Þjóðviljinn - 09.11.1956, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Heildarafli landsmanna fyrstu 9 mánuii
ársins nam 377 þúsund smálestum
AflJ bátaflofans á þessu tlmabili nam 239
þús. lesta en togaranna 138 þús. lesta
Heildarafli landsmanna fyrstu 9 mánuði þessa árs nam
377 þús. smál., þar af voru um 83 þús. lestir af síld. Er
heildaraflinn 34 þús. smál. meiri en á sama tímabili í
fyrra, en á því ári öfluðust samtals 407 þús. smálestir.
Bátaflotinn hefur á fyrstu 9 mánuðum ársins aflað
239 þús. smálesta, en togaraflotinn 138 þús. smál.
Framangreindar upplýsingar
voru gefnar á aðalfundi Lands-
sambands íslenzkra útvegs-
manna sem hófst hér í Reykja-
vík í gær. Formaður L.I.Ú.,
Sverrir Júlíusson, setti fund-
inn. Minntist hann í upphafi
máls síns 12 sjómanna sem
drukknað hafa síðan síðasti
aðalfundur L.Í.Ú. var haldinn
og nokkurra látinna útgerðar-
manna. Vottuðu fundarmenn
hinum látnu virðingu sína og
aðstendendum þeirra samúð
með því að rísa úr sætum.
Að lokinni setningarræðu
kosinn fundarstjóri. Einnig
voru nefndir kjörnar og minnzt
síðustu atburða í Ungverja-
landi. Þá flutti Sigurður Egils-
son framkvæmdastjóri L.Í.Ú.
skýrslu sambandsstjórnar,
kjörnar voru fastanefndir o. fl.
Aðalfundinum verður haldið á-
fram í dag.
Langmest til frystingar
Svo vikið sé aftur að yfir-
liti því um framleiðslu sjávar-
afurða er flutt var á aðalfundi
L.Í.Ú. og áður er getið, hefur
afli fyrstu 9 mánuði þessa árs
formanns var Jón Árnason verið verkaður sem hér segir:
Bátafiskur Togarafiskur Saintals
tsaður fiskur . • • • 73.505 4.889.892 4.963.397
Til frystingar . . . • 81.538.502 59.568.888 141.107.390
Til herzlu 16.722.558 28.529.700 45.252.258
Til niðursuðu . • • • 74.095 80.710 154.805
Til söltunar ... 54.666.391 37.574.499 92.240.890
Til mjölvinnslu 3.331.008 4.738.739 8.069.747
Annað 1.957.931 645.611 2.603.542
Síldin 80.311.310 2.236.085 82.847.395 i
238.675.300 138.264.124 376.939.424
byggingin stórkostleg og mjög
fjárfrek.
Á sl. ári nam heildarafli
landsmanna að undanskilinni
síld 255.000 smálestum, en af
því fóru til frystingar 170.000
smálestir.
Á sl. ári var stærsta við-
skiptaland okkar í freðfiski
Rússland, þar næst Bandaríkin
og Tékkóslóvakía.
Sala á frystum fiski í ár
hefur yfirleitt gengið vel og
afskipun einnig.
Gert er ráð fyrir að fram-
leiðslan á freðfiski í ár verði
lík og á sl. ári.
Þjóðfána Sovét-
ríkjanna stolið
Klukkan rúmlega hálf eitt í
gærdag var þjóðfána Sovétríkj-
anna stolið af fánastönginni við
sovézka sendiráðsbústaðinn í
Túngötu. Skömmu síðar sáust
nokkrir unglingar með fánann
í Garðastræti. Rannsóknarlög-
reglan biður alla þá sem ein-
hverjar frekari upplýsingar geta
veitt að gefa sig fram.
Saltfiskur
Um síþustu mánaðamót nam
fieildarframleiðslan á saltfiski
42.500 smál., en var á sama
tíma í fyrra 43.400 smál. Heild-
arframleiðslan á sl. ári nam
hinsvegar 48.500 smál.
Gera má ráð fyrir því, að
heildarframleiðslan í ár verði
nokkru minni en hún var á sl.
óri.
Sala og afskipun hefur geng-
ið vel á þessu ári, og má
búast við að aðeins lítill hluti
af ársframleiðslunni verði ó
seldur um áramót.
Saltfiskurinn er aðallega seld-
ur til Portúgal, Brasilíu, Grikk-
lands, Italíu og Spánar.
Skreið
Um 10.500 smálestir voru
framleiddar á sl. ári og gekk
sala hennar nokkru ver en á
árinu 1954. Verðlag lækkaði
einnig á sl. ári og hefur það
ekki hækkað aftur á þessu
ári.
Skreiðarframleiðsla á fyrstu
10 mán. þessa árs nemur um
7.900 smál. og hefur verkun
hennar gengið mun betur en á
sl. ári.
Afskipanir hófust í lok sept-
ember og verður vart lokið
fyrr én um mitt næsta ár.
Skreiðin fer aðallega til Níg-
eríu, Finnlands, Sviþjóðar og
Italíu eins og áður og nú
nokkuð til franska Kameron og
U.S.A.
Freðfiskur
Frysting fisks til útflutnings
hefst hér á landi upp úr 1935.
í dag er um helmingur alls
þess afla, sem lagður er á land
í landinu frystur. |
Þróunin í þessum iðnaði hef-
ur því verið geisilega ör, upp-,
Þjóðviljann
vantar ungling
eða roskinn
mann til að bera
blaðið út við
HI í ð a r v e g
Bazar til ágóða fyrir Barnaspítala-
sjóð Hringsins n.k. sunnudag
Safnazt hafa nú tæpar 4 millj. kr.
í sjóðinn
Bazar verður haldinn næst-
komandi sunnudag 11. nóvem-
ber í húsakynnum klæðaverzl-
unar Andrésar Andréssonar,
Laugaveg 3, til ágóða fyrir
Barnaspítala Hringsins. Verða
þar að mestu á boðstólum
munir unnir af Hringkonum
sjálfum, svo sem allskonar
prjónuð, liekluð og saumuð
barnaföt handbroderuð vöggu-
sett, svuntur o. fl. og er hand-
bragð þeirra Hringkvenna al-
kunnugt frá því, er þær hafa
haldið bazara áður.
Allur ágóði af bazarnum
rennur sem fyrr til Barna-
spítalasjóðs Hringsins, en
hann hafa hingað til safnazt
tæpar fjórar milljónir króna.
Barnaspítalinn verður til húsa
í vestur álmu á 2. og 3. hæð
hins nýja húss Landsspítalans,
og er verið að ljúka við að
steypa þær upp þessa dagana.
Þess má einnig geta, að nú
þegar um áramótin standa
vonir til, að hægt verði til
bráðabirgða að opna næsta
myndarlega barnadeild á e-'stu
hæð gamla spítalans, og verð-
ur hún starfrækt þar til nýi
spítalinn tekur til starfa. Legg-
ur Barnaspítalasjóður Hrings-
ins til rúm, sængurfatnað og
annan fatnað í þá deild, og
er það allt með sama sniði og
verður í hinum nýja barna-
spítala.
1 sambandi við bazarinn efn-
ir Kvenfélagið Hringurinn til
skyndihappdrættis, einkum fyr-
ir foreldra, sem eiga ung börn.
Verða vinningarnir við barna
hæfi, leikföng og fatnaður.
Stærsti vinningurinn er brúða,
mjög fullkomin (gengur og tal-
ar), og fylgir henni vandað
brúðurúm með ísaumuðum
sængurfötum. Annar góður
vinningur er sjálfstýrður bíll.
Happdrættismunirnir, 10 tals-
ins, verða til sýnis í glugga
Andrésar fram að helgi. Mið-
arnir kosta 5 kr. hver. Dregið
verður á sunnudagskvöld.
Hjálpumst «11 að því að bóa
upp litlu hvitu rúinin í Barna-
spítala Hringsins.
Ópera flutt í heild á tónleik-
um Sinfóníuhljómsveitarmnar
II Tiovatore eftir Verdi flutt undir
stjórn brezks hljómsveitarstjóra
Sinfóníuhljómsveit íslands fitjar í næstu viku upp á
algerri nýjung í íslenzku tónlistarlífi: konsertuppfærslu
á óperu, þ.e.a.s. óperan II Trovatore eftir Verdi veröur
flutt í heild á tónleikum, en án leiktjalda og búninga.
Jón Þórarinsson framkvæmda-
stjóri hljómsveitarinnar skýrði
blaðamönnum frá þessu í gær.
Sagði hann að þessi háttur á
flutningi ópera hefði rutt sér
Warwick Braithwaite
mjög til rúms á síðustu árum
víða um heim.
11 Trovatore er ein af allra
vinsælustu óperum Verdis, enda
telja margir fróðir menn að þar
njöti hugmyndaflug ;og laga-
auðgi tónskáldsins sín bezt. Óper-
an þykir hinsvegar ekki vel fall-
in til flutnings á sviði, atburða-
rásin er óljós og textinn slæmur.
Er því konsertuppfærsla óper-
unnar tilvalin.
Kuiuiur brezkur
stjórnandi
Unnið hefur verið af miklu
kappi að undirbúningi óperu-
flutningsins um nokkurra vikna
skeið. Hefur Ragnar Bjömsson
annazt þann undirbúning.
Einsöngvarar verða fimm: Þur-
íður Pálsdóttir, Guðmunda Elías-
Heita á öll friðar
öfl og S.K að
stöðva ófrið
„Fundur haldinn í Menningar-
og friðarsamtökum ísl. kvenna 6.
nóv. 1956 harmar þá atburði sem
gerzt hafa í Ungverj.alandi síð-
ustu dagana, vegna vopnaðrar í-
hlutunar Rússa um málefni Ung-
verja.
Fundurinn telur að með innrás
Rússa í Ungverjaland og sömu-
leiðis með árás Breta og Frakka
í Egyptalandi séu stórveldin að
fótumtroða frelsi og mannrétt-
indi smærri þjóða og að þessi
stórveldi séu að brjóta í bága
við yfirlýsta stefnuskrá sína.
Menningar- og friðarsamtök
ísl. kvenna heita á öll friðaröfl
í heiminum og sérílagi Samein-
uðu þjóðirnar að gera sitt ýtr-
asta til að knýja stórveldin, sem
árásir hafa gert, til að slíðra
sverð sín og beita öllu áhrifa-
valdi sínu til þess að ófriður
breiðist ekki út.“
dóttir, Magnús Jónsson, Guð-
mundur Jónsson og Kristinn
Hallsson. Guðmunda er nú búsett
í Bandaríkjunum en ráðin hing-
að sérstaklega til þátttöku i
flutningi óperunnar. Kór er skip-
aður söngmönnum úr Karlakórn-
um Fóstbræðrum og síðast en
ekki sízt: stjórnandi verður vel
þekktur brezkur hljómsveitar-
stjóri Warwick Braithwaite að
nafni.
Braithwaite er mjög kunnur
hljómsveitarstjóri í Bretlandi og
víðar. Hann hefur um árabil
stjórnað óperuflutningi við Co-
vent Garden og Sadlers Wells,
— munu þær óperusýningar sem
hann hefur stjórnað hjá þessum
félögum vera á fimmta hundrað
talsins. Þá hefur hann verið fast-
ur stjórnandi hljómsveitar
brezka útvarpsins og skozku
hljómsveitarinnar í Glasgow og
komið fram við ýms tækifæri
með öllum kunnustu hljómsveit-
um Bretlands. Braithwaite hefur
stjórnað sem gestur mörgum
hljómsveitum á meginlandinu,
einnig i Ástralíu, Nýja Sjálandf
þar sem hann er fæddur og Suð-
ur-Afríku.
Fyrsti flutningur óperunnar II
Trovatore verður í Austurbæjar-
bíói á þriðjudagskvöld og sá
næsti á fimmtudag.
Samúð Ólafs
Péturssonar
1 gær var víða dreginn fáni
í hálfa stöng í Reykjavík til að
votta Egyptum og Ungverjum
samúð. Meðal þeirra sem drð
fána í hálfa stöng var Sjálf-
stæðisflokksmaðurinn Ölafur
Pétursson, sem var dæmdur í
20 ára fangelsi í Noregi fyrir
að bera ábyrgð á dauða fjöl-
margra ættjarðarvina, er hann
njógnaði um og framseldi síð-
an þýzku nazistunum. Var Ól-
afi bjargað úr fangelsi af
Bjarna Benediktssyni fyrrver-
andi dómsmálaráðherra. Hef-
ur „samúð“ Ólafs Péturssonar
að sjálfsögðu einvörðungu ver-
ið bundin Ungverjum, í sam-
ræmi við stefnu Sjálfstæðis-
flokksins.
Minntust Egypta
og Ungverja með
vinnustöðvun
f gærmorgun bað Jón Lofts-
son verkamenn hjá Vikurfélag-
inu iað leggja niður vinnu í 5
mínútur til að votta Ungverjum
samúð sína. Fóru verkamennirn-
ir þá fram á að fá einnig að
votta Egyptum samúð sína vegna
árása Breta og Frakka íreð
vinnustöðvun í aðrar fimm rnin-
útur. Voru þau tilmæli samþykkt
og vinna stöðvuð við fyrirte:kið
í 10 mínútur.