Þjóðviljinn - 13.11.1956, Síða 12

Þjóðviljinn - 13.11.1956, Síða 12
Ósæmileg þáttlaka sendiherra Frakka í æsingum íhaldsins Segir upp starfsmanni fyrir þœr einar sakir oð hafa heimsótt sovézka sendiráÓiÓ! Franski sendiherrann á íslandi, Henri Voillery, hefur á hinn furðulegasta hátt gerzt þátttakandi í ofsóknarher- ferð þeirri sem íhaldið hefur efnt til að undanförnu. Hann hefur sagt upp einum starfsmanni sendiráðsins, dr. Hafþóri Guðmundssyni þjóðréttarfræðingi, og er hon- um gefið það eitt að sök að hafa komið í sovézka sendi- ráðið 7. nóv. s.l.! urn eða sendiráði hans, þótt fslendingar hafi reiðzt fram- ferði franskra nýlendukúgara á undanförnum árum, árásum þeirra og fjöldaaftökum meðal vanmegna þjóða, og ekki varð hann heldur fyrir neinni per- Dr. Hafþór hefur unnið í franska sendiráðinu síðan snemma í sumar, og hefur Voill- ery sendiherra ævinlega látið í Ijós ánægju með störf hans. S.l. miðvikudag var dr. Hafþór meðal gesta í sovézka sendi- ■ráðinu á 39 ára afmæli bylt- ingarinnar og var nafn hans birt í æsingagrein Morgunblaðs- ins daginn eftir. Þegar er sendiherrann hafði séð Morgun- blaðið kallaði hann dr. Haf- þór fyrir sig, sagði honum upp störfum fyrirvaralaust og lét hann hætta samstundis án þess svo mikið sem að greiða þriggja mánaða uppsagnarfrest. Var einasta ,,afbrot“ dr. Hafþórs það að hafa sótt sovézka sendi- ráðið heim. Þjóðviljinn náði tali af dr. Hafþóri í gærkvöldi og staðfesti hann að honum hefði verið sagt upp störfum af þess- um ,,sökum“, en vildi að öðru leyti ekkert um málið segja. Þetta framferði Voillery sendi- herra er óafsakanlegt hneyksli og ósæmileg þátttaka í æsinga- herferð íhaldsins. Islendingar hefðu sannarlega mátt vænta annarrar framkomu af þessum sendiherra. Hann hefur dvalizt hér á íslandi um langt skeið og aldrei átt öðru að mæta en gestrisni og vinsemd; sérstak- lega mætti sendiherrann minn- ast þess að það hefur aldrei verið látið bitna á hon- sónulegri áreitni þegar Frakk- ar gengu í lið með Bretum og reyndu að kúga af okkur land- helgina, og er það vissulega aðeins sjálfsagt mál. Hon- um sæmir því sízt að ger- ast þátttakandi í þeirri nýju tegund „stjórnmálabar- áttu“ sem forustumenn íhalds-. ins hafa stofnað til. Þjóðviljinn væntir þess að Voillery sendiherra skiljist að hann hefur misstigið sig illilega og tryggi á nýjan leik að hann sé velkominn gestur á íslandi. Sigurður Guðgeirsson kosinn íor- maður Sósíalistafélags Reykjavíkui Á mjög fjölmennum aðalfundi Sósíalistafélags Reykja- víkur sem haldinn var í gærkvöld var Sigurður Guðgeirs- son prentari kosinn formaður félagsins næsta starfs- tímabil. þiðÐinumM Þriðjudagur 13. nóvember 1956 — 21. árgangur — 259. tölublaí Aðrir í stjórn voru kosnir: Guðmundur J. Guðmundsson, starfsmaður Dagsbrúnar, Krist- ján Jóhannsson, verkamaður, Eggert Þorbjarnarson, fram- kvæmdarstjóri, Guðmundur Jónsson, verzlunarmaður, Krist- ín Einarsdóttir, húsfrú og Þor- valdur Þórarinsson, lögfræðing- ur. I varastjórn hlutu kosn- ingu; Óskar Sigurðsson, Mar- Mun smíða 80 þús. tunnur í vetur Siglufirði í gær. Frá fréttaritara. Þjóðviljans. Tunnuverksmiðja ríkisins tók til starfa sl. laugardag. 1 verk- smiðjunni vinna 36 menn. Áætl- að er að smíðaðar verði 80 þús. tunnur og að smíðin standi yfir fram í maí-mánuð næsta ár. Drengur stórslasast er jeppi hrapar niður í 10 m gljúfur Það slys varð s.l. laugardag á Fosshóli í Þingeyjarsýslu að sex ára drengur höfuðkúpubrotnaði og hlaut mikil önnur meiðsli, er jeppabíll steyptist um 10 m fall niöur í gljúfur Skjálfandafljóts. Litli drengurinn er sonur barminum og féll niður í urð, Páls H. Jónssonar kennara á er þetta talið 10 m fall. Á leið- Laugum. Jón Kristjánsson á inni niður snérist hann í hring, Fremstafelli var einmitt að en kom niður á híólin °S mo1- Frá opnun sýningar Guðmundar Guðmundssonar í Róm. sem Þjóðviljinn sagði frá á sunnud&ginn var. — Á mynd- inni frá vinstri sjást listmálarinn Bat-Yosef, Guð- mundur, próf. Schmeider forstöðumaður sýningarsalarins og próf. Lionello Venturi listgagnrýnandi. flytja drenginn í veg fyrir föð- ur drengsins, en hans var von að Fosshóli með áætlunarbíl. Jón stöðvaði bílinn á hlaðinu á Fosshóli og skrapp inn til þess að spyrja um áætlunarbílinn. Þegar Jón var farinn inn tók billinn að renna aftur á bak, í áttina niður að ánni. Drengur- inn var aftur í bílnum, frammi í honum var Kristján faðir Jóns, þess er bílnum ók. Tókst honum að komast út úr bilnum, en féll við og mistókst því að hjálpa drengnum út. Rann bíllinn fram af gljúfur- Nýr þingmaður 1 gær tók sæti á Alþingi fyrsti varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri. Hann tekur sæti á þingi i forföilum Jóhanns Hafsteins, sem dvelja mun erlendis um ekeið. brotnaði. Þegar Jón kom út úr húsinu á Fosshóli sá hann á eftir bíln- um og hljóp á eftir honum, en varð of seinn. Fór hann þá niður í árgljúfrið og bar dreng- inn upp skriðu og heim að Fosshóli. Þrír læknar voru til kvaddir og komu þeir allir. en Drengurinn var fluttur í sjúkra- húsið á Akureyri. Bretar dæina hermenn sína Brezkur berréttur á Kýpur sakfelldi í . gær sex brezka her- menn, sem ákærðir voru fyrir uppreisn gegn yfirboðurum sín- um. Þetta eru varaliðsmenn sem kvaddir voru í herinn og sendir til Kýpur skömmu eftir að Eg- yptalandsstjórn þjóðnýtti Súez- skurðinn. Sigurður Guðgeirsson grét Auðunsdóttir, Benedikt Einarsson. Á fundinum gaf fráfarandi formaður félagsins Þorvaldur Þórarinsson yfirlit um starf- semina á liðnu starfstímabili og Kjartan Helgason skrifstofu- maður félagsins las upp reikn- inga þess og skýrði þá. Miklar umræður urðu á fundinum um félagsmál og flokksmál al- mennt. Húsfyllir var á fund- Þjóðleikhúsið frumsýnir Tondeleyo á fimmtndag Leikritið sýnt í tileíni af 25 ára leikafmæli Jóns ASils Jón Aöils leikari á um þessar mundir 25 ára leikafmæli og minnist Þjóðleikhúsið þess með sýningum á leikritinu Tondeleyo eftir brezka höfundinn Leon Gordon. Verður leikritið frumsýnt n.k. fimmtudagskvöld. Tondeleyo er leikhúsgestum: Jóns Aðils. Fyrsta hlutverk Jóns á leiksviði var hjá Litla leikfélaginu, í bamaleikriti eft- ir Óskar Kjartansson. Síðar lék Jón f jölmörg hlutverk hjá Leik- félagi Reykjavíkur og hann var ráðinn fastur leikari við Þjðð- leikhúsið er það hóf störf. Er Jón nú einn þeirra leikenda Þjóðleikhússins sem farið hefur með flest hlutverk á sýningum þess, eða alls 39. Af stærstu hlutverkum Jóns hjá leikhúsinu má nefna Kristján skrifara I JóniArasyni, Skuggasvein, Séra Sigurð í Islandsklukkunni, Pál postula í Gullna hliðinu, Greg- ers Werle í Villiöndinni, dóm- arann í Deiglunni o. fl. hér að góðu kunnugt siðan Leikfélag Reykjavikur sýndi það í Iðnó fyrir 10 árum við ágæta aðsókn. Margir þeirra sem unnu að sýningu leikrits- ins þá leggja nú einnig hönd að verki: Sverrir Thoroddsen hef- ur gert þýðinguna, leikstjóri er Indriði Waage og með aðalhlut- verkin fara Inga Þórðardóttir og Jón Aðils. Lárus Ingólfsson hefur gert ieiktjöldin en bún- ingar eru fiestir saumaðir í saumastofu Þjóðleikhússins, en nokkrir fengnir hjá leikhúsi einu í London, sem nýlega sýndi Tondeleyo. Auk þeirra Ingu og Jóns eru leikendur þessir: Valur Gísla- son, Benedikt Ámason, Baldvin Halldórsson, Klemenz- Jónsson, Gestur Pálsson, Valdimar Helgason, Þorgrímur Einarsson og Bessi Bjarnason. Eins og fyrr er sagt sýnir Þjóðleikhúsið nú Tondeleyo í tilefni af 25 ára leikafmæli Li SÞ íeggur af stað fil yptalands í dag Hammarskjöld fer til viðræðna við Nasser Fyrstu sveitirnar úr liði því sem fer til Egyptalands á vegum SÞ leggja af stað frá ítalíu síðdegis í dag. Dag iHammarskjöld, fram- kvæmdastjóri SÞ, skýrði frétta- mönnum frá þessu í New York í gær. Hann kvað ríkisstjórn Egyptalands hafa fallizt á að veita viðtöku liði frá SÞ að því tilskildu að fullveldi rikis- ins væri í engu skert. Hammarskjöld kvaðst myndi leggja af stað i dag áleiðis til Kairó, þar sem hann myndi eiga fund með Nasser forscta og ræða við hann um dvöl liðs SÞ i Egyptalandi. Á leiðinni ætlar Hammarskjöld að koma við i Neapel, þar sem liði SÞ er safnað saman, og ávarpa hérmennina. ^ramhald á 8. siðu. Eysteinn Jónsson fimmtugur Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra er fimmtugur í dag. Hann varð fyrst ráðherra í stjórn Hermanns Jónassonar 1934, 27 ára að aldri, og hefur gegnt ráðherrastörfum lengur en nokkur annar íslendingur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.