst jörðu; í hásuðri kl.
17.49. — Árdegisháflæði
kl. 9.33. Síðdegisháflæði kl.
22.05.
Föstudagur
9. nóvember
8.00 Morgunút-
varp. —- 9.10 Veð-
urfregnir. 12.00
Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30
Veðurfregnir. 18.25 Veðurfregnir.
18.30 Framburðarkennsla í
frönsku. 18.50 Létt lög. — 19.10
: Þingfréttir. — Tónleikar. 19.35
Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30
Daglegt mál (Grímur Helgason
! kand mag.). 20.35 Kvöldvaka:
Brúðkaupssiðabók Eggerts Ólafs-
sonar. — Vilhjálmur f1. Gíslason
útvarpsstjóri bjó til flutnings
lestrarefnið, en Róbert A. Ottós-
son tóniistina. Róbert stjórnar
Samkór Reykjavíkur, sem syng-
ur. 21.35 Erindi: Kantaraborg
(Séra Sigurður Einarsson). 22.00
Fréttir og veðurfregnir. Kvæði
kvöldsins. 22.10 Frásaga: Skóg-
urinn logar (Guðbjörn Guð-
bjömssön), 22.30 „Harmonikan“.
— Umsjónarmaður þáttarins:
Karl Jónatansson. 23.10 Dag-
skrárlok.
, Kvennadeild Slysavamafélagsins
I í Reykjavík vill þakka öllum
þeim, sem styrktu hlutaveltu
j deildarinnar s.l. sunnudag með
gjöfum eða á annan hátt.
Garðs apótek
er opið daglega frá kl. 9 árdegis
til kl. 20 síðdegis, nema á laug-
ardögum kl. 9—16 og sunnu-
dögum kl. 13—16.
Lárétt: 1 dýramál 3 mannsnafn
7 þrír eins 9 gerast 10 óhreinkað
11 bardagi 13 gelt 15 vitleysa 17
skel 19 þæfi 20 gat 21 tveir eins
Lárétt: 1 hús (flt.) 2 hratt 4 endi
5 keyra 6 óvelkomið á Islandi 8
efni 12 fáskiptin 14 hvíld 16
húsgrunnur 18. forsetning
Ráðning síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 blástör 6 ról 7 in 8 öll
9 ugg 11 ofn 12 ey 14 err 15
reipinu.
Lóðrétt: 1 bris 2 lón 3 ál 4 tólg
5 ró 8 ögn 9 ufsi 10 eyru 12
ern 13 ör 14 ei
:ra*:
** - tt «=* -
■ t1
Þetta er atriöi úr kvikmyncLinni Franz Rotta sem Bœjar-
bíó sýnir um þessar mundir; en skáldsagan, sem myndin
er gerö eftir, hefur komið út á íslenzku.
BÆJARBÍÖ:
Frans rotta
Kvikrmmdun skáldsögu er
umsköpun hennar í nýtt list-
form. Hugmyndir, áður klædd-
ar orðum, fá nýtt gildi, þegar
þær birtasfc í myndum; þess-
vegna er vel gerð kvikmynd
eftir skáldsögu ekki sagan í
óþörf atriði er myndin sam-
felld og vel byggð. H.S.
Millilandaflug:
Millilandaflugvélin
Gullfaxi fer til
Glasgow kl. 8.30 í
dag. Væntanlegur aftur til
Reykjavíkur kl 19.15 í kvöld.
Millilandaflugvélin Sólfaxi fer til.
Kaupmannahafnar og Hamborg-
Sambandsskip:
Hvassafell fór í gær frá Malm til
Lúbeck og Stettin. Amarfell er
væntanlegt til Reykjavíkur n.k.
sunnudag frá New York. Jökul-
fell er í London, fer þaðan á
morgun áleiðis til Reykjavíkur.
Dísarfell er í Gufúnesi, fer það-
an til Skagastrandar, Hv.amms-
tanga, Dalvikur, Siglufjarðar og
Raufarhafnar. Litlafell fór í gær
frá Reykjavík til Vestur- og
Norðurlandshafna. Helgafell fór
7. þ. m. frá Vestmannaeyjum á-
leiðis til Belfast, Liverpool, Cork,
Avonmouth og Hamborgar.
Hamrafell fór í gær frá Palermo
áleiðis til Batum.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Vestmannaeyj-
um í fyrradag áleiðis til Rostokk.
Dettifoss fór frá Ventspils í
fyrradag áleiðis til Gdynia, Ham-
borgar, og Reykjayíkur. FjallfoSs
fór frá ísafirði í gær til Siglu-
fjarðar, Akureyrar og Húsavík-
ur. Goðajoss. fór frá Kotka í gaer
til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá
Rvík s.l. þriðjudag áleiðis til
Þórshafnar í Færeyjum, Leith,
Hamborgar og Kaupmannahafn-
ar. Lagarfoss kemur að’bryggju
í Reykjavík árdegis í dag frá
New York. Reykjafoss átti að
fara frá Antverpen í gær áleið-
is til Hamborgar og Reykjavíkur.
Tröllafoss fór frá Reykjavík i
fyrrladág áleiðis til hafna á
Norðurlandi. Tungufoss fór frá
Reýkjav’ík í fýrradag til Norður-
'dandshafna.
Þau sátu saman á bekknum
í garðinum. Hún var ung,
grönn og falleg. Hann lagði
handlegginn utan um hana og
þrýsti henni að sér. Hann
kyssti hana. Heitt. Lengi. Hún
andvarpaði:
— Þú ert fyrsti maðurinn sem
ég hef kysst.
Hann glennti upp augun alveg
undrandi, og sagði síðan:
— Það er þá hægt að læra
að kyssa í bréfaskóla.
nýjum búningi heldur nýtt ar kl. 8.30 í fyrramálið.
verk, sem getur verið jafn
gott eða jafnvel betra. Þetta
á reyndar aðeins við ef vel
hefur tekizt. Oftast hefur ár-
angurinn verið stillaus röð at-
burða sögunnar en engin raun-
veruleg endurskcpun efnis og
stíls.
. ,jFrans rotta“ hefur tekizt
vél. — Athyglisvert er hve
vei kvikmyndin hefur náð
frásagnarstíl bókarinnar (í 1.
.persónu). Persónulýsingar eru
. skemmtilegar, sumar skýrari
gn í. sögunni (t.d. móðir
Frans). Þrátt fyrir nokkur
Anglýsið í
■ Þ j ó S v i1 jj a n u m
Innalandsflug:
í. dag er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólma-
víkur, Hornafjarðar, ísafjarðar,
Kirkjubæjarklausturs og Vest-
mannaeyja.
Á morgun er áætlað að fljúga
til Akureyrar (2 ferðir), Blöndu-
óss, Egilsstaða, ísafjarðar, Sauð-
árkróks, Vestmannaeyja og Þórs-
hafnar.
Málverkasýning
Finns Jónssonar að Kvisthaga 6
er opin daglega kl. 2—10 sið-
degis.
Frá Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur
Húð- og kynsjúkdómadeild opin
daglega kl. 1-2, nema laugardaga
kl. 9-10 árdegis. Ókeypis lsekning-
Skólafélag Vél-
skólans í Reykja-
vík gefur blóð
Samþykkt var á fundi hjá
Skólafélagi Vélskólans í Reykja-
vík að stofna blóðgjafarsveit
meðal nemenda skólans. Nefnd
var kosin til þess að sjá um
framkvæmdir í málinu. I nefnd-
ina voru kosnir Árni Reynir
Halfdánarson og Birgir Björns-
son. Hafa þeir svo séð um alla
framkvæmd málsins. Hefur sá
háttur verið hafður á blóð-
gjöfinni að 3 menn hafa farið
á hverjum degi. Hefur svo ver-
ið frá 17. október; þá fóru 3
fyrstu mennirnir. Hefur þessi
tilhögun gefizt mjög vel, því
það er betra að fá blóð frá
ákveðnum aðilum með reglu-
legu millibili, heldur en að allir
fjölmenni upp í Blóðbanka,
þannig að mikið blóð safnist
fyrir á skömmum tíma, og svo
komi aftur tími, sem fátt fólk
gefur blóð. I þessu sambandi
er rétt að geta þess að blóðið
er ekki hægt að geyma nema
ákveðinn tíma.
Af síðum Þjóðviljans í 20 ár
Það veir i þann tíð
Föstudaginn 11. janúar 1946.
er svolátandi 5-dálka fy.rirsögn
á forsíðu Þjóðviljans: „Fyrsta
þing Sameinuðu þjóðanna kom
saman í London í gær“. í
undirfyrirsögn segir að Spaak
utanríkisráðherra Belgíu hafi
verið kosinn forseti þingsins,
en síðan segir:
„K1 3 í gær var fyrsta þing
Sameinuðu þjóðanna sett í
Central Hall í Westminster í
London. Mættir voru 2000 fúll-
trúar 51 þjóðar.
Attlee forsætisráðherra Bret-
lands flutti setningarræðuna
og var henni útvarpað um all-
an heim. Formaður sendinefnd-
ar Sovétríkjanna Vishinsky er
enn ókominn til þingsins. Er
hans vænzt til London eftir
tvo daga frá Sofía.
Er þingfulltrúar gengu til
Céntral Hall var þeim fagnað
<af. fjölda fólks; sem safnazt
hafði saman úti fyrir þrátt fyr-
ir dynjandi rigningu. Þingið
var sett af fulltrúa Columbíu,
dr. Suleto, sem var forseti
undirbúningsnefndar Samein-
uðu þjóðanna og bráðabirgða-
forseti þingsins. Kvað hann
alla fulltrúa ákveðna í að vinna
sem þeir mættu fyrir heims-
friðinn og framkvæma San
Francisco sáttmáiann.
Síðan tók Attlee forsætisráð-
herra Bretlands til máls. Þakk-
aði hann dr. Suleto ræðu hans
og vel unnin störf í þágu hinna
Sameinuðu þjóða. Lauk hann
síðan . lofsorði á þann hraða,
sem verið hefði í störfum und-
irbúningsnefndarinnar, sem
hefði gert það ■ mögulegt að
þingið kærai saman á ákveðn-
um tíma. Attlee: kvað alJar
þjóðir brezka heimsveldisins
einhuga urn að styðja og efla
Sameinuðu þjóðirnar. Þær
gerðu sér Ijóst, að þriðja heims-
styrjöldin þýddi-, að öll menn-
ingarþróun mundi staðnæmast
um marga mannsaldra. En við-
hald heimsfriðarins væri komið
undir einingu allra þjóða.
Attlee sagði, að allir yrðu að
gera sér ljós þau sannindi,
sem fyrrverandi utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna orðaði svo
í Genf, er uppgangur fasista-
ríkjanna var hvað mestur, að
friðurinn væri óskiptanlegur.
Attlee kvað það hafa ráðið
mestu um ófarnað Þjóðabanda-
GEN GISSKRÁNIN G
1 Sterlingspund 45.70
1 Bandaríkjadollar 16.32
1 Kanadadollar 16.90
100 danskar krónur 236.30
100 norskar krónur 228.50
100 sænskar krónur 315.50
100 finsk mörk 7.09
1000 franskir frankar 46.63
100 belgiskir frankar 32.90
100 svissneskir frankar 376.00
100 gyllini 431.10
100 tékkneskar krónur 226.67
100 vesturþýzk mörk 391.30
1000 lírur 26.02
Gullverð ísl. kr.: 100 gullkrónur
= 738,95 pappírskrónur.
Næturvarzla
er í Lyfjabúðinni Iðunni, Lauga-
vegi 40, sími 7911.
VB K *&nrt/ÍMM44föt
lagsins, að Sovétríkin og
Bandaríkin hefðu staðið utan.
þess í upphafi.
Attlee sagði Sameinuðu þjóð-
irnar verða að vinna að bætt-
,um lífskjörum alþýðunnar í
heiminum, ef starf þeirra ætti
að bera árangur. An þjóðfé-
lags jafnréttis og öryggis væri
enginn grundvöllur sem heims-
friður yrði reistur á. Samein-
uðu þjóðirnar yrðu að standa
vörð um hagsmuni almennings
gegn síngjörnum kröfum eigin-
hagsmunaspekúlanta.
Nauðsyn ber til að Sameinuðu
þjóðirnar fái úrslitaáhrif á
öll milliríkjamál, sagði Attlee.
Kjarnorkusprengjan væri síð-
asta aðvörunin til mannkyns-
ins um að það yrði að lifa í
friði, ef því ætti ekki að vera
búin alger tortíming. Sérstak-
lega kvað hann kjarnorku-
sprengj.una hættulega fyrir í-
búa Bretlands.
Að ræðu Attlees lokinni stóð
Gromyko fulltrúi Sovétríkjanna
á fætur og stakk upp á Trygve
Lie utanríkisráðherra Noregs
sem forseta þingsins, Minnti
hann á mikla stjórnmálahæfi-
leika Lie og frábært framlag
Noregs til stríðsreksturs Banda-
manna. Mæltu fulltrúar Pól-
• lands, Danmerkur og Ukrainu
með kosningu Lie. Kom ail-
mikið fát á þingheim við þessa
uppástungu og vissu menn ekki
gerla, hvort Lie yrði sjálfkjör-
inn þar sem enginn önnur
uppástunga kom fram. Sam-
þykkt var þá að láta fara fram
leynilega kosningu, og var
Spaak utanríkisráðherra Belgíu
kosinn forseti með 28 atkv. en
Lie fékk 23. . .“
Söfnín í bænnm:
Bæjarbókasafnið
Lesstofan er opin kl. 10—12 og
1— 10 alla virka daga, nema
laugardaga kl. 10—12 og 1—7;
sunnudaga kl. 2—7. — Útláns-
deildin er opin alla virka daga
kl. 2-MO, nema láúgardaga kl.
2— 7; sunnudaga :kl. 5—7.
Útibúið á Hofsvallagötu-16: opið
alla virka daga, nemá: laugar-
daga, kl. 6—7. Útibúið í Efsta-
sundi 26:_ opið mánudaga, mið-
vikudaga ’ og föstudaga kl. 5.30
—7.30.
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
er opið þriðjudaga, fimmtudaga
og laugiarlaga ltl. 1—3 og sunnu-
daga kl. 1—4.
ÞJÓÐSKJALASAFNIÐ
4 virkum dögum kl. 10-12 og 14-
19 e.h.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÖ
kl. 13.30—15 á sunnudögum, 14—1B
á þriðjudögum og fimmtudögum.
LESTRARFÉLAG KVENNA
Grundarstíg 10. Bókaútlán: mánu-
laga, miðvikudaga og föstudaga
kl. 4-6 og 8-9. Nýir félagar eru
tnnritaðir á sama tíma.
LANDSBÓKASAFNIÐ
kl. 10—12, 13—19 og 20—22 alla
virka daga nema laugardaga kl.
10—12 og 13—19.
TÆKNIBÓKASAFNID
í Iðnskólanum nýja er opið mánu-
daga, miðvikudaga og föstudagá
LISTASAFN EINARS
JÓNSSONAR
er opið sunnudaga og miðviku- .
daga kl. 13.30 til 15.30.
BÓIÍASAFN KÓPAVOGS
er opið þriðjudaga og fimmtudaga
kl. 8—10 síðdegis og sunnudaga
kl, 5—7.