Þjóðviljinn - 13.11.1956, Side 5

Þjóðviljinn - 13.11.1956, Side 5
Þriðjudagur 13. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Arásin á Egyptaland er rothögg fyrir Atlanzhafsbandalagið segir Walter George öl dungadeildarmaður, fulltrúi Eisenhowers forseta í stjórn bandalagsins Datt dauður niður á sigurstundinni Eitt sæti er þegar laust á ný- kjörnu þingi Bandaríkjanna. Demókratanum Antonio Fern- andez frá Nýja Mexíkó varð nefnilega svo mikið um þegar honum var tilkynnt að hann hefði náð kosningu að hann hné niður og var þegar örend- ur. Banamein hans var heiia- blóðfall. Hemaðaraðgeiðir Bretlands og Frakklands gegn Egypfalandi kaía greitt A-bandalaginu „rothögg", segir Walter George, forseti utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. George viðhafði þessi um- xnæli í yfirlýsingu sem hann jgaf út í Washington um fyrri helgi. Formennskan í utanríkis- málanefndinni veitir George svo mikil áhrif á utanríkis- Stefnu Bandaríkjanna að hann er talinn eiga sízt.minna undir sér en Dúlles utanríkisráðherra. Þegar .nýkjörið þing kemur saman í Washington í janúar lætur George af þingmennsku og verður persónulegur full- trúi Eisenhowers forseta í yfir- stjóm A-bandaiagsins í París. Samræming búin að vera Ummæli George benda til að hann álíti að árás A-bandalags- rikjanna tveggja á Egyptaland og aðdragandi hennar.hafi rið- ið að fullu tillögum Banda- ríkjastjórnar um að víkka starfssvið bandalagsins. Á öndverðu þessu .ári lagði Dulles til á ráðherrafundi bandalags- ríkjanna að þau tækju upp stóraukna samvhmu á öllum sviðum og samræmdu stefnu sína í utanríkismá 1 um. Aðal- hlutverk George í fastastjóm bandaiagsins átti að vera að fylgja þessum tillögum eftir. Honum og öðrum mun þykja þunglega horfa að það takist eftir það sem nú hefur gerzt. Árás Bretlands og Frakklands er sögð hafa komið svo flatt upp á Bandaríkjastjórn að Eisenhower forseti missti al- gerlega stjóm á sér þegar fréttastofuskeyti færði honum fyrstu fregnina af úrslitakost- unum sem Eden og Mollet settu Nasser. Fréttaritarar í Washington segja að í bræði sinni hafi Eisenliower verið kominn á fremsta hlunn með að skipa sjötta bgndaríska flotanum, sem he'fst við á austanverðu Miðjarðarhafi, að leggja til atlögu gegn árásar- stöðvum Breta og Frakka á Kýpur. Hvemig sem því er farið er fullvíst, að stjórnir Bretlands og Frakklands fóm á bakvið Bandaríkjastjóm með undir- búning árásarinnar á Egypta- land. Því síður fengu stjómir hinna smærri A-bandalagsríkja að vita hvað til stóð. Breytt viðhorf í Washington. Framkoma Bretlands og Frakklands í þessu máli hefur gefið tilhneigingu ýmissa á- hrifamikilla embættismanna og þingmanna í Washington til að taka til endurskoðunar alla LiS SÞ leggur af stað til Egyptalands utanríkisstefnu Bandaríkjanna byr nndir báða vængi. „Undanfarið hefur það haft töluverðan byr meðal hátt- Walter George settra manna í stjórninni í Washington að endurskoða beri niður í gmnn skuldbind- ingar Bandarikjanna érlendis og starfsaðferðir í utanríkis- málum,“ segir James Reston, aðalfréttaritari New York Times í Washington, í blaði sínu 2. nóv. „Þau rök hafa verið borin fram, að eftir langa einangrunarhefð og síð- an einnar kynslóðar alþjóða- hyggju sé tími til kominn að endurskoða málið niður í kjöl- inn og velja úr hvora tímabili um sig stefnumál og starfs- aðferðir sem bezt þykja henta. I London og París hafa menn jafnan kviðið því, hvað af slíkri endurskoðun myndi hljót- ast, en nú hafa ríkisstjórnirn- ar þar svo gott sem tryggt það með aðförum sinum í Egyptalandi að hún verður gerð.“ Einangru narsi nna r lifna við. Ennfremur segir Reston: „Með því að ganga í berhögg við Bandaríkjastjórn og ráð- ast á Egyptaland hafa Bret- land og Frakkland ýtt undir það sem stjómir þeirra óttast mest: vöxt og viðgang ein- angmnarstefnu í Bandarikjun- um. Frá sjónarmiði einangrunar- sinna hefðu Bretland og Frakk- land ekki getað lagt út í þetta Framhald á 11. síðu Það hefur vakið niikla at- hygli, að þeir tveir flokksbræð- ur Eisenhowers, sem forsetinn lagði sig mest fram að styðja til sigurs, féllu báðir. I Oregon var Wayne Morse endurkjör- inn, en liann sagði sig úr Repú- blikanaflokknum og gekk í lið með deniókrötuin til að mót- mæla stjórnarstefnu Eisenhow- ers. Gegn honum var í fram- boði Dougias McKay, sem fyr- ir bænarstað Eisenhowers lét af embætti innanrlkisráðherra í ríkisstjórninni og bauð sig fram gegn Morse. í nágranna- fylkinu Washington var demó- kratinn Warren Magnuson einnig endurkjörinn, en Arthur Langlie, sem lét af fylkis- stjóraémbættinu fyrir áeggjan Eisenhowers til að reyna að. fella Magnuson, beið ósigur. 1 Idaho sigraði ungur demó- krati fráfarandi öldungardeild- armann, afturhaldssaman repú- blikana, og í New York vann frjálslyndur repúblikani, Jaeob Javits, öldungardeildarsæti sem demókrati hafði haft. I fram- boði gegn Javits var Robert Wagner, borgarstjóri í New York. Vesturþýzka hervæðingin skorin niður um Sielming M I hœsfa lagi 120.000 menn verðo undir vopnum i lok nœsfa árs í sfaB 230.000 Ríkisstjórn Vestur-Þýzkalands tilkynnti á mið- vikudaginn að hún hefði ákveðið að draga stórlega úr fyrirhugaðri hervæðingu þar í landi. Framhald af 12. síðu. Norðurlandamemi fyrstir Það verða hermenn frá Dan- mörku og Noregi sem fyrstir verða fluttir til Egyptalands. Komu þeir til Neapel fyrir helgina. í dag veður haldið á- fram liðsflutningum frá Dan- mörku og lið fiá Kólumbíu, Indlaiidi, Kanada og Svíþjóð er væntanlegt. Svissneskar flugvélar eiga að flytja liðið frá ítalíu til Egyptalands. Enn hefur ekki verið látið uppi hvar þær lenda né hvar fyrstu syeitirnar verða látnar taka sér stöðu. Malda í móinn Bretar og Frakkar og stuðn- ingsmenn þeirra balda áfram að malda í móinn yfir að sveitir úr innrásarherjum Bretlands og Frakkiands skuii ekki fá að setjast að í Egyptalandi sem hluti af liði SÞ, Brezka stjórnin birti í gær tilkynningu um vopn sem hún telur að Egyptar hafi fengið frá Sovétríkjunum undanfarið. Metur hún þau á 100 miiljónir sterlingspunda og nefnir til 100 orustuflugvélar, 100 skriðdreka, 50 sprengjuflugvélar, tvo tund- ui'spilla og ýmislegt fleira. Þá segir • hún að um 1000 tækni- sérfræðingar frá Sovétríkjunum hafi verið sendir til Egypta- lands. Tilgangurinn með þess- ari greinargerð er auðsjáaxxlega að reyna að koma egypzku stjórninni út úr húsi hjá Bandaríkjastjói’n og öðrum and- kommúnistiskum ríkisstjórnum. Þjóðhöfðingjafundur Forsetur Líbanons og Sýr- lands og konungax’ Iraks, Jórd- ans og Saudi Arabíu komu í gær saman á fund í BeLrut, höfuðborg Líbanons, til að ræða sameiginlegar ráðstafanir Arabaríkjanna til stuðnings við Egypta. Búizt er við að full- trúar frá Jemen, Libyu og ef til vill Súdan bætist í hópinn. Sjálfboðaliðar Sendihei'ra Egyptalands í Moskva sagði fréttamönnum í gær, að um 50.000 sovétborg- arar hefðu snúið sér til sendi- ráðsins og boðizt til að gerast sjálfboðaliðar í baráttu Egypta við innrásarhei’ina. Frá Jak- arta berast þær fregnir að tug- ir þúsxmda Indónesíumanna hafi boðið Egyptum liðsinni. Á fundi með fréttamönnum í Bonn birti Franz Josef Strauss landvarnaráðherra nýja hervæð- ingaráætlun, sem samþykkt hef- ur verið í ríkisstjórninni. NATO-áætlúnin úr sögunni Þar með er úr sögunni fyrri á- ætlun, sem Theodor Blank fyrr- verandi landvarnaróðherra hafði samið í samráði við yfirher- stjórn A-bandalagsins. Þar v.ar gert ráð fyrir að komið yrði á fót hálfrar milljónar manna her í Vestur-Þýzkalandi hið allra fyrsta. Þegar til kom að framkvæma áætlun Blanks reyndist andstaða gegn henni meðal almennings svo mögnuð að Adenauer forsætis- ráðherra sá sér ekki annað fært en að stytta fyrirhugaða her- skyldu úr 18 mánuðum í eitt ár og víkja Blank úr embætti. Strauss var síðan falið að fram- kvæma hervæðingu á þann hátt að hún skaði sem minnst kjör- fylgi kaþólska flokksins, flokks Adenauers, í sambandsþings- kosningunum á næsta ári. Vantar fjórðung Samkvæmt áætlun Blanks og Nato-hershöfðingjanna áttu 96.000 menn að vera undir vopn- Franz Josef Strauss um í Vestur-Þýzkalandi um næstu áramót. Strauss skýrði frá því á miðvikudaginn, að komið hefði í ljós að engin leið væri að standa við þessi fyrirheit. 20.000 til 25.000 á að tölunni yrði náð. Endurskoðun á hervæðingará- ætlaninni hefur í för með sér, að í árslok 1957 verða ekki uema 120.000 menn undir vopnum í Vestur-Þýzkalandi i stað 230.000' sem yfirherst.jórn A-bandalagsin» hafði verið lofað. S „Gæði cn ekki magn“ Strauss sagði fréttamönnum, að hervæðingaráætlunin hefði verið endurskoðuð með það íyrir augum að lóta gæði ganga íyrir magni. Sömuleiðis hefði breyting verið nauðsynleg sökum „tækni- legs endurmats11 á hernaðarað- stöðunni á yfirstandandi tíma. í árslok 1957 verða að sögn ráðherrans þrjár brynvagnaher- deildir, tvær skriðdrekaherdeild- ir, ein alpasveit og ein fallhlífa- sveit undir vopnum í Vestur- Þýzkalandi. Það hefur vakið mikla athygli að vesturþýzka stjórnin birti á- kvörðunina um ad skera liervæð- inguna niður uni helming eftir að til vopnaviðskipta koin i Eg- yptalandi og Ungverjalandi. Þykir það benda til að þrátt fyr^ ir þá atburði álíti liúu líkur á stórstyrjöld sízt meiri en áður.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.