Þjóðviljinn - 13.11.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.11.1956, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 13. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (9. ÍÞRÓTT RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON Brynjólfur Ingólfsson kos- inn formaður FRl Þingi Frjalsíþróttasambands íslands lauk á sunnudagskvöld. Brynjólfur Ingólfsson formaður sambandsins flutti skýrslu stjómarinnár, sem var mjög ítarleg. Ennfremur voru lagðir fram reikningar og var á þeim nokkur halli vegna landskeppn- innar við Dani og Hollendinga. Á þinginu komu fram mörg mál og mörg þeirra þýðingar- mikil. Allar umræður um þau einkenndust af áhuga og vilja á því að vinna sem bezt .að þeim. Verður þeirra og skýrsl- unnar getið hér á Íþróttasíðunni næstu daga. Formaður FRÍ fyrir næsta ár var einróma kjörinn Brynjólfur Ingólfsson en hann hefur verið formaður tvö undalnfarin ár. Með honum í stjóm voru kosnir Lárus Halldórsson, Guðmundur Sigurjónsson, Þórhallur Guðjóns- Son og Gunnar Sigurðsson (Þór- hallur er úr Keflavík). Sú ný- breýtni var bundin í lögum á þinginu og þar skyldi kjósa sem fasta menn í stjórn sambandsins formann dómara- og laganefndar og formann útbreiðslunefndar. Fórmaðilr dómara- og laga- nefndar var kosinn Jóhann Bern- harð, en formaður útbreiðslu- nefndar Bragi Friðriksson. I varastjórn voru kósnir: Bjöm Vilmundarson, Jóhannes Sölvásón og Jón M. Guðmunds- son. Endurskoðendúr: Gunnar Vagnsson og Hörður Haraldssön. í íþróttadómstól FRÍ voru kosnir Jóhann Bernharð, Þórar- inn Magnússon og Jón H. Guð- mundsson. Áðalfundur KRR annað kvöld Annað »kvöld hefst aðalfundur Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, og verður hann haldinn í félags heimili Fram. Ger.a má ráð fyrir að rniklar umræður verði um ýms mál er varða knattspyrnuna og þá ekki sízt dómaramálin og þá vandræða þróun að verða stöðugt að fresta leikjum, en það hefur truflandi áhrif á gang móta. 'Úrslit norrænu unglingakeppninnar í sumar: Svíþiáð efsf - ísland neðst í skýrslu stjórnar FRÍ var skrá yfir úrslit í unglingakeppn- inni í sumar, og fer hún hér á eftir. Eru úrslitin ekki éins skemmtileg og áður, því að nú skutust Danir upp fyrir okkur og vorum við því neðstir að þessu sinni, eins og segir í skýrslunni. 100 m: 11,18 Svíþjóð 11,30 Noregur 11,40 Danmörk 11,52 Finnland 11,95 ísland 1500 m: 4:10,73 Sviþjóð 4:12,49 Finnland stig 5 stig Landslið kvenna í handknatt- leik heiðrað af stjórn ISI Framkvæmdastjórn íþróttasam þands. íslands éfúdí s.l. miðviku- öag til samsætis fyrir stúlkur þær sem kepptu fyrir íslands hönd í handknattleik við Norð- menn og tóku þátt í norrænu meistarakeppninni í Finnlandi í sumar. Við þetta tækifæri af- henti forseti ÍSÍ stúlkunum landsliðsmerki ÍSÍ. Er til þess getlazt að .allir þeir sem taka þátt í landsleik i handknattleik fái slík merki í framtíðinni. Merkið er ÍSÍ-merkið úr silfri. son formaður HKRR. María Jónsdóttir þakkaði fyrir hönd stallsystra sinna. Auk gesta sem nefndir hafa verið var stjóm Handknattleiksráðs Rej'kjavíkur þar og boðin. Priðja og síðasta fSugvéiin lagði af 4:18,5 Noregur 3 — 4:19,5 Danmörk 2 — 4:44,5 ísland 1 — Langstökk: 6,48,04 Finnland 5 stig 6,37,64 Sviþjóð 4 — 6,22,0 Noregur 3 — 6,04,04 Danmörk 2 — 5,77,0 ísland 1 — Hástökk: 1.78,08 Sviþjóð 5 stig 1.77,28 'Finnland 4 — 1.76,0 Noregur 3 — 1.65,44 Danmörk 2 — 1.59,0 fsland 1 — Kúluvarp: 12.90,58 Finnland 5 stig 12.72,0 Noregur 4 — 12.33,68 Svíþjóð 3 — 12.08,0 ísland 2 — 10.21,16 Danmörk 1 — Kringlukast: 37.55,80 Finnland 5 stig 35.57,7 Noregur 4 — 35.40,92 Svíþjóð 3 — 34.78,0 ísland 2 — 28.21,84 Danmörk 1 — Heildarstig landanna: 1. Svíþjóð 25 st. (1955: 22 st.) 2. Finnland 25 — (1955: 28 —) 3. Noregur 21 — (1955: 19 —) 4. Darimörk 11 — (1955: 10 —) 5. ísland 8 — (1955: 12 —) * * ÚTBREIÐIÐ • * ÞJÓDVILJANN ússi og !rs Aukin landbúnaðarkreppa en samt skortur á matvælum Uppskeruárið 1955-1956 var heildarframleiðsla matvæla og landbúnaðarafurða í heiminum 3% meiri en árið áður. Verð- lag landbúnaðarafurða fór hinsvegar lækkandi og í flest- um Löndum eru meðaltekjur bænda lægri nú en þær voru fyrir nokkrum árum. I mörg- um iðnaðarlönduin liefur verið stefnt að því að framleiða ein- ungis þær landbúnaðarafurðir, sem íbúar landsins þarfnast sjálfir. Sé hinsvegar litið á landbúnaðarmáíin í lieintinum í heild má segja, að framboð og eftirspurn standist nokkurn- vegin á. Fyrningar eru þær sömu og þær voru fyrir nokkr- um árum. Þessar upplýsingar eru í skýrslu FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna), sem nýlega liefur verið birt. Það kemur fram í skýrslunni, að í iðnað- arlöndum virðist vera lögð meiri áherzla á byggingarfram- kvæmdir en að yrkja jörðina. Fiskveiðar hafa hinsvegar auk- izt og bómullarræktun og rækt- un brauðkorns, sem var í aft- urför hefur aukizt nokkuð aft- ur. Trjáræktarþjóðir hafa aldrei flutt út jafnmikið af timbri og á síðastliðnu ári. Allir reyna að vera sjálf- um sér nógir. Aukning landbúnaðarfram- leiðslunnar varð mest í Norð- ur-Ameríku og á Kyrrahafs- svæðinu, þar sem fyrningar voru mestar fyrir. I löndum Austur-Asíu hefur landbún- aðarframleiðslan einnig aúkizt. En bæði á Austurlöndum og á Kyrrahafssvæðinu • varð fram- leiðslan um 10% minni en hún var fyrir stríð, þegar reiknað er hlutfallslega við íbúatölu. I vanyrktu löndunum hefur framleiðsla eggjahvíturíkrar fæðu aukizt, þæ. framleiðsla kjöts og fisks. 1 iðnaðarlöndun- um, aðallega í V-Evrópu, var framleiðslan svipuð og árið áð- ur. í hinum síðarnefndu lönd- um liefur verið lögð meginá- herzla á að bæta gæði fram- leiðslunnar til þess að gera fæðuna sem fjölbreyttasta. Heimsverzlunin með land- búnaðarafurðir reyndist 5%] meiri en árið áður og hefur hún aldrei verið meiri. En samanborið við vöxt heims- verzlunarinnar í heild er þetta ekki mikil aukning þar sem heimsverzlunin með allar vörur er nú 70% meiri en liún var á árunum 1934-1938. Nákvæmar rannsóknir hafa leitt í ljós, að verzlun með kjöt korn, epli, nokkrar fisktegund- ir og bómull hefur aukizt mjög hægt og ér sumstaðar minni en liún var fyrir stríð. Hins vegar hefur verzlun með kaffi, kakó, banana og blaðapappír aukizt ört. Þær þjóðir, sem áð- ur fluttu inn allmikið af korni og öðrum mikilvægum landbún- aðarafurðum stefna nú að því, að framleiða sjálfar til eigia þarfa, því allar þjóðir vilja verða sjálfum sér nógar framleiðslu nauðsynja. Aðalvandamál landbúnaðar- ins um allan heim, og þó eink- um i iðnaðarlöndunum, er að framleiða landbúnaðárafurðir við vægu verði til neytenda og tryggja á sama tíma, að bænd- ur fái viðunandi laun fyrir sína vinnu, segir í FAO skýrslunni. N auðungar uppboð sem auglýst var í 72., 74. og 75. tbl. Lögbirtingarblaðs- ins 1956, á hluta í húseigninni nr. 39 við Sigtún, liér í bænum, eign Páls S. Dalmar, fer fram eftir kröfu Ágústs Fjeldsted hrl., Árna Stefánssonar hdl. og Iðnaðarbanlta Islands h.f. á eigninni sjálfri, laugardaginn 17. nóvember 1956, kl. 2.30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík ti fá efnafræðiverð Óneitanlega hefði verið æski- legt og eðlilegt að þetta nýja merki hefði borið keim af hand- knattleik og að þessi byrjun hefði verið hugsuð þannig að: sama merki mætti nota þótt sérsam- band verði stofnað í handknatt- leik. Þá virðist næsta eðlilegt að jsamþykktin um landsliðsmerki Þetta verki aftur fyrir sig og þeir menn sem hafa háð lands- leiki fyrir íslands hönd fái merk- ið, enda er það ekki fjölmennur liðpur. Við þetta'tækifæri fluttu m. a. Suk forsetá ÍSÍ, ræður þeir Hannes Sigurðsson, Árni Árna- ÚtbreiSiS ÞjóSviljann Eins og áður liefur verið sagt komu olympíunefndir Norður- landanna sér saman um að hafa samflot til OL í Melbourne og leigðu sameiginlega flugvélar lijá SAS flugvélaginu. Eru þetta stór- ar flugvélar af gerðinni DC7C og tekur hver þeirra 74 farþega. Fyrsta vélin fór af stað 7. nóv. og sú næsta daginn eftir og sú síðasta fór í gær. Flugvél- arnar fóru sem leið liggur yfir Norðurpólinn og fyrsta lendin'g var í Anchorage í Alaska eftír 14 tíma flug. Þaðan var flogrö til Honölulu- og tók það lí) tíma. Þriðja lending var í Fijieyjun- um og er það líka 10 tíma flug og síðasti spölurinn til Melbourne tekur 13 tíma. Þetta verður allerfitt ferðalag og þess vegna var stanzað góða Framhald á 10. slðu EfnafræöiverSlaun Nóbels hafa veriö veitt Englend- ingnuin Cyril Hinselwood og Rússanum Nikolaj Semjon- off en eölisfræöiverölaunin þrem Bandaríkjamönnum William Shockley, John Bardeen og W. H. Brattain. Verðlaunaveitingin til Sem- jonoffs hefur vakið einna mesta athygli, þetta er nefni- lega í fyrsta skipti sem sov- ézkum ríkisborgara eru veitt Nóbelsverðlaun. . Hinselwood og Semjonoff hafa hvor í sínu lagi unnið að rannsóknum á þvi, hvernig efnabreytingar gerast. Hinsel- wood hefur starfað við háskól- ann í Oxford en Semjonoff í Leníngrad og Moskva. Einn þýðingarmesti þáttur rannsókna þeirra snýst urn svokallaðar keðjuverkanir. Þær eiga sér víða stað, svo sem við bruna, sprengingar, njyndun gerviefna svo sem plastefna, nælons og gerfigúms og síðast en ekki sízt þegar kjarnorka leysist úr læðingi. Þessar rannsóknir hafa því mikla tækniþýðingu. Bandaríkjamennirnir þrír eru höfundar transitoranna svo- nefndu, sem gert hafa mögu- lega smíði hinna flóknu reikn- ingsvéla sem nefndar hafa ver- ið vélheilar. Transitorar eni gerðir úr svonefndum hálfleið- andi efnum, svo sem germaní- um og kísil, sem hafa þana eiginleika að þar sem þau koma saman breytist hæfnin til að leiða rafstraum eftir styrk- leika og stefnu straumsins. Transitorarnir geta komið | stað lofttómra lampa í marga- konar raftækjum. Þeir eru langtum ódýrari, sterkari og endingarbetri en lamparnir og taka aðeins brot af rúmi þeirra, Þar að auki er gifurlegur straumsparnaður að notkua transitora. Ekki hefðu verið tök á að smíða vélheila ef nota hefði átt lampa til að geg®| hlutverki transitoranna. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.