Þjóðviljinn - 26.11.1956, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 27. nóvember 1956 -
'gMÓÐVILJINN |
Otgejandi:
j Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn |
Einhuga verkalýðshreyíing
Tittugasta og fimmta þing
Alþýðusambands íslands
hefur lokið störfum. Þinginu
var slitið í gærmorgun eftir
að kosning nýrrar sambands-
stjórnar hafði farið fram.
Þingið hafði áður vottað
stefnu fráfarandi sambands-
stjórnar svo' að segja einróma
traust og í þinglok kaus þing-
ið nýja sambandsstjórn sem
að miklum meirihluta er skip-
uð sömu mönnum og stýrt
hafa málefnum heildarsam-
takanna siðustu tvö árin. For-
usta Alþýðusambandsins er
skipuð '"ruggum vinstri mönn-
um, fulltrúum framsæknustu
og beztu kraftanna í íslenzkri
verkalýðshreyfingu.
Þótt skiptar yrðu skoðanir
um kjör sambandsstjórnar
eins og oftast áður hefur
þetta Alþýðusambandsþing
borið glögg og greinileg merki
einhuga og samstilltrar verka-
lýðshreyfingar. Einum rómi
ákvað þingið stefnuna í hags-
muna- og réttindamálum. Ein-
huga stóð það að kröfunni um
að lagður yrði öruggur grund-
völlur að eflingu atvinnulífs-
ins og þar með bættum lífs-
kjcrum almennings og að all-
ar ráðstafanir í efnahagsmál-
unum yrðu við það miðaðar
að kaupmáttur launanna væri
ekki skertur. Þingið stóð sem
eir.n maður um ályktun í her-
námsmálunum og krafðist
þess einum rómi að staðið
yrði við markaða stefnu Al-
þuigis og ríkisstjórnar um
brottför hersins. Algjör ein-
hugur ríkti um stefnuna í
lahdhelgismálinu, þingið krafð-
ist útfærslu friðunarlínunnar
. liið bráðasta og eigi síðar en
. á jdirstandandi vetri. Þá skip-
, að: Alþýðusambandsþingið sér
nlgjörlega einhuga að baki
r.úverandi stjómarsamstarfi,
lýsti fyllsta trausti á ríkis-
stjórninni og stefnu hennar
. og varaði við hverskonar
. skemmdartilraunum er hníga
kynnu í þá átt að torvelda
störf hennar eða sundra sam-
vinnu vinstri flokkanna. Þann-
ig stóð þetta fjölmennasta
þing sem alþýðusamtökin hafa
háð saman af einhug og festu
um stefnuna í öllum stærstu
og veigamestu málunum sem
nú bíða úrlausnar. Alþýðu-
samtökin hafa markað djarfa
og framsækna stefnu í þjóð-
málunum og bjóða alla krafta
sína óskipta fram til að
hrinda henni í framkvæmd í
samvinnu við önnur þjóðleg
og framfarasinnuð öfl í land-
inu.
íjetta framlag alþýðusam-
* takanna er mikilsvert og
mikið fagnaðarefni. Fyrir það
vinstra samstarf sem tekizt
, hefur um ríkisstjórn er það
,, mikilsvert að geta stuðst í
starfi og stefnu við einhuga
og sterka verkalýðshreyfingu.
, Veikalýðshreyíingin hefur
sagt sitt orð um vandamálin
og heitið fullum stuðningi við
lausn þeirra á þeim grundvelli
sem verkalýðsstéttin telur
réttan og í samræmi við hags-
muni almennings. Allar vonir
andstæðinganna um tvískinn-
ung í verkalýðshreyfingunni
hafa brugðizt. Huh Hefur aldrei
fyrr skipað sér jafn djarf-
lega og einhuga um höfuð-
kröfur sínar á vettvangi þjóð-
málanna. Um afstöðu hennar
getur enginn efazt að loknu
því Alþýðusambandsþingi sem
nú hefur setið að störfum.
Meira að segja brugðust þær
vonir íhaldsins með öllu að
sundrungartilraunir þess og
rógur út af festingu verðlags
og vísitölu fyndu nokkurn
hljómgrunn meðal hins fjöl-
menna fulltrúahóps á sam-
bandsþingi. I því efni eins og
öðrum tók þingið af allan
vafa og lýsti eindregnu trausti
á afstöðu sambandsstjórnar
og aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar. Hefur níð og rógur íhalds-
ins um forustumenn verka-
lýðshreyfingarinnar og rikis-
stjómina þar með verið
kveðinn endanlega niður af
þeim sem gerst vita um við-
horf og afstöðu fólksins í
verkalýðssamtökunum.
Verkefnið sem bíður hinnar
nýju sambandsforustu og
allra þeirra sem standa heils-
hugar að núverandi stjórnar-
samstarfi er að hrinda þeim
málum í framkvæmd sem Al-
þýðusambandsþingið hefur
svo eindregið og einhuga lýst
stuðningi og fylgi við. Stefn-
an er mörkuð af einhuga og
steokri verkalýðshreyfingu og
hún býður alla krafta sína
fram til þess að orð og óskir
alþýðunnar, formuð í sam-
þykktum sambandsþingsins,
verði að veruleika. Og það er
vissulega ánægjuefni fyrir nú-
verandi ríkisstjórn og þá
flokka sem að henni standa
hve stefnumál Alþýðusam-
bandsins og yfirlýstar fyrir-
ætlanir ríkisstjórnarinnar
falla í einn farveg. Það er því
engra meiriháttar árekstra að
vænta heldur sameiginlegra
óska um framkvæmd sömu á-
hugamálanna. Og um afstöðu
alls almennings þarf ekki að
spyrja. Yfirgnæfandi meirí-
hluti þjóðarinnar, öll fram-
sækin og þjóðholl öfl í land-
inu standa með kröfum Al-
þýðusambandsþings og stefnu-
málum núverandi ríkisstjórn-
ar og vilja tryggja framgang
þeirra. Þegar slíkt atfylgi er
fengið þarf sannarlega engu
að kvíða þótt afturhaldið og
sérhagsmunaöflin sýni klæm-
ar og hafi í frammi hatramma
andstöðu. Við öðru hefur held-
ur heldur enginn búizt. En
einhugur Alþýðusambands-
þingsins er framfaraöflunum
og vinstri hreyfingunni öflug
hvatning til þess að vinna
rösklega á grundvelli yfir-
lýstra stefnumála.
Höfuðborg Tíbets, Lhasa,
hefur verið talin afskekkt-
asta höfuðborg heims. En
í sumar komst hún í sam-
band. við flugkerfi heims-
ins, er reglulegar flugferð-
ir hófust frá Péking. Sú
ferð tekur 10 tíma og og
hæðarmunurinn er tals-
verður; Lhasa er í 3600
metra hæð yfir sjávarmál.
Stærri myndin er tekin á
flugvellinum í Lhasa, og
eru Himalajafjöll í bak-
sýn; á hinni myndinni er
áhöfnin boðin velkomin að
tíbezkum sið.
Kirkjur
Ég var mikill kirkjusnuðrari
héma á árunum og ekki hefur
það elzt af mér til fulls. And-
agtin, sem guð hefur lagt oss
í brjóst, hafði því nær undizt
úr mér við að lesa Biblíuljóð-
in og læra Ljóðakverið, og að
koma í vonda kirkjuskúra á ís-
landi, eins og þeir gerast enn
í sveitunum, og heyra þann
ráma söng, sem þar var hafð-
ur. Ég var að gá að allt öðru,
einhverri sérstakri birtu, sem
ég hugði vera, eða gluggum,
eða myndadóti, og fann sjaldan
neitt að gagni, því þó að Kaup-
mannahöfn sé mikill og göfug-
ur staður, held ég þar sé eng-
in kirkja, sem fræg sé í öðr-
um löndum, hvorki Marmara-
kirkja eða Frúarkirkja eða
Hallarkirkja eða Nikulásar-
kirkja, eða Heilagur Andi, eða
Helgidómur Krists Endurlausn-
ara, eða Immanúelskirkja, eða
Sú Postullega Kirkja, heldur eru
sumar felldar inn í húsaröð í
þröngbýlum hverfum, eða þó
þær standi einar sér, finnst
mér eitthvað vanta á fegurðina
bæði utan húss og innan. Fólk
var að segja mér frá hinni og
þessari dáindiskirkju, sem
stæði langt í burtu, ein var
sögð standa úti á Biskups-
bjargi, og vera í laginu eins
og orgel, kennd við Grundtvig
biskup. En þá er ég hafði eytt
í það nokkrum dýrmætum dag-
stundum, að leita að þessari
kirkju, og finna hana, þá fór
svo, að mér þótti ekkert í hana
varið, og sementslykt inni í
henni, en engar skemmtilegar
myndir, nema dannebrog hékk
yfir altarinu. Marmarakirkjuna
sá ég daglega og hana sér hver
maður daglega, því hún er í
alfaraleið, og sett gullstöfum,
og gerð úr dýru efni, og einu
sinni hef ég komið inn í hana,
en ég kem þar aldrei oftar.
Hún er kringlótt að innan, ofur
há til lofts, fjarskalega mis-
heppnað hús, að mér sýndist.
Sú Apostoliska Kirkja er úti við
Bleiksdammsveg, og kom ég
þangað einu sinni þegar ég var
að ganga á röðina og leita uppi
sem flesta messusiði, og fann
ekkj nema fjóra. Þar var ærið
fátæklegt um að litast, því nær
eins og í íslenzkum kirkjum,
og ekki að sjá, að söfnuðurinn
hefði haft efni á að kaupa sér
svo mikið sem prentmyndir af
postulunum, né að láta þvo
gólfið sómasamlega, né að fá
sér prest, og var höfð kona til
að taia og kunni það ekki, en
vakki fyrir utan þessa kirkju,
og vildi komast inn, en komst
ekki, „því autt var sviðið og
harðlæst hvert hlið, og hljóður
sá andi sem“ — ugglaust hefur
búið þar. Á endanum komst ég
samt inn, og þá sá ég nýstár-
lega messusiði, en söfnuðurinn
samanstóð af 12 gömlum kon-
Málfríður Einarsdéttir:
Bréí
til
••
Onnu
konur sátu við að prjóna, og
hélt ég að þeim hefði verið kalt
heima hjá sér eða leiðst. Anna
Larsen Bjömer var þá lifandi,
en ekki auðnaðist mér að sjá
hana. í Sankti Péturs Kirkju
kom ég til að skoða í henni
gluggana, en þá voru að messa
þar tveir höfuðprestar hálf-
partinn heimsfrægir, og hét
annar Fuglasöngur en hinn, sem
var þýzkur, minnir mig héti
Nýmalari.
Það er skrautleg kirkja úti á
Vamardammsvegi, og heitir
Sankti Knúts kirkja uppdubb-
aðri en nokkur stásstofa, og
mjög stemmandi sinnið til and-
agtar, það er katólsk kirkja.
í Breiðgötu er kirkjuhús með
bænavimplum utan á sér, og
smellur í fyrir vindi, og stígur
upp bæn fyrir hvem smell, og
eru vimplamir strengdir milli
gylltra tumspíra, sem líkjast
næpu á hvolfj. Þetta er grísk-
katólsk kirkja, og var mér sagt
að hún hefði verið byggð þá
er Danakonungur gifti dóttur
sina Rússakeisara, svo að gift-
ingin gæti farið fram á grísk-
katólskan hátt.
Oft stóð ég einmanaleg á
um svartklæddum, og gizkaði
ég á að þær hefðu verið rúss-
neskar, og flóttamenn undan
byltingunni, en ég hélt að kon-
urnar væru þama komnar til
að syrgja keisarastjórnina, og
biðja þess íkonin með knéfalli
og ljósum á löngum og mjóum
kertum, sem þær keyptu sér
í kirkjunni, að keisarinn kæmi
aftur.
Ekki var sá maður skrýddur,
sem i prédikunarstólnum stóð
og talaði, en innan úr stofu
kom við og við maður í fullum
skrúða síðum og með þvílíkri
litbrá, sem ekki næst nema með
nokkurra árþúsunda fágun, átti
hann að bera okkur að innan í
báðum höndum himneska sælu
og miðla henni, en ég hélt að
hann mundi hafa tekið við gjöf-
unum af verunum tveimur,
Hagia Prevma og Hagia Sophia,
og væru þær staddar fyrir inn-
an. En af gáfum þeirra kom
næsta lítið í minn hlut.
Fljúgandi diskar
Svo gerðist það 2. september,
sem var sunnudagur, að ég fór
Framh. á 9. síðu