Þjóðviljinn - 13.11.1956, Side 6

Þjóðviljinn - 13.11.1956, Side 6
B) -- ÞJÖÐVIWfN'N' — l»i-iðjudagur 13. nóvembér 1956 þlÓÐVlLIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Blindir í þjónustunni I Cvo blint er íhaldið í þjón- f ^ ustu sinni við bandaríska : hernaðársinna og innlend her- gróðaöfl að það virðist halda a,ð atburðir síðustu tíma úti í iheimi séu eins og hvalreki á íjörur þess. Er nú á því ihamrað af hálfu íhaldsins í ' ræðu og riti að hörmungarnar ' í Ungverjalandi og árásin á ' Egypta séu sönnun þess að I Island þurfi að vera hernum- I ið um ófyrirsjáanlega framtíð. 1 Hafa íhaldsmenn á Alþingi ! gengið svo langt að flytja | þingsályktunartillögu í þess- ! ium anda og aðra um að agent- ' ar hernámsstefnunnar skuli fá ! aæti í nefnd þeirri er fjallar iim samningana við Bandarík- i ííj af hálfu Islendinga. í . . ' . . . • ! i llir sem opin hafa augu munu sjá að þeim álykt- unum sem Islendingum ber að draga af síðustu atburðum er alveg öfugt farið við það sem íhaidið vill vera láta. Örlög annarra hernuminna þjóða sýna okkur á eftirminnilegasta hátt hvílíkur háski stafar af hersetu stórveldanna utan heimalanda þeirra. Og árás tveggja stórvelda, Breta og Frakka, á Egyptaland hefur sýnt og sannað að yfirlýsing- ar Atlanzhafsbandalagsins um að þátttökuríki þess skyldu lifa í friði við allar þjóðir og leyta öll deilumál á friðsam- leg.H i hátt reynist yfirdreps- skapurinn einn. Þessi vest- rænu stórveldi hafa hiklaust rofið Atlanzhafssáttmálann og farið með árásarstríð á hend- ur vopnlítilli smáþjóð til að tryggja stórveldahagsmuni sína. Hljóta íslendingar hér eftir að líta svo á að með að- gerðum Breta og Frakka í Egyptalandi sé Atlanzliafs- samningurinn úr gildi fallinn og aðalforsenda hernámsins þar með úr sögunni. Sannleikurinn er sá að aldrei fyrr hafa íslendingar haft svo ríka ástæðu sem nú til þess að sameinast sem einn maður um kröfuna um aflétt- ingu hernámsins. Aldrei fyrr hefur það legið eins ljóst fyr- ir hvílíkur háski steðjar að þeim smáþjóðum sem eru und- irorpnar hernámi framandi stórvelda. Þau harmsögulegu tíðindi sem borizt hafa utan úr heimi síðustu daga hljóta því að verða öllum heiðarleg- um Islendingum öflug hvatn- ing til að herða baráttuna og sameinast um kröfuna um brottrekstur ameríska hersins úr landi. Engar aðrar álykt- anir verða dregnar af því sem gerzt hefur, ef ekki koma til annarleg sjónarmið. Þess vegna mun þjóðin rísa ein- huga og sterk gegn þeim fyr- irlitlega áróðri sem flokkur hersetunnar og gróðasjónar- miða hermangaranna hefur nú í frammi og afþakka öll af- skipti flugumanna hans af þeim örlagaríku samningum sem framundan eru. Hættuleg öt ningaklíkan sem stjórnar 1 Sjálfstæðisflokknum hefur margsinnis sýnt og sannað að hún kann ekki að taka dómi sem almenningur kveður upp yfir henni; hún sættir sig ekki við annað en að vald hennar drottni. Þetta birtist á einkar minnisstæðan og lær- dómsríkan hátt i kosningun- um í Kópavogi, þar sem fólk var neytt til þess að greiða atkvæði æ ofan í æ í von um að hægt væri að þreyta kjós- endur svo mjög að þeir gæf- ost upp að lokum. Þetta fór þó ú aðra lund, en atburða- rásin sýndi fólki djúpt inn í hugskot forsprakkanna og duldist engum að þar fór ekki mikið fyrir lýðræðisást þeirri sem smurð er á varirnar af mestri ákefð. "I 'iðbrögð íhaldsins við valda- * t "ku núverandi ríkisstjórn- ar eru á sömu lund. Það sætt- ir sig ekki við það að meiri- hluti þjóðarinnar ákveði að Btjórna landsmálunum án þess að thorsararnir séu til kvadd- ir. Fyrsta tilefni sem gafst var notað til þess að reyna ir rnene að stofna til almennra æsinga og knýja meirihlutastjórn frá völdum með því móti, og fóru forsprakkarnir ekkert leynt með að þetta var tilgangur- inn. Sjálfir helztu forustu menn flokksins stóðu fyrir götuóeirðum og skrílslátum, og ætlunin var að halda slík- um vinnubrögðum áfram þar til þau hrifu. En einnig þetta mistókst; almenningur neitaði algerlega að láta skipa málum sínum með slíkum vinnu- brögðum. ■Jjað er nauðsynlegt að allur * almenningur geri sér ljóst hvert er hugarfar leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Þessir menn eru hættulegir þjóðinni, þeir eru hvenær sem er reiðu- búnir til að grípa til annar- legustu ráða til að tryggja völd sín og gróða. Það er sannarlega ástæða til þess að almenningur sé vel á verði og að stjórnarvöldin tryggi að forustumenn íhaldsins fari með engin önnur völd en þau sem þjóðin hefur fært þeim í almennum kosningum. segir Benediktsson aí sér1 Það hefur áður verið vakin athygli á því hér í blaðinu áð það hefur aldrei gerzt fyrr en nú hér í Reykjavík að ráðizt hafi verið að erlendu sendi- ráði. Þó hafa margsinnis ver- ið haldnir mótmælafundir og verið heitt í fólki vegna at- ferlis erlendra stórvelda, ekki sízt Breta og Bandaríkja- manna sem einatt hafa leikið íslendinga grátt. En almenn- ingur hefur litið á sendiráðin sem friðhelga staði, fánar þeirra hafa aldrei verið ó- virtir, né sendimenn þeirra mætt öðru en kurteisi — fyrr en nú. Það er vægast sagt kynlegt að það skyldi vera Pétur Benediktsson sem varð til þess að hefja nýja hætti í um- gengni við erlend sendiráð, maður sem um langt skeið hefur verið sendiherra íslands hjá flestum Evrópuþjóðum og er nú einn æðsti embættismað- ur þjóðorinnar, Það var þessi virðulega persóna sem stjórn- aði aðförinni að sovézka sendiráðinu 7. nóvember og ber öllum öðrum fremur á- byrgð á þeim verkum sem þar voru unnin. Það er öruggt og víst að Heimdellingar hefðu ekki árætt að vinna óþokka- brögð sín ef þeir hefðu ekki í sífellu verið eggjaðir og hvattir af Pétri Benediktssyni. Og það er einnig öruggt og víst að þótt ýmsir Heimdell- ingar séu ekki ábyrgir gerða sinna fyrir sakir æsku, heimsku og fáfræði vissi Pét- ur Benediktsson fullvel hvað hann var að gera. Hann skildi til hlítar hversu alvarleg verk var verið að vinna undir stjórn hans og hverjar af- leiðingar það gat haft. Hann veit einnig hversu alvarlegum augum íslenzk löggjöf lítur á hegðun sem hans, en í 95. grein hinna almennu hegning- arlaga segir svo: „Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða er- lent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðar- merki, skal sæta sektum, varð- haldi eða fangelsi allt að sex árum. Söniu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinber- lega eða hefur annars í framini skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfn- um, eða ærumeiðandi aðdrótt- anir við aðra starfsmenn er- lends ríkis, sem staddir eru hér á landi.“ Svona alvarlegum augum lítur íslenzk löggjöf á verk þau sem unnin voru sl. mið- vikudag. Þjóðfáni Sovétríkj- anna var tvívegis óvirtur, skorinn niður 7. nóvember og honum var rænt daginn eftir. Það verk unnu tvær unglings- telpur og þær hlupu með fán- ann heim til Ólafs Thors, for- manns Sjálfstæðisflokksins og tengdaföður Péturs Benedikts- sonar, og skildu hann eftir fyrir utan dyrnar. En þessar unglingstelpur eru auðvitað ekki ábyrgar gerða sinna; þær hefðu aldrei hegðað sér þann- ig ef ekki hefði Jkomið til for- dæmi hins virðuiegasta emb- ættismanns,, enda sýndu þær með hlaupunum -að þær vissu fullvel hvar húsbændurna var að finna. Almenningur befur. kveðið upp mjög þungan dóm yfir Pétur Benediktsson Pétri Benedjktssyni, sömuleið- is öll dagblöð bæjarins nema blöð Sjálfstæðisflokksins. I- haldsblöðin hafa þó ekki treystst til þess að bera blak af Pétri einu orði, þau hafa meira að segja talið ráðlegast að lýsa yfir ógeði sínu á ó- þverraverkunum í aukasetn- ingum. Og ekki hefur Pétur sjálfur gert minnstu tilraun til að skýra eða réttlæta fram- komu sína. Framkoma Péturs er þeim mun alvariegri sem hann er bankastjóri sjálfs Landsbankans. Sovétríkin eru sem kunnugt er eitt helzta viðskiptaland Islendinga, og það er Landsbanki Islands sem annast öll þau viðskipti. Það verður ekki hjá því kom- izt að álykta sem svo að Pét- ur Benediktsson hafi vitandi vits verið að reyna að tefla viðskiptum íslendinga og Sovétríkjanna í tvísýuu, enda er það í samræmi við hatursá- róður íhaldsins gegn þessum mikilvægu viðskiptum. Það var Bjarni Benediktsson sem batt endi á verzlumarsamning- ana við Sovétríkin 1947, með- an Pétur bróðir hans var1 sendiherra í Moskvu, en með þeirri stefnu var áruin saman leitt hið versta fjánnálaöng- þveiti yfir islendínga. Nú reynir Pétur enn að vega í sama knérunn, að þessu sinni með löglausustu ofbeldisverk- um. Fyrir þá frainkoinu getur hann aðeins bætt ineð einu móti; með því að segja af sér umsvifalaust. En auðvitað á Pétur Bene- diktsson ekki mannlaund til þess að bregðast karlmann- lega við afbrotum sínum; í fyrradag gýndi hann aðra hlið á sér. Hann birti í Morg- unblaðinu grein sem vert er að taka upp í heilu lagi; hún er svohljóðandi: „Þakldr til biskups. Ég vil hér með þakka herra Ásmundi Guðmundssyni bisk- upi fyrir hið snjalla ávarp hans til þjóðarinnar hinn 8. þ.m. og fyrir forgöhgu hans um hluttekningu íslenzku kirkjunnar í harmi Og þján- ingum Ungverjalands. Mér er þeim mun ljúfara að gera þetta sem mér er nú kunnugt, að herra Ásmundur hafði samið hið skörulega á- varp sitt áður en ég hóf máis um þetta efni á * fundi Stúd- entafélags Reykjavíkur að kveldi hins 7. þ.m. Hefur biskup nú sem fyrr sannað að hann er drengur góður. Pétur Benediktsson“ Ýmsum lesendum Morgun- blaðsins hefur fundizt þessi grein torskilin og þeir hafa spurt með hvaða rétti ó- spektaleiðtoginn Pétur Bene- diktsson sé að þakka biskupi, ekki sízt þeir sem muna hin ósmekklegu fáryrði Péturs um biskup á stúdentafundinum fyrir rúmri viku. En þegar betur er að gáð er einkar ljósf hvað fyrir Pétri vakir. Hann er á lítilmannlegasta hátt að reyna að læða inn þeirri grun- semd hjá fólki að það hafi nú í rauninni verið hann, Pétur Benediktsson, sem átti upp- tökin að bænagerð íslenzku kirkjunnar á sunnudaginn var! Leiðtogi Heimdellinganna er að reyna að fela sig bak við þjóðkirkjuna og biskup- inn yfir Islandi, og senn kem- ur væntanlega að því að at- burðunum fyrir utan sovézka sendiráðið verði lýst sem helgistund til að undirbúa bænagerð. Einnig þessi við- brögð gefa skýra mynd af inn- ræti og mannlund Péturs Benediktssonar, og vissulega eru þeir menn miklu sælli sem verða fyrir árásum lians en hinir sem verða að þpla lofs- yrði hans. En það er sama hvort Pét- ur Benediktsson opinberar fúl- lyndi sitt eða heimóttarskap, það er nú almenn skoðun að þjóðin megi ekki lengur hljóta minnkun af því að slíkur maður stjórni þjóðbankanum. Almenningur spyr: Hvenær segir Pétur Benediktsson af sér? Og vonandi dregst það ekki lengi að bankastjórinn svari þeirri spurningu. 165 flugvélar höfðu viðkomu í októbermánuði 1956 höfðu samtals 165 farþegaflugvélar við- komu á Keflavíkurflugvelli. Eftirtalin félög höfðu flestar viðkomur: Pan American World Airways 35 Br. Overseas Airways Corp. 22 Trans World Airways 20 Flying Tiger Line 14 Seaboard & Western 11 Samtals fóru um flugvöllinn tæp- ir 6000 farþegar. Vöruflutningar námu alls 210000 kg. og póstur 34000 kg. • (Frá flugvarliarstj. Keflav.)]

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.